Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.ÁGÚST1992 Þunglyndi er meðal algengustu geðtruflana hjá fullorðnum. Það hefur svipaða tíðni hérlendis og annars staðar. 4 prósent fullorðins fólks er haldið þunglyndi á hverjum tíma en talan hækkar upp í 15-20 prósent þegar þung- lyndislík einkenni eru tekin inn í töluna og þá er átt við þá sem finna fyrir einhverjum þung- lyndiseinkennum. Lyíjameðferðir hafa valdið því að flestir hafa fengið bata síðustu áratugi, en ekki nándar nærri allir leita sér meðferðar hjá sérfræðingum. „Mér finnst þetta vera eitthvað í líkamanum — það er ekki auðvelt að útskýra það en það er eitthvað í líkamanum sem fer af stað og þá er til dæmis bara erfitt að standa og gera einföldustu hluti eins og að elda mat. Á þeim tíma þegar svona var komið með mig var ekki annað hægt en leggjast fyrir. Þegar ég dreif mig svo til læknis gat ég hreinlega hvorki hugsað mér að keyra né taka strætó eins og ég var vön og það kom ekkert annað til greina en að fara í leigu- bfl. Svona er þetta“ segir ung ís- lensk kona sem í mörg ár hefur lif- að með þunglyndissjúkdómnum og upplifað margra ára einangrun Það eru ekki allir sem kjósa lyfjameðferð og vilja hreinlega vinna á depurð sinni sjálfir — upp á eigin spýtur, með sínum eigin leiðum. „Það eru ýmsar leið- ir sem fólk getur valið sér en það eru geðlæknar sem sinna lyfja- meðferð", segir Eiríkur Örn Arn- arson, sálfræðingur. „Hugræn meðferð er aðferð sem menn geta tileinkað sér til að vinna bug á þunglyndi. Fólk getur hjálpað sér að mildu leyti sjálft og það er mjög vænleg leið. Með þessari meðferð er meira byggt á einstaklingnum sjálfum." Hugræn meðferð gengur út á læra að greina neikvæðar hugsan- ir og færa þær til réttari og já- kvæðari vegar. „Það er vissulega hægt að að- stoða fólk mikið með eða án lyfja. En vænlegast hefur flestum þótt að blanda þessu tvennu saman. Þessi hugræna meðferð hefur hins vegar skilað mjög góðum ár- frá hefðbundinni tilveru. Saga hennar er ekkert eins- dæmi en um 4 prósent fullorðinna er á hverjum tíma haldinn þyng- lyndi. Það eru þó mun fleiri sem finna til einhverra einkenna og við þá viðmiðum verður talan fjórum sinnum hærri. Meðferð við þung- lyndi hefur hins vegar fleytt fram á síðustu þremur áratugum og nú er svo komið að 7 af hverjum 10 hljóta iækningu við fyrstu með- ferð en fjöldi árangursríkra tilfella hækkar allt upp í 90 prósent við aðra tilraun. Er það helst notkun geðlyfja sem valdið hafa þessum stramhvörfum en þau eru þó í flestum tilfellum notuð með sál- angri.“ Eiríkur segir þunglynda einstaklinga yfirleitt neikvæða og hugsanir eru því að vissu leyti bjagaðar. „Hugsunin er því oft óraunhæf eða órökrétt þannig að menn túika einföldustu hiuti á rangan máta. Hugræn meðferð gengur út á það að líta raunhæfara á lífið og meta það þannig að nið- urstaðan verður að sama marki raunhæf." En nú þykir sýnt að boðskipti séu trufluð og virkar þá þessi hug- ræna meðferð? „Það er margt óvitað um þunglyndi. Lyfin miða að því að koma ákveðnu jafnvægi á efnasamsetningar heilans og stundum ber það árangur. Það er erfitt að rannsaka hvort þessi hug- ræna meðferð komi jafnvægi á starfsemina. Það er einnig mjög erfitt að meta hvort er orsök og hvort afleiðing. Hvort það eru skert boðskipti sem valda þung- lyndi eða hvort þunglyndið valdi þessum skertu boðskiptum. Hug- rænni meðhöndlun annarri. Kon- um er hættara við að fá sjúkdóm- inn er karlmönnum. „Þegar manni líður svona illa og finnst maður ekki geta starfað og gert rétt verður maður mjög svartsýnn og vonlaus. Með lyfjun- um fer manni að líða betur og get- ur farið að gera hlutina. Þá lítur lífið allt öðru vísi út. Ef ekki hefði verið fyrir lyfin þá hefði ég ekki getað klárað skólann sem ég var í og hefði ekki getað gert það sem ég hef verið að gera síðan. Þau gera það einfaldlega að verkum að fólk getur verið bjartsýnna og því gengur betur að fóta sig í lífinu. Ég sá það aldrei fýrir á mínu versta Hugræn meðferð gengur út á að greina neikvæðar hugsanir og setja jákvæðar f þeirra stað. Nokkurs konar endurskoðun hugans. ræn meðferð virðist benda til þess að við getum komið jafnvægi á starfsemina án notkunar lyfja.“ Hvernig á fólk að haga sér? „Vera eðlilegt og hvetja til dáða og virkni. Megineinkenni þunglyndis er óvirkni og það þarf að aðstoða fólk úr þessu óvirka ástandi og endurheimta fýrri orku. Menn mega ekki hafa tíma til þess að velta sér upp úr eigin annmörkum og vanhæfni sem er í flestum til- fellum alls ekki til staðar." tímabili að ég ætti eftir að lifa því lífi sem ég lifi í dag,“ segir viðmæl- andi PRESSUNNAR, sem f dag hefur fundið sér fullkomnlega eðlilegan lífsmáta. Margt óvitað um orsakir Um orsakir þunglyndis er margt óvitað. Það er hins vegar vaxandi samstaða meðal lækna og sérfræðinga um að ástæðuna fýrir vanheilsu á borð við þunglyndi sé að finna í truflaðri starfsemi taugaboða í heilanum og megi lækna hana með lyfjagjöf. Þó er enn haldið fast í þá skoðun að sál- ffæðilegir þættir og félagslegir hafi mikil áhrif á birtingarmynd sjúk- dómsins og stafar þunglyndi því að öllum líkindum af mörgum samverkandi þáttum. Sálræn meðferð á borð við þá sem Freud og hans lærisveinar þróuðu nýtur því enn hylli bæði sjúklinga, lækna og sálfræðinga og er það mat manna að blanda af þessu tvennu sé líklegasta leiðin til bata. „Það er vitað að til staðar eru viss ættartengsl en lítið er vitað hvað veldur sjúkdómnum ná- kvæmlega. Það er talað um al- mennt þunglyndi þegar fólk finn- ur til ýmissa þunlyndiseinkenna. Þau geta komið fram undir ýms- um kringumstæðum og ekki nándar allir leita sér meðferðar,“ segir Halldór Kolbeinsson, læknir við geðdeild Borgarspítalans. „Það geta komið einkenni þunglyndis við ýmsar kringumstæður til dæmis við langvarandi sjúkdóma, áföll eða eitthvað sem gerist og hefur mikil áhrif á viðkomandi. Því getur fylgt svartsýni og von- leysi, kvíði og ýmis önnur ein- kenni en vara í styttri tíma. Þegar talað er um alvarlegt, sjúklegt þunglyndi kemur þetta algerlega upp úr þurru og einkennin eru meira að magni til, alvarlegri og vara miklu lengur og þama emm við farin að tala um þunglyndis- sjúkdóminn." Það er á ýmsum stigum sem þunglyndi birtist allt frá árstíða- bundinni depurð og tímabundnu fúllyndi til breytinga á geðslagi, hugsun, líkamlegri starfsemi. Hinn þunglyndi er dapur og gleði- snauður og litar tilvem sína dökk- um tónum. Hann er ffamtakslaus, áhyggjufullur og neikvæður um fortíð sína, nútíð og framtíð. Al- gengar eru svefntruflanir, aukin eða minnkuð matarlyst og lélegri kyngeta. Hinn þunglyndi kvíðir hinu óþekkta og þegar hann er • Breyting á hugsun, til- fmningu og framkomu. Flest það sem gladdi áður hefur gagnstæð áhrif og reynt er að forðast allt sem veitir lífsnautn. • Hugsar lítið eða ekkert um útlitið. • Aðgerðarleysi er áberandi og hlédrægni einnig. • I’ stað lífslöngunar eru hugsanir um sjálfsvíg. • Erfiður svefn. Ymist auk- inn eða svefnleysi er viðvar- andi. • Minnkandi eða aukin matarlyst. Sumir neyta matar í óhófi og fitna mikið. • Menn finna sig mjög van- máttuga og aðrir hafa iðulega betur í samanburði. • Mikil sjálfsásökun um eigin ófullkomnleika og finnur til dapurleika og einmana- kenndar. • Á erfitt með að taka ákvarðanir eða framfylgja þeim. • Stundum er drykkja eða eiturlyfjaneysla einkenni. • Rangt mat á aðstæðum sem á sér oft uppsprettu í nei- kvæðum hugsunum. • Horfa með hryllingi til æskuáranna en einnig til ffam- tíðarinnar. • Ekkert gengur upp. • Neikvætt sjálfsmat. 0 Trúir því stöðugt að í of mikið sé ráðist. verulega langt niðri hefur hann það á tilfinningunni að hann sé al- gerlega hjálparvana. I því ástandi koma yfir þunglynda sjálfsvígs- hugleiðingar en yfir helmingur þunglyndra reyna sjálfsvíg eða hugleiða það og 10-15 prósent láta verða af því. Margir hugsa neikvætt um lyfin Geðlyfin hafa valdið byltingu í lífi margra en það þarf að prófa sig áfram til að finna réttu meðferð- ina. Þegar sjúkdómurinn er kom- inn af stað hafa rannsóknir sýnt að viss truflun verður á boðefna- keðju sem er nauðsynleg til að flytja boð milli tauga á vissu svæði heilans. „Geðlyfin hafa þau áhrif að þau reyna að koma jafnvægi á þessi boðefni aftur svo eðlileg starfsemi komist á“ segir Halldór. „Lyfin geta haff áhrif á þessi boð- efni en það þarf fleira að koma til því lyfin virka í besta falli frá 70 upp í 90 prósent — aldrei 100 prósent. En lyfin hjálpa vissulega til að lækna þunglyndi og það þarf oft að skipta þurfi oftar en einu sinni um lyf til að finna það rétta.“ f þeim fáu tilfellum sem lyf virka ekki eru notaðar raflækningar. Geðdeyfðarlyf slá á þau ein- kenni sem hinn þunglyndi finnur fyrir og eyðir þeim algerlega í besta falli. Brúnin lyftist og lífið verður bjartara. „Það má líkja þessu við einhvern sem er með mígreni", segir viðmælandi okkar. „Manneskjan verður mjög veik og getur ekkert gert því hún er rúm- liggjandi. Svo fær hún einhver lyf við þessu og höfuðverkurinn minnkar. Hann hverfur hins vegar aldrei alveg. Þessi manneskja get- ur svo haldið áfram að lifa sínu daglega lífi og sinnt því sem hún þarf að sinna. Það er þannig sem þessi lyf virka líka. Þetta minnkar bara það sem manni líður illa útaf. Segjum sem svo að maður myndi ekki taka lyfin þegar maður fer að finna fýrir því að maður er að verða veikur. Þá versnar þetta bara og versnar. Það má líkja þvl við snjóbolta sem rennur niður hlíð. Hann vefur alltaf meira upp á sig eftir því sem hann rennur lengra niður hlíðina."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.