Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 15 Skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA um ýmis atriði tengd kynlífi fólks Fólk er fylgjandi kynlífi fyrir hjónaband og getnaðarvörnum en nokkur andslaða er við fóstureyðingar, mikil andúð gagnvarf samkyn- heigðum og enn meiri gegn framhjáhaldi eru íslendingar almennt fylgjandi kynlífi fyrir hjónaband og því að getnaðarvörnum sé haldið að unglingum. Afstaðan til fóstureyðinga skiptist hins vegar nokkuð í tvö horn þótt fylgjendur hennar séu fleiri. Samkynhneigð nýtur hins vegar ekki velvildar og út úr könnuninni má lesa mjög neikvætt viðhorf stórs hluta almennings. íslendingar eru fylgjandi því að skylda fólk til að mæta í eyðnipróf en eru hins vegar mjög andsnúnir því að eyðnisjúklingar verði settir í sóttkví til að hindra að þeir smiti aðra. Loks hefur landinn neikvætt viðhorf til framhjáhalds. 1 könnuninni voru lagðar átta spurningar fyrir þátttakendur. Þeir svöruðu með einkunnargjöf- um þannig að 10 þýddi að þeir væru mjög jákvæðir til viðkom- andi þáttar eða sammála viðkom- andi fullyrðingu. Á hinn boginn þýddi 0 að þeir væru mjög nei- kvæðir til viðkomandi þáttar eða algjörlega andvígir fullyrðingunni. Einkunnirnar á milli lýstu síðan allt ffá ffekar jákvæðu viðhorfi til ffekar neikvæðs. FÓSTUREYÐINGAR Fyrst voru þáttakendur í könn- uninni spurðir um viðhorf sitt til fóstureyðinga. 33 prósent eða rétt- ur þriðjungur lýstu viðhorfi sínu með því að gefa því einkunnina 10, eða sögðust með öðrum orð- um vera algjörlega fýlgjandi fóst- ureyðingum. 25 prósent eða réttur fjórðungur gáfu viðhorfi sínu til fóstureyðinga hins vegar núll eða Sóley Bender lektor Vandmeðfarið mál Sóley Bender, lektor í hjúkrun- arffæði við Háskóla íslands, hef- ur sérhæft sig í svokallaðri fjöl- skylduáætlun, þar á meðal mál- efnum unglinga. Hún kveðst ekki vera undrandi á háu hlutfalli þeirra sem telja að halda beri getnaðarvörnum að unglingum. „Unglingar og kynlíf er afskap- lega vandmeðfarið mál sem fjalla þarf um af varkárni og erfitt er að túlka niðurstöður spurningar könnunarinnar þar sem hún er margþætt. Auðvitað er það ákaf- lega gott ef unglingar hafa vaðið fýrir neðan sig og byija að nota getnaðarvarnir um leið og þeir hefja kynmök og auðvitað á að uppffæða ungt fólk um þessi mál. Hins vegar er nauðsynlegt að greina á milli yngri og eldri ald- urshópa unglinga þegar kynlífs- mál eiga í hlut“. Sóley telur að túlka megi við- horf Islendinga til þessa máls þannig að því sé tekið sem sjálf- sögðum hlut hér á landi að ung- lingar byrji mjög snemma að lifa kynlífi. „Staðreyndin er þó sú að svo er aðeins um lítinn hluta yngri aldurshópsins, þ.e. að fjór- tán ára aldri. öll uppfræðsla er af hinu góða en þó ber að gæta að hinum ýmsu þáttum í þroska unglingsins þegar slík fræðsla er veitt. Sjálf er ég hlynnt því að eldri aldurshópur unglinga fái góða fræðslu og ráðgjöf um getn- aðarvamir“. Að mati Sóleyjar er viðhorfið til kynlífs fýrir hjónaband sem fram kemur í könnuninni í fullu samræmi við það frjálsræði í kynlífi sem ríkir hér á landi. Því komi það ekki á óvart að lang- stærstur hluti aðspurðra sjái ekk- ert athugavert við kynlíf fyrir hjónaband. „Það er ánægjulegt hve mikil áhersla virðist lögð á heilindi gagnvart maka. Sjálf hefði ég ég ekki trúað því að hlut- fallið væri svo hátt en ef þessar niðurstöður könnunarinnar eru staðreynd þá er það lofsvert. Ómögulegt er þó að segja hver ástæðan er; hvort það er ham- ingjan sem veldur eða breyttir tímar og ótti við kynsjúkdóma“. Samkvæmt könnuninni voru með öðrum orðum algjör- legaandvígirþeim. Ef teknar eru hærri einkunnir, eða á bilinu 8 til 9, þá komu þær frá 24 prósentum þátttakenda. Það er því hægt að segja að 57 prósent séu frekar fylgjandi eða algjörlega fýlgjandi fóstureyðing- um. Hins vegar gáfu ekki nema 7 prósent viðhorfi sínu 1 til 3 í ein- kunn. Það má þvl segja að 32 pró- sent hafi verið frekar andvíg eða algjörlega andvíg fóstureyðingum. 11 prósent gáfu fóstureyðing- um síðan miðlungseinkunnir sem má túlka sem hlutlausari afstöðu. Og af þeim voru heldur fleiri fremur jákvæðir en neikvæðir. Ef reiknuð er út afstaða þáttak- enda í heild og fundin út meðal- einkunn, er hún 6,1. Almennt er fólk því frekar fýlgjandi fóstureyð- ingum. Það ber hins vegar að hafa í huga að stór hópur fólks, 25 pró-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.