Pressan - 23.04.1992, Page 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23.APRÍL1992
27
vegur sálarinnar verður jákvæð-
ur.
Innansveitarkrónika, 1969.
Hárgreiðsla
KVENNA
Stúlka sem tollir í tísku um
klæðaburð verður til atMægis á
göntm Reykjavíkur, svo er hún
fáséður fyrirburður; en hitt al-
geingt, að kvenfólkið heingi
utaná sig einhverjar sviplausar
dulur, að ég ekki tali um þennan
svokallaða þjóðbúníng. Og ég
veit ekki betur en að dreingja-
koliurinn, sem gerður var að um-
talsefni í Washíngton, þyki enn
hálfgert furðuverk í Reykjavík,
og veki jafnvel fyrirlimíngu og
ógeð úngra stúlkna. Þó sést ein
og ein sem hefur látið skella neð-
anaf hárinu á sér íyrir neðan eyr-
un, í einhverju meiníngarleysi,
en útlend stúlka, sem kom til
Reykjavíkur seinni hluta síðasta
vetrar, sagði mér að hún hefði
hvergi á hárgreiðslustofum
kvenna feingið hár sitt klipt eftir
þeirri tísku sem ytra réði, og loks
orðið að gera það á rakarastofu
karla.
rireingjakollurinn og íslenska kon-
an, 1925.
ríki landsins. Skilja menn ekki
að holt og melar og aðrar eyði-
merkur á Islandi urðu til við það
að vallendi blés upp? Það hefði
verið nær, að minstakosti á síð-
ustu áratugum, að hvetja bændur
til að gera tún úr holtum og mel-
um: þar er það vallendi sem rán-
yrkjan hefur snúið í eyðimörk;
friða síðan mýramar með lög-
gjöf.
Hernaöurinn gegn landinu, á jólum
1970.
Byggða-
STEFNA
Það á að tæma útkjálkasveit-
imar, afdalina, annesin, heiðam-
ar, úteyamar og einángruðu
fjarðarholumar þar sem fólkið á í
harðastri og tilgángslausastri
lífsbaráttu og samgaungubætur
em hvað óhugsanlegastar sakir
fámennis og Ijarlægða. Það á að
koma fólkinu fyrir á hæfari stöð-
um, þar sem lífið kostar minni
þrældóm, minna sálarmorð,
minni mannskemmíngar, jafnvel
þótt eftirtekjan kunni að vera rýr-
ari pró sauðkind.
Raflýsíng sveitanna, 1927.
Drykkju-
SKAPUR
Onormalt heilsuleysi er varla
til á Islandi nú á dögum, nema
drykkjuæði; aðrir sjúkdómar em
verstir fyrir þá sem hafa þá, og
ekki alment þjóðarböl; enfm, úr
einhverju verða menn að
hrökkva uppaf. Þetta dagfars-
prúða fólk, sem unaðsamlegt er
að samneyta algáðu, býr við
slíka þjökun af þessu meini, að
varla er sú íjölskylda til í landinu
sem eigi ekki um sárt að binda út
af því; stundum með fullkomnu
niðurbroti heilla ættmennahópa.
Íslendíngaspjall, 1967.
Frajviræsing
MYRANNA
Mýramar em stundum kallað-
ar öndunarfæri landsins. Þús-
undir hektara af mýmm standa
nú með opnum skurðum sem
ristir hafa verið í þeim tilgángi að
draga úr landinu alt vatn; síðan
ekki söguna meir; eftilvill var
aldrei meiníngin í alvöru að gera
úr þessu tún. Fer ekki að verða
mál að verðlauna menn fyrir að
moka ofaní þetta aftur? Þegar
mýrar em ræstar ffam til að gera
úr þeim vallendi er verið að heija
á hið viðkvæma jurta- og dýra-
INNGANGA ÍSr
LANDS I NATO
Sá maður sem svíkur föður-
land sitt hefur sjálfur kosið sér
hin ysm myrkur, og það er ekki á
annarra manna valdi að refsa
honum né fyrirgefa. Hvað sem
þessir sölumenn Islands hafa sér
til ágætis að öðm leyti, þá em
nöfn þeirra svartur blettur í sögu
þjóðarinnar. Hvort þeir hafa af-
hent útlendíngum Island til sjö-
hundmð ára eða hálfs sjöunda
árs, þá er verknaður þeirra í eðli
sínu samur, þeir em föðurlands-
svikarar, saumgir og ósnertan-
legir, alt samneyti okkar við þá
verðurkvöl.
Baráttan sem nú er hafin, 1946
Hundar
Annað mál er það að íslend-
íngum er mart betur gefið en fara
vel með hundinn sinn. Laungum
hefur viljað viðbrenna að drasl-
arar í sveitum tímdu ekki að gefa
rakkanum að éta en létu hann
gánga í hræ og annan óþverra á
víðavángi, eða dróu hann fram á
þesskonar sorpi sem vitað var að
þessar skepnur þrífast ekki af ell-
egar klígjar við.
Frá gömlum hundamanni, 1970.
PKtESSAN/Jim Smart
Sauðfjár-
RÆKT
Ætli Island sé ekki einna
óhentast land og mest öfugmæli
til sauðfjárræktar af öllum lönd-
um heims? Það er amk. eitt
þeirra fáu sauðfjárlanda þar sem
ekki er hægt að vera útí haga og
gæta hjarðar sinnar á jólanóttina
einsog hirðamir gerðu í Betle-
hem, heldur verður hjá okkur að
heya þessari skepnu vetrarforða
með æmum tilkostnaði og reisa
yftr hana hús þar sem hún er látin
dúsa helmíng ársins, stundum
meira að segja alin á komi vestan
um haf, og samt í meira lagi
óbeysin á vorin, amk. svo homð
mestalt árið að hún er ekki slát-
urhæf nema fáar vikur á haustin.
Að sumrinu er þessi blessuð
skepna látin darka í landinu eftir-
litslaust og naga það í rót ef svo
vill verkast þángað til moldin er
laus handa vindinum.
Hernaðurinn gegn landinu, á jólum
1970.
ARKITEKTAR
Því miður mun sú vera raunin
að húsagerðarmeistarar okkar
eigi erfiðara með að neyta þekk-
fngar sem þeir fá í grein sinni er-
lendis en velflestir menn sem
nema utanlands. Glereftirhermur
húsameistara hér bera þess vott
að þeir hafa ekki tekið eftir í
hvaða landi þcir era staddir eða
að minstakosti kannast ekki
leingur við sig á Islandi. Gler-
húsasmíð skilst að nokkra í lönd-
um þar sem sól er hátt á lofti
mestalt árið, en hér verður hún
óskiljanleg vegna hnattstöðunn-
ar, og verður að byrgja slík gler-
gímöld innanfrá dag og nótt vet-
ur og sumar, einkum þó þegar
sér til sólar, ef á að vera líft í
þeim.
Brauö Reykjavíkur, 1971.
Krár í,
Reykjavik
Þegar blaðamenn í Stokk-
hólmi spurðu mig fretta á dögun-
um af þesskonar krám á Islandi
þar sem skáld gætu drepið tím-
ann með tóbaksreykíngum og
baðstofuhjali yftr bolla af kafft
eða glasi af öli, varð ég að viður-
kenna að ég þekti aungvan slík-
an stað í Reykjavík, enda liði ís-
lenskum rithöfunudum yfirleitt
betur heima hjá sér sem smá-
borgurum en kúldrast á knæpum
daginn í gegnum einsog lítil-
lækkaðir borgarar í París. Kaffi-
húsarómantík er handa þeim
sem fá vont kaffi heima hjá sér
eða ekkert, og búa við raka og
fúkka.“
(slendlngaspjall, 1967.
srrnáa
letriö
Hvenær veröur eiginlega
stofnuö stofnun utan um Halldór
Kiljan Laxness? Nóbelsskáldið
okkar er eins og fjall, hreinlega
fjallgarður, í landslaginu, gnæfir
yfir margar kynslóðir skálda sem
hafa mátt kúldrast í skugga
hans. Viö segjum á öörum staö í
blaöinu frá ýmislegum köpuryrö-
um hans í garö okkar íslendinga
fyrr og síöar enda hefur hann
aldrei látiö sér neitt heilagt.
Lesiöi þær fáu endurminn-
ingabækur íslenskra skálda sem
út hafa komið síðustu áratugi.
Þeir skulfu i skugganum. Jón
Óskar hefur lýst því á átakanleg-
an hátt hvernig snilld Laxness
geröi sporgöngumönnum hans
ókleift aö dafna á þann pattara-
lega hátt sem skyldi. Laxness
var alls staðar eins og Guö. Við
tölum um íslenska menningu fyrir
og eftir Laxness. (f.La. og e.La.)
Nema hvað þaö var harla lítiö
áöur en hann kom til skjalanna.
Eiginlega ekkert.
Hann reif upp skáldsöguna,
leikritið, smásöguna, þjóöfélags-
ádeiluna. Hann gekk i klaustur
og svo gerðist hann úthrópari
guös. Hann varð kommúnisti og
gekk af þeirri trú líka. Hann er
kameljón með öfugum formerkj-
um: Hann lagar heila samtíð að
sér en ekki sig aö samtíðinni.
Hann er almáttugur.
Og á fimm ára fresti, síðan
elstu menn muna, hafa Islend-
ingar haldiö upp á afmæli Lax-
ness. Hann varð fimmtugur, sex-
tugur, sextíu og fimm, sjötíu, sjö-
tíu og fimm og svo framvegis.
Hann eralltaf.
Við höldum líka upp á afmæli
fyrstu skáldsögu hans, viö fögn-
um afmælum Nóbelsins, viö er-
um hreinlega alltaf aö halda upp
á Laxness.
í könnun PRESSUNNAR var
hann fyrir tveimur árum kosinn
áhrifamestl Islendingur aldar-
innar. Meö yfirburöum. Og ekki
aö ástæðulausu.
Og þegar bókmenntaelítan
var látin búa til lista yfir allt þaö
besta í íslenskum bókmenntum
frá upphafi vega komst eiginlega
enginn á lista nema Laxness.
Hann átti fimm bestu skáldsög-
urnar. Hann var besti stílistinn,
besti rithöfundurinn, besti...
Auövitaö er hann makalaus.
Og þess vegna þrífst enginn f
skugga hans. Thor sló ekki al-
mennilega í gegn fyrr en hann
var búinn aö ná fullkomnum tök-
um á talsmáta meistarans. Jafn-
vel unglingar eins og Pétur
Gunnarsson hafa skjálfandi
röddu lýst glímunni viö gamla
manninn. Einu skáldin sem
sloppiö hafa ósködduö frá Lax-
ness eru þau sem aldrei lásu
hann.
Laxness er island. En ísland
er ekki Laxness og f því er
harmleikurinn fólginn nú þeg-
ar viö söfnumst f þúsundasta
skipti aö fótskör meistara meist-
aranna. Laxness er þúsund ára
ríki. Húrra fyrir honum!