Pressan - 01.10.1992, Side 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
27
smaa
letrið
Svala Lárusdóttir í Gallerí Ný-
höfn, Brynja Nordquist og Rut í
Gullfossi.
Þær sem komust á blað yfir
þær best klæddu vom; Sigurlaug
M. Jónasdóttir, Þórunn Högna-
dóttir förðunarlistamaður,
Margrét Rós módel þykir töff og
hugmyndarík, Fanney Kristjáns-
dóttir, Ragna Sæmundsdóttir,
fyrrum fyrirsæta, Bryndís Bjama-
dóttir, sigurvegari Elite ’92, Sig-
riður Vala Þorsteinsdóttir (Sigga
Vala), Hildur Hafstein fyrirsæta,
Lilja Pálmadóttir kaupsýslukona,
Anna Margrét Jónsdóttir, flug-
freyja og fyrirsæta, og Guðrún
Ingólfsdóttir í Klöru.
Umdeild en oft nefnd var til
dæmis Elín Hirst, fféttamaður á
Stöð 2. Deilt var á það að hún
kynni að klæða sig fyrir sjónvarp
en væri ekki jafnsmekkleg utan
þess, en á hinn bóginn var sagt að
þrátt fyrir að hún verslaði í versl-
uninni 17 liti hún út eins og hún
væri alltaf í fokdýmm merkjum.
Bera Nordal, forstöðumaður
Listasafns íslands, var einnig um-
deild, annars vegar var sagt að
hún væri klassísk og kynni að
klæða sig og hins vegar að hún
væri stöðnuð. Kristín Jóhannes-
dóttir þótti flestum fremur „dull“
en öðrum þræði hefði henni fárið
mikið fram í klæðaburði. Þrátt
fyrir að Dóra Einarsdóttir sé í
hópi þeirra verst klæddu fékk
hún hrós fyrir að vera bara hún
sjálf í klæðaburði. En umdeildust,
eins og sjá má, er Björk Guð-
mundsdóttir, sem lendir báðum
megin borðsins og er í tíunda sæu
bæði yfir þær best klæddu og
verst klæddu. Allir höfðu skoðun
á henni.
í hópi þeirra verst klæddu sem
komust þó ekki á topp tíu er
Kvennalistinn eins og hann legg-
ur sig. „Þær em allar jafnlitlausar í
klæðaburði,” sagði einn dóm-
nefndarmanna. Unnur Steins-
son, fegurðardrottning og flug-
freyja, og Kristín Stefánsdóttir
förðunarfræðingur em orðnar „al-
gjörar kerlingar” miðað við ung-
an aldur, Herdís Þorgeirsdóttir
þykir hafa klæðaburð mislukkaðs
femínista, Ásta Ólafsdóttir í
Kjallaranum fékk það á sig að
ekki væri á henni að sjá að hún
ræki tvær tískuverslanir; hún
hefði margt til að bera en feldi
það undir miður fallegum fatn-
aði, Anna Ringsted hjá Fríðu
frænku þykir einnig heldur ilia til
fara og væri best geymd í forn-
gripaverslun að mati eins dóm-
nefhdarmanns. Haff var á orði að
borgarstjórafrúin, Steinunn Ár-
mannsdóttir, myndi sóma sér vel
í þeirri sömu forngripaverslun. Þá
var sagt um rithöfundinn Vigdísi
Grímsdóttur að hún væri ótrú-
lega hallærisleg miðað við hvað
hún gæti verið smart, Dóra
Takefusa þykir hreint og beint
„drusluleg“ og Laufey Bjarna-
dóttir „hallærisleg”, Stefanía
Traustadóttir félagsfræðingur
fékk það á sig að vera jafnsam-
hengislaus og lífsskoðanir hennar.
Aðrar sem einnig voru nefndar
em þær Guðrún Tryggvadóttir,
Helga Guðrún Johnson, Andrea
Gyifadóttir, Svanhildur Kaaber,
Ingibjörg Rafnar og Hlín Agn-
arsdóttir.
Rósa Ingólfsdóttir. „Það er
hreint magnað að horfa up
hana."
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem
vilja verða alvörukarlmenn. Að hætti
þeirra eru þær stuttar. Alvörukarl-
menn leggjast ekki I lestur.
DRYKKJA Ekki lognast út af. Ekki
æla; nema til þess að tæma mag-
ann til að geta haldið drykkjunni
áfram. Ekki gerast þvoglumæltir.
Segið fáeinar slagsmálasögur. Það
er leyfilegt að rota drykkjufélagann
þegar líða fer á kvöldið.
FADMLÖG Sjá [ÞRÓTTIR
GRÁTUR Aldrei nokkurn tímann.
Ekki undir neinum kringumstæðum.
Ekki vegna andláts einhvers í fjöl-
skyldunni. Ekki vegna hnífs í kviðar-
holinu. Eina tilfellið sem leyfir að tár
myndist í öðru auganu er þegar
uppáhaldsknattspyrnumaðurinn
spilar kveðjuleikinn sinn. Tár má þó
myndast í báðum augum ef það er
sparkað í punginn á þér.
HEILSA Farðu aldrei til læknis eða á
slysavarðstofuna og leggstu aldrei
inn á spítala. Ef þú færð slag skaltu
halda áfram að drekka og láta sem
þú kjósir heldur að nota aðeins aðra
.hliðina á líkamanum. Ef þú skerð af
þér þumalinn með vélsög — þá
það. Þú kemst að minnsta kosti að
því til hvers einangrunarlímband er
notað. Ef einhver reynir að keyra þig
á spítala eftir að þú hefur fengið
slag skaltu slá hann. (Síðustu orð
Johns Wayne voru: .Fjandinn hirði
dauðann og lungnakrabbann sem
hann ríður á.')
Valgerður
Matthías-
dóttir.„Eral-
gerlega úti.
Hún er
stöðnuð."
ÁstríðurThorar-
ensen forsætis-
ráðherrafrú.
„Gjörsamlega
litlaus í klæða-
burði og gerir
ekkerttil að
vega upp mann
sinn, sem er enn
verri í klæða-
burði en hún."
Jóhanna Sigurðardóttir. „Hún gerir ekkert til að
fríska upp á sig. Er litlaus frá hvirfli til ilja."
Kolfinna Baldvins-
dóttir. „Það er
ótrúlegt að horfa
uppá hana. Hún
hefur misheppn-
aðan sundurgerð-
arlausan stíl, er
hreint og beint
púkó."
Dóra Einarsdóttir.
„Er þreytt Doris
Day en hefursinn
stíl — furðutécjjyg
samsettaf$áf?PyÉ
Lilja í Cosmó. „Hún hefur staðnað, viskósdrottn-
ingin sjálf."
ÍÞRÓTTIR Þegar þú ert í hópi ann-
arra karla sem eru klæddir í sams-
konar búning er kjörið tækifæri til
að kyssa, faðma og klappa á rass.
Ástæðan er sjálfsagt sú að flestir
karlar eru hommar inn við beinið og
kjósa fremur selskap annarra karla
en kvenna. En ef einhver svo mikið
sem ýjar að þessu við þig skaltu nef-
brjóta hann.
KOSSAR Sjá ÍÞRÓTTIR
KYNLÍF Þú ert annaðhvort of
drukkinn eða of vitlaus til að njóta
kynlífs. En því minna sem þú nýtur
þess; þeim mun meira skaltu tala
um það: Þið hefðuð átt að sjá til mín
í gær, ha, ha, ha.
MATARÆÐI Kjöt, sígarettur, kjöt,
brennivín, kjöt, bjór og kaffi. Um af-
leiðingarnar; sjá: HEILSA.
SLAGSMÁL Allur tími hentugur.
Og öll tilefni nægjanleg. Sláið aldrei
konu. Eða barn. Eða strætó. Sláið
aldrei prest nema taka af honum
kragann fyrst. (Ef hann er biskup
skulið þið taka hattinn af honum
líka.) Prestar svara höggum yfirleitt
með því að segja; ofbeldi leiðir ekki
til neins. (Eðlilegt svan.En þessa,
séra?")
Kristín Jóhann-
esdóttir. „Ef
hún er að lýsa
persónuein-
kennum sínum
með klæða-
burðinum þá
er hún heldurA
„dull" karakufl
Sissa Ijós-
myndari.
„Maður þakk-
ar Guði fyrir
að hún
stendur ekki
hinum megin
við Ijós-
myndavél-
ina."
Björk Guðmunds-
dóttir söngkona.
„Samhengislausen
skemmtilega púkó;
Dómnefndina skipuðu þau Marta Bjarna-
dóttir kaupmaður, Sigursteinn Másson
fréttamaður, Guðmundur Karl Friðjóns-
son í Kjallaranum, Lína Rut Karlsdóttir
förðunarfræðingur, Biggi hárgreiðslu-
meistari hjá Jóa og félögum ásamt fagur-
kerum afPRESSUNNI.