Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
11
T
öluverð ólga er nú meðal starfs-
manna Eimskips í Sundahöfh. í gær voru
þeir boðaðir á fund þar sem Knútur G.
Hauksson deildarstjóri tilkynnti einhliða
lækkun launa fyrir næturvinnu frá og
með næstu mánaðamótum. Starfsmenn,
sem vinna við skipin á nóttunni, hafa
fengið greidda tvöfalda næturvinnu sam-
kvæmt gamalli hefð, en því verður nú
hætt, að sögn í sparnaðarskyni og fyrir
þrýsting frá Vinnuveitendasambandinu.
Þetta gamla fyrirkomulag er ekki til í
skriflegum samningum, en starfsmenn
íhuga nú til hvaða aðgerða þeir geta grip-
ið. Helst er talið koma til greina að neita
að vinna á nóttunni, en starfsmenn óttast
hugsanlegar hefndarráðstafanir af hálfu
fyrirtækisins ef það er gert. Þó er ljóst að
næturvinnan er Eimskipafélaginu mikil-
væg, sérstaklega við Ameríkuskipin sem
eiga á hættu að missa plássin sín vestra ef
þau komast ekki úr höfn hér á réttum
tíma...
A
J. Xuglýsingastofan Hvíta húsið er
heldur betur farin að finna fyrir krepp-
unni ef marka má uppsagnir á stofunni
síðasta ár. Fyrir um ári unnu þar þrjátíu
starfsmenn. Skömmu síðar var starfs-
mönnum fyrirtækisins fækkað um sex og
öðrum boðið að gerast hluthafar. Á síð-
ustu dögum var starfsmönnum Hvíta
hússins fækkað enn frekar; fimm manns
hefur verið sagt upp störfum, og er því
mannafli fyrirtækisins orðinn þriðjungi
minni en í fyrra...
m næstu áramót breytist margt
vegna tilkomu EES. Eitt af því er einka-
leyfi Flugleiða á flugleiðum innanlands.
Flugleiðamenn eru sem gefur að skilja
ekkert hrifnir af að láta þetta frá sér og
hafa nú leitað hófanna inni í ráðuneytinu
og beðið um að reynt verði að fá undan-
þágur fyrir þá þannig að þeir haldi einka-
leyfisaðstöðu þrátt fyrir EES. Munu menn
í samgönguráðuneytinu hafa tekið beiðni
Flugleiðamanna ágætlega...
m næstu mánaðamót er væntan-
legt nýtt tímarit um hár, snyrtingu og
tísku. Það er Hárgreiðslumeistarafélag fs-
lands undir stjórn Lovísu Jónsdóttur
sem stendur að blaðinu, sem heitir Hár og
tíska, og á að vera öðmm þræði málgagn
þeirra sem starfa við hárgreiðslu og hár-
skurð. Tilkoma blaðsins mun hafa valdið
nokkrum titringi, ekki síst hjá Pétri Mel-
steð rakara, sem hefur lengi gefið út blað-
ið Hár og fegurð í nafni Sambands hár-
greiðslu- og hárskerameistara, þrátt fyrir
ítrekaðar athugasemdir þess...
AÐ EIGNAST ÍRÚÐ
Bók um kaup og sölu á
íbúðarhúsnæði fæst í bókabúðum
og hjá útgefanda.
S: 20868
m
*KflUPMIÐLUN
FASTEIGNA- OG FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI17 - SÍMI621700
FYRIRTÆKITIL SÖLU:
★ Tískuvöruverslun við Laugaveg, sanngjarnt verð, skipti á bíl koma til
greina.
★ Fiskverkun, vel tækjum búin, samningar um verkun gætu fýlgt.
★ Líkamsræktarstöð, góð aðstaða, gott verð fyrir rétta aðila.
★ Vel þekkt húsgagnaverslun í Reykjavík með eigin innflutning að hluta.
★ Auglýsingastofa, góð viðskiptasambönd, vel tækjum búin.
★ Glæsilegur söluturn og ísbúð í miðbæ Reykjavíkur, vaxandi og góð velta,
skipti koma til greina.
★ Veitingastaður nálægt Hlemmi, gott verð.
★ Vel þekkt sólbaðsstofa sem er á tveimur stöðum í Reykjavík.
★ Matvöruverslun í Austurbænum, góð velta.
★ Innrömmunar- og glerslípunarverkstæði í Hafnarfirði.
★ Sólbaðsstofa, líkamsrækt og trimmform í einum pakka eða að hiuta til.
HÖFUM JAFNAN YFIR150 FYRIRTÆKIÁ SÖLUSKRÁ
VANTAR FYRIRTÆKI:
★ Heildverslun með ýmiss konar tækjabúnaði fýrir fjársterkan aðila.
★ Heildverslun með vörur fýrir matvöruverslanir, lágmarksvelta 100 milljónir
áári.
★ Sólbaðsstofur
★ Efnalaugar fýrir ákveðna kaupendur.
Sölumenn: Andrés Pétur Rúnarsson PéturH. Björnsson. Lögmenn: Ásgeir Pétursson RóbertÁrni Hreiöarsson
KAUPMIÐLUN HF., AUSTURSTRÆT117, JARDHÆB OG
6. HÆÐ, FASTEIGNA- OG FIRMASALA.
SÍMI621700
EN HVAR ER ÖSKUBUSKA?
HÚN VAR ORÐIN ÞREYTT Á AÐ TÍNA
BAUNIR UPP AF GÓLFINU í GAMLA
ELDHÚSINU SÍNU. HÚN FÓR ÞVÍ MEÐ
PRLNSINUM SÍNUM IINNVAL OG ÞAU
KEYPTU SÉR NÝJA INNRÉTTINGU
FYRIR AÐEINS KR. 97.000.- OG FÓRU
SVO TIL SÓLARLANDA FYRIR ALLA
PENINGANA SEM ÞAU ÁTTU AFGANGS.
ÞESS VEGNA ERU ÞAU EKKI MEÐ Á
MYNDINNI.
NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 44011
PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI
INIaslhnuiii P292
SAMBYGGT FAX OG
LJÓSRITUNARVÉL
ÞAÐ ÓDÝRASTA SEM NOTAR
VENJULEGAN PAPPÍR
^^VH|HH^HH r . ■ OPTÍMA
ÁRMÚLA 8 - SÍMI67 90 00