Pressan - 10.09.1992, Side 13

Pressan - 10.09.1992, Side 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 13 0 lafur Ragnarsson hjá Vöku- Helgafelli mun hafa heykst á því að halda áfram að gefa út íslenska samtíð, annál- inn um atburði liðins árs, sem kom út tvíveg- is hjá forlaginu. Mikið var lagt í bókina og mun útgáfan ekki hafa staðið undir sér. Vil- hem G. Kristinsson blaðamaður, sem var ritstjóri bókarinnar, starfar nú hjá frétta- stofuSjónvarps... u X X ún ætlar að verða hörð, barátta sveitarfélaga um að fá til sín fangelsi. Dal- víkingar og Eyrbekkingar vilja fá fangelsið í sína byggð en það eru fleiri sveitarfélög sem líta fangelsi hýru auga. Víkurfréttir greina frá því að Njarðvíkurbær hafi nú sótt um að nýtt fangelsi verði staðsett í landi Njarðvíkur, nánar tiltekið á Broad- street-svæðinu svokallaða, en það mun vera svæðið á Vogastapa milli Selskógar og Reykjanesbrautar. Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík, segir í viðtali við Víkurblaðið að þama sé hentug staðsetn- ing fyrir fangelsi; í nágrenni við höfuð- borgarsvæðið, stutt sé í alla þjónustu en jafnframt yrði fangelsið utan þéttbýlis. Þtjú sveitarfélög vilja semsagt fá fangana til sín en sjálfsagt eiga þau eftir að verða fleiri áður en yfir lýkur... ÚTHLUTUN ÚR KVIKMYNDASJÓÐIÍSLANDS 1993 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um framlög til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 13. nóvember 1992, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráœtlun, Qármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. 011 umsóknargögn skulu berast í Qórum eintökum. Hafi umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðitd að og verki ekki lokið, skal greinargerð um það verk fylgja og uppgjör áritað af ’ löggiltum endurskoðanda. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík. Áka kafir bókmenntaunnendur munu líklega eiga dálítið óhægt um vik á bók- menntahátíðinni sem hefst núna á sunnudaginn. Dagskrá hátíðarinnar er einkum þríþætt; í hádeginu flesta dagana eru erindi, á kvöldin rithöfundakynning- ar, en klukkan tvö eftir hádegi hefjast yfir- leitt pallborðsumræður um ýmis efni með þátttöku innlendra og erlendra gesta. Þetta eru varla óforvitnilegustu dagskrár- liðirnir á hátíðinni, en tæplega verður neinn hægðarleikur fýrir vinnandi fólk að fylgjast með... P -L. rentsmiðja DV er að færa út kvíam- ar og að líkindum flytur hún bráðlega úr kjallara DV-hússins við Þverholt og í hús Hampiðjunnar. Von mun vera á nýrri og af- kastamikilli prentvél og vekur athygli að það er ekki vé! til að prenta blöð, heldur getur hún prentað tímarit. Spum- ingin er þá hvort þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Hörður Ein- arsson í Frjálsri fjölmiðlun hyggjast fara í samkeppni við prentsmiðjuna Odda, sem prentar flest íslensk tímarit... V J. msir bókaútgefendur munu vera nokkuð fúlir út í prentsmiðjuna Odda. Ástæðan er Svarta bókin svokallaða, handbók sem dreift er til skólanema í gegnum bókaverslanir Eymundssonar. Nú er hún ókeypis, en eftir 1. október kemur hún til með að kosta tæpan þús- undkall. Oddi er eigandi bókaverslana Ey- mundssonar og hlýtur því að teljast útgef- andi bókarinnar. Þar með finnst útgef- endum að Oddinn sé kominn í sam- keppni við sig, en það sé ekki gott mál í ljósi þess að fyrirtækið prentar fyrir mörg stærri bókaforlögin... s V^/agt var frá því í síðustu PRESSU að hljómsveitin Nýdönsk væri nú án útgef- anda. Hljómsveitarmeðlimir riftu samn- ingi sínum við Steina og leituðu hófanna hjá Jóni Ólafssyni í Skíf- unni. Jón gerði þeim fé- lögum tilboð sem Ný- dönskum þótti ekki að- gengilegt, þá sendu þeir Jóni fax og óskuðu eftir nýju tilboði. Jón sagðist þá ekki ætla að standa í samningagerð í gegnum faxtæki og sagði að hljómsveitin gæti bara átt sig. Þrátt fyrir þessa stirðu byrjun viðskipta Nýdanskra og Jóns hafa samningar nú náðst og hljómsveitin skrifað undir út- gáfusamning við Skífuna. Nýdönsk hefur undanfarin ár verið ein af vinsæiustu sveitum landsins og plötur hennar selst griðarvel á íslenskan mælikvarða. Það er því ljóst að Steinar Berg ísleifsson og fyrirtæki hans, Steinar, hafa misst stóran spón úr aski sínum yfir til keppinautar- ins... Pó/turinn Póll Litabók fylgir hverri spólu iiwf”' * BERGVÍK HF., Ármúla 44, Reykjavík, sími 91-677966 FAST I VERSLUNUM UM LAND ALLT

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.