Pressan - 10.09.1992, Side 28

Pressan - 10.09.1992, Side 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R Talið er líklegt að Logi Ólafsson og Ingi Björn Albertsson verði ekki áfram með sín lið. Hvorug- ur þeirra hefur þó enn ráðið sig til annars liðs. Hætta Logi og Ingi Björn? Lfldegt er talið að Logi Ólafs- son, þjálfari Víkinga, og Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals- manna, hætti hjá liðum sínum eft- ir þetta keppnistímabil. Logi sagði í samtali við PRESS- UNA að ekkert hefði verið rætt um áffamhaldandi starf hans hjá Víkingum. Hann teldi hins vegar ekki óeðlilegt að skipt yrði um þjálfara hjá liðinu í ljósi gengis þess í sumar. I fyrra urðu Víking- ar Islandsmeistarar en eru nú í fallhættu og gætu allt eins fallið í aðra deild. „Eg hef ekki verið beð- inn að þjálfa liðið áfram. Samn- ingur minn rennur út í lok mán- aðarins og ekkert hefur verið rætt um ffamhaldið. Þannig er staðan í dag,“ sagði Logi. Heimildir PRESSUNNAR segja þrjá menn koma helst til greina sem arftaka Loga: Aðalstein Aðal- steinsson, Lárus Guðmundsson og Heimi Karbson. „Ég ætla að minnsta kosti að vera áfram við þjálfun,“ var það eina sem Ingi Björn vildi segja um málið þegar þetta var borið undir hann. Hann sagði engar viðræður í gangi um áframhaldandi veru sína hjá Val en hins vegar lýsti hann yfir fúllum áhuga á að þjálfa áfram. Gervihnattasport 10.00 Aksturslþróttir Eurosport. Magasínþáttur um aksturs- (þróttir. Meðal annars verð- ur sýnt frá keppni á 125, 250 og 500 kúbika mótor- hjólum sem haldin var i Suður-Afriku. 14.00 Handbolti Screensport. Handbplti ratar ekki oft I dagskrár sportstöðvanna en það gerist þó stundum. Sýnt frá alþjóðlegu móti. 20.00 Fótbolti Screensport. Spánski boltinn, sýnt frá leik stórliðanna Real Madr- id og Barcelona. M.MH1.1MI1M 10.00 Keila Screensport. Frá móti stórsnillinga í Hollandi. 14.00 Handbolti Eurosport. Frá móti í Ystad í Svíþjóð. 15.00 Tennis Sky Sports. Bein út- sending frá undanúrslitum í kvennaflokki á US-Open. Míwa.’WMM'Ætaxaii 9.00 Golf Eurosport. Bein útsend- ing frá Walton Heath I Surrey. Meðal keppenda er Nick Faldo. Útsendingu lýkur klukkan 12 en áfram verður haldið klukkan 15. 15.00 Parlsar-Moskvu-Beijing-rall- íið Screensport. Sýnt frá ell- efta keppnisdegi þessarar miklu keppni. Aftur á dag- skrá klukkan 22 um kvöld- ið. 15.00 Tennis Sky Sports. Það þarf þolinmótt fólk til að horfa á allan þennan dagskrárlið. Bein útsending frá US-op- en og stendur yfir í litla átta tíma. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki og báðir und- anurslitaleikirnir I karla- flokki. SUNNUDAGUR 10.00 Snóker Screensport. Af- slappaðir snillingar sýna listirslnar, 13.00 Fótbolti Sky Sports. Bein út- sending frá leik Leeds og Aston Villa á Ellend Road í úrvalsdeildinni ensku. 14.00 Handbolti Eurosport. Úr- slitaleikurinn á mótinu I Vstad I Svíþjóð. 15.00 Golf Eurosport. Bein út- sending frá lokadegi móts- ins í Walton Heath. en Fyrsta konan sem verður ís- landsmeistari í akstursíþrótt er Kristín Birna Garðarsdóttir, ný- krýndur fslandsmeistari í rall- íkrossi. En er Kristín bara ekki íyrsta konan 1 víðri veröld sem verður landsmeistari í aksturs- íþrótt? „Ég veit það nú ekki en ég er að minnsta kosti fyrsta konan sem verður íslandsmeistari í akst- ursíþrótt. En ég veit ekki... ja, það er aldrei að vita nema það sé eng- in úti í hinum stóra heimi,“ segir Kristín Bima. Hún skaut körlunum ref fyrir rass í sumar í rallíkrossinu og keyrði fantavel. Hún segist ekki verða var við að karlarnir beri neina sérstaka virðingu fyrir sér í brautinni af því að hún er kona. „Ég verð ekki vör við það, ég vona að þeir geri það ekki,“ segir hún. Maður Kristínar Birnu er Guð- bergur Guðbergsson, sem sömu- leiðis er mikill ökuþór og bíla- íþróttaáhugamenn kannast vel við. Kristín Birna segir að Guð- bergur hafi ekki keppt vegna tímaskorts og þeim hafi þótt ófært að láta bflinn standa ónotaðan og hún hafi því skellt sér í slaginn. Keppti í fyrra, er íslandsmeistari í ár og ætlar að verja titilinn næsta sumar. Guðbergur á varla aftur- kvæmt í bflstjórasætið á Por- scheinum eftir þessa fr ammistöðu Kristínar Birnu. „Það er stefnan hjá okkur að eignast annan alveg Kristín Birna við Porscheinn. Það vantarfleiri konur í sportið segir hún. Nú um miðjan mánuðinn á að halda sérstaka kvennakeppni í rallíkrossi. Hún er hugsuð fyrir konur keppenda í fþróttinni og þeg ar hafa fimmtán konur látið skrá sig til þátttöku eins bíl og keppa saman, það væri voðalega garnan," segir Kristín Bima. En hvort þeirra hjóna er betri bílstjóri? „Við erum bæði helvíti góð held ég,“ svarar hún og hlær við. „Hann er kannski betri á sumum sviðum og ég á öðrum.“ Ekki slegist um að keyra þegar farið er í sunnudagsbíltúrinn? „Nei, nei, mér finnst voðalega gott að láta keyra mig,“ segir fslands- meistarinn í rallíkrossi, Kristín Bima. Fær Rúnar enga peninga frá KR? Það er opinbert leyndarmál að margir íslenskir knattspyrnu- menn fá peningagreiðslur frá fé- lögum sínum, að vísu misháar, en greiðslur til þeirra bestu eru talsverðar. Sá leikmaður sem tal- inn er fá mest fyrir sinn snúð er KR-ingurinn Rúnar Kristinsson. Hér í PRESSUNNI var fyrir nokkru grein um hæstlaunuðu leikmenn hvers félags, heimilda- menn blaðsins staðhæfðu þá að Rúnar fengi ekki minna en eina og hálfa milljón fyrir yfirstand- andi keppnistímabil — sennilega meira. f viðtali við fþróttablaðið síð- asta segist Rúnar hinsvegar ekki fá neinar umtalsverðar pen- ingaupphæðir frá KR. „Ég fæ ekkert meira en aðrir leikmenn liðsins. Við erum samnings- bundnir liðinu og fáum greitt í samræmi við ffammistöðu okkar en þar er ekki um háar upphæðir að ræða,“ segir Rúnar í viðtalinu. Það er vitað mál að íslenskir knattspyrnumenn fá greiðslur, það er vitað að sumir fá meira en aðrir og það er sömuleiðis vitað að upphæðirnar sem bestu leik- mennirnir þiggja eru umtalsverð- ar. En um þetta má ekki tala að Rúnar Kristinsson segist litla sem enga peninga fá frá KR. því er virðist. Knattspyrnumenn og forráðamenn liða koma ffarn í fjölmiðlum og segjast ekki kann- ast við neinar greiðslur — menn fái að vísu eitthvert smotterí í bætt vinnutap og fyrir titla en það sé lítið sem ekkert. Þeim sem til þekkja finnst hálfhjákátlegt að sjá yfirlýsingar þessa efnis því þær ganga þvert á það sem allir vita að er rétt. Hér skal ekki staðhæff að Rúnar segi vísvitandi rangt ffá í viðtalinu en KR er fjáðasti klúbbur landsins og mönnum finnst ótrúlegt að besti knatt- spyrnumaður landsins fái ekki talsvert fyrir sinn snúð. Litháar hrinda tískufar- aldri afstað Stórfýrirtæki eins og Reebok og Nike eyddu fúlgum fjár í auglýs- ingar á Ólympíuleikunum. Fræg- ustu íþróttastjörnurnar þáðu ómældar fjárhæðir fyrir að aug- lýsa tiltekin merki, og fyrirtækin vonast til að sala vara þeirra stór- aukist í kjölfarið. En hverjir fá þá mestan arð af fjárfestingu sinni í Ólympíuleikunum? Gæti verið að það væru ekki milljónafyrirtækin heldur körfúboltalið Litháa og hljómsveitin Gratefúl Dead? Körfúboltamennimir ffá Lithá- en klæddust litskrúðugum bolum með mynd af beinagrind að troða körfúbolta í körfu þegar þeir tóku við bronsverðlaunum sínum. Það var hin fornfræga hljómsveit Gratefúl Dead sem borgaði bolina og samskonar bolir renna nú út eins og heitar lummur; eru vin- sælasta varan sem sett var á mark- að í tengslum við Ólympíuleikana. Bolirnir eru gríðarlega effirsótt- ir í Ameríku og pantanir skipta þúsundum. Hver bolur kostar þijátíu dollara en einn þriðji þeirr- ar upphæðar rennur til ólympíu- nefndar Litháa, restin rennur til þess sem hannaði bolina og fyrir- tækisins sem framleiðir þá. Hljómsveitin fær ekki krónu fyrir sitt framlag, einungis ánægjuna af því að hafa látið gott af sér leiða. Við verðlaunaafhendinguna huldu margir leikmenn banda- ríska draumaliðsins vörumerkin á æfingagöllum sínum — banda- ríska ólympíunefúdin gerði samn- ing við Reebok um að allir amer- ískir verðlaunahafar tækju við verðlaunum sínum í búningum frá Reebok, en vegna samninga leikmanna draumaliðsins við önnur fyrirtæki varð það mála- miðlun að engin merki skyldu sjást — en leikmenn Litháen tóku stoltir við sínum verðlaunum íklæddir beinagrindarbolunum litskrúðugu. Tugþúsundir pantana hafa bor- ist og ekkert lát virðist vera á ásókninni. En hvað kom til að Grateful Dead hóf samstarf við Litháa? Litháinn Sarunas Marci- ulionis er atvinnumaður hjá Gold- en State Warriors og hann hitti meðlimi hljómsveitarinnar bak- sviðs eftir tónleika í Detroit. f framhaldi af þeim kynnum varð hugmyndin til. Bolirnir slógu heldur betur í gegn, eftirspurn verður varla annað, og mylja nú inn peninga til litháísku ólympíu- nefndarinnar. Beinagrindin prýddi ekki búningana sem Litháar klædd- ust í leikjunum, en á verðlauna- pallinum stóðu þeir stoltir f Grateful Dead bolunum. Larry Bird hættur Ein skærasta stjarnan í NBA-deildinni í körfubolta, Larry Bird hjá Boston Celtics, hefur neyðst til að hætta að spila körfubolta. Orsökin er þrálát bakmeiðsli og vegna þeirra þarf hinn 35 ára gamli Bird að hætta keppni eftir að hafa verið í eldlínunni í deild- inni frá árinu 1979 eða í þrett- ánár. Ferill Birds er glæsilegur en kannski verður hann aldrei metinn að verðleikum. Ástæð- an? Jú, Bird er hvítur. „Besti hvíti leikmaðurinn sem ffarn hefur komið“, „hin mikla von hvíta mannsins" sögðu áhang- endur og blaðamenn um Bird. Frasar sem þessir gera í raun lítið úr körfuboltamanninum Bird — þeir eru reyndar til sem halda því fram að Larry Bird hefði aldrei náð viðlíka hylli væri hann svartur, þá hefði hann bara verið einn af mörgum góðum svörtum leik- mönnum og aldrei orðið sú stjarna sem hann varð — því staðreyndin er sú að hann var einfaldlega frábær leikmaður. Og þá skiptir litarháttur hans engu máli. Á þrettán ára ferli skoraði Bird 24,3 stig að meðaltali í leik, tók 10 fráköst, átti 6,3 stoðsendingar og stal boltan- um 1,7 sinnum. Þeir eru ekki margir sem eiga slíkan feril að baki og án efa verður Larrys Bird minnst um ókomin ár sem eins af bestu körfuknatt- leiksmönnum sem komið hafa fram á sjónarsviðið. Er Pearce of brjálaður? Er Stuart Pearce rétti maður- inn til að taka við fyrirliðastöðu enska landsliðsins í knattspyrnu af Gary Linekerl Um það eru skiptar skoðanir en Pearce er tal- inn líklegur til að hljóta hnossið. Menn eru ekki vissir um að mað- ur sem hefúr gælunafúið Psycho, eða Brjálæðingurinn, sé vel til þess fallinn að gegna þessari mikil- vægu stöðu sem prúðmenni eins og Bobby Moore og Brian Rob- son hafa gegnt með ágætum. Pe- arce þykir að mörgu leyti sérstak- ur og víst er að hann býr sig ekki undir leiki á algengasta máta. Til að komast í rétta skapið fyrir leiki spilar Pearce gamlar plötur með hljómsveitinni Stranglers og stillir víst ekki lágt.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.