Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 MATTHÍAS Bjarnason hefur íyrir löngu sannað að hann er á við heilan þingflokk. Hann hefur bæði skoðanir sem ekki enginn ann- ar þingflokkur hefur og vægi hans í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar er einnig á við heilan þingflokk. Þannig gerði Þor- steinn Pálsson sérstaka ferð vestur á firði til að kynna Matt- híasi hugmyndir sínar í kvóta- málinu. Sumum hefði eflaust þótt eðlilegast að Þorsteinn kallaði Matthías á sinn fund en þess í stað fór hann vestur að hitta Nestorinn. Þar mun Þor- steinn hafa talið Matthías inn á 190 þúsund tonna hámarksafla á þorski gegn því að Vestfirð- ingar fengju stærri hlut af örð- um fisktegundum. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar varð síðan reyndar allt önnur en slíka meðferð hafa flölmennari þingflokkar en Matthías svo sem mátt þola. ÞORSTEINN Pálsson mun hins vegar ekki hafa gefið upp alla von um að rétta hlut Matthíasar gagnvart ríkisstjórninni. I haust mun hann taka upp deiluna um hagræðingarsjóðinn en Matt- hías vill að kvóta hans verði skipt réttlátlega milli lands- manna. í skilningi Matthíasar þýðir það að Vestfirðingar munu fá bróðurpartinn af kvótanum. DAVÍÐ Oddsson hefúr hins vegar boð- að þingrof og kosningar ef Þorsteinn verður ekki stilltur og lætur hagræðingarsjóðinn vera. Davíð virðist ekkert hafa gleypt neitt af skilaboðunum sem Þorsteinn kom með vest- an af fjörðum nema að um heilagt réttlætismál væri að ræða. Og þannig tekur Davíð því. Hann mun ffekar hætta í stjórnarráðinu og sækja um aðra vinnu en að láta svo mik- ið sem einn þorsk af kvóta hagræðingarsjóðs til Matthías- ar. STEINGRÍMUR Hermannsson mun þá verða næsti forsætisráðherra ef þetta gengur eftir. Framsókn halar inn fylgi í skoðanakönnunum og ef þær ganga eftir fer stjóm- armyndunarumboðið beint til Steingríms. Þá munu sjálfsagt taka við aðrir tveir ffamsókn- aráratugir eftir eins og hálfs árs hlé frá þeim tveimur sem ný- liðnir em. Skýrsluhöfundar Hagsýslunnar um Rafmagnseftirlitið HAGNAST Á f síðustu viku vitnaði PRESSAN í nýlega úttekt Hagsýslu ríkisins á Rafmagnseftirliti ríkisins (RER), þar sem farið var býsna hörðum orðum um rekstur og stjórnun stofnunarinnar. Lagt var til að helstu starfsemi RER, prófun á raftækjum, yrði hætt, skipulag stofnunarinnar var gagnrýnt, greint frá samskiptaörðugleikum rafmagnseftirlitsstjóra og hags- munaaðila og dregið í efa hverju utanlandsferðir hans hefðu skilað í aukinni þekkingu á alþjóðasam- vinnu hjá RER. Skýrslan var gerð að undirlagi iðnaðarráðherra, að sögn Björtis Friðfirmssomr ráðuneytisstjóra, vegna kvartana sem ráðuneytinu höfðu borist, meðal annars ffá raf- veitum og innflytjendum raftækja. Nefnd hefur verið skipuð til að kanna hvort og með hvaða hætti tillögum skýrsluhöfunda verður best hrint í ffamkvæmd. Reiknað er með að hún ljúki störfum í haust. Það er fleira en ofangreint sem skýrsluhöfundum þótti athuga- vert hjá RER, til dæmis háspennu- eftirlit og flármálastjóm. LÖGBOÐIÐ AÐALVERK- EFNIER ÚTUNDAN Samkvæmt lögum er aðalhlut- verk RER eftirlit „með vörnum gegn hættu og tjóni af raforku- virkjum", en í starfsárum talið er þetta næststærsta verkefni þess. Um eftirlit með háspennuvirkjum (orkuverum, línum, spennistöðv- um) segja skýrsluhöfúndar að því „virðist sinnt að takmörkuðu leyti“ og „meira í orði en á borði“. Ekki er ffekar rökstutt né reyndar nefnt í skýrslunni hvað í þessu felst, en af samtölum við þá sem til þekkja má ráða að hvorki sé tækjabúnaður, mannskapur né áhugi hjá rafmagnseftirlitsstjóra til að sinna þessu verkefni eins og ákjósanlegt væri. Eftirliti sé ekki sinnt á kerfisbundinn hátt með þeirri tækni sem æskileg er og yfirleitt væri eftirlitið tilviljana- kennt. Bergur Jónsson rafmagnseftir- litsstjóri sagði að stofnunin hefði í nokkur ár óskað eftir meiri mann- afla í háspennueftirlit, en ekki fengið. Hann sagði RER alltaf hafa haff fylgst vel með raforkuvirkjum á byggingarstigi, en annað eftirlit ylti á ýmsum atriðum, svo sem staðsetningu og áraun sem mann- virkið yrði fyrir. Hann sagði að í reglubundnu eftirliti væri beitt úrtakskönnun og ávallt væri farið eftir ábendingum sem bærust um hugsanlega hættu sem stafaði af mannvirkjum. Menn, sem hafa beina reynslu af starfsemi RER, fullyrtu að stofnunin byggi ekki yfir nauð- synlegum mælitækjum til að fylgj- ast með hvort öryggistæki á borð við rofa og eldingavara væru Bergur taldi vafasamt að það í verkahring yfireftirlits að ai slíka skoðun, heldur ættu eij ur að annast reglubundið e og viðhaldseftirlit eftir se reglum RER. Þar sem RER getur ekki eftirlitinu annast orkufyrirt það að mikiu leyti sjálf, með starfsfólki og þekkingu þess lendum stöðlum og reglun sögn Kristjáns Jónssonar fors Rafmagnsveitna ríkisins annast RER úttekt á nýjum mannvirkjum áður en þau eru tekin í notkun, en allt reglubundið eftirlit sagði hann í höndum starfsmanna Rarik. Ekki er til á Islandi háspennu- reglugerð og gagnrýna skýrsluhöf- undar drátt sem orðið hefúr á að koma henni í gagnið. Reyndar er til kafli í reglugerð um raforku- virki um þetta efni og til eru reglur um þetta mál í svonefúdum orð- sendingum, sem RER gefur út, en þær eru ekki ígiidi reglugerðar. Bergur Jónsson benti á að þessar reglur byggðu á alþjóðlegum fyrir- myndum, en rétt hefði þótt að fá reynslu hérlendra aðila af þeim áður en þær væru formlega settar í reglugerð. EFTIRLITSGJALD EÐA SKATTUR? Fjármál RER eru með sérstök- um hætti. Það fær einkum tekjur Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsstjóri: „Ekkert óeðlilegt við með- ferð rafmagnseftirlitsgjaldsins." af rafmagnseftirlitsgjaldi, sem er ákveðið prósentuhlutfall af verði seldrar raforku í iandinu. í skýrslu Hagsýslunnar segir að gjaldið sé skilgreint á íjárlögum sem orku- skattur og eigi að renna beint í rík- issjóð, enda hafi stofnunin fengið beint framlag til rekstrar á flárlög- um. í núgildandi fjárlögum er gjaldið talið upp með sköttum í rekstarreikningi að upphæð 80 milljónir. Stofnunin fær rúmlega 85 milljón króna ríkisframlag og henni eru reiknaðar um 14 millj- ón króna sértekjur. Bergur sagði að enginn ágreiningur hefði verið um að gjaldið skyldi renna til RER og hefðu ráðuneyti og rafveitur landsins lagt þann skilning í það. RER hefur haldið tekjum af gjaldinu eftir hjá sér og „líklega“ notað þær til að mæta rekstrar- halla, qins og segir í skýrslunni, enda hefur RER ekki sóst eftir aukaflárveitingum þrátt fyrir um- talsvert rekstrartap síðustu árin. Um síðustu áramót skuldaði RER ríkissjóði um 60 milljónir, en átti 50 milljónir í sjóðum. Vaxtatekjur RER á síðasta ári voru um 4 millj- ónir, sem skýrsluhöfundar túlka sem hagnað RER af því að skulda ríkissjóði. Bergur sagði skýringuna á þessu hugsanlega þá að gjaldinu hefði ekki verið skilað inn ná- kvæmlega þann dag sem skýrslu- höfúndar vísa til og því gæti staða sem þessi komið upp. Hann sagði RER hafa skilað inn fénu eins og um hefði verið samið og ekkert væri óeðlilegt við þau viðskipti. Karl Th. Birglsson fylgjandi aðskilnaði og kirkju? PRESSAN VI Hér eru sýndir þeír, sem afstöðu tóku í skoðana- könnun Skáís fyrir PRESSUNA. Af heildinni kváðust 8,6% svarenda óákveðnir. Skoðanakönnun Skáís fýrir PRESSUNA Þjóðin hafnar aðskilnaði ríkis og kirkju Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA eru þrír- fjórðu hlutar landsmanna andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju. Fjórðungur er því hins vegar fylgjandi. f skoðanakönnun sem Skáfs gerði fyrir PRESSUNA voru þátt- takendur spurðir hvort þeir væru fylgjandi eða andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju. Af þeim sem náðist í tóku 91,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. 69 prósent sögðust vera andvígir aðskilnaði en 22,4 prósent kváðu sig fylgj- andi. 8,6 prósent voru hins vegar óákveðnir. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu sögðust 75,5 prósent vera andvíg aðskilnaði ríkis og kirkju en 24,5 prósent kváðu sig fylgjandi. Samkvæmt þessu er öruggur meirihluti fyrir núverandi fyrir- komulagi. Þrírflórðu hlutar styðja það. Fjórðungur er andvígur því. í dag ber ríkið ábyrgð á rekstri kirkjunnar. Allir landsmenn eru í þjóðkirkjunni nema þeir æski þess sértaklega að standa utan hennar. f dag er um 90 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni. Það er hærra hlutfall en sá hluti þátt- takenda í könnun PRESSUNNAR sem sagðist vera fylgjandi núver- andi kerfi. Þótt andstaðan við samtvinnun ríkis og kirkju sé ekki meiri en raun ber vitni — en hún nær þó til fjórðungs þjóðarinnar — verður hennar vart bæði utan og innan þjóðkirkjunnar. Þótt við gerum ráð fyrir að allir þeir sem standa utan þjóðkirkj- unnar séu fylgjandi aðsldlnaði rík- is og kirkju eru eftir sem áður tæp 17 prósent þeirra sem eru í þjóð- kirkjunni einnig fylgjandi aðsloln- aði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.