Pressan - 10.09.1992, Page 35

Pressan - 10.09.1992, Page 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 35 Örn músarrefur og Sigurður refmús „Það er ekkert annað en skemmtileg staðreynd að þeir Öm Árnason og Árni Tryggvason eru feðgar og hafa báðir farið og fara með aðalhlutverk í Dýrunum í Hálsaskógi,“ sagði Sigrún Val- bergsdóttir, leikstjóri Dýranna í Hálsaskógi, um valið á Erni í ann- að aðalhlutverkanna. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir með hvort hlutverkið, hlutverk Mikka refs eða Lilla klifurmúsar, Örn fer. Sig- urður Sigurjónsson fer með hitt aðalhlutverkið á móti Erni. Sam- lestur á leikritinu hefst 21. sept- ember og verður þá gert kunnugt hver fer með hvaða hlutverk. Af útlitinu að dæma væri Örn líklegri í hlutverk refsins og Sigurður í hlutverk Lilla klifurmúsar. Þó hafa margir einnig velt því fyrir sér að Sigurður gæti eins verið góður í hlutverki hins illgjarna refs og Örn geti verið ansi músarlegur. Sem kunnugt er fór Bessi Bjarnason með hlutverk Mikka refs og Árni Tryggvason lék Lilla klifurmús undir leikstjórn Klem- enzar Jónssonar í uppfærslu Þjóðleikhússins fyrir einum þrjá- tíu árum. Mikki og Lilli hafa æ síð- an verið miklir heimilisvinir ís- lenskra barna. I nýju uppfærslunni verður Flosi Ólafsson í hlutverki Héra- stubbs bakara og bakaradrenginn, sem fer heldur betur rangt með piparkökusönginn en bjargar um leið bakarínu frá því að fara á hausinn, leikur Hjálmar Hjálm- arsson. í hlutverki bangsapabba og bangsamömmu verða Erlingur Gíslason og Guðrún Stephensen og í hlutverki ömmunnar sem bjargast á yfirnáttúrulegan hátt frá því að verða étin af broddgeltin- um er Herdís Þorvaldsdóttir. Að auki er Sigrún í leit að fjórum lág- vöxnum en knáum krökkum til að fara með hlutverk bangsa- drengsins og íkomabarnanna. „Þetta er afskaplega fallegt leik- rit. Torbjörn Egner er með alveg yndislegan boðskap í þessu verki, sem er að ef menn ætla að búa saman í sátt og samlyndi á þessari jörð verða þeir að koma sér upp ákveðnum lögum sem allir verða að lúta, líka þeir sem sjá sér hag í því að fara framhjá lögunum. Svo er sá boðskapur að maður verði að nýta vel það sem jörðin gefur af sér. Þetta verk stenst því alveg íyllilega tímans tönn.“ Mynd sem kóngurinn fékk ekki að sjá Þessa dagana stendur yfir í Perlunni sýning þar sem Montblanc-pennar eru pn'sað- ir í bak og fyrir, eins og þeir eiga vísast skilið þessir glæsi- legustu pennar sem um getur. Þarna stendur yfir farandsýn- ing þar sem þekktir ljósmynd- arar og listamenn sýna Mont- blanc-penna við ýmsar að- stæður og í ýmsu umhverfi. Pennarnir eru fínir og mynd- irnar líka, en þó var ákveðið að reyna ekki á fi'nar taugar Har- aldar Noregskonungs sem varð gengið framhjá sýningunni í Perlunni. Nokkrar myndir höfðu verið teknar niður þegar kóngur fór hjá — þær voru álitnar of djarfar, meðal ann- arraþessi... Vaxbornar úlpur rifnar út Það hefur lengi þótt töff að vera í vaxborinni úlpu en ekki næstum allir hafa getað leyft sér þann munað vegna þess hversu dýrar þær hafa verið. Nú hefur verslun- in Sautján dottið niður á vaxborn- ar úlpur sem allur almenningur getur höndlað fjárhagslega. I stað þess að töfra ffam um og yfir tíu þúsund krónur þarf nú einungis að reiða fram tæpar fimm þús- undir. Gæðamunurinn milli verð- flokka liggur helst í því að dýrari úlpurnar eru vaxbornar tvisvar en hinar aðeins einu sinni. Það segir manni hins vegar enginn að ódýr- ari flíkin geti ekki þjónað sama til- gangi sem hversdagslegur hh'fðar- klæðnaður en margir hafa komist að sömu niðurstöðu, því úlpurnar renna út eins og heitar lummur. Þegar PRESSAN hafði sam- band við verslunareigendur voru úlpurnar uppseldar en von var á sendingu sem hangir nú að öllum líkindum á slám verslananna. Það fylgir þó eigninni skylda sem gild- ir jafnt um alla verðflokka og ekki má vanrækja. Úlpurnar verður að vaxbera. Vaxbornar úlpur hafa lengi þótt töff en ekki hafa allir getað leyft sér að kaupa þær. Nú eru þær fáanlegar á mun lægra verði en áðurog renna út eins og heitar lummur. RAKOMIN HEIM TILAÐVERA Fyrir fjórum árum vakti athygli nýtt andlit í ís- lenska dansflokknum. Þetta var kraftmikill og hafði mjög persónulegan og skemmtilegan dansstíl. Þarna var Þóra Guð- johnsen komin en hún hélt utan til Þýska- lands eftir eins árs viðdvöl hjá dansflokknum. Þar ytra dansaði hún bæði við Borg- arleikhúsið í Darmstadt og í Köln, en það er sami dansflokkur og Katrln Hall hefur unnið með. „Nú er ég komin heim til að vera,“ segir Þóra. „Að vísu veit maður auðvitað aldrei en það er þetta sem ég hef hugsað mér.“ Þóra byrjaði í ballettinum þegar hún var tólf ára og var á þeim tíma búsett í Belgíu. Seinna, þegar heim kom, lærði hún bæði hjá Eddu Scheving og Báru Magnús- ’ íttur. „Ég tók dansinn strax alvar- lega og ætlaði ekki að stunda hann eingöngu sem áhugamál. Það ef til vill til af þvl að ég var í fimleikum áður og þoldi mjög illa keppni. Það var vilji fyrir því að ég yrði þjálfuð upp fyrir Ólympíuleika í þrjú ár en við fór ég öll í kerfi og hvíslaði að mömmu að ég vildi bara fara í ballett. Það var byijunin og ég sé ekki eftir því.“ Fyrir Þóru var það spennandi og gaman að skipta yfir í dansinn en hún telur aðalmuninn við dansinn hér heima og erlendis fel- ast í jafnari vinnu og fleiri sýningum. „Vinnan sjálf er ekkert ósvipuð en fer að vísu eftir því með hvernig flokki er starfað. Ef litið er yfir það sem flokkurinn hefur gert hér heima er augljóst að hann hefur gert mjög vel miðað við sambærilega flokka erlendis. Samkeppni er ekki harðari er- lendis en persónulega á ég í mestri samkeppni við sjálfa mig.“ íslenskir áhugamenn um mat leika nú á als oddi og svo sem eng- in furða því stóra stundin er rann- in upp — tími villibráðarinnar er hafinn. Skólasetningar og grá Esja eru ekki það eina sem einkennir haustið. Þá gengur hreindýra- og gæsaveiðitímabilið í garð og er þess jafnan Ibeðið með mikilli óþreyju. Ekki aðeins af veiði- mönnum neltlur einnig af unn- endum villibráðar, sem nú geta fengið glænýja hreindýra- og gæsasteik á ýmsum veitingastöð- um borgarinnar, matreidda af mikilli kúnst. Ýmis tilbrigði eru við matseld- ina á gæsakjöti en ákveðin hefð virðist vera fýrir matreiðslunni á hreindýrakjöti. Á Kaffi Óperu er boðið upp á framandlega heiða- gæs með kínverskum fjallasvepp- um fyrir 2.550 krónur og Aust- fjarða-hreindýr með sveppum í púrtvínsbættri gráðostasósu fyrir 2.950 krónur. A Hótel Holti eru gæsabringumar bornar ffam með rifsberja- og döðlusósu og kosta 2.775 krónur. Hreindýrasteikin á þeim bæ er einnig með gráðosta- sósu og seld á 3.190 krónur. Á Grillinu á Hótel Sögu er annars vegar boðið upp á hreindýrasteik í ijómasósu og hins vegar með púr- tvínssoði. Gæsabringan er borin ffam í villibráðarsósu og em allir réttirnir á 2.700 krónur. Á Hótel Óðinsvéum er gæsabringan pönnusteikt með rauðvínsberja- sósu á 2.300 krónur og heilsteikta gæsin maríneruð í kryddlegi, á 2.450 krónur. Þótt unnt sé að fá hreindýra- og gæsasteik á nokkrum veitinga- stöðum 1 Reykjavík allan ársins hring er kjötið að sjálfsögðu lang- best nýtt og því mest ásókn í villi- bráðina í kringum veiðitímabilið, frá september og fram í febrúar. Eiga sumir matsölustaðir sér fasta viðskiptavini sem sólgnir eru í hreindýra- og gæsakjöt og láta sig því aldrei vanta f villibráðarveisl- una. Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantísk stórmynd, ákaflega gamaldags en oft stór- skemmtileg. Nicole Kidman stelur senunni frá bónda sínum, Tom Cruise, sem á í erfiðleikum með írskan framburð. Það er ekki oft að Hollywood gerir svona myndir nú- orðið. Batman snýr aftur Batman Re- turns ★★★ Augnkonfekt og ágæt skemmtun, þrátt fyrir þunnan söguþráð. Samt erfitt að horfa á leikmynd í tvo tíma. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af dramatískum tilburðum. B I O H O L L I N Hvítir geta ekki troðið. White Men Can't Jump ★★★ Glúrin mynd og oft stórsniðug um hvítan mann og svertingja sem iðka körfubolta á götum Los Angeles. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Höndin sem vöggunni ruggar. The Hand that Rocks the Cradle ★ ★★ Ansi spennandi mynd um vitstola barnfóstru. Tveir á toppnum Lethal Weapon ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum, en meira af dram- atískum tilburðum. HASKOLABIO Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvikmynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur í íslenskri bíómynd en hjá Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur. Ár byssunnar Year of the Gun ★★ John Frankenheimer var eitt sinn með efnilegri leikstjórum, síð- an hefur hann gert myndir í með- allagi og þar fyrir neðan. Þessi er í meðallagi. Rapsódía í ágúst Rhapsody in Agustirkic Kurosawa- mynd með Richard Gere í aðalhlutverki. Hug- Ijúf og heillandi. Falinn fjársjóður Pay Dirt ★★ Dálítið dellukennt grín og því mið- ur dellukennd spenna einnig. Nokkrir góðir smásprettir leikar- anna ná ekki að halda myndinni á floti. Hún sekkur eins og steinn í lokin. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. LAUGARASBIO Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantisk stórmynd, ákaflega gamaldags en oft stór- skemmtileg. Nicole Kidman stelur senunni frá bóndanum, Tom Cru- ise, sem á í erfiðleikum með irskan framburð. Það er ekki oft að Holly- wood gerir svona myndir núorðið. Ameríkaninn American Me ★ ★ Einföld, gamaldags, þokkalega sterk, en minnir á köflum á fræðslumynd í sjónvarpi. Það er erfitt að vera Mexíkómaður. Hringferð til Palm Springs Ro- und Trip to Heaven H Allt að því óbærileg leiðindi. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem þörnin eru á aldrinum sjö til tólfára. ■imiiiMBii Varnarlaus Defenseless ★★★ Ágætur þriller, þótt áhorfandinn sé stundum á undan söguþræðinum. Sam Shepard er aðgerðalítill leikari að vanda. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Markaðsfræðingarnir fá báðar stjörnurnar. Annað við myndina er ómerkilegt. Kolstakkur ★★★★ Mögnuð mynd; hæg, seiðandi og falleg. Besta myndin í bænum. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allir verða að sjá. Biskup í vígahug H Á ekkert er- indi á opinberar sýningar. STJORNUBIO Ofursveitin Universal Soldier ★★ Mynd um karlmenni, fyrir stráka sem kannski pína kærusturnar með. Schwarzenegger gerir þetta allt miklu betur. Náttfarar Sleepwalkers ★★ Það er orðið langt síðan tekist hefur að búa til almennilega mynd eftir sögu Stephens King. Þessi tilraun er með því skárra af afurðum síð- ustu ára. Hún mun gleðja hörð- ustu unnendur hrollvekja. Óður til hafsins The Prince of Ti- des ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á floti. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bíómyndin. KBim Veggfóður ★ ★★ Fjörug og skemmtileg unglingamynd en ef til vill ekki stórkostlegt kvikmynda- verk. Batman snýr aftur Batman Re- turns ★★★ Augnkonfekt og ágæt skemmtun, þrátt fyrir þunnan sög'uþráð. Samt erfitt að horfa á leikmynd í tvo tíma.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.