Pressan - 10.09.1992, Side 39

Pressan - 10.09.1992, Side 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 39 Framhald afblaðsíðu 37. Annað verkið sem heitir „ígildi“ er blár vinnugalli með sjö litlum hvítmáluðum trébútum sem passa vel í vasa. Samlíking- in við gjaldmiðil kemur óneitanlega upp í hugann, að Ólafur hugsi sér þessa kassa sem gjaldmiðil fyrir einhver ótiltekin list- ræn verðmæti. Þetta er sannarlega óvenjuleg hugmynd, því oftast lítum við svo á að listaverk standi íyrir listræn verð- mæti sem við skynjum í verkinu sjálfu. En listaverk geta verið ígildi verðmæta sem ekki er beinlínis hægt að skynja í verkinu, t.d. geta þau haft sögulega eða félagslega þýðingu o.s.frv. Það eru þessir ytri þættir sem Olafur einbeitir sér að, og þess vegna losar hann sig við alia innri byggingu og samsetningu verksins, til að beina athygl- inni að öðrum þáttum sem hafa áhrif á verðmætasköpun í myndlist. Það eru spennandi hugmyndir þarna á ferðinni og það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Ólafur vinnur úr þeim. Hins vegar verður þessi sýning hugmyndum hans varla mikið til ffamdráttar, uppsetn- ingin er of „passíf'. Það er í sjálfu sér ekk- ert athugavert við það að flest ef ekki öll verkin hafa verið sýnd áður, en í þessu til- felli verður útkoman sú að verkin virka eins og ígildi sjálffa sín, þ.e. þau standa fyrir verk og hugmyndir Olafs Gíslasonar. 011 verkin sem voru á sýningunni í Gaílerí einn einn eru þarna til staðar, m.a. lista- verk fyrir kaffivél, sem stóð úti á gólfi í galleríinu undir kaffivél með rjúkandi kaffi fyrir gesti, en stendur hér án kaffivél- ar! Sama er að segja um verk sem var gert fyrir farangursgeymsluna í tilteknum Su- baru hér í bæ, en er nú án Subaru. Þær torræðu hugmyndir sem hann er að fást við krefjast yfirvegaðri framsetningar en hér er til að dreifa. Ragnar Ingólfsson byggir verk sín líka á kassalaga einingum, sem eru þó marg- brotnari að aliri gerð. Allir eru þeir jafn- stórir, gerðir úr blikkumgjörð, ílangir, með litaðri glerrönd, þar sem á hafa verið prentaðar ýmist setningar á ensku eða samhverf munstur og tákn. Einingarnar eru hluti af „byggingarkerfi fyrir mynd- list“. Hægt er að raða einingunum upp að vild, allt eftir kringumstæðum hverju sinni. Tvö dæmi um slíka uppröðun eru á sýningunni. Þetta hljómar ágætlega. En svo spyr maður sjálfan sig: Byggingarkerfi til að byggja hvað? Hvaða möguleika býð- ur byggingarkerfið upp á? Maður gæti haldið að áletranimar væru lykillinn að óvæntum möguleikum, en það er erfitt að sjá það, enda eru setningarnar ósamstæð- ar og út í hött, eins og t.d. „God is a dog“, og „This is not a statement“. Áletranimar virðast satt að segja vera frekar léttvæg viðbót við byggingarkerfið. Ég gæti jafn- vel ímyndað mér að einingamar nytu sín best einar sér, eða fáeinar saman. Kristján Steingrímur notar líka málm, en verldn hans em þó myndrænust. Þau em gerð úr fjórum þáttum; málmplötu, munstri sem er sandblásið í plötuna, mál- uðum gmnni og áprentuðum hlutamynd- um. Hann stillir saman, á skemmtilegan hátt, efnisföstum eiginleikum og óefnis- kenndum. Hann dregur fram málminn, bókstaflega með því að beygla hann fram og sandblása inn í hann munstur. Hluta- myndirnar eru eins og óljósar minningar sem fljóta ofan á yfirborðinu. Ólíkir hlutar myndarinnar eru annaðhvort á leiðinni inn í eða út úr myndinni. En verkin njóta sín varla nógu vel í svo stómm og opnum sal, lokaðra umhverfi mundi henta þeim betur. Verk frisar Friðriksdóttur hafa sér- stöðu á sýningunni að því leyti að þau búa yfir útgeislun og hlýju. I einu verki er raf- magnshella og í öðm tvö hitaelement sem senda varmageisla sína í átt að áhorfend- um. Það er allsérkennilegt að verða fyrir jafnlíkamlegum áhrifum af myndlistar- verki, sérstaklega þar sem þau eru af ósýnilegum völdum. Á gólfinu er verk sem bjargar samt hinum frá því að detta niður á það plan að vera lítið annað en sniðug hugdetta, en það samanstendur af stórum og massífum steinsteypuhellum og inni í þeim miðjum eru litlar, ofnar blómamyndir. Af þessum verkum að dæma er fris að spenna til hins ýtrasta andstæðurnar milli hins kalda og óhagg- anlega og hins heita og óstöðuga, í bók- staflegri merkingu í fyrrnefndu verkun- um en í táknrænni merkingu í því síðast- nefnda. Það verður gaman að sjá hvernig hún vinnur frekar úr hugmyndinni. Þegar vel tekst til með samsýningar þá styðja ólík verk við bakið hvert á öðru og góð stemmning myndast, en yfirbragðið á þessari sýningu er frekar þungt og dæmið gengur ekki nógu vel upp. Gunnar J. Ámason HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍKSÍMI13340 FRI4R HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensósvegl11 — þjónar þór allan sólarhringlnn Hljómsveit Rúnars Þórs leikur fyrir dansi. Mætum hress á góöan dansleik skemmta föstudag og laugardag OPHD 23.00-03.00 Snyrtilegur klæbnaöur, 20 ár NILLABAR Hreystimanna- félagiö skemmtir um helgina. Meiriháttar gaman. Frábær stemmning OPIÐ 18.00-03.00 Snyrtilegur klæbna&ur, 20 ár STRANPGÖTU 30 j SÍMI650123 Opið föstudags- og laugardagskvöld ki. 11-03 H A M tónleikar fimmtudagskvöld SILFURTÓNAR útgáfutónleikar föstudagskvöld BOGOMIL FONT laugardagskvöld Kuran Swing sunnudagskvöld Aðaíríttir Skötuscísteiffmeðfersku grœnmeti í estragon rjómasósu. 990.- Cjfjáð„tfiai“ fjúfíingabtinga meðeggjanúðfum og fivítfaufssásu ‘Kr. 1.590.- Cjriffaður famftafiryggur borinn jram meðrósin piparsoði' og sefjurótar- œtiþistfamaufi. %r. 1.490,- Iris Guðmundsdóttir syngur fyrir matargesti ásamt djasstríói Einars Braga laugardagskvöld Opið föstudags- og laugardagskvöld sími 689686 Cjríffuð nautafinjggsneið með sbaffottulauíj sveppum, ferstjum baunutn og madeirasósu. %r. 1.890.- "

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.