Pressan - 01.10.1992, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
VANESSA PARA.DIS
VILL HElffiSFRÆGD
MATISSE ER GOÐUR Verk eftir Henri Matisse eru holl; fögur, bjartsýn, glaðleg. Veitir ekki af á
svona tímum. Þetta þykjast menn ráða af gríðarlega mikilli Matisse-sýningu sem hefur verið hengd upp í
Museum of Modern Art (MOMA) í New York og á engan sinn líka. Á sýningunni eru um 400 verk eftir
meistarann, en katalógurinn vegur tvö og hálft kíló. Svo viðamikil yfirlitssýning á verkum Matisse hefur
ekki verið hengd upp síðan í París 1970, og sýningin í MOMA er stærri ef eitthvað er. Ekki þykir heldur
skemma að þarna eru verk sem ekki hafa sést á Vesturlöndum í háa herrans tíð; þau hafa verið fengin að
láni úr Hermitage-safninu í Sankti Pétursborg og Pusjkín-safninu í Moskvu, þar sem þau lentu fýrir bylt-
ingu.
íhaldsmenn í Bandaríkjunum
sakna nú Ronalds Reagan sárt.
Það sýndi sig meðal annars á
landsfundi repúblikana í ágúst
þar sem hann var hvattur til að
bjóða sig aftur fram til forseta og
bjarga þannig íhaldsstefnunni úr
höndunum á George Bush. í for-
setatíð Reagans reis hreyfmg
bandarískra íhaldsmanna hærra
en nokkru sinni fyrr, réð lögum
og lofum í pólitískri umræðu um
bæði utanríkis- og innanríkismál
og hafði raunveruleg völd til að
hrinda hugmyndum sínum í
framkvæmd. Nú eru þau völd að
leka úr höndunum á Bush og
íhaldsmenn sjá ffam á eyðimerk-
urgöngu eftir tiltölulega stuttan
valdatíma. Þeir beijast sín á milli
um eignarhald á íhaldsstefnunni
og eru að leysast upp í frumeindir
sínar.
UNDARLEGUR KOKTEILL
HÆGRIMANNA
íhaldsmenn eiga sér ekki langa
sögu í bandarískri pólitík og sem
hreyfmg urðu þeir ekki til fyrr en
kringum 1960. Fram að því töld-
ust til hægrimanna einangrunar-
sinnar, sem börðust gegn NATÓ
og þátttöku Bandaríkjanna í Kór-
eustríðinu; smáatvinnurekendur,
sem óttuðust að New Deal og Fair
Deal Roosevelts og Trumans
væru fyrsta skrefið að Sovét-
Bandaríkjunum; andkommúnísk-
ir skoðanabræður McCarthys,
sem sáu samsæri heimskommún-
ismans undir hverju rúmi; frjáls-
hyggjumenn, sem óttuðust að
nýtt öryggismálaappírat ógnaði
lýðréttindum fólks; iðnjöfrar, sem
vildu viðhalda tollmúrum til varn-
ar samkeppni utan frá; rasistar og
þjóðernissinnar, sem töldu
blökkufólk, gyðinga og kaþólikka
ógna stöðu norður-evrópskra
mótmælenda; og „hefðbundnir"
íhaldsmenn sem sóttu hugmyndir
sínar til Disraelis og Edmutids
Burke.
Það var fleira sem sundraði en
sameinaði þessa hópa. Þeir rifust
harkalega um afstöðuna til
Dwights Eisenhower og Roberts
Taft sem forsetaframbjóðanda
repúblikana 1952, en aðeins tíu
árum síðar var orðin til sameinuð
hreyfing íhaldsmanna sem á end-
anum bar Ronald Reagan á hönd-
um sér inn í Hvíta húsið.
Sheryl Lee leikur Lauru Palmer
David Lynch
fær útreið
Hérumbil eina hrósið sem leik-
stjórinn David Lynch hefur fengið
fyrir nýjustu kvikmynd sína er að
hún sé ekki jafnóþolandi tilgerð-
arleg og síðasta mynd hans, „Wild
at Heart“, sem reyndar fékk af
einhverjum óskiljanlegum ástæð-
um verðlaun í Cannes. Nýja
myndin heitir „Fire Walk with
Me“ og fjallar um persónur sem
komu fyrir í „Twin Peaks“-sjón-
varpsþáttunum. Gagnrýnendur
hafa hakkað myndina í sig og
hvatti einn þeirra, John Anderson,
sem skrifar í Newsday, áhorfend-
ur til að koma með bók í bíóið.
Þeir gætu notað hana til að byrgja
sér sýn.
Bretar vilja
meira hlám
FRÁ GOLDWATER
TILREAGAN
Lausnin byggðist á því að út-
hýsa einangrunarhyggju og gyð-
ingahatri, boða ríkisafskiptaleysi
innanlands og krossferð gegn
kommúnismanum í utanríkis-
málum. Ljósmóðir þessara hug-
mynda var William F. Buckley jr.
og tímarit hans, National Review,
en það reyndi fyrst á þessa stra-
tegíu með forsetaffamboði Barrys
Goldwater árið 1964. Goldwater
tapaði illa, en á flokksþingi repú-
blikana það ár hélt Ronald Reagan
ræðu sem skaut honum upp á
stjórnmálahimininn og skilaði
honum forsetaembættinu sextán
árum seinna.
Næstu tuttugu árin stækkaði
smám saman kosningabandalag
hægrimanna, skaut föstum rótum
meðal hvítra í Suðurríkjunum og
fékk nýja vigt með viðbót krist-
inna bókstafstrúarmanna á borð
við Jerry Falwell og Pat Robert-
son. Það var reyndar gyðingur,
Howard Phillips, sem fékk Falwell
og félaga til að stofha Moral Maj-
ority árið 1978, ekki af trúar-
ástæðum, heldur pólitískum —
ætlunin var að ná til hvítra, krist-
inna millistéttardemókrata. f hóp-
inn bættust líka demókratar sem
þótti flokkur sinn of linur í barátt-
unni gegn kommúnismanum og
kölluðu sig nýíhaldsmenn.
Hreyfingin náði hátindi sínum
með kjöri Reagans árið 1980, en
tíu árum seinna var fylgi hennar
hrunið. Hún er nú áttavitalaus og
að leysast upp í innbyrðis deilum.
Að kalda stríðinu loknu hafa skot-
ið upp kollinum gömul deilumál
og nú er rifist um svipaða hluti og
fyrir fjörutíu árum, mál á borð við
fríverslun, innflytjendur, stuðning
við ísrael, efhahagsmál, fóstureyð-
ingar og bænahald í skólum.
Bretar hafa
alltaf þótt með
teprulegri þjóð-
um og almanna-1
rómur segir að
fátt sé lítilfjör-
legra en breskir;
elskhugar. Fræg
ur húmoristi sagði einhvern tíma
að á meginlandinu hefðu menn
kynlíf, á Bretlandi hefðu menn
hitapoka. Þar í landi hafa menn
líka verið mjög stífir á að banna
allt sem talist getur klám. En eitt
hvað gæti verið að losna um
hömlurnar því núorðið er fátt vin-
sælla á Bretlandi en myndbönd
þar sem fólk er frætt um unaðs
semdir kynlífsins. fsinn var brot-
inn með myndbandinu Lovers
Guide sem kom út í september í
fyrra (ekki löngu síðar á íslandi!).
Það seldist í 450 þúsund eintök-
urn og síðan hafa svipuð mynd
bönd flætt á markaðinn og selst
fyrir næstum einn og hálfan millj-
arð íslenskra króna. Könnun sem
Gallup gerði hefur leitt í ljós að 80
prósent notenda myndbandanna
vildu fleiri og betri nærmyndir.
Bush forseti getur helst reitt sig á stuðning kristinna bókstafstrúarmanna.
Prince er ekki
poppkóngurinn
Nýskeð skrifaði poppstjarnan
Prince undir samning við Warner
Brothers-fyrirtækið, sem er stærri
og meiri en þeir samningar sem
Warner gerði við Madonnu og
Sony við Michael Jackson. Samn-
ingur Prince hljóðar upp á 100
milljónir bandaríkjadala, en
samningar Madonnu og Jacksons
upp á 60 milljónir dala. Þetta
kemur nokk-
uð á óvart,
því tölur sýna
að plötur
Prince seljast
mun verr en
afurðir Mad-
onnu og
Jacksons.
Jackson á
náttúrlega
m e t i ð ,
„Thriller“-
platan hans
seldist í 48
milljónum
eintaka um
allan heim,
en síðasta plata hans, „Dangero-
us“, í 15 milljónum eintaka. Þótti
það heldur dræmt. Mest selda
plata Madonnu er „True Blue“ ffá
1986; seldist í 17 milljónum ein-
taka, en síðasta plata hennar, „Im-
maculate Collection“, í 11 milljón-
um eintaka. Langmest selda plata
Prince er „Purple Rain“ ffá 1984.
Hún seldist í nær 15 milljónum
eintaka, en hinar plöturnar hafa
selst í minna en 5 milljónum ein-
taka. Undantekningin er þó „Di-
amonds & Pearls“ sem kom út í
fyrra. Hún seldist í tæpum 6 millj-
ónum eintaka. Talið er að Warner
Brothers hyggist ekki einungis
nota Prince til að spila inn á plöt-
ur, heldur verði hann líka fenginn
til að semja kvikmyndatónlist og
semja lög fyrir aðra flytjendur.
Vanessa Paradis varð stjarna í Frakk-
landi þegar hún söng lagið „Joe le
Taxi" aðeins 14 ára gömul. Síðan
þá hafa flestallir Frakkar vitað af
tilvist þessarar unglingsstjörnu
og upp á síðkastið hefur mátt sjá
hana inni í fuglabúri í auglýs-
ingu frá Chanel-snyrtivörufyrir-
tækinu. En nú er Vanessa
Paradis orðin 19 ára og
hyggur á meiri frægð og
frama. Hún er nýbúin að
syngja inn á hljómplötu
lög sem hún flytur á
enskri tungu og bíður
eftir að slá í gegn.
Músíkin þykir minna
ansi mikið á sjöunda
áratuginn, sem
kemur kannski ekki
á óvart, þegar haft
er í huga að eng-
inn annar en nos-
talgíupopparinn
Lenny Kravitz
stjórnaði upptök-
um. Kravitz varáður
kvæntur Lisu Bonet
Cosby-barni, en þau
skildu og nú ganga
sögusagnir um sam-
hans og Vanessu
Paradis. Ekki hafa þær
sögusagnir orðið
máttlausari eftir að
spurðist út að eitt
lagið á plötunni
heitir Vanessa
Paradis og
a n n a ð
Lenny Kra-
■r------------- vitz-
BUSHER
BLÓRABÖGGULLINN
fhaldsmenn eiga einn sameig-
inlegan blóraböggul: George
Bush. Forsetinn er ekki íhalds-
maður af hugmyndafræðilegum
ástæðum, heldur stéttarlegum.
Hann var harður andstæðingur
Reagans þar til árið 1980, en not-
aði stuðning hans og arfleifð sér til
framdráttar og þarf enn á því að
halda. Alvöruíhaldsmenn saka
hann um svik við málstaðinn, en
þeir eiga engan leiðtoga sem getur
ógnað honum. Pat Buchanan
reyndi og rak fleyg í hreyfinguna,
en málstaður hans — einangrun-
arhyggja, gyðingahatur og rasismi
— nær seint fjöldafylgi. Hann
boðaði „trúarstríð“ í ræðu á
flokksþinginu og flestir sneru sér
undan í hryllingi.
Annar, sýnu geðfelldari íhalds-
maður er Jack Kemp húsnæðis-
málaráðherra, sem nýtur virðing-
ar fyrir alvörutilraunir til að leysa
vandamál fátækra. Á nýlegum
fundi ungra íhaldsmanna í Wash-
ington var spurt hversu margir
væru reiðubúnir að fylgja Kemp
úr Repúblikanaflokknum ef hann
byði sig fram til forseta. Þrír
fjórðu fundarmanna réttu upp
hönd, þeirra á meðal margir sem
nú starfa fyrir Bush. Forsetinn
hefur hins vegar aldrei tekið undir
hugmyndir Kemps og hefur ítrek-
að neitað að gera þær að kosn-
ingamáli.
Sterkasta stoðin í kosninga-
bandalagi íhaldsmanna er nú
kristnir bókstafstrúarmenn og
segir það sitt um ástandið. Pat Ro-
bertson reyndi sjálfur forseta-
framboð árið 1988, en reynslan
sýnir að málstaður trúarkredd-
unnar er frambjóðendum til traf-
ala meðal þorra kjósenda. Þeir
íhaldsmenn, sem aðhyllast frí-
hyggju, líta á þessa hreyfingu sem
hættulegt afturhald og vilja losna
við hana út í hafsauga.
Margir nýíhaldsmenn nenna
ekki að láta kenna sig við kreddu,
rasisma og bókstafstrú og eru
farnir að renna hýru auga til Bills
Clinton, sem þeir segja líklegri en
Bush til að vinna að lýðræði og
þjóðffelsi í utanríkismálum.
Andstaða íhaldsmanna við
Bush forseta lýsir þó lfka sjálfsaf-
neitun. Þeir segja hann prinsipp-
lausan og skoðanalítinn, en
gleyma að hnignun Bush á sér
ekki síður rætur í vanda íhalds-
manna: þeir eru ekki lengur færir
um að sjá honum fyrir heild-
stæðri, sannfærandi sýn á Banda-
ríki framtíðarinnar og hlutverk
landsins í alþjóðamálum. Og án
slíkrar aðstoðar nær George Bush
aldrei langt._______________________
Karl Th. Birgisson
íhaldsmenn í upplausn
Leiðtogalaus hreyfing amerískra íhalds-
manna er að leysast upp í frumeindir sínar.
Þeir beina nú spjótunum inn á við og eiga
fátt sameiginlegt lengur annað en fyrirlitn-
inguna á George Bush.