Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU KLASSÍKIN • Tlticaca. Klassík? Kannski ekki alveg, en líklega þó að vissu leyti í upprunaland- inu, Perú. Því þessi hljóm- sveit spilar þjóðlega músík úr Andesfjöllum á bambusflautur, panflautur og charango, sem er lítið strengjahljóðfæri. Sumt af því sem Tit- icaca spila er ekki talið ólíkt því sem indfánar spiluðu áður en Spánverjar lögðu undir sig Suður-Ameríku. Hljómsveitina skipa hljóðfæraleikarar frá Suður-Ameríku sem allir eru bú- settir i Kaupmannahöfn og á tónleik- um í Norræna húsinu sýna þeir líka lit- skyggnur frá heimaslóðunum. Nor- rænahúsiðkl. 19. i nnj ii ’Ji.m-a'Jri • Sumartónleikar f Skálholti Næstsíðasta helgi sumartónleikanna rennur upp með barokktónlist og varla í önnur hús að venda en Skál- holtskirkju ef menn ætla að heyra há- fleyga tónlist flutta þessa helgina. Ekki sakar heldur að aðgangurinn á sumar- tónleikana er ókeypis, meðan húsrúm leyfir, þótt ekki sé illa þegið að menn láti eitthvað smávegis í samskotabauk. En þarna hefja hljóðfæraslátt og söng þau Guðrún Óskarsdóttir semballeik- ari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Rannveiq Sif Sigurðardóttir sópran og flytja franska barokktónlist eftir D'Anglebert, Hotteterre, Leclair og Boismortier. Skálholtskirkja kl. 15. • Sumartónleikar í Skálholti. Dan Laurin heitir blokkflautuleikari sem dvelur með músíköntum í tónlistar- búðunum í Skálholti. Hann blæs í flautuna sína gömul og ný einleiks- verk eftir Eyck, Marais, Hirose og Ma- sumoto. Auk þess frumflytur hann verk eftir M. Zahnhausen. Skálholts- kirkja kl. 17. SUNNUDAGUR • Sumartónleikar í Skálholti Einleiksverk fyrir blokkflautu. Dan Laurin leikur gömul og ný einleiksverk eftir Eyck, Marais, Hirose, Masumoto og Zahnhausen. Ekki eru það nöfn sem heyrast oft á öldum Ijósvakans. Ókeypis inn, meðan húsrúm leyfir. Skálholtskirkja kl. 15. • Sumartónleikar í Skálholti Messa með tónlistarívafi. Skálholts- kirkjakl. 17. ÓKEYPIS • Tjörnin er einhvern veginn orðin miklu við- kunnanlegri staður síð- an Ráðhúsið reis. Alveg burtséð frá því hvort byggingin er falleg eða ekki. En hún hefur laðað fólk þangað niðureftir og einhvern veginn eru Tjarnarbakkarnir miklu skemmtilegri þegar er fullt af fólki að spásséra á þeim frá suðurendans til norðurendans. Slíkur er fólksfjöldinn að sá blanki (sem á varla fyrir kaffi) þarf ekkert að skammast sín fyrir að bjóða ástinni sinni niður á Tjörn, ganga einn tvo hringi, virða fyrir sér endurnar og setjast í makindum á bekk. Góð lausn í ágústblíðunni. • Enginn veit af hverju eða til hvers, en að hætti gamalla ein- valdskonunga hafa bankastjórar Seðlabankans talið nauðsynlegt að koma upp safni af málverkum, bókum og alls kyns dýrgripum. Yfirleitt er þetta vandlega geymt leyndarmál og það er raunar líka myntsafn bankans í Einholti 4. Þó er það reyndar opið í tvo tíma hvern sunnudag, frá klukkan 14 til 16. Þangað getur sá blanki far- ið og látið sig dreyma um gull og græna skóga. • Cheo Cruz er búinn að hengja upp eftir sig olíumálverk í Galleríi Úm- bru við Amtmannsstíg. Sumar minna á endurreisnarmálara. Opiðkl. 12-18. • fslensk málverk hanga uppi í Listasafni fslands, úr eigu safnsins. Á kannski betur við þennan túristamán- uð en jórdönsku kjólarnir. Opið kl. 12-18. • Fjórir Hollendingar slá saman og koma til fslands en (staðinn fara fjórir (slendingar bráðum til Hollands. Verk Hollendinganna hafa verið sett upp í Nýlistasafninu og eru af ýmsu tagi, en listamennirnir heita Peter Terhorst, Marcel Zalme, Eveline van Duyl og Willem Speekenbrink. Opiðkl. 14-18. • Anima Nordica er yfirskrift sem fjórir norrænir listamenn hafa valið sér, en öll stunduðu þau nám við Va- land listaskólann í Gautaborg. Þetta eru þau Steinunn Helgadóttir, Anna Makela frá Finnlandi og Lena Hopsch og Michael Hopsch frá Svíþjóð. í sam- einingu sýna þau í Hafnarborg í Hafn- arfirði málvrk, teikningar, skúlptúra og vídeóverk .Opiðkl. 12-18. • Miklos Tibor Vaczi er Ungverji sem býr og starfar (Hollandi og hefur þar kynnst íslensku listafólki — með þeim afleiðingum að nú er hann kom- inn vestur á Isafjörð og sýnir þar þrett- án Ijósmyndaverk undir yfirskriftinni Karneval. • Nobuyasu Yamagata er japansk- ur myndlistarmaður sem hefur verið búsettur á (slandi allar götur síðan 1973. Hann lærði í málaradeildinni í myndlsitarskólanum hér heima og hefur tekið þátt í sýningum (Japan. Einkasýningu heldur hann í Galleríi 11 við Skólavörðustfg og sýnir þar olíu- málverk. Búið á fimmtudag. Opið kl. 13- 18. • Haraldur Jónsson er heimsborgari og fjölmenntaður kúnstner frá Frakk- landi og Þýskalandi. Hann sýnir teikn- ingar unnar á pappír á Mokkakaffi. Op- iðkl. 9.30-24.30. • Ljósmyndahátíð mikil og sannan- lega samnorræn stendur yfir í Perl- unni, á Kjarvalsstöðum, f Ráðhúsinu og Kringlunni. Ef vel er talið má ætla að þetta séu í raun átta sjálfstæðar sýningar, en Ijósmyndararnir koma frá öllum Norðurlöndunum, að (slandi meðtöldu. Þarna má til dæmis sjá í Ráðhúsinu myndir eftir 49 liósmynd- ara, þar af fjóra fslendinga. I Perlunni eru myndir af norðurljósum eftir Sví- ann Torbjörn Lövegren, sem telur ekki eftir sér að vera úti á köldum nóttum að taka myndir af þessu fyrirbæri. Þar eru líka tfskuljósmyndir eftir Torkil Gudnason tískuljósmyndara, en á Kjar- valsstöðum sýna tveir Svíar, Kenneth Sundh og Bent Waselius. • Daði, Helgi Þorgils & Tumi. Á sumarsýningu Norræna hússins leggja þeir til málverk Daði Guð- björnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Tumi Magnússon. Allir eru þeir ágætir húmoristar og mála myndir sem eru fullar af skemmtilegum hug- myndum og uppátækjum — og oft svolítið sumarlegri birtu. Opið kl. 14- 19. • Sumarsýning í Hulduhólum sem standa við Vesturlandsveginn, á vinstri hönd þegar keyrt er norður, kippkorn frá Mosfellssveitinni. Þar er til húsa Steinunn Marteinsdóttir leirlistakona sem stendur fyrir sumarsýningu heima hjá sér. Þarna sýna Sveinn Björnsson og Inga Hllf Ásgeirsdóttir málverk, Steinunn leirmuni og Sverrir Ólafsson skúlptúr. Opið lau. & sun. kl. 14-19, fim.&fös.kl 19-22. MYNDLIST > Gunnlaugur Scheving Imálaði fyrirferðarmikil verk mörg minna á lífsbar- láttu sjómanna. Svoleiðis hlemmar hljóta að fara vel á hráum veggjunum í nýja galleríinu niður f Hafnarhúsi. Þar opnar á laugardag Scheving-sýning, svona f tengslum við mikla Reykjavfkurhafnarhátíð sem er f uppsíglingu. Opiðkl. 14-18. • Æskuteikningar Sigurjóns minna okkur á að enginn er fæddur listamaður, þótt sumir hafi jú meiri hæfileika en aðrir. Elstu myndirnar á sýningunni f Safni Sigurjóns Ólafsson- ar eru frá æskuárum hans á Eyrar- bakka, en flestar frá árunum 1924 til 1927 þegar hann stundaði nám (Iðn- skólanum. Skemmtileg sýning og svo er alltaf gaman að koma í safnið á fal- lega staðnum f Laugarnesinu, úti við Sundin blá. Opiökl. 14-17. • Kristrún Gunnarsdóttir er ung myndlistarkona og upprennandi sem hefur að undanförnu stundað nám í Kaliforníu. Á laugardaginn opnar hún sýningu á skúlptúrum í vesturforsal Kjarvalsstaða .Opiðkl. 10-19. • Myndlistarkonur frá Þórshöfn i Færeyjum koma hingað til að færa okkur heim sanninn um að þar sé líka list. Þær heita Astrid Andreasen, Guðr- ið Poulsen og Tita Vinther og sýna textilverk og keramik í í Hafnarborg f Hafnarfirði frá og með laugardegi. Op- iðkl. 12-18. • Katrín Elvarsdóttir er ungur Ijós- myndari sem undanfarið hefur stund- að nám f Amerfku. Hún heldur einka- sýningu (Gallerí 15 á Skólavörðustfg. Opið á verslunartfma. • Hótel Búðir eru paradís á jörð ( augum margra. Þar heldur Örn Karls- son, einn heimamanna, sýningu f sumar, f gamla þvottahúsinu sem hef- ur verið breytt í gallerf. Hann sýnir klippimyndir og vatnslitamyndir. Hall- dór Ásgeirsson myndlistarmaður er Ifka með sýningu á Búðum, verk sem hann vinnur úr efni sem hann hefur viðað að sér f nánasta umhverfi hót- elsins. Spurningin er bara hvort verkin hans Halldórs standa enn eftir ágang drykkjubolta undanfarnar helgar. • Jón K.B. og Kristmundur eru Sig- fússon og Gfslason og sýna myndverk austur á Laugarvatni, f Húsmæðraskól- anum og Menntaskólanum, þar sem eru rekin Edduhótel á sumrin. Krist- mundur sýnir akrýlmyndir, en Jón náttúrumyndir sem hann hefur gert með pastellitum, bleki og tússi. Hljómsveitin hans Gulla Falk, Exizt, heldur útgáfutónleika á Púlsinum í kvöld. Rokkunnendur ættu svo sem að vera farnir að vita hverjir eru með Gulla í sveitinni, en við ætlum nú að segja það samt. Eiður Örn Eiðsson syngur, Jón Guðjónsson leikur á bassa, Sigurður Reynisson trommar og nýj- asti meðlimurinn er gítarleikarinn Eiríkur Sigurðsson sem áður var í Vírus. EXIZT Á PÚLSINUM Geislaplatan After Midnight kom út í júlí og heftir fengið ágæt- ustu viðtökur. Og þá kannski sér- staklega á Keflavíkurflugvelli en þar eiga þeir félagar að spila í sept- ember. I kvöld verða á tónleikun- um forkólfar helstu klúbbanna og útvarpsstöðvarinnar þar upp frá. Þá eru þeir líka í viðræðum við aðila í L.A. sem hafa sýnt þeim mikinn áhuga. Óskandi er að þeim gangi vel, strákunum. Og tónleikunum í kvöld er útvarpað beint á Bylgjunni í boði Japis. Og já, það er ný hljómsveit sem hitar upp; Plast. LOKSINS, LOKSINS Nýtt kaffihús á Kjarvalsstaði Forstöðumaður Kjarvalsstaða, Gunnar Kvaran, er ekki sagður hafa sofíð vært að undanförnu. Ástæðan er léleg kaffiaðstaða á Kjarvalsstöðum sem kunnugir telja hafa dregið mjög úr aðsókn að annars ágætum sýningum þar undanfarin ár. Ef við berum sam- an kaffiaðstöðuna á Kjarvalsstöð- um annars vegar og á Listasafni fslands hins vegar, kemur í ljós mikill munur, svo ekki sé meira sagt. Á þessu verður ráðin bót innan tíðar því þá munu nýjir rekstraraðilar, Nýja kökuhúsið, opna kaffisölu á nýjum stað í hús- inu, eða í austurforsal Kjarvals- staða. f miðskipinu, þar kaffi- stofan var áður, verður hins vegar nýtt sýningarpláss. Við þessar breytingar minnkar kaffiaðstaðan en það er ekki talið koma að sök þar sem hún verður þess í stað hlýlegri og notalegri. Úrvalið verður aukið til muna og í hádeginu verður boðið upp á létt- an hádegisverð. Rómantík í gróðurham Loksins, loksins er hann runnin upp ágústmánuðurinn eftirsótti sem maður þarf að bfða eftir í tæpt ár. Það er ekki að ástæðulausu sem maður bíð- ur svona lengi eftir að þessi mánuður renni upp, ágústmán- uður er hreint frábær mánuður og eini mánuður ársins sem minnir helst á útlönd. Þá er aldrei meiri hiti í loftinu og aftur farið að dimma á kvöldin og aft- ur er óhætt að fara haga sér ilia. Þetta er yfirleitt eini mánuður ársins þar sem hugsanlegt er að maður geti verið á peysunni einni saman, jafnvel á stutt- ermabol á kvöldin án þess að þurfa að skammast sín fyrir öll lýtin. Gróðurinn er í miklum ham og svo er einnig lífsneisti manna (barnsfæðingar í maí eru langflestar árinu, eða 440 árið 1991). Brjálæði verslunarmanna- helgarinnar er að baki og nú er tími til kominn að slaka örlítið á og leyfa rómatíkinni að njóta sín, annað hvort með ástinni sinni eða þá bara með því að ímynda sér að maður eigi í heitu sambandi við draumaprinsinn eða -prinsessuna. Þeir sem eru enn á lausu og sérstaklega þeir sem eru í námi erlendis nota síð- asta tækifærið til þess að hitta þá réttu (þeir þekkjast úr því þeir eru allir á iði). Þeir sem eru bún- ir að vera í sumarffíi, að ekki sé talað um með fjölskyldunni, eru hins vegar afar afslappaðir, hey- annir fara að hefjast, höfuðdag- ur er framundan og svo mætti lengi telja, semsagt ágústmánuð- ur er besti mánuður ársins. ALLT FRA BORG- AR5KIPULACI TIL KAFFIBOLLA Ólafiir Þórðarson er arkitekt og hönnuður sem starfar í New York fyrir nokkuð þekktan ítalskan listamann að nafhi Gaetano Pesce. „Ég sé um að útfæra megnið af hugmyndum hans,“ segir Ólafiir. „Meginstefnan er þó að koma eig- in hönnun í gang og ég nota vinn- una til að framfleyta mér, kynnast nýjum hlutum og fá reynslu. Ég er að útfæra hugmyndir og stefhi að því að halda sýningu innan tveggja ára.“ Skarast arkitektúr og iðnhönn- un? „Yfirleitt skarast þetta tvennt ekki en það er vegna þess að fólk hefur tilhneigingu til að sérhæfa sig. I arkitektúr er hægt að hanna allt frá borgarskipulagi niður í kaffibolla. Flestir þrengja sig þó niður í hús eða byggingar en ég hef hins vegar áhuga á því að af- Ólafur Þórðarson vinnur að hönnun fyrir velþektann ítalskan listamann í New York. marka mig ekki um of.“ Ólafur nam arki- tektúr í miðfylkjum Bandaríkjanna en tók mastersnám við Columbia háskól- ann í New York. Hann hyggst vera úti eins lengi og gott starf býðst honum en hann þarf að vera stöðugt á tánum því ekki fær hann vinn- una rétta upp í hendurnar. „Vinn- an er mjög upp- byggjandi og ég reyni að vera úti svo lengi sem ég get haldið áfram og stend ekki í stað.“ Um mögu- leika á að starfa hérlendis segist Ólafur trúa því að hann myndi hafa það alveg þokkalegt. „En hér á fslandi er ekki nýjabrumið fyrir hendi eins og í París og New York. Það væri hægt að fá góða vinnu hér en þá er maður ekki í beinum tengslum við það sem er að gerast gagnstætt því sem maður á að venjast erlendis.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.