Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU • Sinfóníuhljómsveitin tekur þátt í þingi ungra norrænna tónlistarmanna og tónskálda sem nú er haldið í Reykjavík. Á tónleikum þetta kvöld stjórnar hljómsveitinni Bernharður Wilkinson en á efnisskránni eru verk eftir norræn ungmenni, Guðrúnu Ingi- mundardóttur, Helge H. Sunde, Johan Jeverud, Martin Palsmar og Jouhani Nouroval. Þarna verður líka spilað verk eftir Gérard Grisey, sem er Frakki og heiðursgestur hátíðarinnar. Langholts- kirkja kl. 20. imnmiiMiii • UNM-tónleikar, í tilefni þings ungra norrænna tónlistarmanna. Nor- rœna húsið kl. 20.30. Leiklist Gildran gaf nýverið út plötu sem gengur undir því einfalda nafni „Út“. Tónlistin kemur á óvart, að minnsta kosti lagið „Chicas“, sem eins og naftiið gef- ur til kynna er í suðrænum stíl. Lagið hefur ærlega slegið í gegn og má leiða líkum að því að hljóm- sveitin hafi tekið upp nýja tónlist- arstefhu... eða er þetta bara sölu- brella? „Þetta er eina lagið á plöt- unni í þessum dúr og varð til í gríni á æfmgu,“ segir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. „Gildr- an hefur aldrei verið „hit-band“ en það er ákveðinn hópur sem kaupir tónlistina okkar og hann fer ekki ffá okkur. Margir halda að lögin okkar séu eingöngu þunga- rokk en því fer fjarri og við lítum einfaldlega á þetta sem rokk. En ef Meðlimir Gildrunnar segja tón- list sfna vera fyrir alla — Ifka húsmæður á besta aldri. út í það er farið má segja að ég sé á móti allri flokkun á tónlist yfirhöf- uð og við viljum allt eins að 65 ára gamlar húsmæður hlusti á okkur sem aðrir.“ Tónlistin á plötunni er ekki ósvipuð því sem Gildran hefur lát- ið ffá sér fara hingað til, en þessi er þó unnin á lengri tíma og má segja að hún sé á vissan hátt fág- aðri. Hljómsveitin ætíar síðan að spila vítt og breitt um landið til að fylgja útgáfunni eftir og meðlimir hennar hlakka mikið til að hita upp fyrir Jethro Tull seinnipartinn í mánuðinum. „Við erum búnir að bíða eftir þessu og hlökkum mikið til.“ Tilhlökkunin fær vænt- anlega sína fyrstu útrás á útgáfu- tónleikunum á Púlsinum í kvöld. • Norrænn skúlptúrhópur heldur sýningu í Nýlistasafninu. Þetta eru upprunalega nemendur frá ríkislista- skólanum í Ósló sem hafa starfað saman síðan 1988 og sýnt víða á Norðurlöndunum. Hópurinn, sem samanstendur af sjö listamönnum, fimm konum og tveimur körlum, sýndi I vor (Kaupmannahöfn, en nú er röðin semsagt komin að Reykjavík. Opiðkl. 14-18. 0 Ludwig Eikas er norskur listamað- ur sem hefur gert röð grafíkmynda þar sem hann túlkar verk meistara Henriks Ibsen. Myndir þessar hanga uppi í anddyri Norræna húss. Opið kl. 9-19. 0 Magnea Reynaldsdóttir sýnir Ijóð í Gallerí II á Skólavörðustíg. Hún hefur ekki áður birt Ijóð opinberlega, en hefur fengist við Ijóðagerð frá unga aldri. Opiðkl. 14-18. 0 Samsýning á Kjarvalsstöðum. Þarna leggja í púkk ungir listamenn (sem reyndar eru smátt og smátt að færast á miðjan aldur); Kristján Stein- grímur, íris Friðriksdóttir, Ragnar Stef- ánsson og Ólafur Glslason. Síðasta helgi. Til sýnis í húsinu eru líka teikn- ingar eftir Alfreð Flóka og afstrakt höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Opiðkl. 10-18. 0 Hafsteinn Austmann er einn mestur afstraktmaður í Islenskri myndlist og langt (frá nýgræðingur. Á sýningu í listsalnum Nýhöfn í Hafnar- stræti sýnir Hafstelnn málverk og vatnslitamyndir sem hann hefur gert slðustu þrjú árin. Opið kl. 14-18. 0 Kristín G. Gunnlaugsdóttir, listakona norðlenskrar ættar, sýnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju qrafík- myndir, teikningar og málverk frá og með laugardegi. Sumt með trúarlegu ívafi. Opið kl. 14-18. 0 Ólöf Sigurðardóttir opnar á fimmtudag málverkasýningu í Gallerí Úmbru sem er í gömlu húsi á Bern- höftstorfunni. Opið kl. 12-18. 0 Donald Judd, einn frægasti lista- maður sem nú er á dögum, sýnir nokkur verk eftir sig í sýningarsalnum Annarri hæð, sem er á Laugavegi 37. Opið miðvikttdaga kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. 0 fslensk málverk hanga uppi í Listasafni (slands, úr eigu safnsins. Á kannski betur við þennan túristamán- uð en jórdönsku kjólarnir. (sölunum á neðri hæð gamla íshússins eru verk eftir frumherja Islenskrar málaralistar, á efri hæðinni eru nýrri verk, auk nokk- urra verka frá útlöndum. Opið kl. 12-18. 0 Blöðum flett er sýning á breskum bókverkum svokölluðum sem stendur yfir I Listasafni fslands. Þarna eru verk eftir 32 listamenn — þetta eru verk þar sem er lagt út af bókarforminu. Opiðkl. 12-18. 0 Æskuteikningar Sigurjóns. Elstu myndirnar á sýningunni I Safni Sigur- jóns Ólafssonar eru frá æskuárum hans á Eyrarbakka, en flestar frá árun- um 1924 til 1927 þegar hann stund- aði nám I Iðnskólanum. Skemmtileg sýning og svo er alltaf gaman að koma I safnið á fallega staðnum I Laugarnesinu, út viö Sundin blá. Opið kl. 14-17. SÝNINGAR • Það var svo geggjað. lÁrbæjarsafn er löngu hætt lað snúast bara um moldar- Ikofa og gömul hús, heldur "llka um fólk, sumt I ekki allt- of fjarlægri fortið. Til dæmis hippasýn- ingin sem ber með sér andblæ áranna 1968 til 1972, þegar herbergi ung- linga önguðu af reykelsi, allir gengu I útviðum buxum og karlmenn voru hæstánægðir með að skvetta á sig Old Spice- rakspíra. Opiðkl. 10-18. 0 Húsavernd á fstandi. Aðalstræti er sorglegt dæmi um þegar menn vilja hvort tveggjá halda og sleppa, vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar eru á hinn bóginn fagurt dæmi um skynsamlega húsavernd. ( Bogasal Þjóðminjasafns stenduryfir sýning þar sem er rakin saga húsaverndar á (s- landi. Opiðkl. 11-16. ÞIÓNU5TU5ÍMI KYNLÍF5IN5 Minnisvarði um Charcot BRAND- ARADAO- BÓKIN BÓK MÁN- AÐARINS Bók mánaðarins er tvímælalaust Svarta bókin sem gefin Hefiu- verið út í nærri 45 þúsund eintökum, og fæst ókeypis. Áætiað er að gefa hana út í 50 þús- und eintökum og fer hver að verða síðastur að eignast bókina þvl síðustu 5 þúsund ókeypis eintökunum verður dreift í bókaverslanir Ey- mundsson næstu daga. Þetta er því tvímælalaust ein vinsæl- asta bók septembermánaðar. Fyrsta nóvember íær svo bókin verð því þá mun hún hækka úr 0 krónum í 880 krónur, eða um 880%. Ætli Jóhannes viti af þessu? En hvað er svona merkilegt við þessa bók? Svosem ekki margt því þetta er einföld dag- bók sem hefur þó óvenju- marga laugardaga; allt að því þrír laugardagar eru í viku hverri. Hún er einnig uppfull af aulabröndurum um ljóskur, Hafnfirðinga og fleira fólk. Það nýtilegasta við hana er senni- lega það að hún er nothæf undir minnispunkta. Aðstandendur bókarinnar eru félagarnir Tveir með öllu, Bylgjumennirnir Gulli Helga og Jón Axel. Klassíkin 99-25-25, du, du, du, du, du, du. 0 — alltaf á tali, jæja, ég reyni aftur 99-25-25. Ansað: „Komiði sæl og velkomin 1 kynfræðslu- símann. Ég heiti Jóna Ingibjörg. í kynífæðslusímanum leitast ég við að svara spurningum um kynlíf og skyld efni sem ég veit að vakna hjá fólki á ýmsum aldri.“ Karl- mannsrödd: „Farðu eftir leiðbein- ingunum sem koma hér á eftir til þess að nálgast það svið sem þú vilt ffæðast um, en verð þjónust- unnar er 66,50 mínútan. Þú ýtir á einn fyrir umfjöllun um getnaðarvarnir, tvo fyrir umfjöllun um samkyn- hneigð, þrjá fyrir kyn- sjúkdóma, fjóra fyrir umfjöllum um jákvæðar hliðar kynlífs, fimm fyr- ir unglinga og kynlíf og sex fyrir kynlífsvandamál. Veldu núna! Ýtt á takka númer 6. Karl- mannsrödd aftur: „Ýttu á einn fyrir almenna umfjöllun um kyn- lífsvandamál, tvo fyrir bráðasáð- lát...“ Ýtt á takka númer 4. Karl- mannsrödd: „Ýtið á takka númer eitt fyrir almenna umfjöllum um jákvæðar hliðar kynlífsins, tvö fyr- ir nauðsyn snertingar, þrjú fyrir hættuminna kynlíf, fjögur fyrir hjálpartæki ástalífsins, fimm fyrir einkenni góðra ástarsambanda." Ýtt á takka númer fimm. Jóna Ingibjörg: „Hvað er merki um gott ástarsamband? Við erum öll með á hreinu hvað ber vott um gott ástarsamband, hjónaband eða sambúð. En fæst okkar spá í hver eru einkenni á góðum samböndum þar sem kost- irnir yfirgnæfa gallana. Ef laust mætti tína til sem skipta málí ei beggja, gott kynlíf, uppbyggfleg rifrildi, hreinskUin tjáskipti...“ Hann unni íslandi og þar mun minningin um hann og skip hans lifa. ___ l Kæra Jelena. Þena vin- , , sæla stykki byrjar aftur að 1 jrúlla eftir sumarfrí. Færri ________Ikomust en vildu slðasta vetur, nú er hægt að bæta úr því. Sér- deilis ágæt sýning; gott stykki, ung- lingalandsliðið leikur vel og leikstjór- inn veit hvað hann er að gera. Þjóð- leikhúsið, litla svið, kl. 20.30. 0 Kæra Jelena. Mesta sigurstykki síðasta leikárs. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. Ókaypis ac Á hinu háa Alþingi eru þeir aö rífast um EES. Þingpallar eru náttúrlega orðlagðir fyrir hvað þeir laða að sér skrítna pappíra, nef- tóbakskarla, aldraða framsóknar- menn sem hafa aldrei fest yndi á mölinni og kannski fólk sem eng- inn vill fá í heimsókn. Stundum fyllast þeir líka af þungbúnum op- inberum starfsmönnum, kennur- um eða fóstrum sem telja sig berj- ast í heilögum rétti. En þarna er þó alltént húsaskjól og ákveðin lágmarksskemmtun, sem getur komið sér vel fyrir þann blanka þegar ekki er hægt að slá lengur fyrir kaffibolla. Málþing EM Hafið og ísiand. Vís- Öindafélag íslands efnir til ||ráðstefnu þar sem verður ÍÉreynt að komast til botns í þessu mikilvæga máli, hafinu og ís- landi. Norrœna húsið frá kl. 9. • Bókmenntahátíð verður sett þennan dag og stendur til 19. sept- ember. Flestir gestanna eru norrænir, þeirra á meðal Anne Cath. Vestly, Klaus Rifbjerg og Torgny Lindgren, en það koma líka alþjóðlegir höfundar: Hans Magnus Enzensberger frá Þýska- landi, Christoph Ransmayr frá Austur- ríki, Pascal Quignard frá Frakklandi og kannski Martin Amis frá Englandi. Norrœna húsið kl. 17. Myndlist • Hringur Jóhannes- PPBjE son málar skýrar og litrík- rC.- ár myndir, einhvers staðar á mörkum popplistar og naturalisma. Hann er hagari á línur en flestir íslenskir málarar og það er tals- verður viðburður þegar hann opnar sýningu I Norræna húsinu á laugar- dag .Opiðkl. 14-19. 0 Listhús í Laugardal verður opnað á laugardaginn. Þetta er nánast einka- framtak Tryggva Árnasonar lista- manns, en I húsinu eru vinnustofur fyrir listamenn, myndmenntaskóli, kaffi- og veitingastofa og sitthvað fleira. Fyrstir til að sýna I húsinu eru þeir Jón Reykdal, sem sýnir málverk, og Leífur Breiðfjörð glerlistamaður. 0 Káre Tveter er norskur listamaður, I talsverðu uppáhaldi hjá drottningu Noregs, og málar norrænar vetrar- stemmingar, úr kulda og einsemd á Svalbarða. Myndir eftir Tveter voru meðal annars valdar sem framlag Nor- egs á heimssýninguna I Sevilla, en hanga líka uppi I Hafnarborg I Hafnar- firði. Opiðkl. 12-18. 0 Sigríður Asgeirsdóttir glerlistak- ona er með sýningu I Listmunahúsinu sem er I gamla Hafnarhúsinu. Flott- asta gallerí í bænum. Opið kl. 14-18. dauði, enda frægur maður í heimalandi sínu. Hann hafði kannað Suðurheimskautið og líka Norður-ís- hafið og naut ekki ósvipaðrar virðingar í heimaland- inu og Shackleton á Bretlandi og Amundsen í Noregi. Ekki spillti fyrir að hann var af góðum ættum, faðir hans var ffægur læknir og einn helstur ffumkvöðull nútímageðlækninga, en fyrri kona Charcots var dóttir rithöfundarins Victors Hugo. Frakkar hafa ekki gleymt Charcot og heldur ekki íslendingar. f áratugi hefur staðið við suðurenda jarðfræðideildarhúss Háskóla fslands látíaus minnis- varði um Charcot, steinn og koparskjöldur, merkt Ríkharði Jónssyni 1957. Á steininum stendur: Dr. Jean Baptiste Charcot, fæddur í París 15.7.1867, fórst með skipi sínu Pourquoi Pas? á Þormóðsskeri 16.9. 1936. Hann unni fslandi og þar mun minningin um hann og skip hans lifa. Því má svo bæta við að nokkrir skipverja Charcots eru grafnir í Fossvogskirkjugarði. Það eru líkin sem rak seint á land og voru því ekki flutt til Frakklands. ?• Caput-hópurinn, það ieru hljóðfæraleikarar I yngri Ikantinum, tekur þátt I þingi ________lungra norrænna tónlistar- marírra og leikur verk eftir Atla Ingólfs- son, Niels Martinsen, Tuomas Kante- linen, Thomas Griberg, Jesper Koch og Jon Oivind Ness. Langholtskirkja kl. 20.30. Nafn doktors Jean Charcots hefur rifjast upp fyrir íslending- um við frumsýningu Svo á jörðu sem á himni, kvik- myndar Krist- ínar Jóhann- esdóttur. Charcot er þar ein að- alpersón- an, land- könnuð- urinn sem fórst ásamt skipshöfn sinni á Mýr- um í septem- ber 1936. Charcot var Frökkum harm- Meistarinn á leið til Bretlands Á næstunni verður lagt í leikferð til Bretlands með verð- launaverkið „Ég er meistarinn" eftir leikskáldið unga Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttir, þó með öðrum leikur- um en þeim sem fóru með rulluna i Borgarleikhúsinu. Þeir sem taka við hlutverkunum eru Baltasar Kormákur er tek- ur við aflngvari Sigurðssyni, Edda Heiðrún Backman leik- ur hlutverk Elvu Óskar Ólafsdóttur og Gunnar Eyjólfsson tekur við hlutverki Þorsteins Gunnarssonar. Leikstjóri verður áfram Hallmar Sigurðsson. Undirleikari er Pétur Jónasson. Work & Turn i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.