Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
13
Einn
ávið
Framhalds- og sérskólanemar
leiklistarnemi
tólf laganema
Hver leiklistarnemi kostar 1,5 milljónir á ári og hver bændaskólanemi 1,3 milljónir.
Hver nemandi í lagadeild Háskólans kostar „aðeins“ 136 þúsund á ári.
Það kostar 1,5 milljónir króna á
ári að halda uppi kennslu íyrir
hvem hinna 20 nemenda Leiklist-
arskóla fslands og það kostar á
bilinu 1 til 1,3 milljónir að kenna
hverjum nemanda í Bændaskól-
unum á Hvanneyri og á Hólum og
í Garðyrkjuskóla ríkisins. Þetta
em dýmstu framhaldsskólanem-
endur landsins. Til samanburðar
má neftia að rekstrarkostnaður á
bak við hvern nemanda í laga-
deild Háskóla íslands er 136 þús-
und krónur á ári og í viðskipta- og
hagfræðideild 153 þúsund krónur
áári.
BÆNDASKÓLANEMINN
KOSTAR 1,3 MILLJÓNIR
ÁÁRI
Hér er miðað við tölur yfir
rekstrarkostnað úr fjárlögum
1992 og skráðan nemendafjölda í
viðkomandi skólum eða deildum.
Háskólinn nýtur vitaskuld hag-
kvæmni stærðarinnar, en það
breytir ekki hinu, að kostnaður-
inn við að kenna leiklistamema á
einu ári er hinn sami og að kenna
11 til 12 laganemum eða 10 vænt-
anlegum viðskipta- og hagfræð-
ingum.
Munurinn verður reyndar enn
meiri ef stofiikostnaði er bætt við
og áætlaðar sértekjur dregnar frá,
en þá stendur eftir hrein fjárveit-
ing hvers árs — framlag skatt-
borgaranna. Þá verður kostnaður-
inn á bak við hvem Ieiklistamema
nær óbreyttur, en hver laganemi
lækkar í 115 þúsund og viðskipta-
og hagfræðineminn í 130 þúsund.
Ef mönnum líkar ekki saman-
burðurinn á nemendum Leiklist-
arskólans og nemendum þessara
deilda Háskólans má geta þess að
það kostar svipað á ári, miðað við
hreina fjárveitingu, að kenna ein-
um nemanda í Bændaskólanum á
Hvanneyri eða á Hólum og það
kostar samanlagt að kenna einum
verkfræðinema, einum laganema,
einum hjúkrunarfræðinema og
einum lyfjafræðinema.
Innan Háskólans eru það að-
eins nemendur tannlæknadeildar
sem komast upp fyrir stall nem-
enda Bændaskólanna — það
kostar 1,5 milljónir á ári að
mennta hvern tannlæknanema,
en 1,3 milljónir miðað við nettó
fjárveitingu.
AÐ VERAÍRÉTTU
RÁÐUNEYTI
Athugun PRESSUNNAR á
kostnaði við að halda uppi
kennslu í framhaldsskólum lands-
ins leiddi í ljós verulegan kostnað-
armun, þegar rekstrarkostnaði er
deilt upp í fjölda nemenda, með
eða án stoftikostnaðar og sér-
tekna. f Leiklistarskóla fslands eru
aðeins 20 nemendur, en sam-
kvæmt fjárlögum yfirstandandi
árs er rekstrarkostnaður skólans
rúm 31 milljón króna og rekstrar-
kostnaður á hvern nemanda því
um 1.555 þúsund krónur. Sama
talan er á bak við hvern tann-
læknanema á ári. f Bændaskólun-
um á Hvanneyri og á Hólum er
samtals 131 nemandi og kostar
það í ár 162,4 milljónir samanlagt
að halda uppi kennslu þeirra. Það
gerir um 1.240 þúsund krónur á
hvern nemanda.
í raun skera þessir skólar sig al-
gerlega úr hvað kostnað á nem-
anda varðar. Leiklistarskólinn
heyrir undir menntamálaráðu-
neytið, en bændaskólarnir og
Garðyrkjuskólinn hafa þá sér-
stöðu að heyra undir landbúnað-
arráðuneytið. f flestum ffarn-
halds- og sérskólum er launa-
kostnaðurinn langstærsti út-
gjaldaliðurinn, gjarnan 60 til 80
prósent af heildargjöldum. í
bændaskólunum eru launin hins
vegar undir helmingi kostnaðar-
ins gagnvart öðrum gjöldum, þar
með talið viðhaldi og stofhkostn-
aði.
LIST AMAÐURINN Á BEKK
MEÐ VERKFRÆÐINGNUM
Sá skóli sem í fljótu bragði virð-
ist koma næstur úr röðum al-
mennra framhaldsskóla og sér-
skóla er Myndlista- og handíða-
skóli íslands. Þar eru 187 nem-
endur skráðir og rekstrarkostnað-
ur áætlaður um 100 milljónir
króna í ár. Rekstrarkostnaður á
bak við hvern nemanda í þeim
skóla er því um 533 þúsund krón-
ur.
Til samanburðar má nefna að
það kostar á ári um 564 þúsund
að kenna hverjum verkfræði-
nema. Á hinn bóginn ber að geta
þess að áætlaðar sértekjur Mynd-
lista- og handíðaskólans eru nær
40 milljónir og miðað við að sú
tala standist (eins og fjárlögin
sjálf) lækkar kostnaðurinn á bak
við hvern nemanda niður í um
350 þúsund. Með sömu forsend-
um lækkar verkfræðineminn í 478
þúsund.
ÞRÍR LÖGFRÆÐINGAR Á
BAK VIÐ HVERN KOKK
Næstur í röð dýrustu fram-
halds- og sérskóla reyndist Hótel-
og veitingaskólinn með sína 100
nemendur í framreiðslu og mat-
reiðslu. Það kostar samkvæmt
fjárlögum í ár 40,6 miUjónir að
kenna þessum verðandi þjónum
og kokkum eða um 406 þúsund
krónur á mann. Þetta er um leið
hrein fjárveiting, því ekki er gert
ráð fyrir stofnkostnaði eða sér-
tekjum á fjárlögum. Rekstrar-
kostnaður á bak við hvern þessara
nemenda er svipaður og á bak við
hverja þijá laganema.
f öllum þessum samanburði
gætir hagkvæmni stærðarinnar og
það sést vel þegar almennir fram-
haldsskólar eru skoðaðir. Þannig
er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
með aUs 2.330 nemendur, en sam-
kvæmt fjárlögum er rekstrar-
kostnaður þar áætlaður 294,1
miUjón króna eða Uðlega 126 þús-
und krónur á nemanda. Og kostn-
aðurinn á bak við hvern hinna
1.410 nemenda Menntaskólans
við Hamrahlíð reyndist tæplega
123 þúsund krónur. í Mennta-
skólanum á fsafirði eru 303 nem-
endur og kostnaður við hvern
þeirra liðlega 190 þúsund krónur.
Loks má nefna að kostnaðurinn á
bak við hvem hinna 288 nemenda
Menntaskólans á EgUsstöðum er
tæplega 200 þúsund krónur.
Friörik Þór Guðmundsson
Skóli Nemendur Kostnaður á nemanda
rekstur fráríki
Háskólinn 5.478 308.000 261.000
Þar af:
TannlæknadeUd 53 1.556.000 1.319.000
LæknadeUd 340 753.000 638.000
RaunvísindadeUd 535 697.000 591.000
VerkfræðideUd 265 564.000 478.000
Lyfjafræðideil & lyfsala 84 496.000 420.000
GuðfræðideUd 89 463.000 392.000
Sjúkraþjálfun 115 270.000 229.000
Hj úkrunarfræðideUd 439 228.000 193.000
HeimspekideUd 1.330 205.000 174.000
FélagsvísindadeUd 1.061 159.000 135.000
Viðskipta- og hagfræðideUd 760 153.000 130.000
LagadeUd 407 136.000 115.000
Skóli Nemendur Kostnaðurá nemanda
rekstur frá ríki
LeUdistarskólinn 20 1.555.000 1.530.000
Bændaskólinn Hólum 52 1.304.000 1.252.000
Bændaskólinn Hvanneyri 79 1.197.000 968.000
Garðyrkjuskólinn 42 1.152.000 1.243.000
Myndlista- og handíðaskólinn 187 533.000 347.000
Hótel- og veitingaskólinn 100 406.000 406.000
Samvinnuháskólinn 93 373.000 357.000
Tækniskólinn 498 340.000 335.000
Fósturskólinn 245 X 270.000 274.000
Iðnskólinn í Reykjavík 1.870 193.000 187.000
Iðnskólinn I Hafiiarfirði 296 187.000 183.000
Skóli Nemendur Kostnaður á nemanda
rekstur fráríki
Menntask. á EgUsstöðum 288 198.000 224.000
Menntaskólinn á fsafirði 303 191.000 218.000
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 500 170.000 182.000
Flensborg 533 167.000 170.000
Menntaskólinn á Akureyri 640 157.000 167.000
Menntaskólinn í Kópavogi 510 156.000 241.000
Menntaskólinn við Sund 840 149.000 156.000
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 768 147.000 154.000
Verslunarskóli íslands 1.284 143.000 141.000
Menntaskólinn í Reykjavík 895 138.000 146.000
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 2.330 126.000 121.000
Menntaskólinn við Hamrahlíð 1.410 123.000 119.000