Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 ■T '■ - Gestur? Jú augnablik. Hann er útá bakka. Venjulega er Gestur útá sund- laugarbakka að passa uppá svamlandi og fyrrverandi seli í Sundlaug Vesturbæjar. Nú sitj- um við í íbúð hans við Ægisíðu. Þama er allur sjórinn og svífur innum gluggann þótt íbúðin sé hálf ofaní jörðinni. „Mér finnst fínt að hafa þá til- finningu að vera svona tengdur jörðinni. Það er líka svo stór himinn út um þennan glugga." - Er það ekki draumur hvers sundlaugarvarðar að bjarga einhverjumfrá drukknun? , Jú, það hlýtur að vera. Ég hef nú ekki bjargað neinum ennþá, sem betur fer. En það var kona sem fékk sykursýkiskast í grunnu lauginni. Ég hljóp til og gaf henni sykurmola. Svo hélt hún áfram að synda. En starfið gengur útá það að fylgjast með mannlífinu og vera til reiðu. Þetta er heimilisleg sundlaug og sundlaugargestir eru kurteisir og gott fólk. Eg er mikill sundmað- ur. Ég byrjaði að synda íyrir átta árum og synti daglega en syndi ekki eins mikið eftir að ég bytj- aði að vinna hér.“ VANN FULLA VINNU í VERKSMIÐJU TÍU ÁRA GAMALL - Hvar lœrðirþú að synda? ,Á Siglufirði. Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Siglufjörð- ur er yndislegur staður. Ég var farinn að vinna átta ára gamall fulla vinnu á síldarplönum, gefa brnnur og snatta í kringum kerl- ingamar. Þetta var á sumrin. Tíu ára var ég kominn í Síldarverk- smiðju ríkisins í karlmanns- vinnu. Oft kom fyrir að ég vann 12 til 14 tíma á sólarhring, svona patti. Ég hafði gaman af því þeg- ar ég kom suður og kynntist hippatímabilinu, þá var ég búinn að vinna stanslaust í tólf ár. Mik- il vinna fylgdi ekki beinlínis hippaímyndinni. Én á Sigluftrði náði ég í skott- ið á aldamótakynslóðinni. Marg- ar litskrúðugar persónur og það sem einkenndi þetta fólk var nægjusemi sem er auðvitað and- stæða neyslukynslóðar okkar tíma. En mannlífið á Siglufnði var skrautlegt. Það var t.d. Stú- arafélagið, karlar sem unnu við uppskipun. Þeir héldu hópinn, auðþekkjanlegir þar sem þeir söfnuðust saman á torgum, ræddu málin, fengu sér í nefið og fóru aldrei í bíó. “ ÞAÐ VAR KVÖÐ AÐ VERA TIL - En var þetta barnaþrœlk- un? ,Ja, þrælkun er það ekki ánauð? Ég var ekki sáttur við þetta fyrst. Ég vildi klifra í fjöll- um og bryggjum, í fjörunni og fótbolta. Én það er merkilegt að það gafst alltaf tími til leikja og það var allt iðandi af krökkum í ótrúlegustu leikjum. Skemmur, þrær, bryggjur, fjöll, þetta voru leiksvæðin. Þegar ég Íít til baka tilheyrði að vinna svona mikið. Það fylgdi því gleði, öll fjöl- skyldan var í þessu, afi og amma líka. En þegar ég fer svo að skoða tilfmningar mínar í gegn- um FBA og ýmsa aðra hug- myndaffæði þá fann ég fyrir því að öll þessi vinna var ákveðin þvingun, sem sat eftir í sálarlíf- inu. Það var kvöð að vera til og ég upplifði mig einsog gamlan og þreyttan mann. Ég er tilfinn- inganæmur og ég þráði að finna frjóan jarðveg fyrir sköpunar- kraft minn. Og ég varð frahverfur skóla- göngu af einskærri þreytu held ég. En ég held að það sé alltílagi STRÁKUR AÐ NORÐAN MEÐ SKÖPUNARÞRÁ Talað við Gest Guðnason um spuna, sund, síldarár, sjálfsleit en ekkert um hárið. að böm fari að vinna uppúr tíu ára aldri ef því er stillt í hóf og hægt að gera vinnuna að leik. En það var gaman á Siglufirði og svo var alltaf sól. Ég man eftir senum þegar fjörðurinn fylltist af ufsa. Þá fóru heilu gengin af strákum niðurá bryggju að pilka ufsa.“ AÐ FREISTA GÆFUNNAR FYRIR SUNNAN -Afhverju komstu suður? „Til að freista gæfunnar. Breyta til. Um 1970 var orðin deyfð yfir bænum, félagar mínir margir farnir til náms. Ég hafði verið í tónlist sem hélt í mér líf- inu andlega. Ég fann minn far- veg í tónlistinni. Blómaskeiðið var fyrir norðan, ég byrjaði að spila á böllum 1965, þetta var saklausa tímabilið. Ekkert dóp eða vín. Rafmagnsgítarinn var bara framhald af pilkinum. Fjör- ið á bryggjunni hélt áffam í ann- arri mynd, í tónlistinni, á böllun- um. Svo ég segi þér eina grobb- sögu, þá var ég í Hrími, sem var kosin unglingahljómsveit ársins í Húsafelli 1969. Þar voru góðir menn sem heyrðu í mér og gerðu mér tilboð. Ég kom suður og fór að spila með hljómsveitinni Töt- urum. Það var mikil flóra að koma suður, bæði áfall og opin- berun. Ég kynntist spennandi menningu og allskonar dópvit- leysu. Ég var bara rauðhærður, freknóttur, slorugur strákur að norðan með þrá og hæfileika til að skapa. Miðað við þann jarð- veg hefði ég kannski frekar átt að gerast iðnaðarmaður, en ég ögra því dæmi með því að fara inní heim listamannsins." FANN FULLNÆGINGU í SPUNA - Eg hef heyrt að þú hafir verið með alsnjöllustu og efni- legustu gítarleikurum lands- ins. „Ég er alltaf að heyra þetta líka. Jú, ég var góður. Ég var í hópi þeirra tíu bestu. Þegar ég lét svo loksins verða af gömlum draum um klassískt gítamám tók ég fyrsta stigið á mánuði, nám sem venjulega tekur einn vetur. En þá hætti ég. Ég var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Eikar. Þetta voru dásamlegir tímar í tónlistinni, svo mikið að gerast. Við áttum okkar hugsjón- ir í tónlistinni. Það var t.d. spun- inn. Að geta spunnið frá hálftíma og uppí þrjá tíma. Spuninn er viss sjálfskoðun. Spuni er far- vegur til að kynnast sjálfúm sér í gegnum hljóðfærið og eins kon- ar íhugun. Ég rann saman við hljóðfærið, við hina hljóðfæra- leikarana, tíminn hætti að vera til. Ég upplifði einingu, kraft. Spuni kostar mikla vinnu og er púl. En ég uppskar sælukennd og fullnægingu þegar vel gekk. Við vomm að leita að einingu og hversu langt við gætum komist í tónlistinni. En spuni er eins og hjónaband, mikil vinna og tekur mörg ár, en þá geta líka stórkost- legir hlutir gerst. Það opnast fyrir innsæi. Spuninn er takmarkaður þangað til vinnan tekur við. Imyndunaraflið þarf að þroskast einsog aðrir hæfileikar, en ég lít á ímyndunaraflið sem forsendu innsæis. En fyrir mér var spun- inn bæði hreinsun og leit. Þetta var ferðalag. í ókunn lönd.“ VAR KOMINN f SJÁLF- HELDU - Svo hœttirþú að spila? „Ég lagði hljóðfærið á hilluna í sex ár. Ég var orðinn mettur og það spilaði inní að ég var kom- inn upp við vegg, kominn í sjálf- heldu vegna alkóhólisma. Ég fór útá land, vann ólík störf, verka- mannavinnu, uppeldisstörf, leg- steinagerð, garðyrkju og margt fleira. Ég kunni ekki leið til að koma mér út úr drykkju og rugli. Eftir að ég fór í meðferð fyrir átta ámm hefur lífið tekið stakka- skiptum. Taugakerfið var undir- lagt af vímugjöfum árum saman og menn eiga ekki lengur athvarf innra með sér þegar þannig er. Ég var stanslaust þreyttur fyrstu fjögur árin eftir að ég varð edrú þótt ég færi í sund, borðaði vít- amín og stundaði AA-pró- grammið, en það hvarflaði aldrei að mér að gefast upp. BARNEÐ í MÉR ER LÍF- GEFANDIAFL VHTND- ARINNAR Ég upplifi bamið í mér sem líf- gefandi afl vitundarinnar. Ef bamið fær að þroskast verður til náttúrulegt flæði sem gefur orku og kærleika. Ef við búum við bælingu — hvort sem það er alkóhólismi, slæmir heimilis- hagir eða annað — endum við í andlegu fangelsi, náum engu sambandi við okkur sjálf, hvem- ig við raunvemlega erum. Ég hef tekið eftir því að þegar kærleik- ann vantar brýst það út í háði og spotti og allskyns sjálfsblekk- ingu sem gerir lífið ófullnægj- andi. Á þreytuámm mínum gat ég bara umgengist gamalt fólk og böm. Ég hafði ekki þrek í jietta unga fólk sem alltaf er að flýta sér. AÐ NÁ AUGNSAMBANDI Stundum þegar ég sé og heyri fólk tala saman finnst mér það ekki vera manneskja að tala við manneskju. Það er miklu fremur ímynd að tala við ímynd. Við er- um snjöll í allskonar svona leikj- um sem geta verið þreytandi og PRtSSAN/Jim Smari sálarslítandi. Ef þú ætlar að leið- beina bömum verðurðu að vera jafningi þeirra. Ég á tvær upp- komnar dætur og hafði mikið af uppeldi annarrar þeirra að segja. Það var meðfætt innsæi í mér sem gerði það að verkum að ég lagðist alltaf á hnén til að tala við hana þegar hún var lítil. Það reyndist líka vera góð undirstaða fyrir tengsl mín við dóttur mína. Þannig náði ég alltaf augnsam- bandi.“ VANTAR ANDLEGT HÚS - Hvemig lífi lifir þú núna? „Ég vil vemda líf mitt. Ég hef verið að skoða sálarlífið og leita með opnum huga. Ég hef fundið mikið í Guðspekifélaginu. Félagið er ekki kennisetninga- fyrirbrigði, heldur félagsskapur fólks sem hefur áhuga á að kynna sér mannræktarstefnur og trúarbrögð þau sem mannkynið hefur skilið eftir sig. En mér finnst oft vanta einskonar mosk- ur hér í bæ. Við höfum bari, skemmtistaði, þægindaskot. En við erum andlegar verur og mér finnst vanta hús þar sem er friður og ró, þar sem við getum mætt andlegum þörfum. Það vantar í okkur menningu. Maður er and- lega vannærður í þessu neyslu- þjóðfélagi, það er vinnumarkað- urinn, rokkið, efnishyggjan og leiðindin. ÉG ER AÐ BREYTA HEIM- INUMMEÐÞVÍ AÐ... Ég hef sterka þörf fyrir að ná sambandi við andlegu vemna í sjálfum mér. Ég hef verið að reyna að komast út úr þessu myrkri sem fylgir því að þekkja ekki sjálfan sig. Mig hungrar í uppbyggileg mannleg samskipti. Mér finnst lykilatriði í samskipt- um vera traust. Það er minn við- miðunarsiðfræðirammi. Ég á marga góða vini sem em að pæla í mannrækt. Ég hef alltaf haft sterka þörf fyrir guð. Mamma sagði mér að þegar ég var lítill drengur spurði ég um guð í mörg ár. Amma mín bað bænir með mér á kvöldin og ég upplifði sæluástand og hvarf inní annan heim. Það er mikil orka í trú. Það er lflca orka í andlegum hliðum okkar rétt einsog orkan sem býr í líkamanum. Ég vil tengjast þess- ari orku. Ég held að leitin að guði sé meðfædd bömum. Þegar ég var drengur skynjaði ég eitthvað ákaflega heilt í mér. Þetta fannst mér ég vera að skemma þcgar ég drakk og þessvegna fylgdi alltaf þessi sektarkennd. Nú er ég að breyta heiminum með því að breyta sjálfum mér.“ DANSANDIÁÐUREN ÉG VEITAF - Og ertu alveg hættur að spila á gítarinn? ,Æg lofa engu. Kannski ef ein- hver gerði mér gott tilboð? Mér finnst margt spennandi vera að gerast hjá ungu fólki í tónlistinni. Sykurmolamir og fleiri yngri grúppur. Ég er líka hrifinn af KK. Hann hefur þessa einlægni og gleði sem mér finnst svo mik- ilvæg í tónlist. Og þótt þeir í KK séu kannski ekki að gera beinlín- is nýja hluti, þá em þeir að veita nýju lífi í form einsog blúsinn og rokkið. Það er nefnilega þannig með gömul og sígild form; það má alltaf endumýja þau, því lífið heldur áfram. Og KK hefur tek- ist nokkuð sem engum öðmm hefur tekist; að fá mig útá gólfið að dansa. Ég er oft feiminn þótt mig langi til að dansa, en á tón- leikum með KK er ég kominn útá gólfið áður en ég veit af.“ EÍísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.