Pressan - 01.10.1992, Page 19

Pressan - 01.10.1992, Page 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 19 E R L E N T Efnahagsundrið sem var í plati Fyrir nokkrum árum var almennt talað lofsamlega um ítalska efnahagsundrið. Ítalía væri komin í hóp stórvelda sem takandi væri mark á. Það reyndist della. Vegna óstjórnar og spillingar er Ítalía nánast gjaldþrota. Stjórnmálaflokkar vaka yfir öllum matarholum og lama allt frumkvæði. Kannski þarf evrópska yfirstjórn til að neyða ítali til að taka sér tak? Árið 1987 var mikið fjölyrt um efnahagsundrið sem hefði átt sér stað í Italíu. Bettino Craxi, for- sætisráðherra og leiðtoga flokks sósíalista, var mjög umhugað um að það spyrðist út að hann hefði unnið bug á verðbólgunni, styrkt fjárhag ríkisins og aukið hróður Itala út á við. Áður hefðu þeir ver- ið kunnir fyrir glundroða í efna- hags- og stjórnmálum; nú væri Ítalía ábyrgt og öflugt land. f ítölskum fjölmiðlum var mikið rætt og ritað um „il sorpasso“; kannski er hægt að kalla það framúraksturinn. I því fólst að Ítalía væri í fimmta sæti í röð efnahagsstórvelda heimsins, á eft- ir Bandaríkjunum, Japan, Þýska- landi og Frakklandi, en hún hefði farið ffam úr Bretum. Bretar urðu eðlilega mjög áhyggjufullir og upphófu mikil samanburðarfræði milli fjármálanna á ftalíu og heima fyrir. Á Ítalíu hafa stjórnmálaflokkar og stórkapítalistar fjölmiðlana á snærum sínum. Þeir eru gjarnan notaðir til að veija hagsmuni eða boða viðhorf stjórnmálaflokka. Þar er semsagt ekki alltaf hægt að búast við nákvæmum eða óvil- höllum fréttaflutningi. En erlendir fjölmiðlar bjuggu ekki við slíkan þrýsting. Samt ruku þeir flestir upp til handa og fóta og slógu ítalska efnahagsundrinu upp í fréttatímum og á forsíðum. Inter- national Business Week skrifaði um „Nýja endurreisn á Ítalíu“, L’Express í Frakklandi og Neivs- week í Bandaríkjunum skrifuðu um kraftaverkamenn á borð við Gianni Agnelli hjá Fiat, fjölmiðla- kónginn Silvio Berlusconi og tískustjórann Luciano Benetton, sem hefðu breytt Ítalíu í öflugt efhahagsvirki. í blaðagreinum voru ýmsar til- gátur á lofti. Ein var sú að veikar ríkisstjórnir, sem flestum virtist hálfgert þjóðarmein á Ítalíu, væru í raun dulbúin blessun. Þær hefðu nefnilega leyft hinu nafntogaða „neðanjarðarhagkerfi" landsins að blómstra — það væri nú orðið einn helsti styrkur þess. ER ÍTALIAI' RAUN GJALD- ÞROTA? Ef menn hefðu staldrað við hefði varla verið svo flókið að sjá hvað hafði í rauninni gerst: Lægra olíuverð og hagstæð gengisskrán- ing hafði aukið svigrúm ítala, þetta var ekki annað en stund milli stríða. Með ótæpilegum op- inberum útgjöldum höfðu ftalir náð að fleyta sér yfir hæðir og lægðir í heimsbúskapnum. Afleið- ingin varð sú að skuldir ríkisins voru næstum 100 prósent af þjóð- arframleiðslu. Og aðeins fimm árum síðar er þessi glansmynd í molum. Raun- veruleikinn er allur annar. Kannski er dæmigert fyrir ástandið hneykslismál sem bloss- aði upp í Mílanó í vor. Það kom á daginn að kaupsýslumenn og stjórnmálamenn úr öllum stóru flokkunun höfðu þegið mútufé til að liðka fyrir ýmsum fram- kvæmdum. Versta útreið fékk þó sósíalistaflokkur Craxis, sem stjómaði borginni síðustu 15 árin. Craxi varð að gefa upp á bátinn fyrirætlanir um að verða forsætis- ráðherra í annað sinn eða jafhvel forseti. Honum og fólki hans hef- ur meira að segja verið líkt við Ce- mtses'cu-fjölskylduna í Rúmeníu, enda voru ýmsir nánustu sam- starfsmenn hans, sonur hans og mágur viðriðnir málið. Italía er aftur komin í sitt gamla hlutverk, sem eitt veikasta og óstöðugasta ríki álfunnar. Sumir hagfræðingar telja að landið sé í raun gjaldþrota. Árið 1991 voru erlendar skuldir Ítalíu 1.470 tril- ljón lírur eða 104 prósent af þjóð- arframleiðslu. Miðað við höfða- tölu eru það tvöfaldar skuldir Bandaríkjamanna, sem eru þó engar liðleskjur í skuldasöfnun. Til að uppfylla ákvæði Maastricht- samningsins um Evrópusamruna má fjárlagahalli á Ítalíu ekki vera meiri en 3 prósent af þjóðarfram- leiðslu 1992, heildarskuldirnar ekki meiri en 60 prósent og verð- bólgan ekki nema 1,5 prósentum hærri en í því Evrópubandalags- ríki þar sem hún er lægst. Svona- lagað rætist ekki nema í drauma- landinu. ftalskur iðnaður hefur að sönnu þurft að glíma við erfið vandamál á borð við dýrt vinnuafl og litla endumýjun en hann hefur líka notið mikilla forréttinda. Hann hefur verið verndaður fyrir erlendri samkeppni af innflutn- ingskvótum og háu hlutfalli virð- isaukaskatts. Itölskum íyrirtækj- um var frjálst að keppa á erlend- um mörkuðum, en á heimamark- aði gnæfði utan um þau eins kon- ar miðaldaborg. Þar fyrir innan máttu útlendingar ekki taka þátt. En nú fyrirskipar Evrópu- bandalagið að slíkir múrar séu teknir niður. Sökum þess hafa stórfyrirtæki á borð við Olivetti og Pirelli strax lent í vandræðum, en verst hefur þó ástandið verið hjá Fiat, þeirri risastóru bílaverk- smiðju. Á aðeins fjórum árum hefur markaðshlutdeild Fiat heima minnkað úr 60 prósentum í 43 prósent. ALLTUMFAÐMANDIFLOKKS- RÆÐI Vandamálin á Italíu eru ekki ný af nálinni. Ein kenningin er sú að þau hafi byrjað fyrir löngu, fyrir svona 50 ríkisstjórnum. Eftir stríðið bjuggu stjórnmálaflokk- arnir ítölsku til nýjar leikreglur. Af völdum þeirra er kerfið nú að hruni komið. Alltof margir stjórn- málaflokkar gátu fengið menn kosna á þing. Afleiðingin varð sú að ríkisstjórnir voru nær undan- tekningarlaust veikar. Tómarúm- ið sem myndaðist fylltu stjórn- málaflokkamir sem þöndust út og náðu völdum yfir öllum helstu stofnunum þjóðfélagsins. Á ítölsku hefur þetta verið kallað „partiticrazia" eða einfaldlega flokksræði. Ólíkt því sem þekkist í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum hefur mikið til sama ríkisstjómin verið við völd á Ítalíu allar götur síðan 1948, þótt að forminu til hafi þær verið nær óteljandi. f næstum fimmtíu ár hafa kristilegir demó- kratar notið aðstoðar sósíalista- flokksins, sósíaldemókrata, ffjáls- lyndra og lýðveldissinna við að viðhalda þessij hárnákvæma valdajafnvsegi. Opinberi geirinn hefur alltaf verið ákaflega stór á Ítalíu og hon- um skiptu flokkarnir bróðurlega á milli sín; ríkisbönkum, stórfyrir- tækjum í eigu ríkisins, sjónvarps- og útvarpsstöðinni RAI, háskól- um, sjúkrahúsum og menning- arstofnunum á borð við Scala- óperuna, Feneyjatvíæringinn, ólympíunefndina og íþróttasam- böndin. Þetta fyrirkomulag hefur geng- ið undir nafninu „sottogoverno“, sem þýðir hin ríkisstjórnin eða undir-ríkisstjómin. Það felur í sér að störfum, háum og lágum, er deilt milli flokkanna, hlutfallslega eftir stærð, samkvæmt kerfi sem kallast „lottizzazione" eða einfald- lega úthlutunin. Á hverju þrepi stjórnkerfísins hafa flokkarnir álcveðinn fjölda stöðugilda í sam- ræmi við úrslit síðustu kosninga. Þetta á jafnt við um bankastjóra og dyraverði, stjórnarformenn og undirtyllur. Við myndun ríkisstjórna hafa menn ekki gleymt hinu alltum- faðmandi „lottizzazione" og regl- um þess, sem eru varðveittar I bæklingi sem gengur undir heit- inu „manuale Cencelli", en hann er kenndur við einn þingmann kristilegra demókrata. I kringum 1950 bjó hann til mælistiku sem ákvarðar vægi hverrar stöðu í rík- isstjórn og þar í grennd. Þar eru engir undanþegnir, hvorki vold- ugustu ráðherrar né aumustu að- stoðarráðherrar. FÁHEYRÐ SPILLING Þetta kerfi teygir sig út um alla anga þjóðlífsins. Dyggum flokks- mönnum, eða kannski pólitískum varðhundum, er ætlað að stjórna því hverjir verkefni við stór- fram- kvæmdir, þeir útdeila lánsfé og sýsla með stöðuhækkanir og eftir- launasjóði. Þeir ákveða hverjir hljóta styrki eða skattfríðindi. Lokatilgangur þessa ferlis er að treysta völd hvers flokks og for- manns hans, beita þeim áhrifum sem í kerfinu felast til að tryggja kjörfylgi og kannski auka það. Það er næstum óhugsandi að komast í góða stöðu hjá ríkinu eða fyrirtæki sem því tengist án þess að tilheyra stjórnmálaflokki. Líkt og var undir stjórn fasista hafa ótal ftalir neyðst til að gerast flokksmenn, í þeim tilgangi ein- um að tryggja lífsa'fkomu sína. Þannig má í raun segja að ftölum hafi verið meinað að njóta borg- aralegra réttinda sinna. Afstaða þeirra til stjórnmálaflokkanna er nánast eins og milli bænda og að- alsmanna á lénstímanum. Menn komast ekki áfram fyrir eigin verðleika, heldur þiggja þeir upp- hefð sína að ofan, frá flokknum. Og flokkurinn getur tekið affur burt það sem hann gaf. „Lottizzazione“-kerfið og van- hæfiii opinbera geirans gátu af sér slíka spillingu að annað eins þekk- ist varla í heiminum. „Bustarella“ þýðir einfaldlega umslag. En í daglegu tali felur það í sér að um- slagið hefur að geyma smávegis mútur. Þær hafa lengi verið nauð- synlegar til að herða á skrifræðis- bákninu, jafnvel til að fá tíman- lega einfalda hluti eins og nýtt ökuskírteini. „Tangenti“ er nafnið á stórfelldari mútum, án þeirra er ekki hægt að tryggja sér að hreppa opinbert útboð. Samkvæmt Antonio Di Pietro, sem er saksóknari í hneykslismál- inu mikla í Mílanó, er líkt og þegj- andi samkomulag um það í land- inu að „tangente" hljóði upp á 10 prósent af heildarverðmæti út- boðs. Ef verktakar eru ekki reiðu- búnir að beygja sig undir þetta hafa þeir enga von um að fá verk. Stærsta dæmi um spillingu, svik og fjáraustur úr opinberum sjóðum sem menn þekkja til var enduruppbygging í héruðunum Campaniu og Basilicata á Suður- Ítalíu effir jarðskjálfta 1980. Á 11 árum hefur ríkisstjórnin eytt slík- um fjármunum þar að það myndi nægja til að byggja þrenn Ermar- sundsgöng. Félagsfræðingur sem rannsakaði þessar framkvæmdir skrifaði að siðleysið hefði náð slík- um hæðum og væri svo útbreitt að það hefði lfldega valdið óbæt- anlegum skaða á siðgæðisvitund íbúanna á svæðinu. BJARGAREB ÍTÖLUM? Allt er á sömu bókina lært. Ef menn hafa þetta í huga kemur varla á óvart að járnbrautirnar á Ítalíu hafa tvöfalt fleiri starfsmenn á hvern kflómetra en járnbraut- irnar í Frakklandi. Póstþjónustan er sú seinlegasta í Evrópu. Og allar tilraunir til að hafa hemil á rflcisút- gjöldum eru dæmdar til að mis- takast, landið sekkur æ dýpra í skuldafenið. Það er varla furða þótt ítalir séu búnir að missa endanlega trú á ríkisvaldinu, stjórnmálaflokkun- um eða möguleikanum á að þjóð- in geti einhvern tíma borðið höf- uðið hátt sem fullgildur meðlimur í nánu samstarfi Evrópuþjóða. Menn hafa litla trú á að hægt sé að lappa upp á gamla kerfið; eina ráðið virðist vera að kasta því fyrir róða og byrja upp á nýtt. f þessu er samt ákveðin þversögn. ítalir formæla stjórnmálaflokkunum, en þegar á hólminn kemur er það þeim ekki á móti skapi efþeir geta notað þá til að komast áfram í líf- inu. Þeir heimta að komið sé á röð og reglu, en sjálfir umgangast þeir lögin af mátulegri virðingu. Því er kannski ekki furða hversu hlynntir ftalir eru samein- aðri Evrópu. Von þeirra er sú að evrópsk yfirstjóm muni neyða þá til þeirra umbóta sem ítalskar rflc- isstjórnir hafa reynst ófærar um og kæra sig kannski ekki heldur um: Skera niður rfldsútgjöld, út- rýma spillingu, bæta opinbera þjónustu og kasta hinum ofvemd- uðu risafyrirtækjum út í ólgusjó samkeppni og ef til vill einkavæð- ingar. En málið er ekki svona einfalt. Það hefur verið reiknað út að ef Ítalía á að standast þau skilyrði sem sett eru í Maastricht-samn- ingnum gætu um 600 þúsund manns misst vinnuna. Ekki er ósennilegt að sú tala gæti orðið allmiklu hærri. En það er kannski ekki svo hræðilegt í Ijósi þess að Ítalía er stærsti innflytjandi Mercedes Benz-bifreiða og kampavíns í heiminum. Ennfremur — í skýrslu sem birt var fyrir nokkr- um árum kom í ljós að 54 prósent starfsmanna á stjórnarskrifstofum gegndu einhveiju öðru starfi lúca, 33 prósent notuðu skrifstofuna til að selja einhverjar vörur og 27 prósent notuðu vinnustundirnar til að reka önnur fýrirtæki. Kannski þurfa ftalir einfaldlega að taka ærlega til hendinni. Drottningin bíður í biðrðð Lýðveldisflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningum á Bretlandi. Fjölskylda drottningar verður að láta af hendi auðæfi sín og flytur ( subbulega bæjarblokk. Þar skortir allt: J/ peninga, mat, hita og þægindi. Filippus prins leggst í þung- lyndi og segist ekki ætla að standa upp úr rúminu fyrr en hann deyr. Margrét prinsessa reynir að sníkja heimboð. Hinum fjölskyldumeðlimunum gengur betur: Karl prins lætur hárið á sér vaxa í fléttu og fæst við garðyrkju og félagsstörf. Diana prinsessa grætur í fyrstu, en finnur sáluhjálp í búð sem selur notuð föt. Anna prinsessa reynist afar raunsæ og dugleg og lærir á þvotta- vél. Elísabet drottning á heldur ekki í vandræðum, enda man hún ráðleggingar fóstru sem gætti hennar í bernsku, bíður í biðröðum eftir aurum frá félagsmálastofnun og prúttar við slátrara um bein handa hundinum. Þetta er í megindráttum söguefni nýrrar bókar eftir Sue Townsend, sem skrifaði metsölubækurnar um piltinn Adrian Mole. Þessari bók er líka spáð metsölu, hvernig ../ mætti annað vera? Selst ekki allt sem tengist j skrípaleiknum kringum bresku hátignirnar?

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.