Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992
23
Evpópuskórinn
lögbundinn
Herskarar evrópskra skriffinna og
embættismanna hamast öllum stundum
v’ið að reyna að koma sér saman um
staðla á öllum mögulegum (og ómögu-
legum) sviðum mannlegrar tilveru. í
fyrra vakti það til dæmis nokkra kátínu
þegar fréttist af Evrópustöðlum í
smokkagerð og var sérstaklega til þess
tekið að ítalskir embættismenn hefðu
lotið í lægra haldi og þurft að sætta sig
við stærri smokka en þeir töldu nauð-
synlegt og rétt.
Nú er nýr staðlapakki tilbúinn og að
þessu sinni er það skófatnaður íbúa
Evrópubandalagsins, sem hefur verið
staðlaður. Frá og með 1. júlí 1993
mega allar 340 milljónimar ekki kaupa
aðra skó en þá, sem bera innsigli EB.
Til þess að hljóta innsiglið þurfa
skómir að uppfylla nákvæma lýsingu á
því hvað eru skór og hvað ekki, en
kvartanir em þegar famar að berast EB
vegna þessarar skilgreiningar. í sjálfa
skóna má til dæmis ekki lengur nota
pappír eða plast, þótt ýmis plastefni séu
leyfileg f sólanum. Hafa sumir ítalskir
skóframleiðendur brugðist ókvæða við
og bent á að þó að fyrir skriffinnum í
Brussel kunni skór bara að vera eitt-
hvað. sem gengið er í, séu aðrir til, sem
líti á skósmiði sem iistgrein. Fyrir sitt
leyti hafa þeir tilkynnt að þeir muni
áfram nota þau efni. sem þeim sýnist í
skóna. ,.Við losuðum okkur ekki við
fasistana og sigruðum kommúnismann
til þess eins að ganga undir ok ein-
hverra ósmekklegra hálfvita í Brussel,"
sagði skóframleiðandi nokkur í Mfianó.
I Brussel segja menn Italina hafa
misskilið reglugerðina. listinn yfir hin
ieyfilegu efni til skógerðar taki ekki til
skreytinga á skónum, svo framarlega
sem undir glysinu séu þvottekta skór.
Þrælaafurðir
undir smásjónni
Fkjölfar lýðræðisbylgjunnar hafa
margir kapítalistar á Vesturlöndum
þurft að hugsa sitt ráð. Fjölmargar út-
flutningsvörur austantjaldsríkjanna
reyndust hafa verið framleiddar í
þrælkunarbúðum. Mannréttindasamtök
vöktu reyndar oftlega máls á þessu, en
umboðsmennimir í vestri vildu ekki
heyra. Nú geta menn hins vegar ekki
lengur þagað þetta í hel. Sjónir manna
beinast nú mest að Kína, en upplýst
hefur verið að fjöldi fyrirtækja á borð
við Sears, Nike. Reebok og Levi's hafi
keypt alls kyns hráefni og vörur frá
Kína. sem framleiddar eru í þrælkunar-
búðum (eða endurmenntunarbúðum
eins og þær nefnast þar í landi). Sér-
staklega munu það vera leikföng, skart-
gripir. verkfæri, vefnaðarvara. loftviftur
og kassettur, sem fangamir eru látnir
framleiða.
Líf Kastrós
fpamlengt?
Opinbera fréttastofan á Kúbu segir
nýja olíufundi á Kúbu geta annað 10%
af olíuþörf landsins og þannig aflétt
landlægum orkuskorti. Fréttastofan
Prensa Latina greindi frá þessum tíð-
indum um síðustu helgi, en tók fram að
nokkur tími gæti liðið þar til olíulind-
imar yrðu nýttar að fullu.
Efnahagsástandið á Kúbu hefur
sjaldan verið jafnslæmt og nú, enda
einangrun Kúbu meiri en nokkru sinni.
Viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu
hefur aldrei létt róðurinn, en vatnaskilin
urðu þegar Sovétríkin liðuðust í sundur.
Þau héldu Kúbu nánast uppi efnahags-
lega: keyptu þaðan sykurreyr á upp-
Sportskór með riflás st. 35-46
Sportskór reimaðir st. 35-46
Sirii
Hr á Jw
. /MIKUG4RÐUR
V VIÐ SUND
Wæknbfæœm
sprengdu verði og seldu þangað niður-
greidda olíu.
Vestrænir olíusérfræðingar eru ekki
jafnbjartsýnir og Kúbumenn. Þeir
benda á að þeir hafi nær enga reynslu í
olíuiðnaði, tækjabúnaður sé ekki fyrir
hendi frekar en mannskapur og þeir
geti ekki vænst aðstoðar erlendis frá,
þar sem þau olíuríki, sem enn eru vin-
veitt Kastró, reiði sig flest á vestræna
verkþekkingu í þessum efnum. Stjóm-
málaskýrendur telja að með tilkynning-
unni sé Kastró, einræðisherra Kúbu, að
reyna að kaupa sér tíma, þar sem sívax-
andi óánægju gætir vegna langvarandi
skorts og ntenn séu famir að hafa efa-
semdir um þá fullyrðingu Kastrós að
örbirgðin og erfiðleikamir séu samsæri
alþjóðakapítalismans einu um að
kenna.
L'ORÉAL