Pressan - 23.04.1992, Side 22

Pressan - 23.04.1992, Side 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 E R L E N T Kalkútta við Hudson- fljót New York-borg verður sífellt hrör- legri, vandamálin óskaplegri og þorri íbúanna vill helst forða sér þaðan burt. Næstum ein milljón íbúa þiggur félagslega aðstoð. Hálf milljón eiturlyfjaneytenda. Hundrað þúsund heimilislaus- ir. Hundrað og fimmtíu þús- und eyðnisýktir. Sex til sjö morð á dag. í sumum borgar- hverfum hafa ungir karlmenn álíka miklar lífslíkur og jafn- aldrar þeirra í Bangladesh. Þetta eru svosem ekki nýjar fréttir. En við þær bætist að stór hluti borgarbúa vill helst komast burt. Þeir hafa ekki lengur þolin- mæði til að bíða eftir því að eyða ævikvöldinu í New York og ungt fólk vill ekki ala upp bömin sín þar. Stórfyrirtæki hafa líka forðað sér úr bænum. Á átt- unda áratugnum höfðu fimmtán af þrjátíu stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna höfuðstöðvar súi- ar í New York. Nú em þau að- eins tvö. Kapítalistar hafa flúið umferðaröngþveitið, kjaftfora leigubílsstjóra og hinn eilífa ugg að verða fyrir barðinu á árásar- mönnum. Glæpir em ekki eingöngu bundnir við skuggahverfi, maður Kapítalistar hafa flúiö umferðaröngþveitiö. borgin skáni, heldur telja þeir nokkuð víst að ástandið híjóti enn að versna. Samkvæmt nýjum skoðana- könnunum vonast 60 prósent íbúa á New York-svæðinu til að geta skapað sér ný heimili innan fimm ára, utan borgarinnar. í hverfum þar sem hvítir búa nær eingöngu er hlutfallið hærra, um 75 prósent vilja komast burt. Þeir óttast að dagblaðið New York Times kunni að hafa haft rétt fyr- ir sér þegar það spáði að hér væri í burðarliðnum „ný Kalkútta". Það orð fer af íbúum New York að þeir séu eitthvert harðn- aðasta stórborgarfólk í heimin- um. Þeir em ekki frægir fyrir að vera neitt tiltakanlega bjartsýnir, heldur þykir hinn dæmigerði New York-búi hálfgert mein- hom sem er síkvartandi yfir því að allt sé að fara í hundana. En hefur hann kannski meiri ástæðu til þess nú en endranær? STÓRK APÍT ALISTAR LEGGJA Á FLÓTTA Fyrir þá sem eiga peninga hef- ur New York ennþá ótalmargt að bjóða. Hún er menningarháborg Bandaríkjanna. Þar em bestu leikhúsin, bestu dansflokkamir, stórkostlegt ópemhús, ein besta sinfóníuhljómsveit í heimi, veit- ingahús af öllum stærðum og gerðum. Það er hægt að njóta lífsins og gera það með vissum glæsibrag. En samt er útbreitt viðhorf að gamalt fólk vill ekki getur eins átt von á því að verða fyrir árás í fínheitunum á Park Ávenue. David Dinkins borgar- stjóri, sem hefur verið við stjóm- völinn í þrjú ár, hefur lofað að auka öryggi íbúanna með því að efla löggæslu. En það er víst að ekki em til nægir peningar til að ráða allan þann fjölda lögreglu- manna sem New York-búar telja aðþurfi. I Bandaríkjunum er að vissu leyti hægt að mæla lífshamingju í fasteignaverði. Fasteignaverð í New York hefur farið hríðlækk- andi síðustu árin. Ibúð í góðu hverfi á Upper Westside gat kostað rúmar 20 milljónir króna fyrir fáeinum ámm. Nú væri jafnvel hægt að kaupa hana fyrir vel innan við 15 milljónir. Wall Street heldur þó enn sín- um hlut, svona nokkum veginn. í hmninu í október 1987 missm um 50 þúsund manns vinnuna. Síðan þá hefur komist á ákveðið jafnvægi. Stóm verðbréfafyrir- tækin högnuðust vel í fyrra. Og veitingahús sem nýríkir verð- bréfasalar stunda blómstra á nýj- anleik. ALLT DRABBAST NIÐUR Að ýmsu leyti er ástandið þó enn verra í sumum öðmm borg- um. Morðtíðni er mun lægri í New York en til dæmis í höfuð- borginni Washington. Enda em það kannski ekki síður skattamir en ofbeldi á götunum, sem valda því að efnað fólk vill komast Innviöir borgarinnar veröa hrörlegri og þess minni veröur löngun hinna efnameiri til aö eiga þar búsetu, burt úr borginni. Útsvar er þar að meðaltali tvöfalt hærra en í öðrum bandarískum borgum. Um 200 þúsund störf hafa verið lögð niður á síðustu fjómm ámm. Á næstu þremur árum er talið líklegt að við bætist annar eins fjöldi. Aukið atvinnuleysi þýðir minni skatttekjur fyrir borgina, en um leið aukin út- gjöld til félagsmála. Það þýðir aftur minna fé til að gera mann- virki og bæta ástandið í umferð- inni. Innviðir borgarinnar verða hrörlegri og þess minni verður löngun hinna efnameiri til að eiga þar búsetu. New York-borg þarf semsagt að spara og skera niður. En það er hægar sagt en gert. Allt borg- arkerfið er svo fast í skorðum að það er vandasamt að sjá hvar á að byrja. Ekki bætir heldur úr skák að verkalýðsfélög em mjög sterk og verja hagsmuni sína með kjafti og klóm. Á síðasta áratug óx fjöldi borgarstarfs- manna úr 190 þúsundum í 240 þúsund. En á ýmsum stöðum er þó hægt að kroppa í vandann. Til dæmis hefur verið bent á að slökkviliðsmenn á Manhattan séu nákvæmlega jafhmargir og 1890, þegar borgin var að miklu leyti úr timbri og tækjakostur fá- tæklegur. Skólakerfið þykir lfka fjarskalega óhagkvæmt. Þar ríkir reyndar víða hálfgert neyðar- ástand vegna ofbeldis, eiturlyfja- neyslu og spillingar, en hver nemandi kostar skattborgarana milli 400 og 500 þúsund krónur á ári. Það er tvöfalt meira en í kaþólskum einkaskólum sem em starlfæktir í borginni. Þar þykja nemendur líka ná miklu betri árangri, en talið er að um þriðj- ungur nemenda í opinberum skólum kunni tæpast að lesa og skrifa. En vandinn er sá að verkalýðs- félögunum er oftast að mæta þeg- ar ráðist er í hagræðingu sem kann að kosta fólk vinnuna. Dav- id Dinkins borgarstjóri hyggst ná endurkjöri 1993. En það getur hann varla án þess að njóta stuðn- ings hinna voldugu verkalýðsfor- ingja sem stjóma stéttarfélögum opinberra starfsmanna. HER ATVINNU- OG HEIMILISLAUSRA Sá sem kemur í fyrsta sinn til New York verður óþyrmilega var við fjölda heimilislauss fólks sem eigrar um götumar, sefur í pappakössum úti á berangri og gramsar í öskutunnum eftir nær- ingu. Þetta ber samt ekki vitni um að New York-búar séu neitt sérstaklega harðbrjósta fólk. Þvert á móti er hvergi í Banda- ríkjunum veitt meira fé í félags- lega aðstoð að höfðatölu en í New York-fylki. En þama er ákveðin þversögn. Yfirvöld vilja aðstoða þá sem verða undir í h'fsbaráttunni, þá sem hafa ekkert þak yfir höfúð- ið. En einmitt af þeim sökum fjölgar þeim stöðugt sem eiga ekkert heimili og hafa enga vinnu. Tala atvinnuleysingja er mun hærri en landsmeðaltal. Þetta er smátt og smátt að verða borginni ofviða. Og það er lítils stuðnings að vænta frá stjóminni í Washington. New York hefur löngum verið eitt helsta vígi demókrata og þar fara þeir með völd. Repúblikanar sem stjóma í Hvíta húsinu em ekkert óðfúsir að leggja þeim lið. ERU INNFLYTJENDUR AÐ DREPA BORGINA? Það er næsta víst að New York er að ganga í gegnum erfitt breytingaskeið og spuming hvort borgin á sér viðreisnar von í náinni framtíð. Hin hvíta og stönduga millistétt er smátt og smátt að verða að minnihluta andspænis meirihluta efnaminna fólks af svörtum og suður-amer- ískum kynstofni. Straumur inn- flytjenda til borgarinnar hefur varla verið stríðari síðan í lok fyrri heimsstyijaldarinnar. Fæst- ir innflytjendanna eru af evr- ópskum stofni. Talið er að í borginni búi fólk af um 150 ólíkum þjóðemum. En samgangur milli þeirra er minni en áður. Nýir innflytjend- ur ffá Suður-Ameríku loka sig af í sínum eigin hverfum, tala sitt tungumál og sýna lítinn vilja til að blandast inn í samfélagið, sem fyrir vikið verður æ brota- kenndara. Óttinn við að verða uppvís að kynþáttafordómum er þó slíkur að um þetta er varla talað nema í hálfum hljóðum. En kannanir sýna að meirihluti hvítra íbúa tel- ur að blökkumenn og Suður- Ameríkufólk séu að ganga af borginni dauðri og að innflytj- endastefna yfirvalda eigi mikla sök á ófremdarástandinu í borg- inni. Þó hefur New York löngum verið talin sú stórborg í Banda- ríkjunum þar sem kynþáttahat- urs gætir hvað minnst. Það er þó varla sú mynd sem blasir við í götupressunni og sjónvarps- stöðvunum í borginni. Þar verða gríðarlegir uppslættir í hvert skipti sem kastast í kekki milli hvítra manna og þeldökkra. Þar er líkt og í borginni geisi allsherj- arstríð milli kynþátta. Sem er of- mælt. En hinu er varla að leyna að draumurinn um fjölþjóðlegt samfélag, stórborg þar sem margir ólíkir kynþættir lifa í sátt og samlyndi, virðist langt í ffá að rætast í New York. HHH Fjöldi heimilislauss fólks eigrar um göturnar, sefur í pappakössum og gramsar í öskutunnum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.