Pressan - 01.10.1992, Side 24
24
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 1. OKTÓBER 1992
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri GunnarSmári Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason
SigurðurMár Jónsson
Auglýsingastjóri Sigrfður Sigurðardóttir
Dreifingarstjóri HaukurMagnússon
Farið hefur
fé betra
I PRESSUNNI í dag er greint frá stöðu Sambands íslenskra
samvinnufélaga. Þar kemur fram að staða fyrirtækisins er mun
verri en ársreikningar þess gefa til kynna. f þeim eru eignfærðar
ónýtar kröfur á hálfgjaldþrota dótturfyrirtæki sem engar líkur eru
til að innheimtist. Þá er ekki tekið tillit til ábyrgða, sem Samband-
ið hefur gengist í vegna illa staddra samstarfsfyrirtækja, sem að
öllum líkindum munu falla á Sambandið. Auk þess skuldfærir
Sambandið ekki eftirlaunaskuldbindingar sínar gagnvart starfs-
mönnum sínum. Loks er eign fyrirtækisins í Sambandshúsinu á
Kirkjusandi eignfærð á verði sem er langt fyrir ofan hæsta verð
sem skrifstofuhúsnæði hefúr verið selt á á íslandi.
Þegar þetta er allt tekið saman má draga í efa að Sambandið
eigi fyrir skuldum. Þó er reiknað með að hægt sé að selja hlut þess
í dótturfyrirtækjum á því verði sem hann er eignfærður á í reikn-
ingum Sambandsins, en hægt er færa rök að því að einhver þess-
ara fyrirtækja séu of hátt metin í reikningunum.
Þegar litið er yfir þessa stöðu er Ijóst að Landsbankinn er ekki
að leysa til sín eignir Sambandsins til að létta skuldastöðu þess og
tryggja hagsmuni sína. Þessi aðgerð bankans er örvæntingarfúll
tilraun til að bjarga því sem bjargað verður eftir að hafa leyft
þessu fyrirtæki að vaða í sjóði sína um margra áratuga skeið.
Það er ljóst að nú sér fyrir endann á sögu Sambandsins og er
sjálfsagt fáum eftirsjá í því. Þetta fyrirbrigði, sem eitt sinn var talið
eitt af mátarstólpum þjóðfélagsins, mun ekki skilja eftir sig nein
raunveruleg verðmæti önnur en uppsafnaðan hermangsgróðann
í Regin, eitt olíufélag, lítið skipafélag og nokkur önnur misilla
rekin fyrirtæki. Miðað við umfang Sambandsins á undanförnum
áratugum og óstjómlegt fjármagnsstreymi til þess telst þetta vart
mikið. Það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að sjá fyrir hvað hefði
betra mátt gera við þessa fjármuni.
En þótt endalok Sambandsins blasi við þráast þeir starfsmenn
þess, sem ekki ganga út á almennum vinnumarkaði, við. Þeir
vilja halda í þá trú að fyrirtækið hafi einhvern tilgang — ef ekki
vill betur, þá sem einskonar félagasamtök kaupfélaganna.
Það er vel hugsanlegt að sú verði raunin. Að þessi fyrrum risi í
íslensku viðskiptalífi endi sem nokkurs konar Akademía Café
Óperu, þar sem Sambandsforkólfarnir geta komið saman og rætt
hugðarefni sín.
Og þótt þessi endalok séu hjákátleg er ekki hægt að horfa upp á
þau með sorg í hjarta. Sambandið er fyrir löngu orðið tákn um þá
sjúku viðskiptahætti sem hér viðgengust lengi og hafa dregið
mestan mátt úr þessari þjóð. Þó ekki væri fyrir annað; þá væri
fagnaðarefni ef Sambandið yrði lagt niður sem tákn um að þjóðin
vilji reyna að þokast í átt að heilbrigðari háttum.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan
Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080
Faxnúmen
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friðriksdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari,
Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn
Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, össur Skarphéðinsson.
Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún
Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason.
Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
V I K A N
SÓKNARFÆRl í CHILE
Einn vanmetnasti maður þessa
lands er sjálfsagt Ingjaldur Hanni-
balsson. Þessi fyrrum forstjóri
Álafoss veitir nú Utflutningsráði
forstöðu. Honum hefúr á skömm-
um tíma tekist að efla ráðið svo
það er nú farið að leita nýrra at-
vinnutækifæra langt fyrir utan
hefðbundna markaði íslendinga.
Ingjaldur hefur til dæmis fundið
ótrúlega sóknarmöguleika í Chile.
fslenskir útflytjendur láta sér hins
vegar fátt um finnast þrátt fýrir að
Ingjaldur hafi sent sinn mann ut-
an til Chile þar sem hann var þrjá
mánuði að reyna að grafa upp ný
atvinnutækifæri. Það kann því að
fara svo að þetta þriggja mánaða
starf mannsins sé það eina sem
Útflutningsráð og Ingjaldur finna
í Chile. Það ætti kannski ekki að
koma neinum á óvart, því þannig
hefur afraksturinn af starfsemi
ráðsins verið hingað til. Einu
störfin sem það býr til er til handa
starfsmönnum ráðsins sjálfs.
FREKAR ÞÁ SEM GETA EKKI
Það hefúr löngum verið sagt að
þeir sem geta ekki snúi sér að
kennslu. Þannig eru kennararnir í
Verzlunarskólanum þeir sem
kunna ekki bissness. En þótt þeir
kunni ekki bissness gátu þeir samt
fengið lóðina sem MacDonald’s-
keðjan sóttist eftir í Kringlunni —
og kunna þeir MacDonald’s-
menn þó nóg fýrir sér í bissness.
En borgarráð kaus heldur að búa
þeim sem kunna ekki bissness að-
stöðu til að kenna fleirum hana en
leyfa þeim sem sannarlega kunna
sinn bissness að stunda hann.
KRISTJÁN FELLDI
GENGIÐ
Nú hefur Kristján
Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra út-
vegsmanna, talað og því
er vandséð hvernig
gengi íslensku krónunn-
ar verður varið. Kristján
vill fella gengið og þá
verður það fellt. Það
kann vel að vera að ráð-
herrar geti spyrnt við
fótum í fáeinar vikur en
sagan sannar að það er
alltaf Kristján sem sigrar
að lokum. Ef hér væri
virkur gjaldeyrismark-
aður hefðu spákaupmenn séð um
að fella gengið um leið og Kristján
sleppti orðinu. En þar sem gengið
er fast en ekki frjálst mun einhver
tími líða áður en það hlýðir orð-
um Kristjáns.
HVERS VEGNA
Er almenningi treystandi til að
kjósa í almennum kosningum
efhonum er ekki treystandi til
að kjósa um EES?
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON, AÐSTOÐARMAÐUR UTANRIKISRÁÐHERRA, SVARAR
Þannig hljóðar spurning
PRESSUNNAR. Spurningin er
villandi og veldur misskilningi.
Ég hef engan heyrt segja að
hann treysti ekki almenningi til að
kjósa um EES, þó ekki væri nema
vegna þess að kjósendur hafa þeg-
ar kosið um EES.
Það er hins vegar ekki sjálfgefið
að þeir eigi að gera það aftur svo
skjótt.
EES-málið var á dagskrá fyrir
síðustu kosningar og eitt af þeim
málum sem bar þar hæst. Núver-
andi stjórnarflokkar tóku afger-
andi jákvæða afstöðu til málsins
og sögðust mundu klára það á
svipuðum nótum og drög lágu
fýrir, ef þeir fengju hvor fyrir sig
umboð til stjórnarþátttöku frá
kjósendum.
Fyrrverandi samstjórnarflokk-
ar Álþýðuflokksins snerust hins-
vegar á móti EES-málinu að hluta
eða öllu leyti.
Um hvort tveggja var kosið í
síðustu kosningum í apríl 1991.
Síðan þetta gerðist eru aðeins
liðnir átján mánuðir.
f öllum aðalatriðum er sá EES-
samnmgur sem er til meðferðar í
Alþingi sá sami og lá fyrir í drög-
um fýrir átján mánuðum. Ef eitt-
hvað er þá er núverandi samning-
ur ótvíræðari og okkur hagstæðari
í dómstólamálinu svokallaða.
Auðvitað eru mörg álitamál í
samningnum, þar er einnig vissu-
lega margt sem mun þarfnast
frekari skýringa og eflaust verður
að leita úrskurðar um mörg mál,
þegar samningurinn fer að takast
á við raunveruleikann.
Þetta eru þó í reynd allt aukaat-
riði þótt eflaust heilli þau þá sem
unna þrætubókarlist og hafa gam-
an af málfundum. Deilur um svo-
kölluð stjórnarskrármál eru um
keisarans skegg og í reynd grund-
vallaðar á slíkum hártogunum að
einungis fáir menn gera sér grein
fýrir því um hvað sú deila snýst í
reynd.
Aðalatriðið er þó það að samn-
ingurinn er uppsegjanlegur með
tólf mánaða fyrirvara. Þessi upp-
sagnarréttur er einhliða og leysir
viðkomandi ríki undan öllum
réttindum og skyldum að upp-
sagnarffestinum liðnum.
Það er vissulega engin ástæða
til að halda þjóðaratkvæði um við-
skiptasamning, þótt umfangsmik-
ill sé, sem er uppsegjanlegur hve-
nær sem er með árs fýrirvara. Enn
síður á það við þegar síðustu
þingkosningar snerust að veruleg-
um hluta um þetta mál og núver-
andi stjórnarflokkar fengu ótví-
rætt umboð til að ganga ffá mál-
inu á Alþingi. Þessa ábyrgð ber
Alþingi að axla. Alþingismenn
mega ekki skjóta sér undan þess-
ari ábyrgð með því að vísa málinu
ff á sér.
f reynd má segja að búvöru-
samningurinn sem gerður var fýr-
Alþingismenn
mega ekki skjóta
sér undan þessari
ábyrgð með því að
vísa málinufrá sér
ir rúmlega ári hafi bundið hendur
ríkisvaldsins og þjóðarinnar
meira en EES-samningurinn ger-
ir, svo ekki sé nú talað um lögin
um kvótakerfið og lögbindingar
ffamtíðarsjávarútvegsstefiiu.
Síðastnefnda málið er örlaga-
mál fýrir þjóðina og miklu nær að
krefjast þjóðaratkvæðis um það
en EES.
Framtíðarbinding þjóðarinnar
verður, ef að líkum lætur, mun
meiri þar en gagnvart EES.
Þá erum við hins vegar komin
að spurningunni um notkun
þjóðaratkvæðis í stjómkerfi okk-
ar, en það er óháð EES-málinu.
Umræður þar um eiga vissu-
lega fúllan rétt á sér, en slíkt kerfi
þýddi óhjákvæmilegt valdaafsal
Alþingis.
FJÖLMIÐLAR
Lítill afrakstur afháum styrkjum
Á fjárlögum yfirstandandi árs
eru 80 milljónir ætlaðar til út-
gáfustyrkja til stjórnmálaflokka.
Þetta er álíka upphæð og varið er
samtals til rekstrar heilsugæslu-
stöðvanna á Akranesi, í Borgar-
nesi, Stykkishólmi, Ólafsvík, á
Gmndarfirði og í Búðardal. Þetta
em semsagt mildir penmgar.
Á sínum tíma hafa þessir
styrkir sjálfsagt verið rökstuddir
með því að sökum smæðar þjóð-
arinnar væri eðlilegt að ríkið
styrkti útgáfú blaða til að tryggja
lýðræðislega umræðu í samfélag-
inu. Með því væri komið í veg
fyrir að auglýsendur eða aðrir
fjársterkir aðilar gætu haft í hendi
sér hvaða blöð héldu velli og hver
lognuðust út af.
I sjáifu sér gef ég ekki mikið
fyrir þessa hugmynd. Stjórn-
málaflokkunum er engu betur til
þess treystandi en öðrum að
halda h'fi í blöðum. Og þegar allt
kemur til alls eru það fyrst og
ffemst lesendur sem hafa líf blað-
anna í hendi sér. Auglýsendur
koma á eftir lesendunum til blað-
anna en ekki öfúgt.
f raun skiptir engu máli hvort
hugmyndin er góð eða slæm.
Eins og málum er háttað í dag
hirða stjórnmálaflokkarnir þess-
ar 80 milljónir og nota í eigin
rekstur. Aðeins brotabrot af þeim
fiármunum fer til útgáfú. Stærst-
ur hluti fer í að halda uppi skrif-
stofum flokkanna, greiða starfs-
mönnum þeirra laun og borga
kosningabaráttu þeirra.
Þó að kosningum fylgi alltaf
einhver útgáfa er mér til efs að
þingmenn kæmust upp með að
samþykkja 80 milljóna króna
ffamlag til útgáfú kosningabæk-
linga. Það er því eðlilegt að meta
þennan styrk út ffá því hversu vel
hann nýtist til útgáfu blaða eða
tímarita.
Og hvað fær almenningur fýrir
80 milljónirnar sínar? Hugsan-
lega hafa þær haldið Alþýðublað-
inu, Tímanum, Degi og Veru á
floti. önnur blöð eða tímarit hafa
ekki notið þeirra.
Ef ég má svara fýrir mitt leyti;
þá vil ég frekar halda eftir mínum
hlut af 80 milljónunum en verja
þeim í þessi annars ágætu blöð.
Ég held að lýðræðisleg umræða í
þjóðfélaginu mundi ekki bera
mikinn skaða af þótt þau hyrfú.
Enda þótt revnsla mín af
heilsugæslunni í Ólafsvík sé ekki
góð eftir að botnlanginn í mér
sprakk þar um árið er ég sann-
færður um að þeim 80 milljónum
sem varið er til rekstrar heilsu-
gæslustöðva á Vesturlandi er bet-
ur varið en þeim 80 milljónum
sem fara í að halda uppi Tíman-
um, Degi, Alþýðublaðinu og
Veru.____________________________
Ciunnar Smárí Egilsson