Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.ÁGÚST1992 17 Anna Ólafsdóttir Björnsson, þinkona Kvennalista. Viðkvæm spurning Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalista, kveðst nokkuð undrandi á því nei- kvæða viðhorfi til fóstureyð- inga er fram kemur í könnun- inni, en 25 prósent þeirra er af- stöðu taka lýsa sig algerlega andsnúna þeim. „Þetta er hærra hlutfall en ég hafði reiknað með og er því dálítið hissa á þessum niðurstöðum. Hugsanlega er ástæðan sú að hér er um viðkvæma siðferðis- lega spurningu að ræða sem erfitt getur reynst að svara. Að sjálfsögðu fagna ég þó því jákvæða viðhorfi til fóstur- eyðinga sem fram kemur í könnun SKÁÍS, þar sem um 64 prósent þeirra er afstöðu tóku lýsa sig fylgjandi þeim. Þessi niðurstaða er gleðiefni, en hún sýnir að meirihluti Islendinga lítur á fóstureyðingar fyrst og fremst sem mál konunnar. Réttur konunnar til að ráða yfir eigin líkama er virtur af stórum hluta þeirra er spurðir voru og greinilegt er að henni er treyst til að taka rétta ákvörðun í þessu máli. Ég held að niður- stöður könnunarinnar séu mjög raunhæfar". því að gefa henni núll. Viðhorf þeirra til samkynhneigðar var mjög neikvætt. Því til viðbótar gáfu 12 prósent viðhorfi sínu mjög lága einkunn eða sögðust hafa frekar neikvætt viðhorf til samkynhneigðarinnar. Samtals eru þetta 48 prósent sem hafa annað hvort mjög neikvætt eða frekar neikvætt viðhorf til sam- kynhneigðar. Á hinn bóginn sögðust 13 pró- sent hafa mjög jákvætt viðhorf til samkynhneigðar. Og þvf til við- bótar sögðust 7 prósent hafa ffek- ar jákvæða afstöðu. Samanlagt voru því rétt 20 prósent sem lýstu viðhorfi sfnu til samkynhneigðar sem ffekar jákvæðu eða mjög já- kvæðu. Það er meira en helmingi minni hópur en sá sem var ffekar eða mjög andvígur samkyn- hneigð. 33 prósent, eða þriðjungur, lýstu sínu viðhorfi sem þarna mitt á milli og voru heldur fleiri sem sögðust hafa ffemur jákvætt við- horf en hinir. Eftir sem áður er meðaltalseinkunnin lág eða 4,0. Almennt hefur fólk því mjög nei- kvætt viðhorf til samkynheigðar. AÐ HÖMLUM VERÐILÉTT Á SÖLU KLÁMEFNIS Afstaða fólks til þess hvort rétt væri að létta hömlum á sölu klám- efnis var enn skýrari. 75 prósent voru því algjörlega andvígir. Og 8 prósent til viðbótar lýstu viðhorfi sínu sem frekar neikvæðu. Sam- anlagt eru þetta því 83 prósent sem hafa frekar eða mjög nei- kvæða afstöðu til þess að hömlum • Fjórðungurinn er algjörlega andvígur fóstureyðingum en þriðjungurinn mjög hlynntur þeim. • Aðeins 2 prósent hafa jákvætt viðhorf til framhjáhalds. • Fólk hefur almennt mjög jákvætt viðhorf til kynlífs fyrir hjónaband og þess að getnaðarvörnum sé haldið að unglingum. verði létt af sölu klámefnis. 7 prósent þáttakenda voru hins vegar algjörlega fylgjandi því að hömlum yrði létt af. Og önnur 2 prósent voru frekar hlynnt því. Samtals voru því 9 prósent ffekar eða mjög meðmælt því að létta hömlum af sölu klámefnis. Þessi hópur er rúmlega níu sinnum minni en hinn sem var andsnúinn því að létta hömlunum. Þama á milli voru síðan 8 pró- sent þáttakenda. Meðaleinkunnin er 1,4 sem er öruggt fall. Fólk hafði aðeins neikvæðari afstöðu til ff amhjáhalds í þessari könnun. sögðust vera því algjöriega fylgj- andi að skylda fólk til að mæta í eyðnipróf. 13 prósent sögðust síð- an vera því ffekar sammála. Sam- anlagt voru því 73 prósent því ým- ist algjörlega eða frekar sammála að skylda fólk til að mæta í eyðni- próf. 18 prósent þátttakenda voru því hins vegar algjörlega andvígir. Og 5 prósent til viðbótar voru ffekar á móti því. Samanlagt var því tæpur fjórðungur, eða 23 pró- sent, frekar eða algjörlega andvíg- ur slíku. Aðeins 4 prósent voru beggja blands. Þrátt fyrir tiltölulega stór- an hóp sem var andvígur því að skylda fólk í eyðnipróf er meða- leinkunin 7,5. Fólk er því almennt fylgjandi ef aðeins er litið til með- altalsins. AÐ EYÐNISJÚKLINGAR VERÐISETTIR í SÓTTKVÍ TIL AÐ FYRIRBYGGJA AÐ ÞEIR SMITIAÐRA Loks var fólk spurt að því hvort rétt væri að eyðnisjúklingar yrðu settir í sóttkví til að fyrirbyggja að þeir smiti aðra. 9 prósent þátttak- enda voru mjög hlynntir slíkum Góð tfðindi Haraldur Briem, smitsjúk- dómalæknir á Borgarspítalan- um, kveðst fagna því að stærstur hluti þeirra er afstöðu tóku í könnuninni skuli vera andvígur því að alnæmissjúklingar séu hafðir í sóttkví til að fyrirbyggja að þeir smiti aðra. „Ég tel að nið- urstöður könnunarinnar beri vott um að Islendingar séu al- mennt vel upplýstir um alnæmi, um eðli sjúkdómsins og smit- leiðir. f allri fræðslu er einmitt lögð rík áhersla á að alnæmi er ekki bráðsmitandi sjúkdómur og því engin þörf á að sýktir séu hafðir í sóttkví. Á þessu hefur fólk greinilega skilning“. Haraldur segist aftur á móti vera nokkuð undrandi á því við- horfi til alnæmisprófs er fram komi í könnuninni. „Vissulega er það á sinn hátt jákvætt að 75,5 prósent aðspurðra séu þeirrar skoðunar að skylda skuli lands- menn í alnæmispróf og séu þannig hlynntir fyrirbyggjandi aðgerðum í þessum efnum. Hins vegar virðast margir ekki gera sér grein fyrir því að slíkt al- Haraldur Briem, smitsjúk- dómalæknir. næmispróf er óframkvæman- legt, bæði hvað varðar umfang og kostnað, auk þess sem það teldist brot á mannréttindum að skylda alla í alnæmispróf. Þótt hefur ákjósanlegra að menn þekktu smitleiðir sjúkdómsins og því er rík áhersla lögð á það í öllu fræðslustarfi". aðgerðum. 3 prósent til viðbótar sögðust vera frekar hlynntir þeim. Samtals sögðust því 12 prósent fólks vera frekar eða mjög hlynnt því að sjúklingarnir yrðu skikkað- ir í sóttkví. Andstaðan við þessari hug- mynd var mun öflugri. 70 prósent sögðust vera því algjörlega and- snúinn að setja eyðnisjúklinga í sóttkví. 7 prósent til viðbótar voru því frekar mótfallin. Samtals voru því 77 prósent ýmist frekar eða mjög á móti því að grípa til slíks. 11 prósent höfðu afstöðu sem setja má þarna mitt á milli. Og þessi hugmynd fékk 1,9 í meða- leinkunn og telst því fallin. Fólk hafði aðeins neikvæðari afstöðu til ffamhjáhalds og til þess að höml- um yrði létt af sölu Idámefhis. Bergljót Friðriksdóttir og Gunnar Smári Egilsson • Tæpur helmingur hefur mjög eða frekar neikvætt viðhorf til samkynhneigðra. • Mjög fáir eru hlynntir því að höml- um verði létt af sölu á klámi. • Mikill meirihluti vill skylda fólk til að mæta í eyðnipróf. • Fólk hafnar hug- myndum um að skikka eyðnisjúklinga í sóttkví til að forða því að þeir smiti aðra. Hjónabandið þýðingarmikið þó komi það sér ekki á óvart. AÐ FÓLK VERÐISKYLDAÐ TIL AÐ MÆTA í EYÐNIPRÓF Hér kemur önnur spurning sem fólk hafði tiltölulega skýra skoðun á. 60 prósent þátttakenda Séra Pálmi Matthíasson, sókn- arprestur í Bústaðaprestakalli, segir það viðhorf til kynlífs fýrir hjónaband er fram komi í könn- unni ekki koma sér á óvart, en um 83 prósent þeirra er afstöðu tóku virðast líta á slíkt sem sjálfsagðan hlut. „Við vitum auðvitað að kyn- líf er iðkað fyrir hjónaband en hversu æskilegt það telst er deilu- efni. Víst er þó að þessu er ekki auðvelt að breyta. Að mínu mati þurfa menn fyrst og ffernst að læra að bera ábyrgð á gjörðum sínum og líta á kynlíf sem helga athöfh í ástarsambandi fólks. Ungt fólk nú á tímum fer allt of geyst í þessum efrtum og fer að lifa hjónalífi um leið og það byrjar á föstu. Að mörgu leyti er okkur foreldrunum um að kenna þar sem við hleypum börnum okkar mörg hver allt of langt". Pálmi telur viðhorfið til kynlífs fyrir hjónband sem hér kemur fram, endurspegla viðhorf þjóðfé- lagsins til þessa máls. „Það er þó ekki þar með sagt að ég sé sáttur við það. Ég er þeirrar skoðunar að íslendingar byrji allt of snemma að stunda sitt kynlíf. Fólki hér finnst sjálfsagt að fara strax alia leið; það gefur sér engan tíma til að kynnast og vill off gleyma allri rómantík". Pálmi segir neikvætt viðhorf til ffamhjálds er ffam komi í könnun SKÁÍS vera mjög ánægjulegt en „Hjónabandið hefur mikla þýð- ingu fýrir íslendinga en með því er fólk að gera sáttmála frammi fyrir Guði og mönnum. Ég hef orðið mjög mikið var við það í mínu starfi að hjónabandið er mjög öflugt og ungt fólk lítur á giftingu sem stórt og þýðingar- mikið skref. Það velur því gjarnan þá leið, jafnvel þótt að í okkar þjóðfélagi sé það hagstæðara fýrir fólk að vera ógift. Ég hef alltaf haft trú á þessari þjóð og þetta já- kvæða viðhorf til hjónabandsins sýnir okkur að þjóðarsálin er ekki eins afvegaleidd og margir vilja vera láta“. Séra Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur í Bústaðaprestakalli.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.