Pressan - 01.10.1992, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
Staða SÍS er mun verri en ársreikningar gefa til kynna
EIGWFE
SAMBANDSINS
OFMETIDIIM
MILLJABO
Laugalækur 2a, öðru nafni Sambandshúsið. Sambandið metur fermetrann á fimmtán þúsund krónur í reikningum sínum.
Samband íslenskra samvinnu-
félaga hefur gengist í ábyrgðir fyr-
ir dótturfyrirtæki sín fyrir tæpan
milljarð króna. Líkur eru taldar á
að Sambandið þurfi á endanum
að greiða um helming þessara
skulda, þær sem komnar eru til
vegna Verslunardeildarinnar (nú
Miklagarðs hf.) og Jötuns hf.
Sambandið átti í árslok í íyrra
1.467 milljónir í eigin fé. Þegar
tekið er tillit til áðurnefndra
ábyrgða, 240 milljóna króna
rekstrartaps fyrstu átta mánuði
þessa árs, 120-150 milljóna króna
skuldbindinga SfS vegna eftir-
launagreiðslna, ótryggra skulda
dótturfyrirtækja við það og líklegs
ofmats á eignum er ljóst að raun-
veruleg eiginfjárstaða Sambands-
ins er mun verri en ársreikningar
gefa til kynna og vel hugsanlega
neikvæð.
HÁLFUR MILLJARÐUR í
HÆTTU VEGNA ÁBYRGÐA
f skýringum við ársreikninga
Sambandsins kemur fram að SÍS
hefúr undirgengist miklar ábyrgð-
arskuldbindingar fyrir hönd dótt-
urfyrirtækja sinna og skyldra fyr-
irtækja. Þessar tölur koma ekki
fram í eiginlegum reikningum
Sambandsins, en raunveruleikinn
að baki þeim getur gerbreytt nið-
urstöðutölum reikninganna.
f útskýringunum segir að
„ábyrgðarskuldbindingar, sem
ekki koma á annan hátt fram í
ársreikningnum, [nemi] 960
milljónum króna í árslok 1991. f
sumum tilfellum eru fleiri aðilar
en Sambandið í ábyrgð fyrir við-
komandi skuldbindingu“. Sam-
kvæmt upplýsingum PRESS-
UNNAR er hér um að ræða
ábyrgðir sem einkum eru til
komnar vegna fjögurra fyrirtækja:
Verslunardeildarinnar (Mikla-
garðs hf.), Jötuns hf., Samskipa hf.
og íslenskra sjávarafurða hf. Þetta
eru ábyrgðir á erlendum lánum
sem gengið var frá í gegnum skrif-
stofu SÍS í Lundúnum, en hún
annaðist fyrir hönd SfS að miklu
leyti samskipti við lánardrottna
þar.
Þeir, sem hafa kynnt sér reikn-
inga Sambandsins grannt, telja
ekki mikla hættu á að ábyrgðir
vegna Samskipa og fslenskra sjáv-
arafúrða falli á SÍS. í fyrra tilfellinu
er um að ræða lán með veði í
skipakosti Samskipa, en lánar-
drottnar vildu baktryggja sig með
því að fá ábyrgð Sambandsins
líka, vegna óvissu um stöðu sam-
steypunnar í kjölfar uppskiptingar
hennar.
Helmingur ábyrgðanna, um
500 milljónir, er hins vegar til
kominn vegna viðskipta Verslun-
ardeildarinnar og Jötuns hf. Bróð-
urparturinn mun eiga rætur að
rekja til innflutnings á vegum
Verslunardeildar, en ábyrgðir
Sambandsins vegna hans voru
verulegar, sérstaklega eftir að
Verslunardeildin hóf viðskipti við
Austurlönd fjær. Kunnugir telja
að litlar líkur séu á að þessum fyr-
irtækjum takist að standa við
skuldbindingar sínar og ábyrgð-
irnar muni því falla á Sambandið.
ÓTRYGGAR SKULDIR
DÓTTURFYRIRTÆKJA
Um síðustu áramót námu
skuldir dótturfyrirtækja Sam-
bandsins við það 1.114 milljónum
króna. Þetta voru rúmlega áttatíu
prósent veltufjármuna Sam-
bandsins ári 1991. Þessar 1.114
milljónir eru til komnar vegna
viðskiptaskulda dótturfyrirtækja
og beinna lána Sambandsins til
þeirra.
Sigurður Markússon, stjórnar-
formaður Sambandsins, vildi ekki
gefa upp hvernig þessar skuldir
skiptust á dótturfyrirtækin, en
sagði hreyfmgu á þessum reikn-
ingum í báðar áttir, þ.e. að fýrir-
tækin greiddu skuldir og Sam-
bandið lánaði þeim áffam. Þessar
skuldir hækkuðu um 144 milljón-
ir frá árinu 1990, sem þýðir að
lánin voru þeim mun meiri en
endurgreiðslur til SfS.
Leiða má líkur að því að Sam-
bandið þurfi ekki að lána stönd-
ugustu fyrirtækjum sínum, svo
sem Islenskum sjávarafurðum,
Samskipum hf. og Regin, verulega
fjármuni. Auk þeirra eru stærstu
dótturfyrirtæki SfS Mikligarður,