Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 I Þ R Ó T T I R 29 Guðmundur Steinsson Víkingi, Hörður Magnússon FH og Arnar Grétarsson Breiðabliki eru meðal dýr- ustu knattspyrnumanna iandsins. Rúnar dýrasti leikmaðurinn —i Það er opinbert leynd- ' armál að bestu íslensku '* knattspyrnumennirnir fá verulegar fjárhæðir fyrir að spila fyrir sína klúbba. Eftir því sem heimildir PRESSUNNAR herma er Rúnar Kristinsson hjá KR dýrasti íslenski leikmaðurinn. Ekki voru menn á einu máli um hversu mikla peninga Rúnar fær fyrir yfirstandandi tímabil en flestir töldu töluna liggja á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. „Það get- ur ekki verið að hann fái minna en eina og hálfa — sennilega meira“ sagði einn viðmælanda PRESSUNNAR. En hverjir eru dýrustu leik- mennirnir hjá hverji liði fyrir sig? Sigurður Jónsson er talinn fá mest fyrir sinn snúð af leikmönnum ÍA, Sveinbjörn Hákonarson sá dýrasti hjá Þór og Sævar Jónsson hjá Val. I liði íslandsmeistara Víkings er Guðmundur Steinsson að öllum líkindum sá leikmaður sem mest fær og Ommrr Örlygsson hjá KA. f Hafnarfjarðarliðinu FH eru tveir nefndir til sögunnar Andri Mar- teinsson og Hörður Magnússon, fleiri töldu þó Hörð bera meira úr býtum. Eins var um leikmenn Fram, fleiri en einn er talinn koma til greina, Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson og Pétur Arnþórssoti voru nefndir sem líklegir kandíd- atar og taldir fá svipaðar upphæð- ir fyrir tímabilið. Hjá Breiðabliki er Arnar Grétarsson dýrastur og Tómas Ingi Tómasson hjá ÍBV, þar kemur markvörðurinn Friðrik Friðriksson reyndar einnig til greina. Félögin hafa úr mismiklu úr að moða en Reykjavíkurfélögin KR og Fram eru fjársterkust þessara klúbba; hafa efni á að borga best. Það er gífurlega dýrt að reka íþróttafélög og leikmenn fá orðið ágætlega borgað. Skýringin á miklum fjölda leikmanna frá Austurblokkinni er einmitt talin liggja í því að miklu ódýrara er að fá leikmenn að utan til liðs við fé- lögin en miðlungs góða íslenska leikmenn. Dýrasti knattspymumaður landsins er KR-ingurinn Rúnar Kristinsson. Hann ertalinn fá hátt í tvær milljónir króna fyrir tímabilið. vörður, Þrótti, Atli Helgason Vík- ingi, Bjartti Sveinbjörnsson Þór, Guðmundur Ingi Magnússon Vík- ingi, Gunnar Oddsson KR, Har- aldur Ingólfsson ÍA, Kristján Hall- dórsson ÍR, Mark Duffteld KS, Steinar Ad- olfsson Val, Steinar Guð- geirsson Fram, Tótnas Ingi Tómasson IBV, Valdimar Krist- ófersson Fram og Þorsteinn Guð- jónsson KR. Þetta eru þrettán leikmenn og þeir eiga að baki 13 landsleiki. Sumir þeirra eiga sjálfsagt eftir að leika fleiri landsleiki en aðrir hafa leikið sinn fyrsta og jafnframt síð- asta landsleik. Menn geta dundað sér við að stilla þessum mann- skap upp og velt því fyrir sér hvernig hann myndi standa sig sem 1. deild- ar lið. Um helgina 2. DEILD Bl-Víðirkl. 19. Isfirðingar eru farnir að eygja von um áframhaldandi veru í 2. deild eftir tvo sigra í röð. Bl og Víðir eru bæði með 10 stig ( næst neðsta sæti. Bæði lið verða því að vinna. Selfoss-Grindavík kl. 19. Það er nokkuð v(st að Selfyssingar leika í 3. deild að ári. Þeir eru neðstir með 4 stig og heil 6 stig ( næsta liö. Grindvíkingar eru ( 3. sæti en möguleikarnir á 1. deildar sæti eru litlir þv( 8 stig eru ( Kefi- víkinga (2. sæti. Allt getur þó enn gerst. Þróttur-Leiftur kl. 19 Liðin eru bæði um miðja deild en ekki má mikið útaf bregða til að þau lendi ( bullandi fallhættu. Hver leikur er barátta og meiri barátta. (BK-fRkl. 19. Keflvíkingar virðast vera á leiðinni upp. (R-ingar geta lent í stórkost- legum vandræðum á botninum tapi þeir þessum leik. UNDANÚRSLIT í MJÓLKURBIKAR- KEPPNINNI Fylkir-Valur kl. 19. Fylkismenn hafa ekki átt góðu gengi að fagna í bikarnum und- anfarin ár öfugt við Valsmenn. Fylkismenn selja sig örugglega dýrt ( þessum leik og ómögulegt er að spá um úrslit. KA-(Akl. 19. Samkvæmt bókinni ættu Skaga- menn að vera sigurstranglegri en það hefur margsannast að ( bik- arnum má ekki ganga að neinu sem vlsu. 1. DEILD KVENNA UBK-Þór kl. 19. Fjörutíu og fimm menn hafa leikið einn landsleik fyrir íslands hönd. Margir þessara manna eru hættir að leika en nokkrir eru enn á fullu í boltanum og eiga ef til vill eftir að bæta við sig lands- leikjum. Þeir hinir sömu mynda líka ágæt lið — í það minnsta á pappírnum. I því liði eru: GuðmundurEr- lingsson mark- Ef sverð þitl of stutl er, gakk þá feti framar Skylmingar eru íþrótta- grein sem hefur ekki ' verið áberandi á íslandi til þessa, þó að þær hafí verið iðk- aðar hér frá árinu 1984. Að vísu voru skylmingar stundaðar hér á árum áður undir leiðsögn Kle- menzar Jónssonar leikara, en félag hans lognaðist útaf eftir nokkurra ára starfsemi. Skylmingar virðast ætla að verða lífseigari nú en áður hér á landi og er það mest að þaltka komu búlgarska þjáfarans Nikolay Mateevs til landsins. Ni- kolay var áður í skylmingalands- liði Búlgaríu, sem um tíma var tal- ið hið fimmta besta í heiminum. Eftir komu sína hingað hefur hann hleypt nýju blóði í íslenskar skylmingar og um þessar mundir er mildll upp- gangur í greininni hérlendis. Nú er íslandsmót fram- undan hjá skylm- ingamönnum og að þessu sinni verður það haft með óhefð- bundnu sniði, til að vekja athygli almennings á íþróttinni. Úrslit mótsins, Nikolay Mateev sveiflar korðanum sem hefst um miðjan ágús munu fara fram í Perlunni. Mótið hefst á kynningu á sögu íþróttarinnar, reglum hennar og einstökum keppnis- greinum. Á milli einstakra leikja í úrslitunum, hafa skylmingamenn í huga að skemmta áhorfendum með ýmsum uppákomum sem tengjast íþróttinni. Meðal annars munu yngstu iðkendurnir, 10 ára, sýna vopnfimi sína og austur- lenskar skylmingar verða kynntar. PRESSAN óskar skylmingamönn- um til hamingju með framtakið og góðs gengi í ffamtíðinni. Gífurlega margir sjálfboða- liðar starfa á Ólympíuleikun- um. Einn þeirra, José Maria Bastida, 26 ára gamall, lenti heldur illa í því um daginn. Að starfi loknu ætlaði hann að halda heim á leið en gat hvergi fundið bilinn sinn. Hann snéri sér því til lögregl- unnar og tilkynnti að bílnum hefði verið stolið. í Ijós kom að enginn óprúttinn náungi hafði tekið bílinn heldur hafði lögreglan tekið hann traustataki og sprengt hann í loft upp! Ástæðan? Jú, bíll- inn hans José var nákvæm- lega eins og bíll sem grunur lék á að hryðjuverkamenn notuðu. Þegar löggan fann bílinn mannlausan tók hún enga sénsa heldur eyddi bílnum. Það kom sjálfsagt engum á óvart að Kúbumaðurinn Javi- er Sotomayor skyldi vinna hástökkið. Enda er hann eini maðurinn sem hefur stokkið 2,44 metra og á því að sjálf- sögðu heimsmetið. Það sem kom á óvart var hvað hæðin sem dugði til gullverðlaun- anna var lág, eða 2,34 metr- ar. Tiu sentimetrum lægra en heimsmetið. Þetta er lægsta vinningshæð á Ólympíuleikunum síðan 1976 en þá dugði Pólverjan- um Jacek Wsola að stökkva 2,25 metra til að sigra. Allar götur síðan, eða þartil nú, hafa menn þurft að stökkva hærra en 2,34 metra til að eiga möguleika á gullinu. Tímaritið Entertainment gekkst fyrir skoðanakönnun nýverið um hvað væri leiðin- legasta sjónvarpsíþróttin. Golf þótti langleiðinlegasta íþróttin í sjónvarpi, næst kom keila og þá kappakstur. Það hlýtur þó að gleðja þá sem hagsmuna eiga að gæta á Ólympíuleikunum að engin þessara greina er ólympíu- grein. Einar og Sigurður Blikar eru gamalt stórveldi í kvennaknattspyrnunni og eru nú f efsta sæti deildarinnar. 1. DEILD KVENNA í dag keppa spjótkastararnir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Barcelona. Til þess að komast í úr- slit þurfa þeir að grýta spjótinu lágmark 80 metra. Það er í sjálfu sér ekkert ótrúlegt að þeir komist í úrslitakeppnina því báðir hafa þeir kastað töluvert yfir 80 metra en hins vegar verða möguleikar þeirra á verðlaunum að teljast hverfandi. Besta kast Einars á þessu ári er 84,36 metrar. Hann kastaði þá vegalengd á meistaramóti íslands 4. júlí á Varmárvelli. Daginn eftir náði Sigurður sínu besta kasti á árinu, í sérstakri aukakeppni í spjótkasti, kastaði 83,36 metra eða einum metra skemur en Einar. Þessi köst eru langt yfir 80 metra lágmarkinu en á hitt ber að líta að þetta er þeirra besti árangur íár. Þessi köst þeirra félaga duga þeim ekki til að ná inn á listann yfir tíu lengstu köstin í ár. Lengsta kastið á Tékkinn Jan Celesny, 94,74 metra, sem er heimsmet en hefur ekki fengist staðfest þar sem deilt er um hvort spjótið sem hann notaði sé löglegt. Slík spjót eru ekld á tækjalistanum í Barcel- ona þar sem þau voru eklu komin ffam á sjónarsviðið er tækjalistinn var gefinn út. Bretinn Steve Barckley á næst lengsta kast árs- ins, 91,46 metra. Það er síðan Finninn Juha Laukkanen sem er í þriðja sæti með 88,22 metra. Kast Einars er því 10,38 metr- um styttra en Celesnys, 7,1 metra styttra en hjá Barckley og 3,86 framt að vera ógurlega langt frá sínu besta til að íslendingarnir eigi möguleika á að komast á verð- launapall. Jafnvel þótt Einar kasti 5 metr- um lengra en hann á best á árinu og Celesny 5 metrum skemur dugar það eldd til. Spjót Tékkans er 80 sentimetrum framar. ís- landsmet Einars er 85,48 metrar eða 9,26 metrum styttra en heims- met Tékkans. Og enn er það því svo að Einar þarf að gera mikið betur en hann hefur gert best til að vinna. Það er því afar ólíklegt að ís- lendingarnir komi heim með verðlaun. Og raunar megum við vel við una komist þeir í úrslit. En að sjálfsögðu vonum við það besta. Einarog Sigurður; sterkir kastarar nánast engir. metrum styttra en hjá Finnanum. Hjá Sigurði er röðin; 11,38 metr- um styttra, 8,1 metra styttra og en möguleikar á verðlaunum 4,86 metrum styttra. Einar og Sigurður þurfa því að bæta sig verulega og hinir jafn- Eiga í raun enga möguleika á verðlaunum Valur-Þór kl. 14. Þórsstelpurnar leika sinn annan leiká tveimurdögum. Höttur-ÍA kl. 16. Stúlkurnar frá Akranesi spila góð- an fótbolta rétt eins og strákarnir og eru í 3. sæti í deildinni. RALLYKROSS Bifreiðaklúbbur Skagafjarðar held- ur keppnina sem er hluti af (s- landsmeistaramótinu. LANDSLEIKUR (sland-Israel kl. 18. Leikið verður á Laugardaisvellin- um. Stefnt er að því að (slending- ar verði með sitt alsterkasta lið. lið (sraelsmanna er spurningarmerki en vonandi fáum viö að sjá nokk- ur íslensk mörk. 1. DEILD KVENNA Þróttur Nes.-ÍA Stelpurnar af Skaganum á ferð um Austurland og leika annan leik sinn á tveimur dögum. KVARTMÍLA Kvartmiluklúbburinn fslands- meistarakeppnin.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.