Pressan - 10.09.1992, Side 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
25
STJÓRNMÁL
Er sama hvaðan gott kemur?
Haustið er gengið í garð með
árlegri umræðu um dagvistarmál
og skort á samfelldum skóladegi.
Foreldrar rjúka upp til handa og
fóta og reyna að finna viðunandi
lausn á gæslumálum barna sinna
því að skólakerfið miðast við
löngu úrelt samfélag þar sem
mæður biðu með heitan mat í há-
deginu, höfðu nægan tíma til að
aðstoða við heimanám og sendu
svo blessaða ungana í sveit, tím-
anlega til að aðstoða við sauð-
burðinn. Töluvert hefur verið rætt
og ritað um skólamál hin síðustu
ár og háværar raddir verið á lofti
um að stefna þurfi að heilsdags-
skóla og styttri sumarffíum.
Margir virðast þó ekki skilja út
á hvað málið gengur, samanber
manninn sem spurði hvort heils-
dagsskóli væri ekki það sama og
sumarbústaður allt árið. Það fólk
sér börnin fyrir sér reiknandi,
skrifandi og lesandi í átta tíma á
dag, tíu mánuði ársins, sama
hvernig viðrar. Við íslendingar,
sem erum svo ginnkeypt fyrir öllu
því sem erlent er, höfum ekki bor-
ið gæfú til að taka upp það besta í
erlendu skólastarfi. Ein sem flutti
úr Vesturbænum til Kaliforníu
lýsti því yfir að það væri mun auð-
veldara að vera með börn þar en í
Reykjavík. Yfirlýsingin vakti litla
ánægju meðal viðstaddra og
henni var umsvifalaust bent á
tíðni bamsrána og hve einangruð
börn þar væru innilokuð í görð-
um á meðan þau íslensku lékju
sér út um mela og móa. Ameríku-
farinn nefndi á móti samfelldan
skóladag, skólamáltíðir og skóla-
bíl sem sækir bömin svo að segja
upp að dymm þannig að foreldrar
þurfa ekki að hafa áhyggjur af því
hvort þau komist yfir umferðar-
göturnar. Nánast allt tómstunda-
starf fer ffam í skólanum og börn-
in geta fengið aðstoð við heima-
vinnuna. Auk þess væri mun
ódýrara að klæða börn í Ameríku
þar sem „merkin“ skipta ekki öllu
máli og til að gera lífið enn léttara
taki ökumenn tillit til barna með
því að aka lúshægt í íbúðarhverf-
um. Reynslusögurnar létu ekki á
sér standa, Skotland, Danmörk,
Svíþjóð, alls staðar er ástandið
betra en hér og því auðveldara að
vera barn og foreldri.
Á sama tíma og hæstvirtur
menntamálaráðherra sagðist vera
tilbúinn að skera niður um 800
milljónir í málaflokki sínum bár-
ust þær gleðiíféttir ffá Skólamála-
ráði Reykjavíkur að ákveðið hefði
verið að hefja tilraun með heils-
dagsskóla, samféllda þjónustu ffá
7.45 til 17.15, í fimm grunnskól-
um borgarinnar. f ff amhaldi þess-
arar tilraunar verður ákveðið
hvort og þá hvernig þjónusta af
þessu tagi verður boðin í öllum
grunnskólum Reykjavíkur. Árni
Sigfússon, formaður Skólamála-
ráðs, sagði í viðtali við Morgun-
blaðið 27. ágúst sl. að „markmiðið
með heilsdagsskólunum væri að
til hliðar við hina ríkisstyrktu
kennslu kæmi ákveðin grunn-
þjónusta sem veitt yrði öllum for-
eldrum sem þess æsktu. Yrði
þarna um að ræða fræðslu af
ýmsu tagi, aðstoð við heimanám
og fleira. ... Foreldrar hafa því í
raun þrjá valkosti. Grunnþjónust-
una, starfsemi íþrótta- og tóm-
stundaráðs og fræðslu- eða lista-
verkefni á vegum einkaskól-
anna...“
Hefði mátt ætla að ákvörðun
Skólamálaráðs vekti almennan
Reynslusögurnar
létu ekki á sér
standa, Skotland,
Danmörk, Svíþjóð,
alls staðar er
ástandið betra en
hér og því auðveld-
ara að vera barn og
foreldri
fögnuð meðal barna, foreldra og
allra sem láta skólamál til sín taka.
En reyndin virðist önnur ef marka
má viðtal í morgunþætti Rásar 2
við þau Árna Sigfússon og Guð-
rúnu Ágústsdóttur, borgarfulltrúa
Alþýðubandalagsins og fyrrver-
andi aðstoðarmann menntamála-
ráðherra. Guðrún virtist finna
þessu allt til foráttu og tönnlaðist á
því sem flokkur hennar hafði gert
í valdatíð sinni. Hún minntist hins
vegar ekki einu orði á ffumvarp til
laga um breytingu á lögum um
grunnskóla sem Guðrún Agnars-
dóttir og Danfríður Skarphéðins-
dóttir lögðu fram veturinn
1987-’88. Stjórnarfrumvarpið,
sem síðar var lagt ffam, tók margt
gott upp úr frumvarpi Kvenna-
listakvennanna. Auðvitað vilja
menn fá umbun fyrir það sem
þeir gera vel og leiðinlegt þegar
málum er „stolið“, en það er
stundum spurning hver stelur ffá
hverjum og hvers vegna. Það er of
algengt að um leið og menn kom-
ast til valda kasti þeir öllu sem fýr-
irrennarar þeirra úr öðrum flokk-
um gerðu, sama hversu gott það
er. Af hverju er ekki haldið áffam
með góð verkefni í stað þess að
byrja alltaf á núllpunkti? Verða
allir að finna upp hjólið eða eru
stjórnmálamenn svona skít-
hræddir við að verða fyrir áhrifum
ffá „andstæðingunum“ og fá á sig
vafasaman stimpil í eigin röðum?
Minnihlutinn í borgarstjórn þarf
iðulega að sitja undir því að tillög-
ur hans eru felldar eða svæfðar en
koma svo lítið breyttar frá Sjálf-
stæðisflokknum að ári. „Litlu“
blöðin mega þola það að sjá efni
sitt endurtekið í örlftið breyttri
mynd á síðum „stóru“ blaðanna
og svona mætti lengi telja. En
hlýtur það ekki að skipta meira
máli að góð mál nái fram að ganga
en það hver ber þau upp og fær
þau samþykkt? Er hér ekki komið
eitt helsta og leiðinlegasta vanda-
málið í íslenskri pólitík?
Tilraun um heilsdagsskóla ber
að fagna. Reynslan á effir að leiða í
ljós hvernig til tekst og næsta vet-
ur hljóta vankantar að verða
sniðnir af. Til að bæta skólakerfið
þarf átak og samvinnu allra sem
telja sig ábyrga fýrir farsælli ffam-
tíð barna. Taka verður mið af
hagsmunum barna þar sem skól-
inn er fyrst og ffemst fyrir þau, en
hvorki geymslustaður fyrir for-
eldra né vinnubúðir fýrir kennara.
Og höfúm það hugfast að öll börn
eru á ábyrgð okkar allra.
Höfundur er ritstjóri Veru
STJÓRNMÁL
Þjóðaratkvœði útúr leiðindum?
MÖRÐUR ÁRNASON
„Nú er búið aðjagast í mánuð með þeim árangri aðþjóðin
grípur um ennið ogstynur í hvertsinn sem aðalpersónurnar
birtastífjölmiðlunum..."
Meðmælendum þjóðaratkvæð-
is um EES-samninginn hafa yfir-
sést mikilvæg rök í því þarfa máli,
og ekki nema von, því að þau
koma fýrst ffam nú síðustu vikur:
Að forða okkur frá ieiðinlegustu
þingumræðum allra tíma!
Nú er búið að jagast í mánuð
með þeim árangri að þjóðin gríp-
ur um ennið og stynur í hvert sinn
sem aðalpersónumar birtast í fjöl-
miðlunum, enda hefur ennþá
ekkert komið ffam á þinginu sem
ekki var áður margvitað um mál-
ið.
Fjórir af fimm þingflokkum
hafa undirbúið EES-samninginn í
ríkisstjórn, og þremur af þessum
Ijórum er það nú helst nauðsynja
að sannfæra mann og annan um
að augljós skoðanaskipti þeirra
séu rökleg og skynsamleg og
spretti langtífrá af því að tveir
flokkanna fóru nýlega útúr stjóm-
arráðinu og sá þriðji inní það.
I leikhúsinu við Austurvöll er
reyndar um þessar mundir at-
hyglisverðast hlutskipti þeirra
stjórnmálamanna sem nú eru
krafðir um annað snið á leik sín-
um en þeim þætti helst við hæfi.
Eykon er ekki einn um efasemdir
gagnvart samningnum og forkólf-
um hans í Sjálfstæðisflokknum,
og ýmsir þeirra Sjálfstæðismanna
sem geta stutt samninginn út af
fyrir sig eru orðnir langþreyttir á
því að ráðherramir noti EES sem
sífellda fjarvistarsönnun ffá bráð-
um kreppuvanda í atvinnulífi og
efnahagsmálum.
Það vita allir að það var pólitísk
forsenda stjórnarsamstarfsins að
Sjálfstæðismenn létu af andstöðu
við EES-samninginn, og hendur
þeirra em nú bundnar, hvort sem
þeim er ljúft eða leitt. Þessi stað-
reynd hefúr ásamt sóttkenndri
ákefð Alþýðuflokksmanna gert
EES-tilbúnað stjórnarsinna ótrú-
verðugan og átt sinn þátt í að
halda umræðum fjarri þeirri mál-
efnalegu rökræðu sem fylgis-
mönnum samningsins er einmitt
skyldast að halda nú uppi.
Innan Framsóknarflokksins
virðist aðeins einn maður hafa
málffelsi á þingi um EES-málin,
— Steingrímur Hermannsson.
Það er ákaflega heppileg ráðstöfún
hjá Framsóknarmönnum, því að
enn er fúllkomlega óljóst um af-
stöðu Steingríms til EES. Hin óop-
inbera stefna Framsóknar er að
þvælast eins mikið fyrir málinu og
hægt er, og finna svo þægilega leið
til að hafa þegar allt kom til alls
hvorki verið með málinu né á
móti, þannig að aldrei þurfi að
verða vart þess innanflokks-
ágreinings um málið þarsem Páll
á Höllustöðum stendur fremstur
neimegin og krónprinsinn Hall-
dór Ásgeirsson jámegin, — sem
meðal annars var undirrót and-
blásturs gegn þingflokksformann-
inum í byrjun þúigs, — og nú síð-
ast leiddi til þess að EES-ályktunin
var felld á þingi SUF-ara. Með því
móti er reynt að móðga engan og
brosa í allar áttir í framtíðinni.
í Alþýðubandalaginu voru
helstu forystumenn búnir að
ákveða að málefnaágreiningi væri
lokið í eitt skipti fyrir öll innan
flokksins, og sammæltust þess-
vegna um að tala einum rómi í
málinu. Og nú er sannfæringar-
kraftur Ólafs Ragnars hollvinar
míns orðinn þvílíkur að hann er
meira að segja farinn að trúa því
sjálfúr að hann sé á móti EES. Það
hefúr hinsvegar verið ljóst lengi að
stórir hópar flokksmanna og
stuðningsmanna horfa á EES-til-
færingar þingflokksins með efa og
áhyggju, og verða nýleg Svavars-
mál varla til að auka tiltrú á að það
sé vænlegt að móta stefiiu flokks-
ins í stórmálum með þessum hók-
us- pókus-aðferðum.
Jafnvel í sjálfum Kvennalistan-
um má heyra nokkum klið undir
niðri þegar grannt er hlustað. Það
er til dæmis augljóst að verulega
munar í Evrópuáherslum þeirra
þingsystra úr Reykjavík, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur og
Kristínar Einarsdóttur. Má reynd-
ar minna á að þótt samtökin hafi
að vísu á öllum stigum haldið á
móti EES-samningunum voru
þau að lokum reiðubúin að setjast
í ríkisstjórn með samninginn í
miðjum klíðum. Fyrir aðeins
hálfu öðru ári.
Nú er út í hött að halda því
fram að stjórnmálamenn okkar
séu vondir, — þeir eru bara ein-
sog við eigum skilið. Misgengi í
samfélagsþróun hefur hinsvegar
skilað okkur flokkakerfi sem ekki
endurspeglar skoðanaskipti í
samfélaginu, sem aðeins að litlu
leyti sameinar menn um llfssýn og
markmið heldur snýst sífellt
meira um einstaka hagsmuni ein-
staklinga og hópa, um hrá völd.
Við sitjum þarmeð uppi með pól-
itískt sístem sem er einkar illa til
þess fallið að taka að sér umræður
um stórmál í þjóðarsögunni, ein-
sog best má sjá á þvælnum og
marklitlum leiðindum kringum
EES-málið í ráðuneytum og á
þingi.
En það er — sumsé — enn eft-
ir einn vegur til að þjóðin kynni
sér EES-málið: að almannavilji
skeri á eðlUegan hátt úr um þessa
mikilvægu kosti. Að pólitíkusarn-
ir afhendi fólkinu einfaldlega mál-
ið til ráðstöfúnar, og við fáum að
lokum þjóðaratkvæðagreiðslu um
EES, á sama hátt og Svissarar og
Norðmenn og Danir og Frakkar
eru nú að skera úr sínum mikil-
vægustu málum.
Jafnvel þótt það yrði á íslandi
fýrst og fremst útúr leiðindum.
Höíundurer mátræðingur
U N D I R
Ö X I N N I
Eru þetta ekki
nokkuðraun-
hæfar hug-
ntyndir Elíert?
„Hingað til hefur það ver-
ið mat löggjafarvaldsins og
fjármálavaldsins að íþróttir
ættu að vera undanþegnar
skattlagningu og ég get
ekki séð hvaða rök eru til
þess að gera það allt í einu
núna. Hvað hefur breyst
sem veldur því að allt í einu
þarf að taka skatt af þessu?"
Hefur það ekki verið
raunhæft alla tíð að
skattleggja þessa starf-
semi til jafns við aðra?
„(þróttastarfsemi á (slandi
hefur byggst á því að þús-
undir manna leggja á sig
vinnu endurgjaldslaust til
að laða fólk að íþróttum,
sérstaklega æskufólk, í þeirri
trú að það sé til heilsubótar,
góðrar afþreyingar og for-
varnar. Þetta er starfsemi
sem ekki hefur miðað að
því að skila hagnaði heldur
erframlag og þegnskylda
þúsunda manna og kvenna
í þágu góðs málefnis. Það
eru að mínu mati afskap-
lega mikil öfugmæli ef það
á síðan að hafa þessa starf-
semi að féþúfu fyrir ríkis-
valdið. Það ætti frekar að
vera öfugt. Ríkisvaldið ætti
að styðja við bakið á frjálsri
starfsemi sem vinnur að
þessu málefni, enda er það
gert víðast hvar á öllum
Vesturlöndum og um heim
allan að lagt er fram eitt-
hvert fé til að efla iþróttir.
Nú er þetta að snúast við
hérá landi."
En hvað um að leggja á
lægri skatt yfir línuna og
styrkja þess í stað
ákveðna starfsemi, til
dæmis á sviði íþrótta?
„Er ekki betra að láta
íþróttahreyfinguna ífriði
með skattlagningu og leyfa
henni að komast af sjálfri?
Nógu erfitt er það samt. Er
eitthvað betra að ríkisvaldið
fari að miðstýra Ijármagns-
streyminu, taka peninga og
skipta þeim aftur út? Er ekki
betra að leyfa hreyfingunni
sjálfri að ráða yfir peningum
sínum, ef einhverjireru til?
Ég held að það væri meira í
anda þeirra manna sem nú
sitja í ríkisstjórn."
Hvaða þýðingu hefur
þessi skattlagning fyrir
íþróttahreyfinguna ef af
henni verður?
„Þetta þýðir það að vænt-
anlega fækkar áhorfendum
á kappleiki og íþróttamót.
Þá fækkar einnig iðkendum,
því það verður dýrara að
borga sig inn og stunda
íþróttirnar, og það verður
þyngri róður fyrir íþrótta-
samtök og félög að standa
undir láqmarksrekstri."
Hugmyndir eru uppi um að
leggja 14 prósenta virðisauka-
skatt á vörur, Þjónustu og annað
sem hingað til hefur veriö undan-
pegið skatti. Ef þetta nær fram að
ganga verður Iþróttastarfsemi I
landinu ekki undanskilin.