Pressan - 01.10.1992, Síða 10

Pressan - 01.10.1992, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 HEIMIR Steinsson útvarpssljóri hefur ekki brugðist vonum þeirra sem voru sannfærðir um að hann myndi seint beita róttæk- um aðferðum í starfinu. Ráðn- ing í stöðu íþróttafréttamanns í síðustu viku staðfesti þetta. Annars vegar tók Heimir undir þá skoðun að pólitískir út- sendarar viti að AdolfErlings- son er hæfari en Logi Berg- mann Eiðsson til að lýsa fót- boltaleikjum. Hins vegar mátti kristinn náungakærleikur hans ekki til þess vita að ríkisstarfs- maður yrði atvinnulaus, svo hann réð Loga líka, þótt ekki sé á hreinu nákvæmlega hvað hann á að gera. Þetta er eitt af því sem gerir kerfið svo yndis- legt: ef tveir menn sækja um stöðu, þá ráðum við báða. Þetta er nokkuð sem HÖSKULDUR Jónsson hefði verið stoltur af. Hann stærir sig af því — og líklega með réttu — að vera einhver mesti kerfiskall síðari tíma, en hann hefur að minnsta kosti húmor. Þess vegna heldur hann áffam að selja tannlæknum spíra fyrir jólin eins og ekkert sé og lætur þá segja sér að þeir séu að gera tilraunir með eitthvað annað en eigin taugakerfi. Höskuldur veit betur og segir það óbeint og lætur tannlæknana þannig lifa í óttanum við að hann taki frá þeim þessa kjarabót. Og áhyggjur af kjörum sínum hef- ur ÞRÁINN Bertelsson sem hefur lagt frá sér pennann til að berja á Frið- riki Sophussyni vegna virðis- aukaskattsins. í viðtölum á Þráinn hins vegar í mestu vandræðum með að útskýra fyrir þjóðinni af hverju bæk- urnar hans eru merkilegri en mjólkin sem börnin hans drekka, kannski af því hann hefur ekki skrifað mjög margar bækur og kannski af því hann á ekki von á öðru en hefð- bundnu menningarsmjaðri frá spyrjendunum. Þráinn getur þó huggað sig við að fjandvini hans EINARI Kárasyni gengur ekkert betur með málið. Hann dregur til vitnis Winston Churchill (sem þó sagði að ekki væri til betri fjárfesting en mjólk í maga ungabarna), en eina ályktunin sem hægt er að draga af greina- skrifum Einars er að rithöf- undar eigi ekki að vera að burðast með skoðanir á raun- veruleikanum. Við það verði stíllinn þungur, hugsanirnar týnist í orðaflaumi og setning- amar séu svo uppskrúfaðar og merkingarrýrar að lesandinn skilji aldrei hvað þær era að gera í sömu málsgreininni — svona svipað og ræður Heimis Steinssonar. Það ætti eiginlega að skattleggja svoleiðis stíl sér- staklega. Byggingarfélag verkamanna VEU EKKI í HVAO VHWALDSSJÓBUMNN FDI Erindi barst nýverið til félags- málaráðuneytisins ffá íbúum við Bólstaðarhlíð vegna óánægju með framkvæmdir Byggingarfélags verkamanna, en félagið á að sjá um viðhald félagslegra húseigna við götuna. Um er að ræða fyrir- spurnir varðandi viðhaldssjóð fé- lagsins og eignarhald þess auk fleiri atriða. Ibúar hafa ekki gefið sér það fyrirfram að maðkur sé í mysunni en geta ekki leynt gremju sinni öllu lengur vegna meintra vanefiida af hálfii félags- ins. Stefán Árnason byggingar- meistari, sem fer með fram- kvæmdastjórn þess, segist þekkja til þessara óánægjuradda en segir að rætur vandans megi fyrst og ffemst rekja til fjármagnsskorts. Áhugi íbúa beinist fyrst og fremst að því að fá að vita í hvað það fé fer sem þeir greiða mánað- arlega í viðhaldssjóð, en bygging- arfélagið hefur að þeirra áliti ekki gefið tæmandi skýringar á útlögð- um kostnaðarliðum. Einnig leikur þeim forvitni á að vita hvers vegna framkvæmdir hafa verið eins litl- ar, og á stundum lélegar, og raun ber vitni en kvartað hefur verið yf- ir að seint sé gengið í þau verk sem þarf að inna af hendi. „Ég hef verið gagnrýndur fýrir að lofa of miklu en ekki að verk séu illa unn- in,“ segir Stefán Árnason. „Það eru margar ástæður fyrir því að verk taka tíma og snýr sumt að mér en annað ekki, en öllu er þessu nú lokið fýrir rest.“ Hverri íbúð hefur fylgt sú kvöð að greiða 3.500 krónur í sjóðinn, ef dæmi er tekið um fjög- urra herbergja íbúð, auk þess sem íbúum hefur verið gert að greiða eðlilega reikn- inga fyrir innra viðhald og hefð- bundna hita- og rafmagnsreikn- inga. Alls er um að ræða mánað- arlegar greiðslur upp á 6.000-7.000 krónur, en það eru um 70.000-80.000 krónur á ári. Upphæðin hefur hækkað langt umfram verðbólgu á síðustu tveimur árum og framkvæmdir sem staðið hefur verið í verið litlar og lítt sýnilegar. Því er borið við af forráðamönnum að verið sé að greiða fyrir gamlar skuldbinding- ar og framkvæmdir sem íbúar kannast ekki við. „Gjöldin sem fólk greiðir fara í verklegar frarn- kvæmdir nema það sem fer í launagreiðslur og almennan rekstur á skrifstofunni." Fullyrt var við PRESSUNA að dæmi um sinnuleysi væru of mörg til að telja upp en það sem hefur ef til vill vakið hvað mesta reiði íbúanna er óskilgreind upp- hæð á reikningi sem hljóðar upp á hálfa milljón króna og túlkuð hef- ur verið sem vinnuvélaleiga. Eng- inn íbúanna kannast við stórtæka leigu á vinnuvélum en renna helst í grun að þar sé verið að greiða fýrir vinnupall sem um margra vikna skeið stóð ónotaður á bíia- planinu og er í eigu ffamkvæmda- stjórans sjálfs. „Það finnst öllum húsgjöldin of há en við eigum í miklum fjárhagsörðugleikum hérna og illa gengur að innheimta gjöldin hjá íbúum sjálfum. Það er ekkert vandamál að vinna verk- lega framkvæmd ef maður hefur fjármagn til þess, en margt af þessu fólki hefur lítil fjárráð og það er erfitt að ganga hart að fólki í innheimtu þegar þannig er ástatt.“ Lögfræðingum félags- málaráðuneytisins hefur nú verið falið að skoða málið eftir venju- bundnum leiðum og íbúðareig- endur bíða eftir svari. Formaður byggingarfélagsins er Róbert Pét- ursson arkitekL Vatnsberinn lifnar við Hafna fjormenningunum og ætla að borga shuldir Aðalfundur Vatnsberans hf. verður haldinn á næstunni ef marka má orð Þórhalls Gunn- laugssonar, markaðsstjóra fýrir- tækisins. í vikunni vakti athygli auglýs- ing frá útflutningsfyrirtækinu Vatnsberanum hf. þar sem aug- lýst er innköllun á kröfum. Er lán- ardrottnum fýrirtækisins tilkynnt að þeir skuli senda inn kröfu á gíróseðli sem verði greidd í síðasta lagi 35 dögum síðar. Ef upplýsing- ar um aðalfund og greiðslur vant- ar er vísað á meðfylgjandi far- símanúmer. Jafnframt þessu er auglýst að þeir Bergur Guðnason hdl., Páll G. Jónsson í Pólaris, Hani Ahmed hjá Omni Invest og Dr. Donald Rocco hjá United Gulf komi fýrir- tækinu ekkert við. Að sögn Þórhalls er enn h'f í fýr- irtækinu og sagði hann margt vera á prjónunum. Það kom einnig frarn hjá honum að ný stjóm væri þar við völd, en enn hefur engin slík tilkynning borist til Hlutafé- lagaskrár. Þar eru Þórhallur og Bertha Richter enn skráð stjórn- Bergur Guðnason og Páll G. Jónsson: Þórhallur auglýsir að þeir tengist Vatnsberanum ekkert. armenn. Þórhallur sagði að hann sjálfur væri fýrst og frernst „sölu- Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA Þjóðin vill kjósa Tæp 70 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Þrátt íyrir andstöðu stjórnarflokkanna er stór hluti íylgismanna þeirra hlynntur þjóðaratkvæði. Rétt tæp 70 prósent þeirra sem tóku afstöðu til þess hvort fara ætti fram þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn voru því fylgjandi í skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA um þarsíðustu helgi. Samkvæmt því virðist mikill meirihluti sammála þeirri hugmynd. Það er fágætt að niðurstöður skoðanakönnunar feli í sér jafnskýrar línur. Af þeim sem spurðir voru í könnuninni sagðist 5,1 prósent vera óákveðið, 29,7 prósent sögð- ust ekki kæra sig um þjóðarat- kvæðagreiðslu og 65,1 prósent sagðist fýlgjandi henni. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu þá sögðust 68,7 pró- sent vilja þjóðaratkvæði en 31,3 prósent höfnuðu því. Sem kunnugt er eru báðir stjórnarflokkarnir andsnúnir þjóðaratkvæðagreiðslu en stjórn- arandstöðuflokkarnir hafa hins vegar lagt það til; reyndar í tveim- ur frumvörpum. En þótt bæði Al- þýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi hafnað hugmyndinni er vitað að einhverjir sjálfstæðisþingmenn eru henni ekki afhuga. I könnun Skáfs fengu stjómar- flokkamir tveir 47,2 prósenta fýlgi úr heildarúrtakinu. Andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu og þeir sem eru óákveðnir eru hins vegar ekki nema 34,8 prósent í þessari könnun. Það er því augljóst að stór hópur fylgjenda stjórnar- flokkanna vill þjóðaratkvæða- greiðslu þrátt fyrir afstöðu flokk- anna tveggja. Ertu fylgjandi þjóðaratkvœða- greiðslu um EES? Já PRÍSSAN/AM og markaðsstjóri“. Aðspurður um ástæðu þess að hann auglýsti með þessum hætti sagði hann að það hefði verið nauðsynlegt. „Þessir menn hafa verið að spilla andrrúmsloftinu fýrir okkur út um allan bæ og úti í heimi,“ sagði Þórhallur og bætti því við að það hefði meðal annars eyðilagt fyrir þeim hjá bönkun- um. Sem kunnugt er datt allur botn úr fýrirætlunum Vatnsberans eftir að upplýstist hvernig komið var fýrir aðstandendum. Rocco hafði á sér dóm frá Bandaríkjunum fýr- ir tryggingasvik og Þórhallur sjálf- ur hafði verið tekinn til gjald- þrotaskipta. Trúverðugleiki þess að þeir væru að efha til milljarða- viðskipta hvarf því eins og dögg fýrir sólu. Áður en það var hafði hins veg- ar verið viðhaft 60 milljóna króna hlutafjárútboð auk þess sem nokkuð af skuldabréfum var gefið út af fyrirtækinu. Fyrsti gjalddagi sumra þeirra er einmitt nú 10. október að sögn Þórhalls og sagði hann að þau bréf yrðu greidd.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.