Pressan - 01.10.1992, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
Yfirburða-
KIRKJUORGEL
„Enn er kallað á peninga úr
vösum almennings til að hœgt
sé að kaupa orgel. Hugur
manna stefnir hátt. Ekkert
minna en yfirburðahljóðfœri
dugir.
En hverjum er þetta til dýrð-
ar? ég spyr. Varla drottni alls-
herjar. Honum er áreiðanlega
nokk sama hvort orgelin í kirkj-
um landsins eru risastór eða lít-
il, svo fremi sem athafnir þœr
sem haldnar eru þar innan dyra
farafram í einlœgni oggóðum
guðsótta
Sigríður Pálsdóttir
Jón Stefánsson, organisti i
Langholtskirkju: „Það mega
allir hafa sínar skoðanir á því
hvort það sé við hæfi að kaupa
kirkjuorgel í Langholtskirkju eða
ekki. Og það er ekkert óeðlilegt
við það að fólk sé ekki sammála
um það. Staðreynd málsins er sú
að þetta orgel sem Langhoits-
kirkja er að kaupa er minna en í
meðallagi stórt, eða 30 radda
orgel. Það eru mörg miklu stærri
kirkjuorgel til á landinu.
Langholtskirkja er mikið not-
uð undir tónleika og í raun með
mesta tónleikaaðsókn á eftir Há-
skólabíói. Þetta er eina kirkjan
sem getur tekið inn alla Sinfón-
íuhljómsveitina og því er fjár-
mögnun á orgelinu að okkar
dómi meira en einkamál safnað-
arins.“
Bókaminnið
BRESTUR
„ Víkverja þykir vœnt utn að-
alútibú Borgarbókasafnsins í
Þingholtunum og þótti áncegju-
legt að komast að því að safnið
hefði verið tölvuvœtt á dögun-
um. Að hans matifylgir þó sá
galli þessu framfaraspori að nú
fœr lánþegi aðeins einn lausan
miða með dagsetningu skila-
dags á bókunum og því er alltaf
hcett við því að miðinn týnist
eða minnið bresti. Er þess vegna
viðbúið að núfjölgi rukkunar-
miðunum, þar sem lestrarhest-
ar eru sakaðir um að liggja á
bókunum eins og ormar á
gulli.a
Víkverji Morgunblaðsins.
Þórdís Þorvaldsdóttir
borgarbókavörður: „Það er
eins og með allt; það eru ekki
alltaf allir ánægðir með allar
breytingar. Áður en tölvuvæð-
ingin kom til voru þykk spjöld í
vösum aftan í bókinni en nú fær
fólk lausan miða með dagsetn-
ingu skiladags bókarinnar. Ef
fólk vill ekki gleyma sér getur
það einfaldlega sett þessa lausu
miða í þessa sömu vasa og voru
fyrir aftast í bókinni. Þeir sem
glötuðu gömlu spjöldunum voru
rukkaðir fyrir það en það er ekki
gert ef þessi miði glatast. Svo
getur fólk einfaldlega hringt eða
komið á safnið til að sjá hvaða
bækur það er með í láni og hve-
nær það fékk þær að iáni..“
BlT YFIR
BARNAEFNI
„Ég varðyfir mig bit þegar ég
sá pistil Hinriks Bjarnasonar í
DV um talsetningu á efnifyrir
börn. Sjálf á ég tvö börn sem
fylgjast grannt með barnaefn-
inu í Ríkissjónvarpinu. Meðal
þess sem þau horfa á er Grall-
araspóarnir. Það er nú búið að
sýna 17 þœtti af 30. Ég hef ekki
orðið vör við að þeir hafi verið
talsettir þótt þeir hafi verið
þýddir en það er allt önnur
saga.
Samt sem áður fullyrðir Hin-
rik Bjartiason að íslenskt tal
hafi „verið sett við allt erlent
efni fyrir yngstu börnin allan
þann aldarfiórðung sem sjón-
varpið“ hafi starfað. Ég held að
hann hljóti að rugla þarna sam-
an talsetningu ogþýðingu texta,
sem auðvitað er tvennt ólíkt. “
Hinrik Bjarnason, inn-
kaupastjóri Sjónvarpsins:
„Sú fullyrðing mín að efni fyrir
yngstu kynslóðina, þ.e. forskóla-
bömin, sé talsett stendur óhögg-
uð. En hvað varðar þætti eins og
Grallaraspóana, Tomma og
Jenna, Villa spætu og svo ffam-
vegis lítum við á allt það efni
sem fjölskylduþætti, enda hefur
það sýnt sig að það er fólk á öll-
um aldri sem horfir á þessa
þætti. Einnig reynist oft erfitt að
Kristján
Ragnarsson
formaður LÍÚ
B E S T
Það sem er best við Krist-
ján er hreinskilni hans;
maður getur alltaf treyst
þvi að hann komi fram-
an að manni, hversu
leiðinlegt sem það getur
svosem verið. Hann
mjög duglegur málsvari
atvinnugreinar sinnar og
fer vel ofan í öll mál sem
að honum eru rétt.
Stærsti kostur hans er þó
sennilega sá að hann
hefur ekki þanið út app-
aratið LÍÚ i þau 20 ár
sem hann hefur starfað
þar.
V E R S T
Kristján er harðdrægasti
sérhagsmunasinninn á
landinu. Hans stærsti
galli er sá að hann er ein-
ráður.
talsetja ameríska þætti þar sem
annars vegar þyrfti að setja inn
tal og blanda svo saman við
hljóðeffekta sem oft eru í þess-
um teiknimyndum.
Á hinn bóginn eru hugmynd-
ir uppi um að setja inn sögu-
menn í bæði leiknar myndir og
teiknimyndir fyrir börn og hafa
jafnframt það upprunalega tal
sem fyrir er í myndinni. Sögu-
maður myndi þá í meginatrið-
um segja frá því sem fer persón-
um myndanna á milli, líkt og
góður faðir eða móðir myndi
gera.“
Engar konur,
TAKK
Nýlega kom í Ijós að konurfá
ekki aðgang að Flugbjörgunar-
sveitinni. „Við teljum okkur
ekki vera aðgera lítið úrkonum
með því að hafa þetta fyrir-
komulag."
Jón Gunnarsson, formaður Flugbjörg-
unarsveitarinnar.
Stefanía Traustadóttir hjá
Jafnréttisráði: „Okkur hafa
borist tvær athugasemdir fá
konum sem vildu inn í Flug-
björgunarsveitina en fengu ekki
aðgang á grundvelli kynferðis
síns. Við hjá Jafnréttisráði höf-
um óskað eftir skýringum hjá
sveitinni en okkur hafa engar
borist enn. Við bíðum því frek-
ari skýringa. Við vitum ekki enn
hvort um brot á jafnréttislögum
er að ræða, en þar kveður skýrt á
um að öll mismunun á grund-
velli kynferðis sé óheimil. Eina
sem leyff er í lögunum er tíma-
bundin mismunun til að rétta
hlut kvenna.“
F Y R S T
F R E M S T
KJARTAN ÖRN KJARTANSSON
PRESSAN/JIM SMART
er leyfishafi McDonald’s á Islandi en fyrirtækið fær ekki óskalóð sína í nýja miðbæn-
um. Kjartan er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að fá góða lóð undir veitinga-
staðinn sem hann vill helst opna næsta vor.
■
Bíðum eftir nýrri lóð
Hvaða gerið þið nú?
„Ég hef í sjálfu sér ekkert til að
sækja um nú. Okkur hefur ekki
verið gefinn kostur á neinum öðr-
um lóðum en því er ekki að leyna
að þessi lóð við Listabraut var
okkar fyrsti kostur. Ég vona bara
að ráðamenn í borginni sjái sér
fært að leysa vanda okkar, en okk-
ur hefur verið tekið vel hjá flest-
um.“
Hvencer höjðuð þið hugsað
ykkuraðopna?
„Það var ætlunin að opna
næsta vor og til að það megi verða
verðum við að fá svar sem fyrst.
Það er heppilegt að opna á vorin
en þá er til dæmis ferðamanna-
straumurinn í hámarki. Það er
óskað eftir lóð fyrir svokallað
„drive thru“ og til þess var þessi
lóð mjög heppileg. Það er reynsla
þeirra erlendis að það er mestur
vöxtur í slíkum afgreiðslum.“
Til að opna ncesta vor yrðuð
þið að hafa hraðar hendur?
„Já, en við erum líka tilbúnir að
fara af stað um leið og við fáum
lóð. Við vitum nákvæmlega
hvernig húsið og umhverfið eiga
að líta út og Ingimundur Sveins-
son arkitekt hefur fallist á að að-
stoða okkur við hönnun hússins.“
En íslenska nautakjötið — er
það ekkert vandamál?
„Við vorum búnir að fá grænt
ljós á það. Það eru ákveðin slátur-
hús sem verða samþykkt og þar
verður kjötið skorið og valið á sér-
stakan hátt. Út úr því eiga að
koma ekta gæðanautahamborgar-
ar. Kjúklingaiðnaðurinn á íslandi
er kominn skemmra á veg en
æskilegt væri, enda orðið fyrir
skakkaföllum í gegnum tíðina.
Við höfum þó fundið samstarfs-
aðila. Ég tel að koma McDonald’s
hingað verði án efa til þess að hafa
góð áhrif á landbúnaðinn og einn-
ig matvælaiðnaðinn hér. Alis stað-
ar þar sem ég þekki til er McDon-
ald’s-stöðunum vel tekið og ég
vona að svo verði einnig hér.“
Hver kemur til með að eiga
staðinn?
„I mínu tilfelli verður um að
ræða íslenskt fyrirtæki en undir
eftirliti móðurfyrirtækisins. Það
skilur mest eftir sig í landinu og
færir okkur þekkingu. Gert er ráð
fyrir að á staðnum verði um 90
manns á launaskrá og ef vel geng-
ur er hugsanlegt að fleiri slíkir
staðir rísi. Ég vona að það verði
grundvöllur fyrir fleiri McDon-
ald’s stöðum, en fyrst er að koma
þeim fyrsta upp!“
Á RÖNGUNNI
TVÍFARAR
Augnablik Eysteinn! Þarftu endilega alltaf að setjast í
uppáhaldsstólinn minn?
Þcer eru báðar í ihaldssamara lagi, bjargvcettirnar tvcer, Einar
Oddur Kristjánsson útgerðarmaður og Jim Taggart rannsóknar-
lögregluþjónninn skoski. Þeir koma hvorfrá sínum afkima
heimsins, eru vanir verkstjórn og báðir eiga til að vera hvassyrtir
og segja meira en þeir cettu að gera. Síðast en ekki síst eru þeir
báðir haldnirþeim leiða sið að líta stórt á sig ogþykjast vita öll-
um öðrum betur um öll mál milli himins ogjarðar. En burtséð
frá innrcetinu eru þeir Einar Oddur og Mark McManus, sem
leikur Taggart, hreint skuggalega líkirí útliti. Skolleitt hárið er
farið að þynnast ögn og báðir eru þeir eilítið rauðbirknir með
tekið andlit og undir litlum hvikulum augunum gefur að líta
bauga þeirra, sem bera áhyggjur heimsins. Meira að segja eyrun
eru eins og hvorugur hefur orð á sérfyrir að vera góður hlust-
andi.