Pressan - 01.10.1992, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
9
Kaup Skandia á verðbréfasjóðum Fjárfestingarfélags íslands
SJODIRNIR VORU
OFMEINRlH
100 MILLJON
Hluthafar í Fjárfestingarfélaginu
islandsbanki hf. 35,1%
I Burðarás hf. (Eimskip) 27,3%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 10,6%
Hörður Jónsson 6,8%
Tryggingamiðstöðin hf. 2%
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks 2%
Jón Gunnar Stefánsson 1,4%
!; Iðnlánasjóður 1,4%
| Sindra-Stál hf. 1%
Sundagarðar hf. 0,7%
í Aðrir 11,7%
Við vinnu við hálfs árs uppgjör á verðbréfasjóðum Fjárfestingarfélagsins
sem Skandia Island keypti fyrr á árinu hefur komið fram að staða sjóð-
anna var önnur og mun verri en talið var við kaupin. Er rætt um að þar
geti skeikað um 100 milljónum króna, sem er ríflega helmingur af sölu-
verðinu. Undanfarna daga hafa sænskir fulltrúar frá Skandia verið að fara
yfir kaupin og verður ákvörðun um aðgerðir tekin fljótlega.
Undanfarna daga hafa fulltrúar
frá sænska tryggingafélaginu
Skandia verið að fara yfir reikn-
inga verðbréfasjóða Fjárfestingar-
félags Islands. Sem kunnugt er
keypti dótturfyrirtæki Skandia,
Skandia Island, sjóðina í mars síð-
astliðnum. Nú iiggur íyrir hálfs árs
uppgjör sjóðanna og samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR hefur
komið í ljós að staða sjóðanna var
önnur og mun verri en gefið var
upp við söluna. Eftir því sem
komist verður næst liggur fyrir að
um var að ræða 100 milljóna
króna ofrnat á sjóðunum.
Þetta stafar fyrst og fremst af
því að á bak við sjóðina stóð mikið
af kröfum sem ekki hafði verið
gengið að heldur voru þær ávallt
bókfærðar sem eign. Síðan þegar
nánar var eftir þeim gengið kom í
ljós að litlar tryggingar stóðu á bak
við þær.
Nú hefur Skandia Island farið
fram á endurmat á afskriftaþörf
sjóðanna með tilliti til þess að
söluverðið verði endurskoðað eða
kaupunum jafnvel rift.
SKANDIA STAÐGREIDDI
SJÓÐINA
Þegar ákveðið var að selja verð-
bréfasjóðina var fyrst í stað leitað
hófanna hjá öðru verðbréfafyrir-
tæki, Kaupþingi, og áttu sér stað
óformlegar viðræður þar um. Það
var hins vegar Skandia Island sem
keypti verðbréfasjóðina í mars
síðastliðnum og greiddi fyrir það
186,5 milljónir króna. Kaupin
gengu hratt fyrir sig og komu
nokkuð á óvart.
Skandia tók við verðbréfasjóð-
unum 1. apríl og var gengið þann-
ig frá kaupunum að um stað-
greiðslu var að ræða. Var öll upp-
hæðin greidd með ávísun til Fjár-
festingarfélagsins. Það tók síðan
hluta kaupverðsins, 10 prósent
eða 18,6 milljónir, og setti inn á
sérstakan geymslureikning. Báðir
aðilar samþykktu að þessi upp-
hæð yrði notuð til að endurmeta
kaupin og átti reikningurinn að
standa til 1. júní 1993. Ljóst má
hins vegar vera að þessi upphæð
dugar engan veginn til að jafna
þann ágreining sem nú er kominn
upp.
Þessi sala á verðbréfasjóðum
var um margt óvenjuleg. Um var
að ræða sölu á umsýslu með verð-
bréfasjóðunum ljórum og Frjálsa
lífeyrissjóðnum. Einnig voru seld
tæki og innréttingar og húseign
Fjárfestingarfélagsins' í Kringl-
unni.
Salan á verðbréfasjóðunum
miðaðist auðvitað við ákveðna
gengisskráningu sem sýndi meðal
annars ávöxtun þeirra. Skandia
tók við þessari skráningu og hefur
Gísli Örn Lárusson, forstjóri
Skandia ísland: Rétti forráða-
mönnum Fjárfestingarfélagsins
186,5 milljóna króna ávísun 1.
apríl en vill ríflega helming þess
til baka.
því þá skyldu að greiða út úr sjóð-
unum samkvæmt því gengi. Það
segir sig sjálft að ef ekki hefur ver-
ið búið að færa afskriftir inn í
þessa skráningu hefur gengi sjóð-
annaverið ofhátt.
FRJÁLSILÍFEYRISSJÓÐUR-
INN HELSTA VERÐMÆTIÐ
Verðbréfasjóðir Fjárfestingarfé-
lagsins gengu í gegnum niður-
færslu í ágúst í fyrra sem kunnugt
er. Ennþá fást ekki skýr svör um
hver hlutur Bankaeftirlits Seðla-
bankans í þeirri niðurfærslu var,
en að sögn Þórðar Ólafssonar,
forstöðumanns Bankaeftirlitsins,
var niðurfærslan „í samvinnu við
okkur“. Gengi verðbréfasjóðanna
var þá fellt um 2,5 til 4,5 prósent,
sem gerði að verkum að þeir sjóð-
ir bjuggu við minnsta ávöxtun af
verðbréfasjóðunum í fyrra. I kjöl-
far þessa varð Fjárfestingarfélagið
sjálft að afskrifa 12,3 milljónir í
„umsýsluþóknanir“.
Athyglisvert var að sjóðirnir
voru fljótir að ná sér á strik og
strax þrjá síðustu mánuðina í
Guðmundur H. Garðarsson,
stjórnarformaður Fjárfestingar-
félagsins: Líklegt að næsta aðal-
fundar Fjárfestingarfélagsins
bíði að ákveða hvort félagið
verður leyst upp. Riftun á kaup-
samningi við Skandia gæti
breytt því.
fýrra sýndu þeir ríflega 8 prósenta
ávöxtun samkvæmt upplýsingum
ffá Fjárfestingarfélaginu.
En helsta eign Fjárfestingarfé-
lagsins og það sem talið var eftir-
sóknarverðast var Frjálsi lífeyris-
sjóðurinn. I árslok 1991 voru
2.153 félagar skráðir í sjóðinn og
heildarverðmæti eigna um 1.070
milljónir. Þessi sjóður var nokkuð
óumdeilanleg eign enda enginn
ágreiningur um hann.
STOFNUÐU FÉLAG UM
VERSTU KRÖFURNAR
En áður en salan á verðbréfa-
sjóðunum fór fram var stofnað
nýtt dótturfyrirtæki Fjárfestingar-
félagsins, Takmark hf. Það var
stofnað í desember 1991. Hlutafé
er ein milljón króna og á Fjárfest-
ingarfélagið 55 prósent og Féfang
45 prósent. Stjórn félagsins skipa
Sigurður R. Helgason, Kjartan G.
Gunnarsson og Friðrik jóhanns-
son.
Þetta félag hafði það hlutverk
að gera verðbréfasjóðina auðselj-
anlegri og voru verstu kröfur
þeirra teknar og settar þar inn.
Takmark var látið kaupa verðbréf
af verðbréfasjóðunum fyrir 300
milljónir króna. Sampykktu eig-
endur Takmarks að gangast í
ábyrgð fyrir þessari upphæð en
Takmark er ekki rekið sem verð-
bréfafyrirtæki. Inn í Takmark
voru valin verðbréf sem „einhvem
tíma tekur að innheimta, þrátt fyr-
ir að tryggingar séu taldar í lagi“
— eins og segir í skýrslu stjórnar-
fonnanns, Guðmundar H. Garð-
arssonar, í síðustu ársskýrslu. í
samtali við PRESSUNA sagði
Guðmundur að innheimta á þess-
um verðbréfum hefði í raun orðið
betri en menn þoruðu að vona.
FYRIRVARIVEGNA TUG-
MILLJÓNA KRÖFU FRAM-
KVÆMDASJÓÐS
Nú má segja að Fjárfestingarfé-
lagið sé rekið sem eignarhaldsfé-
lag, en á síðasta ári voru seldar
ýmsar eigur félagsins, eins og
eignarhlutur í Eignarhaldsfélagi
Verslunarbankans hf. og í Eim-
skipafélaginu. Söluverð þessara
hlutabréfa nam 7,6 milljónum
króna.
Helsta verðmæti í félaginu nú
er væntanlega kaupleigufyrirtækið
Féfang, en þar á Fjárfestingarfé-
lagið 66,5 prósent. I síðasta árs-
reikningi var Féfangshluturinn
skráður á ríflega 200 milljónir.
Rétt eftir söluna á verðbréfasjóð-
unum voru hafnar viðræður við
Kaupþing um sölu. Þær gengu
ekki upp né viðræður við spari-
sjóðina, sem hófust strax á eftir.
Að sögn Guðmundar eru engar
viðræður í gangi núna um sölu á
Féfangi.
I síðasta ársreikningi gera end-
urskoðendur athugasemdir vegna
dómsmáls. Fjárfestingarfélagið
hefur átt í málaferlum við Fram-
kvæmdasjóð vegna sjálfsskuldar-
ábyrgðar félagsins á lánafyrir-
greiðslu til Vogalax hf. I fyrra féll
undirréttardómur þar sem Fjár-
festingarfélaginu er gert að greiða
22 miBjónir króna. Stjórn Fjárfest-
ingarfélagsins ákvað að áfrýja
dómnum til Hæstaréttar, en í árs-
lok nam krafan 26 milljónum
króna og var ekki færð í ársreikn-
inga félagsins þótt gerð væri grein
fýrirþessari skuldbindingu.
RÆTT UM AÐ LEYSA FÉ-
LAGIÐ UPP Á NÆSTA ÁRI
Á síðasta ári varð tap Fjárfest-
ingarfélagsins rúmar þrjár millj-
ónir króna. Það var fýrsta tapárið í
sögu félagsins, en urn leið hefur
félagið tapað yfirburðastöðu á
markaðinum. Félagið er elsta
verðbréfafýrirtæki landsins en það
var stofnað árið 1971. Nú hafa
hlutabréf þess verið tekin af skrá
hjá Verðbréfaþingi íslands þannig
að félagið er fyrst og fremst eign-
arhaldsfélag.
Fyrir nokkrum árum hafði
Fjárfestingarfélagið um 70 pró-
senta hlutdeild en í fýrra var hún
komin niður í 30,8 prósent.
Eftir því sem komist verður
næst hafa hluthafar uppi hug-
myndir um að leysa félagið upp og
reyndar hefur slík umræða verið í
gangi í nokkurn tíma innan
stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar-
manna. Flestum þykir nú ljóst að
til slíks muni koma á miðju næsta
ári, en það er auðvitað bundið því
að kaupin við Skandia standi.
S igurdur MárJónsson