Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
Biður Vigdísi
að endur-
heimta bát
sem tollur-
inn seldi
Ungur franskur ævintýramaður telur að tollgæslan í
Reykjavík hafi brotið á sér þegar hún bauð upp bát sem
var í hans eigu. Hann hefur leitað liðsinnis háttsettra
stjórnmálamanna til að endurheimta bátinn og útilokar
ekki málsókn.
Franski þingmaðurinn Jean Pi-
erre Fourre hefur ritað Vigdísi
Finnbogadóttur forseta bréf þar
sem hann fer þess á leit að hún
hlutist til um að ungum Frakka,
Mathieu Morverand, verði skilað
báti sem var í hans eigu en toll-
gæslan í Reykjavík gerði upptæk-
an og seldi á uppboði í mars síð-
astliðnum. Bréfið sendi Fourre,
sem er þingmaður fyrir stjórnar-
flokk sósíalista og formaður vin-
áttufélags Frakklands og íslands,
einnig til Björns Bjamasonar al-
þingismanns, Georges Kiejman,
aðstoðarutanríkisráðherra og
mikils vinar Francois Mitterrand
Frakklandsforseta, og til Rolands
Dumas, utanríkisráðherra Frakk-
lands.
Þetta mál á sér nokkuð langan
aðdraganda. Mathieu Morverand
er ungur skólanemi, aðeins 21 árs,
sem hefur getið sér nokkurt orð
vegna ævintýralegra uppátækja.
Um það var til dæmis nokkuð
fjallað í blöðum fyrir nokkrum ár-
um þegar hann sigldi yfir Ermar-
sundákajak.
í lok ársins 1990 lögðu Morver-
and og tveir félagar hans upp í
siglingu ffá Bretagneskaga á bátn-
um „Love Love“, sem er af Air
Melhin II-gerð og 21 fet að lengd.
Var ætlunin að sigla til íslands
með viðkomu á ýmsum breskum
smáeyjum. Hópurinn mun hafa
verið fremur illa búinn af mat og
fé, en það mun jafnvel hafa verið
vitandi vits, til að ævintýrabragur-
inn yrði enn meiri. Undan austur-
strönd Englands lentu þau í óviðri
og þurftu að leita hafriar.
Þar urðu lyktirnar þær að þau
fengu far frá Hull til Reykjavíkur
með Helgafelli, einu skipa Sam-
skipa. Báturinn var einnig fluttur
með, Morverand að kostnaðar-
lausu.
skipa, en PRESSAN hefur ekki
fengið það staðfest.
Morverand heldur því fram að
báturinn hafi verið seldur án þess
að hann hafi verið látinn vita á
einn hátt eða annan. Þar hefur
hann meðal annars kennt Sam-
skipum um, en skipafélagið flutti
bátinn eins og áður kom fram.
Segir hann að Samskip hafi haft
heimilisfang sitt og þannig hefði
verið auðvelt að láta sig vita af
vandræðunum með bátinn.
Vandséð er þó að skipafélagið beri
nokkra ábyrgð í málinu.
PRESSUNNI er ókunnugt um
að málaleitan Morverands til for-
setans eða annarra valdamanna
hafi enn borið árangur. En hann
virðist ekki ætla að gefast upp. í
bréfum hefur hann sagst vera
reiðubúinn að höfða mál til að
endurheimta bátinn góða.
Þegar til Reykjavíkur kom mun
Morverand hafa talið sig eiga ein-
hverja möguleika á að fá vinnu.
Ekkert varð úr því, en Morverand
lét ekki deigan síga, enda gekk
hann með þá hugmynd að fá ein-
hver íslensk fyrirtæki til að taka
þátt í áætlun sem hann hafði á
prjónunum. Ætlun hans var að
sigla á kajak þvert yfir Atlantshaf,
milli Bandaríkjanna og Bretlands.
íslendingar reyndust heldur
áhugalausir um þetta og að lokum
sneri Morverand heim til Frakk-
lands.
En báturinn varð eftir og lengi
vel virtist Morverand ekki hafa
mikinn áhuga á að
vitahveryrðu afdrif
hans. En síðastliðið
vor fer hann að
gera fýrirspurnir og
sýnir því áhuga að
fá bátinn til Frakk-
lands. Þá kemur
fljótlega í Ijós að
tollgæslan hefur
gert bátinn upp-
tækan og selt hann
í mars. PRESSAN
náði ekki sambandi
við neinn hjá toll-
gæslunni sem gæti
upplýst hvernig á
uppboðinu stóð
eða hvert báturinn
var seldur, en venja
mun vera að bjóða
upp hluti sem hafa
legið hjá tollinum í
meira en ár og ekki
verið tollafgreiddir.
Síðan þetta kom
á daginn hefur Morverand verið
vakinn og sofinn í að endur-
heimta bátinn sinn. í upphafi
hafði hann samband við Albert
Guðmundsson, sendiherra í París.
í bréfum vitnar Morverand í Al-
JIAN-PIMRC rOURRfi
ASSEMBLÉE
JKIff-KAllTMIAlfinT
copi»
matiow
■
bert og segir að hann hafi sagt í
samtali við sig að þetta væru
hneykslanlegar aðfarir. Morver-
and virðist einnig hafa haft spum-
ir af því að báturinn hafi verið
seldur syni eins starfsmanna Sam-
KRON fer í
mál við
Sambandið
og Sam-
vinnuiífeyr-
issjóðinn
Krafist riftunar á 25 millj-
óna króna viðskiptum
KRON við Búvörudeildina
og Samvinnulífeyrissjóð-
inn.
í síðustu viku voru þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur tvö rift-
unarmál sem þrotabú Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis hefur
höfðað. Málarekstur vegna þeirra
getur tekið nokkur ár, ef þau fara
alla leið til Hæstaréttar, og tefst
sem því nemur að ganga ffá gjald-
þrotaskiptum á KRON.
Að sögn Hlöbvers Kjartans-
sonar bústjóra er í báðum tilfell-
um stefnt til riftunar viðskipta á
þeim forsendum að óeðlilegur
greiðslueyrir hafi farið á milli ná-
kominna aðila, þ.e. Búvörudeildar
SÍS og KRON annars vegar og
Samvinnulífeyrissjóðsins og
KRON hins vegar.
í fýrra tilfellinu er um að ræða
að Búvörudeild Sambandsins
keypti fasteign KRON í Furu-
grund 23 í Kópavogi í maí 1990 og
voru 18,7 milljónir af kaupverðinu
látnar ganga beint upp í skuldir
KRON við Búvörudeildina. Um
svipað leyti keypti Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn hlutafé KRON í 01-
íufélaginu hf., að nafnvirði 1,2
milljónir, fýrir 6,7 milljónir. Sú
upphæð var einnig látin ganga
beint upp í skuldir KRON við
sjóðinn.
Enn er óvíst hvort þrotabú
KRON þarf að leggja fram trygg-
ingu fýrir málskostnaði. Stefndu
fóru ffam á það við þingfestingu,
en dómari hefur ekki tekið af-
stöðu til þeirrar kröfu. Leitað var
til kröfuhafa í þrotabúið um að
þeir tækju þátt í kostnaði við
málareksturinn, en það fékkst
ekki samþykkt.
Reiknað er með að þrotabúið
eigi fýrir málskostnaði, en að öðru
leyti er búið svo til eignalaust. Fyr-
ir utan veðkröfur, sem afgreiðast
utan skipta, eru almennar kröfur í
búið um 200 milljónir og for-
gangskröfur um 20 milljónir.
Ljóst er að ekkert fæst upp í al-
mennar kröfur og aðeins hluti for-
gangskrafna fæst greiddur.
Á U PPLEIÐ.m
Atvinnuleysið,
sem hefur
varla verið
meira síðan í
kreppunni.
Jón Sigurðsson, sem
mjakaðist ögn uppá-
við þegar álfurstarn-
ir í Alumax lofuðu að
tékka aftur á því
hvort þeir gætu sleg-
ið lán fyrir álveri.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, sem var sauðþægasti
fylgismaður Davíðs
Oddssonar meðan hann
var borgarstjóri, en hefur
nú talið í sig kjark og
skammar hann fyrir fram-
komuna við sveitar-
stji
Eiður Guðnason, sem
Greenpeace lofa í bak
og fyrir hvað hann
hafi verið harður og
klár á Parísarráð-
stefnunni um sjáv-
armengun. Fáir
erða til að lofa Eið
g hrósið er gott —
þótt það komi frá
Greenpeace.
Hitastigið, sem náði
16 til 17gráðumá
landinu á þriðjudag-
inn með fúlu kola-
og sótlofti frá Evr-
ópu. Ætli veðrið
batni þegar við
göngum í EES?
Á NIDURLEID.ee
Jón Sigurðsson, sem segir upp 38 starfsmönnum í járn-
blendinu og ætlar að lækka kaupið hjá hinum — og kannski
hjá sjálfum sér.
Markús Örn Antonsson, sem er búinn með reynslutímann sinn í ráðhús-
inu og samherjar hans í Sjálfstæðisflokknum eru smátt og smátt að
hætta að vera kurteisir við.
Ásmundur Stefánsson. Eða
hvað á hann að gera þegar
hann hættir að vera forseti
ASÍ? Sækja um vinnu hjá
Krónan.Eða
nægir vilja-
styrkur
Friðriks
Sophusson-
ar og Þórð-
ar Friðjóns-
sonartil að
halda henni