Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992
21
E R L E N T
Harvard-prófessorinn Alan Dershowitz
Besti
vinur
saxneska mótmælendatrúarmenn.
skurkanns
Hnefaleikakappinn Mike Tyson vissi
hvað hann var að gera þegar hann réð
lögfræðinginn Alan Dershowitz til að
áfrýja fyrir sig nauðgunardómnum
sem kveðinn var upp yfir honum í
Indiana í vor. Dershowitz hefur nefni-
lega reynst jafnbesti bandamaður
fiestra ffægustu skúrka Bandaríkj-
anna og bætir upp með leikrænum til-
þrifum það sem stundum skortir á
lagarök fyrir dómstólum. Þótt skjól-
stæðingar hans sleppi sjaldnast við
refsingu geta þeir treyst því að fá alla
vega betri pressu og jákvæðara al-
menningsálit en venjulegur lögfræð-
ingur hefði getað útvegað.
1 krossferð gegn vespunum.
Gyðingurinn Dershowitz
veit fátt verra en hrokafulla engil-
Misskilning-
ur Michaels
Jackson
Það lítur út
fyrir að Michael
Jackson sé alveg
hættur að sjá
muninn á hvítu
fólki og svörtu.
ABC sjónvarps-
stöðin bandaríska hefur á prjón-
unurn að framleiða þáttaröð und-
ir heitinu „The Jacksons: An Am-
erican Dream“ og fjallar hún um
Michael og bræður hans, sem
skipuðu sönghópinn Jackson 5.
Forráðamenn sjónvarpsstöðvar-
innar fengu skilaboð írá Michael
Jackson um að hann hefði fundið
ungan dreng sem væri tilvalinn til
að fara með hlutverk hans þegar
hann var fimm ára. Þegar dreng-
staulinn kom í viðtal ráku sjón-
varpsmennirnir upp stór augu:
Hann var hvítur.
30 ár frá
dauða Mari-
lyn Monroe
Dershowitz er einhver dáðasti
og um leið umdeildasti lögmaður
Bandaríkjanna og er þá langt til
jafnað. Hann er reyndar prófessor
í lögrnn við Harvard að aðalstarfi,
en hefur líka tekið að sér að veija
hötuðustu og umtöluðustu af-
brotamenn landsins. fslenskir
bíógestir muna líklega eftir hon-
um úr myndinni Reversal of Fort-
une þar sem honum tókst að fá
Claus von Búlow sýknaðan af
morðákæru, en bæði í myndinni
og samnefndri bók er gefið sterk-
lega í skyn að Bulow hafi verið
sekur um morðið á eiginkonu
sinni. Klókindi Dershowitz björg-
uðu honum — og færðu Dersho-
witz sjálfum þá frægð og frama
sem hann nýtur í dag.
En Dershowitz er annað og
meira en frægur og góður lög-
maður. Uppreisn hans gegn við-
teknum viðhorfum og vörn hans
fyrir hið fyrirlitlega verður ekki
skilin nema í ljósi þess að hann er
strangtrúaður gyðingur í stríði við
hina hvítu, kristnu yfirstétt sem
hefur ráðið Iögum og lofum í
bandarískri akademíu og við-
skiptalífi.
Þrælslund gyðingsins
Baráttan gegn hvítu mómæl-
endunum eða „vespunum"
(Wasp = White Anglo-Saxon
Protestant) hófst fyrir alvöru þeg-
ar Dershowitz fékk inngöngu í
lagadeild Yale-háskóla. Hann fann
fljótlega fyrir fordómum þegar
stærstu lagafirmin létu vespurnar
ganga fyrir sumarvinnu þótt hann
hefði hæstu hugsanlegar einkunn-
ir. í staðinn jarðaði hann skólafé-
laga sína með mælskusnilld, rit-
stýrði fræðiriti skólans, útskrifað-
ist efstur í árganginum og fékk eft-
irsótt starf hjá hæstaréttardómar-
anum Arthur Goldberg.
Tuttugu og fimm ára var hann
orðinn aðstoðarprófessor við Har-
vard og í byrjun áttunda áratugar-
ins tók hann að sér fyrstu málin
sem aðrir lögmenn vildu ekki
snerta. Skjólstæðingarnir voru
oftast yfirlýstir glæpamenn, en
Dershowitz tók að sér að veija þá
með vísan í borgaraleg réttindi
sem allir yrðu að njóta jafht, burt-
séð ffá sekt eða sakleysi. Æ síðan
hefur hann setið undir gagnrýni
fyrir að notfæra sér fjölmiðla til að
vinna fólki samúð sem á ekkert
skilið nema fyrirlitningu.
Dershowitz svaraði gagnrýn-
endum sínum í fyrra í bókinni
Chutzpah. Orðið kemur úr jid-
dísku og merkir óskammfeilni eða
ófyrirleitni og lýsir Dershowitz
býsna vel. Þegar aðrir kalla ffam-
ferði hans óþolandi frekju og
blyðgunarlausan fíflaskap í fjöl-
miðlum segir hann það einmitt
lýsa minnimáttarkenndinni sem
gyðingar þjáist af. Hann segir gyð-
inga líta á sjálfa sig sem gestkom-
andi í Bandaríkjunum sem annars
staðar og óttast að móðga
gjafana“.
,gest-
Af því að gyðingar hafa mátt
þola „brottrekstur, fjöldamorð,
krossferðir, rannsóknarrétt, heil-
ög stríð og útrýmingarbúðir í
löndum sem við áttum þátt í að
byggja upp, virðumst við óttast
hið versta ef við þóknumst ekki
gestgjöfum okkar.“ Bókin olli
úlfaþyt meðal bandarískra gyð-
inga þegar hún kom út, ekki síst
vegna þess hversu slæma stöðu
Dershowitz telur gyðinga hafa bú-
ið sjálfum sér í Bandaríkjunum.
Aðrir bentu á að þrátt fyrir tölu-
vert gyðingahatur hefði gyðingum
hvergi vegnað eins vel og einmitt
þar. En það svar er í augum Ders-
howitz staðfesting á kenningu
hans: að gyðingar skirrist við að
sækjast eftir jafnrétti á við aðra, en
láti sér nægja það besta sem býðst
án mikilla átaka.
Samsæri vespanna
Sjálfur fær hann uppreisn æru
með því að ganga gegn viðteknum
hugmyndum hvar sem hann finn-
ur þær og skapa sér óttablandna
virðingu vespnanna í leiðinni. Það
standast honum fáir snúning hvað
mælsku snertir og hann á sér
marga fylgjendur vegna skoðana
sinna, en fæstir fylgja honum op-
inberlega í málflutningi fyrir
vonda skjólstæðinga. Þar fer hann
oft yfir strikið, jafnvel að mati vel-
viljaðra.
Þegar flett var ofan af verð-
bréfasalanum Michael Milken í
bókinni Den of Thieves sagði
Dershowitz það enn eitt dæmið
um gyðingahatur (Milken er gyð-
ingur) þeirra sem öllu ráða, í því
tilfelli blaðamanns á Wall Street
Journal og heimildarmanna hans
á skrifstofu saksóknara í New
York. Öðrum gyðingi, Leon Wie-
seltier, varð að orði í tímaritinu
The New Republic: „Slappaðu af,
Alan. Það voru feður okkar sem
voru ofsóttir. Þetta eru engir nas-
istar, þetta eru bara vespugrey."
Karl Th. Birgisson
Ritstjórum blaða og tímarita
þykir alls ekki verra að fá tækifæri
til að birta myndir af kynbom-
bunni Marilyn Monroe og oftar
en ekki eru þær reyndar birtar all-
sendis að tilefnislausu. En tilefnið
hefur öldungis ekki vantað síð-
ustu mánuðina og sérstaklega
þessa vikuna, því í gær, 5. ágúst,
voru liðin nákvæmlega þrjátíu ár
frá því hún fannst látin, hafði
svipt sig lífi. Og það gengur á með
endurútgáfum kvikmyndanna
sem Marylin lék í, þær eru nú all-
ar fáanlegar á myndbandi, meira
að segja í vandaðri gjafaöskju. Það
eru skrifaðar ótal greinar í tímarit
og gefnar út enn fleiri bækur um
goðsögnina. Því líklega var það
ekki svo fjarri sanni þegar leik-
stjórinn frægi og góðvinur Mari-
lyn, Billy Wilder, sagði: „Það eru
til fleiri bækur um líf Marilyn
Monroe en síðari heimstyrjöld-
ina. Þarna er líka ákveðinn skyld-
leiki. Hvort tveggja var helvíti á
jörðu, en var samt ekki til einsk-
is.“
Axl Rose ekki
viðbjargandi
Um þessar mundir virðist fáum betur lag-
ið að hneyksla Bandaríkjamenn en Axl Rose,
söngvara hljómsveitarinnar Guns N' Roses.
Plötur hljómsveitarinnar seljast í milljóna-
upplögum, en sjálfur er Axl mátulega vin-
sæll. Það á kannski sínar skýringar: Að sjá
virðist hann alltaf vera í öðrum heimi af
drykkju (og kannski dópi?), hann hegðar sér
eins og brjálæðingur hvort sem er utan
sviðs eða á sviði og lögregla er einatt að
handtaka hann fyrir að æsa til óláta meðal
áhorfenda. Textar hans þykja heldur ekki
alltaf failegir og segja margirað þarfái útrás
argasta karlremba. Þegar svo birtist í út-
breiddu tímariti um daginn þessi mynd af
Axl Rose, þar sem hann er rétt nýbúinn að
setja eiginhandaráritun sína á bossann á
einlægum aðdáenda, þótti mörgum Banda-
ríkjamanninum hann fá staðfestingu á því
sem hann hafði grunað — að Axl Rose væri
ekki viðbjargandi...