Pressan - 01.10.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
25
ITJÓRNMÁL
EINAR KARL HARALDSSON
E inkabankar standast ekki markaðslögmálin
„Stórir viðskiptabankar og tryggingarisar
eru í raun engin venjulegfyrirtœki heldur
greiðslukerfi sem hríslast um allt samfé-
lagið. Séu þau tekin úr sambandi er það
eins og rafmagnið sé tekið afþjóðinni. “
Einkavæðing banka og ríkisfyr-
rtækja er á dagskrá núverandi
íkisstjórnar. Um leið er verið að
ifnema opinbera stýringu á fjár-
nagnsmarkaði og opna fyrir inn-
enda og erlenda samkeppni.
Vnnars staðar á Norðurlöndum er
>egar búið að reyna þessa stefnu.
)g niðurstaðan er sú að markaðs-
ögmálin ná ekki yfir stóru einka-
lankana vegna þess að þeir eru í
aun „þjóðbankar“ sem ekki er
eyft að fara á hausinn.
Stórir viðskiptabankar og
:ryggingarisar eru engin venjuleg
yrirtæki heldur greiðslukerfi sem
íríslast um allt samfélagið. Séu
Dau tekin úr sambandi er það eins
3g rafmagnið sé tekið af þjóðinni.
■Uhafnalíf og þjóðlíf stöðvast,
Djóðríkið leggur upp laupana.
Bankar, fjárfestar og fyrirtæki
innars staðar á Norðurlöndum
stunduðu spákaupmennsku víða
um heim allan síðasta áratug í
kjölfar aukins frjálsræðis og
einkavæðingar. Þegar spennufall
varð á fjármagnsmörkuðum kom
í ljós að ævinfyralegir fjármunir
höfðu tapast. Bankastjórar nor-
rænna banka hafa til að mynda
tapað sem nemur fjórföldum ís-
lensku fjárlögunum árlega síðast-
liðin fimm ár. f Evrópu tækifær-
anna hafa þeir látið plata sig upp
úr skónum.
Hér er einstrengingslegu mark-
aðshyggjufólki vandi á höndum.
Hvað á að gera við stóran við-
skiptabanka í einkaeigu eða helsta
tryggingarfélag landsins sem í
raun eru gjaldþrota? Svarsins er ef
til vill að leita í Noregi. Þar hefur
afnám opinberrar stýringar á fé-
sýslu og bankastarfsemi snúist
upp í andstæðu sína. Norska ríkið
hefur aldrei fyrr haft sterkari ítök í
fjármálaheiminum og ræður nú
yfir 10 þúsund milljarða króna
bankafjármagni. Ríkið hefur með-
al annars neyðst til þess að kaupa
100% hlutabréfa í Fokus-bankan-
um, 97,7% í Kreditkassanum og
55% í Den norske bank og er þetta
þó aðeins brot af umsvifum ríkis-
ins í fjármálaheiminum. „Fjár-
málasnillingar“ þessara stofnana,
sem voru hetjur atvinnulífsins í
Noregi á síðasta áratug, eru ekki
hátt skrifaðir um þessar mundir.
En hvað á ríkið að gera? Byrja
að einkavæða bankana upp á nýtt
þegar betur árar? Það er hin opin-
bera stefna í Noregi. Ég hef hins-
vegar skilið markaðshagfræðina á
þann veg að hið harða lögmál
markaðarins sé vegvísir, svipa,
refsivöndur sem leiða eigi sparifé,
fjárfesta og stjórnendur inn á rétt-
ar brautir gróða, hagvaxtar og al-
mennrar velsældar. Verði agi
markaðarins sífellt að víkja fyrir
mildri ríkishendi lendi allt at-
vinnulíf í sukki og samkeppnis-
lömun. Það á væntanlega einnig
við bankastjóra einkabanka sem
afskiptalaust velta fjármunum al-
mennings þegar vel gengur en
velta síðan vandanum yfir á rlkið
þegar illa fer á markaðinum.
Ríkisstjómir margra landa hafa
um tveggja áratuga skeið veðsett
ffamtíðina með skuldasöfnun. Nú
er reynt að stinga við fótum og
komast út úr ástandi sem kallar á
háa vexti, óðaverðbólgu, gengis-
fellingar og lítinn hagvöxt. Að-
ferðirnar em meðal annars fólgn-
ar í niðurskurði á ríkisútgjöldum,
einkavæðingu ríkisfyrirtækja,
flutningi verkefna frá ríkinu til
sveitarfélaga eða einkageirans,
viðhaldi stöðugs gengis o.s.frv.
Allt getur þetta átt rétt á sér upp
að einhverju marki, en tímarnir
og aðstæðurnar virðast ekki henta
kenningunum um ágæti sumra
þessara aðferða.
Þeir hagfræðingar eru til sem
halda því fram að rembist stjóm-
endur ríkja of lengi við að halda
föstu gengi og háum vöxtum (til
að verja gjaldmiðilinn falli) geti
illa farið. Sérstaklega ef við stjórn-
völinn eru trúmenn sem láta
markaðslögmálunum eftir að sjá
um gjaldþrot stórfyrirtækja og
banka. Þá sé hætt við að stöðnun
breytist í óstöðvandi verðhjöðnun
og efnahagslífið falli að lokum
saman og stöðvist. Reynslan frá
heimskreppunni 1931 er ólygnari
en trúin á kennisetningar, segja
talsmenn þessara sjónarmiða.
Á íslandi keypti Landsbankinn
Samvinnubankann upp í skuld og
fjórir bankar — Útvegsbankinn,
Verslunarbankinn, Iðnaðarbank-
inn og Alþýðubankinn — voru
sameinaðir í íslandsbanka. Hér
vom falin nokkur gjaldþrotatilefni
með ærnum tilkostnaði skatt-
borgara og viðskiptavina. Mikið
útlánatap á síðustu ámm og yfir-
taka Landsbankans á eignum og
fyrirtækjum Sambandsins, svo og
umfangsmikill hótelrekstur fs-
landsbanka og Búnaðarbanka,
sýna meðal annars að höggvið
hefur verið nærri eiginfjárstöðu
bankanna. „Gjaldþrot í sjávarút-
vegi mega hvorki verða svo mikil
að vöxtum að bankarnir kikni né
að þeir neyðist til að grípa til
gagnráðstafana í formi vaxta-
hækkunar, sem myndi aftur
hrinda enn fleiri fyrirtækjum fyrir
ættemisstapa,“ segir össur Skarp-
héðinsson stjórnarþingmaður í
Morgunblaðsgrein eins og til að
árétta þessa staðreynd.
Markaðslögmálin gilda ekki
um bankastarfsemi meðan við er-
um að baxa með þjóðríki. Stóru
bankarnir, hvort sem þeir eru í
eigu einkaaðila eða ríkisins, eru
þjóðbankar vegna þess að við er-
um ábyrg fyrir þeim og munum
ekki láta þá fara á hausinn meðan
við ætlum okkur að lifa á fslandi
sem þjóð. Svona einfalt er það
mál. Það er svo mun flóknara
hvernig þjóðin á að tryggja áhrif
sín á banka- og fjármálastarfsemi í
landinu, sem er á hennar ábyrgð
og ffamfæri, án þess að það leiði
til pólitískrar spillingar og óhag-
kvæmra ákvarðana.
Hitt er víst að trúmennirnir í
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
munu áreiðanlega halda fast við
nauðsyn þess að flýta sem mest
einkavæðingu Búnaðarbanka og
Landsbanka. _______
Hötundur er framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins
„ Virðisaukaskattkerfið íslenska er senni-
lega eittþað skásta í Evrópu. Og ókostirn-
ir snerta síst undanþágur ogþrepaskipt-
ingu einsog Friðrik Sophusson hefur látið
vaka í veðri... “
Friðrik Sophusson var um dag-
inn að verja hendur sínar í um-
ræðum á rás tvö og sagði þá um
virðisaukaskattkerfið sem hann
hefur verið settur yfir að það væri
bæði götótt og hriplekt. Þessvegna
þyrfti að afnema allar undanþág-
urnar og setja á nýtt skattþrep, og
skref í þá átt væri að skattleggja
orkuveitur, bókaútgáfu og fjöl-
miðlun.
Þetta er leiðinlegt að heyra.
Annaðhvort hefur Friðrik talað
þvert um hug sér til að réttlæta
vandræðalegt klúður sem hann
ber sjálfur á helsta ábyrgð, — en
með slíkri framkomu væri hann
að spilla raunhæfri umræðu um
fjárhagsvanda ríkisins, sem ráðu-
neyti fjármála er þó mikil þörf á
að hefja upp. Eða þá fjármálaráð-
herra veit ekki betur en þetta um
skattakerfið og lætur pólitíska
hendingu stjórna yfirlýsingum
sínum, sem mundi benda til þess
að Friðrik sé aldeilis afleitur fjár-
málaráðherra þótt hann sé örugg-
lega góður strákur.
Staðreyndin er nefnilega sú að
virðisaukaskattkerfið fslenska er
nokkuð gott skattkerfi, og senni-
lega það skásta í Evrópu, enda
hérumbil glænýtt. Og ókostirnir
við skattinn snerta síst undanþág-
ur og þrepaskiptingu einsog Frið-
rik og félagar hafa látið vaka í
veðri.
Tæknimenn voru á sínum tíma
sammála um að einir mikilvæg-
ustu ávinningar virðisaukans nýja
væru nákvæmlega að hann var
hafður í einu þrepi og ekki mörg-
um, sem hefði haft í for hvimleitt
skriffinnskuamstur við innheimtu
og eftirlit, og í annan stað að það
tókst að halda eiginlegum undan-
þágum í lágmarki. Auðvitað má
deila um einstakar skilgreiningar,
til dæmis laxveiðileyfin frægu, en
yfirleitt eru frávik frá skattlagn-
ingunni ýmist kerfislæg eða al-
þjóðleg: félagsleg þjónusta, hið
opinbera, gistihús, bankar, — eða
sprottin af einkar íslenskum að-
stæðum og hafa notið almanna-
stuðnings og breiðrar pólitískrar
viðurkenningar.
Þannig er til dæmis um íþrótta-
starf, og um orkuveiturnar sem
hér eru fyrst og fremst opinber
fyrirtæki, og um útgáfu á íslensku
sem okkur finnst óhemju mikil-
væg en vitum að býr við þröngan
markað. Þannig er líka með happ-
drætti og getraunir, sem reyndar
er sérkennilegt, en á sínum tíma
réttlætt með því að sú iðja væri
hér hryggjastykki í ýmislegum
mikilvægum menntunar-, heil-
brigðis- og umönnunarstofnun-
um, sem því miður má til sanns
vegar færa. Þetta var reyndar eitt
af því sem Friðriki datt ekki í hug
að skattleggja núna síðast.
Þessar undanþágur eru svo
veigalitlar að jafnvel þótt þær
væru afnumdar útí hugsanlegar
æsar en heildarinnkomu af skatt-
inum haldið samri, þá lækkar
skattprósentan ekkert að ráði,
kannski niðrí 22% úr 24,5, einsog
þeir voru að tala um núna í haust.
Og ef menn bera saman við
grannlöndin kemur í ljós að und-
anþágur hér eru mjög í hófi.
Hvað sjálft skipulagið varðar er
það hinsvegar einkum til að-
finnslu að skattakerfið sjálft er
svelt að mannafla, þannig að eftir-
lit er miklu minna en vert væri, og
þegar einnig er tekið tillit til skipu-
lags- og stjórnunarvanda við
skattrannsóknir er ekki ólíklegt að
hér séu á sveimi ófáir milljarðar
sem nú lenda annarstaðar en í
ríkiskassanum. En það hefur stað-
ið fjárhag ríkisins nokkuð fyrir
þrifum að ekki hefur þótt líklegt til
pólitískra vinsælda að ráða nægi-
lega marga fjósamenn til að ann-
ast þessar mjólkurkýr og verja fyr-
ir margskonar tilberum, — með
þeim afleiðingum að skattsvik eru
ennþá meiriháttar samfélagsvandi
þrátt fyrir mikilvægar skattkerfis-
breytingar síðustu ár. Og Friðrik
Sophusson hefur enn ekki sýnt á
borði neina viðleitni til að halda
áfram uppbyggingartilraunum
fyrirrennara síns að þessu leyti.
Friðrik hefur heldur ekki lagt
fram neina þá heildaráætlun eða
lýst neinni þeirri framtíðarsýn
sem beini sjónum að hinum raun-
verulegu göllum íslenska virðis-
aukaskattsins.
Og þeir eru tvennskonar. f
fyrsta lagi er skatturinn of hár.
Þetta er næsthæsta eða þriðja-
hæsta skattprósenta í álfunni, sem
er umhugsunarefni á okkar evr-
ópsku tímum, og kemur mjög illa
við almenna neysluvöru. Þeim
mun hærri sem skattur er því erf-
iðari verða freistingar þeirra sem
telja að vogun vinni. Og þótt
lækkun úr 24,5 um eitt prósent
eða tvö væri auðvitað í áttina er
varla um að tala fyrr en skatturinn
væri kominn niðrí svona 15 pró-
sent.
I öðru lagi er virðisaukinn alltof
mikill hluti af samanlagðri fjár-
heimtu ríkisins. Heildarinnkoma
af þessum eina skatti myndar
rúmlega 40% af öllum árlegum
tekjum þess, og það skiptir ríkis-
sjóðinn þessvegna gríðarlegu máli
hvernig um hann fer.*Þetta er
skattur á neyslu, sem sveiflast upp
og niður eftir árferði, þannig að
áætlanir um árlegar ríkistekjur af
virðisaukaskatti fara reglulega
fjandans til, og niðurstaða fjárlaga
í leiðinni, rétt einsog einmitt Frið-
rik Sophusson hefur mátt sann-
reyna eftir steiguryrði fyrstu emb-
ættismánaða sinna í Arnarhváln-
um. En tillögurnar úr fjármála-
ráðuneytinu nú 1 haust gerðu eng-
anveginn ráð fyrir að heildartekj-
ur af þessum skatti minnkuðu,
heldur áttu sumir aðrir skattar
þvert á móti að lækka, þannig að
Friðrik og félagar ætla sér að auka
enn hlut þessa eina skatts í ríkis-
tekjum.
Það er leiðinlegt að horfa uppá
Friðrik Sophusson verða sér til
skammar í umræðum um skatta
og ríkisfjármál, sérstaklega af því
margir héldu að Friðrik væri bæði
ffamsýnni og heiðarlegri pólitíkus
en margir kollegar hans. En það er
kannski viðeigandi fyrir þá stjóm
sem á tveim-þrem ámm ætlaði að
redda hriplekum ríkisfjárhag, að
sjálfur fjármálaráðherrann ætlar
að reynast svona götóttur.
Hötundurer ístenskutræöingur.
U N D I R
Ö X I N N I
Stuntía kunnir bindind
ismenn í tannlækna-
stéttekki rannsóknir
þar sem notaður er
spiritus fortis, Jón?
„Þetta er bara eitthvert bull."
Getur það verið?
„Þetta með rannsóknirnar er
nú bara einhver misskilningur.
Að mínu mati er þetta bara
brandari sem Höskuldur segir
við nokkra tannlækna sem
hann hittir í sundlaugarklúbbi í
Sundhöllinni. Ég tel að hann
hafi verið að stríða þeim og
síðan hefur þetta misskilistein-
hvers staðar á leiðinni. Málið er
það að menn hafa heimild til
að kaupa eina flösku af spiritus
fortis á þriggja mánaða fresti
og ekki er hægt að safna þvf
upp. Hér er ekki spurning um
mikið magn sem menn eru að
leysa út. Kannski verður farið
að skammta okkur deyfilyf
næst eins og í Rússlandi.'
Má sem sagt ekki draga þá
ályktun að rannsóknir bindind-
ismanna í tannlæknastétt séu
frábrugðnar öðrum rannsókn-
um tannlækna?
Ja, ætli þær séu ekki svipaðar.
Annars höfum við tannlæknar
enga rannsóknarskyldu nema
að einstaka menn hafa það
sem tómstundaiðju. Það væri
hins vegar forvitnilegt að vita
hvort einhverjir tannlæknar
hafa tekið út á spíraskammt
stúkumanna (tannlæknastétt."
En það er þó Ijóst að spiritus
fortis er vinsælli fyrir jólin en
oftáður?
„Lítum á tímabilið október til
desember. Gerum ráð fyrir að
þriðjungur tannlækna komi í
hverjum mánuði, sem getur
talist eðlilegt. Það getur svo
aftur verið að tannlæknar hafi
meiri tíma til að útrétta um jól-
in því þá eru þeir í fríi."
Það er þó ekki óeðlilegt að
draga þá ályktun að tannlækn-
ar drekki ákveðinn hluta af
þessu „rannsóknarefni" sínu?
„Tannlæknar þurfa að nota
alkóhól rétt eins og apótekarar
og fleiri stéttir, þótt í litlu
magni sé. Það er hægt að
finna hjá sér þörf til að misnota
allt ef menn vilja það. Rétt eins
og að reykja fimm pakka af síg-
arettum á dag, sem er (besta
lagi ef búið er að borga af því
skatta og skyldur."
Þú hefur þó smakkað spiritus
fortis?
„Ég smakkaði þetta í háskólan-
um þegar ég hafði ekki efni á
að kaupa mér brennivín. Við
höfðum pínulítinn aðgang að
þessu (efnafræðistofunum.
Síðan hef ég ekki smakkað
þetta, einfaldlega af því mér
finnst vodka ekki gott. Það get-
ur vel verið að þessu hafi verið
hellt í bollu hjá einhverjum, án
þess að það sé nein megin-
regla."
Höskuldur Jónsson, forstjóri ATVR, lét
þau orð falla i fjölmiðlum nýlega að
sala á spiritus fortis til tannlækna væri
meiri týrirjól og hátiðir og visaði til
aukinnar rannsóknargleði á þeim árs-
tímum. Jón Ásgeir Eyjólfsson er vara-
formaður Tannlæknafélags Islands.