Pressan - 10.09.1992, Page 29

Pressan - 10.09.1992, Page 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R 29 Þjálfarar fyrstudeildarliðanna velja PRESSUUMfl P Skaga- menn eru búnir að klára Is- landsmótið — já, Lárus Sigurðs- meira að son markvörð- segja búnir ur, Þór. að'fá bikar- inn afhent- an þó að ein umferð sé eftir. Það er því tími til kominn að gera sumarið upp og finna út hverjir stóðu sig best. Við fengum þjálf- ara fyrstudeildarliðanna til að velja PRESSULIÐIÐ — leik- mennina sem allir þjálfararnir vildu hafa. Sú aðferð var viðhöfð að hver rjálfari nefndi fjóra leikmenn, Luka Kostic varnarmaður, (A. Hlynur Birgis- son varnarmað- ur, Þór. Óskar Hrafn Þorvaldsson, varnarmaður, KR Rúnar Kristins- son miðvallar- leikmaður, KR. Sveinbjörn Há- konarson mið- vallarleikmað- ur, Þór. Salic Porcha miðvallarleik- maður, Val. Bjarki Gunn- laugsson mið- vallarieikmað- ur, (A. Haraldur Ing- ólfsson miðvall- arleikmaður, (A Valið var bundið því að tilnefhdur væri markvörður, varnarleikmað- ur, miðvallarleikmaður og sókn- arleikmaður. Þeir máttu hins veg- ar ekki velja leikmenn úr eigin liði til að valið yrði sem hlutlausast. Þjálfararnir sem tóku þátt í þessu voru: Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, Sigurður Lárusson, Sex milljónir frá Knattspyrnusam- bandi Evrópu til ís- landsmeistaranna Þær eru ekki litlar fjárhæðim- ar — á íslenskan mælikvarða — sem liðin sem komast í Evrópu- keppni fá frá Knattspyrnusam- bandi Evrópu (UEFA). Greiðslur þessar haldast í hendur við sjón- varpsréttinn að leikjum liðanna og fara stighækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppnunum. Islandsmeistarar Akurnes- inga fá sex milljónir ffá UEFA og bikarmeistarar Vals fjórar millj- ónir. Annað sætið í deildinni gefur rétt til þátttöku í Evrópu- keppni félagsliða og það þýðir sömuleiðis fjórar milljónir. Það verða annaðhvort KR eða Þór sem það hnoss hreppa — Valur getur að vísu lent í öðm sæti og gerist það fer liðið í þriðja sæti í Evrópukeppni félagsliða þar sem Valsmenn eru bikarmeist- arar og fara í Evrópukeppni sem slíkir. Komist íslensku liðin í aðra umferð fá þau nærri tvö- falda upphæðina sem þau fengu í fyrri umferðinni. Skagamenn fá, eins og áður segir, sex millj- ónir sem meistarar, komist þeir í aðra umferð fá þeir yfir tíu millj- ónir og hafa þá fengið rúmlega sextán milljónir í aðra hönd fyrir árangurinn. Það er því að miklu að keppa. Vissulega kostar þátttaka í Evr- ópukeppnunum sitt, en án efa er um einhvern afgang að ræða sem kemur viðkomandi félagi mjög til góða. þjálfari Þórs, Ivan Sochor, þjálfari KR, Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Vals, Pétur Ormslev, þjálfari Fram, Njáll Eiðsson, þjálfari FH, Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, Hörður Hilmarsson, þjálfari Breiðabliks, Gunnar Gíslason, þjálfari KA, og Ómar Jóhannsson, þjálfari ÍBV. Lárus markvörður sumarsins Valið virtist einfalt — að minnsta kosti er niðurstaða þjálf- aranna furðu einföld. Vandasam- ast virtist valið þegar kom að markvörðunum. Fimm komust á blað en valið stóð fyrst og fremst um Lárus Sigurðsson hjá Þór og landsliðsmarkvörðinn Birki Krist- insson í Fram. Láms hafði betur, en aðrir sem fengu stig vom Krist- ján Finnbogason hjá fA, Bjarni Sigurðsson hjá Val og Ólafur Gott- skálksson hjá KR. Þeir sem gáfu Lárusi atkvæði sitt voru á einu máli um að þar færi mikið markmannsefni — ffamtíðarmarkvörður íslands. Kostic varnarmaður sumarsins I hópi varnarmanna komust aðeins tveir á blað. Luka Kostic fékk meirihluta atkvæða og voru þjálfaramir sammála um mikil- vægi hans fyrir íslandsmeistarana. „Ég tel að Kostic hafi verið þýð- ingarmesti maður liðsins í sumar. Menn skulu ekki halda að Skaga- menn hefðu orðið fslandsmeistar- ar ef þeir hefðu ekki notið eins reynslumikils leikmanns og hans. Þrátt fyrir öll efnin þurfa að vera leikmenn eins og hann í liðinu,“ sagði Hörður Hiímarsson, þjálfari Blika, en margir nefndu Kostic þegar þeir voru beðnir að nefna mann mótsins. Annar varnarmaður hefur svo sannarlega komið á óvart. Það er Hlynur Birgisson hjá Þór, en hann hefur ffam að þessu leikið í sókn. „Hlynur hefur reynst merkilega heilsteyptur varnarmaður og komið gífurlega á óvart í sumar,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. Óskar Hrafn Þorvaldsson komst einnig á blað, enda fljótasti vamarmaður deildarinnar. Rúnar besti miðjumaðurinn Það kemur lfklega fáum á óvart að Rúnar Kristinsson í KR skyldi fá flest atkvæði í kosningu um miðvallarleikmann sumarsins. Til Rúnars hafa verið gerðar miklar væntingar undanfarin ár og vom flestir þjálfaranna á því að hann hefði staðið undir þeim. En næstir vom þeir Sveinbjörn Hákonarson, Þór, og Bjarki Gunnlaugsson, ÍA. Flestir þjálfar- arnir nefndu Sveinbjörn til sög- unnar þótt þeir veldu hann ekki allir. Sveinbjöm nýtur augljóslega mikillar virðingar og sagði Logi Ólafsson til dæmis að hann kæmi til greina sem leikmaður sumars- ins ásamt Amari. Bjarki hefur hingað til verið þekktur sem sá tvíburanna sem skorar minna, en það segir ekki alla söguna: „Ég tel að tvíburarnir hafi klárað þetta fýrir Skagann í sumar, eins og þeir hafa verið að gera í yngri flokkunum til þessa. Þeir hafa yfir að ráða ótrúlegri tækni, hraðabreytingum og skot- getu — þetta eru yfirburðamenn. Þá horfi ég ekki síður til Bjarka, sem stundur fellur í skuggann af ArnarGunn- AnthonyKarl laugsson sókn- Gregorysókn- arleikmaður, (A. arleikmaður, Val. því hann skorar ekki eins mikið. Hann er hins vegar gífurlega mik- ilvægur, eins og sannaðist þegar hann meiddist í sumar. Þá datt botninn úr miðjuspilinu," sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs. Þá fékk Valsmaðurinn Salic Por- cha einnig atkvæði í þessa stöðu og sömuleiðis Haraldur Ingólfs- son, sem er án efa einn besti kant- maður deildarinnar. Arnar sóknarmaður sumarsins Það er víst óhætt að segja að Arnar Gunnlaugsson sé öruggur með markakóngstitilinn þetta ár- ið. Hann hefur skorað fjórtán mörk nú þegar ein umferð er effir og er fimm mörkum á undan næstu mönnum. Allir þjálfararnir luku einróma lofsorði á Arnar sem sóknarmann og hann var óumdeildur í kjöri um sóknar- mann sumarsins. „Hann er ótrú- lega skemmtilegur leikmaður og þeir bræður báðir. Það er ein- hvern veginn annar stíll yfir þeim,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari FH. Einnig fékk Anthony Karl Gregory atkvæði íþessa stöðu. Öruggtað annaðhvor Eyjamenn e KA-menn fall Fallbaráttan í fyrstu deild er nú í algleymingi. Fjögur lið — ÍBV, KA, Breiðablik og Víkingur — geta fallið. Eyjamenn eru með 13 stig og 22 mörk í mínus, KA- menn hafa sömuleiðis 13 stig en 14 mörk í mínus. Breiðablik er með 15 stig og 15 mörk í mínus, Víkingar hafa 16 stig og 10 mörk í mínus. Samkvæmt þessu eiga Víkingar mesta möguleika á að halda sér uppi. Á laugardaginn leika fBV og KA í Eyjum og Vík- ingur og Breiðablik á Víkingsvelli. En lítum nánar á möguleika lið- anna. Það er ljóst að annaðhvort IBV eða KA feUur. Það lið sem tapar á laugardaginn er fallið, geri liðin jafntefli falla þau bæði og enda með 14 stig. Bæði liðin verða því að sigra; jafntefli gefur ekki neitt. Ef leikurinn í Eyjum endar ekki með jafntefli og Breiðablik tapar þá falla Blikar ásamt liðinu sem tapar í Eyjum. Fá 15 stig og verða einir í næstneðsta sæti. Blikar geta líka fallið geri þeir jafntefli við Víkinga. Ef KA-menn vinna í Eyj- um og Blikar og Víkingar gera jafntefíi falla Blikar og Vestmann- eyingar. KA og Breiðablik verða þá bæði með 16 stig en marka- hlut fall KA- manna er betra. Vinni ÍBV hins vegar KA og Víkingur og Breiðablik gera jafntefli þá falla KA og ÍBV. IBV fær þá 16 stig eins og Blikar en hefur lakara markahlutfall, það er að segja nema Eyjamenn vinni með sjö mörkum, þá fara Blikar niður. Vinni Blikar Víkinga eru þeir sloppnir. Víkingar hafa 10 mörk í mínus, KA-menn 14 og Eyjamenn 22. Tapi Víkingar til dæmis fyrir Breiðabliki með 2 mörkum og KA-menn vinni Eyjamenn með 2 mörkum enda KA-menn og Vík- ingar með 16 stig og jafna marka- tölu. Víkingar halda sér þá uppi þar sem þeir hafa skorað fleiri mörk. KA þarf því að vinna ÍBV Um helgina l1.1'M<l.lil‘M.ra'Mil 3-0 ef Víkingar tapa 2-0. Tapi Víkingar 1-0 þurfa KA-menn að vinna 4-0. Eyjamenn hafa 12 mörkum meira í mínus en Vík- ingar og því varla raunhæft að Víkingar falli þótt ÍBV vinni KA og Víkingar tapi fyrir Blikum. Tapi Víkingar 1-0 þurfa Eyja- menn að vinna KA 11-0, tapi Vík- ingur 2-0 þurfa Eyjamenn að vinna 10-0 og svo framvegis. Möguleikarnir eru því margir. Víkingar eiga þó ljóslega mestan möguleika á að halda sæti sínu. 1.DEILD Valur - KR kl. 14. Bæði þessi lið hafa spilað vel í sumar. KR-lngar skila þó ekki titli f ár frekar en síðustu tuttugu og eitthvað árin. En þeir eiga möguleika á Evrópusæti leggi þeir Valsmenn að velli. (BV - KA kl. 14. Eyjamenn unnu fyrsta leik sinn á heimavelli f sumar er þeir lögðu Fram um daginn, í síðasta leik unnu þeir Breiðablik og geta enn bjargað sér frá falli. KA-menn eru Ifka f fall- hættu. Baráttuleikur. Víkingur - IBK kl. 14. Eitthvað hefur verið að hjá Víkingum i sumar og einhvern veginn hafa hlutirnir ekki verið ( lagi hjá Blikum. Annar botnslagur og bæði lið geta fallið. FH - Fram kl. 14. Frammararnir bókstaflega verða að vinna þen- nan leik. Ömurlegu sumri þurfa þeir að Ijúka með sigri. FH-ingar verða þó varla auðveld bráð. Þór - (A kl. 14. Nýkrýndir (slandsmeistarar mæta Þórsurum. Góð lið hvor tveggja. Þórsarar eiga möguleika á Evrópusæti. GOLF Viking Brugg-mótið Þetta þykir sumum ugglaust fallegt nafn. Golfklúbbur Akureyrar með golfmót, leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Ætli sé fullur bfl af bjór fyrir að fara holu í höggi? FRJÁLSAR íþróttir Haustskokk (R verður hlaupiö f dag. Fyrir hrausta skokkara og önnur ofurmenni. Frjálsiþróttamót landsbankans og Húsasmiðjunnar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir þessu móti f Kaplakrika. Vonandi verða sett eínhver met, það fara að verða sfðustu forvöð. Aðeins hafa verið sett þrjú met á árinu; í hástökki og tvö í spjótkasti. Það er slaemt segir forystufólkið í frjáls- um. BÍLASPORT Mótorkross. Vélhjólaiþrótta- klúbburinn (VÍK) tryllir og tætir. Síðasta mótið á tfmabilinu og gildir til (slandsmeistaratitils. Víking Brugg-mótið Seinni dagur mótsins á Akureyri.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.