Pressan - 01.10.1992, Page 28

Pressan - 01.10.1992, Page 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 Manneshjan er manneshja — hvernig sem hún er á litinn Umræðan um kynþáttafor- dóma á íslandi hefur ekki verið viðurkennd sem slík, enda er landinn sjaldnast tilbúinn að gangast við ásökunum af því tagi. En nú bregður svo við að fólk þykist merkja fordóma í fjölmiðl- um og ekki aðeins þar heldur einnig á Alþingi fslendinga þegar ffamtíð íslands í Evrópu er rædd. Ritstjórar Foreign Living, þau Systa og Robert Mellk, hafa kom- ið sér fyrir á homi Klapparstígs og Flverfisgötu þar sem læknastof- umar voru í gamla daga. Þau em í djúpum samræðum þegar blaða- mann ber að garði og ekki laust við að Róbert sé brúnaþungur. Það er greinilega um margt skraf- að og margar flækjur bíða lausn- ar. En Systa er til í að skreppa yfir á Café List, fá sér bolla af uppá- haldsteinu sínu og spjalla um ís- lenska kynþáttafordóma. „Maður má ekki vera öðmvísi á íslandi," segir Systa þegar við reynum að greina hugtakið „ís- lenskir kynþáttafordómar", „og maður má alls ekki tala öðruvísi. Sigríður Þorsteinsdóttir, Systa eins og hún er alltafkölluð, er annar ritstjóra Foreign Living sem er málgagn útlendinga búsettra hér á landi. Hér ræðir Systa um kynþáttafordóma á fslandi. Ég á litla sjö ára stelpu sem hefúr búið erlendis ffá því hún var ung- bam, eða þar til við fluttum heim fyrir skemmstu. f fyrsta skipti er hún nú landlaus — útlendingur í sínu eigin föðurlandi." Systa hefur undanfarin sex ár dvalið erlendis, í rúm þrjú ár í Sví- þjóð og rúm tvö ár í Bandaríkjun- um. „Það var mjög viðurkennt að vera íslendingur þar sem hún átti heima áður. Þó að ég hafi alltaf talað íslensku við hana þá talar hún hana ekki sjálf, var í raun ótalandi þegar við komum og í dag er langt frá því að hún tali hana lýtalausa. Það er hnýtt alveg óskaplega mikið í hana. Hún er nefnilega öðravísi.“ En skyldi þetta ekki alltaf vera svona með krakka, spyr ég, því börn eru yfirleitt óvægin og ein- hverjir verða alltaf undir? „Ja, hún er náttúrlega búin að vera útlend- ingur í tveimur löndum og varð ekki fýrir aðkasti þar. Síðan heyri ég margar sögur um fslendinga af erlendum uppruna og allt það sem þeir ganga í gegnum hér á landi. Ég tala nú ekki um efþessir unglingar era af öðram trúarsam- félögum, það er hreint ekki snið- ugt.“ Hún er svo(oo) amerísk „Svíar snobba fyrir íslending- um og hálfþartinn dá þá, og ekki er það nú verra í Ameríku, — svo framandi og ofboðslega spenn- andi. Þegar dóttir mín kemur hingað til lands notar hún þá fé- lagslegu hegðun sem hún þekkir en þá passar það ekki. Hún er allt of opin. Allt of hress. „Hún er svo(oo) amerísk," er sagt við mig, „getur þú ekki alið hana upp?“ Þó fæ ég tvöföld skilaboð, því í bland þykir það „sætt“ að vera eins blátt áfram og hún er, en um leið of mikið af því góða.“ Við reynum að flokka útlend- inga eftir gæðum, eins og landinn fer að því. Systa segir að Skand- inavar falli mjög slétt og fellt inn í samfélagið þó að hún viti, af eigin reynslu, að margt sé ólíkt með samfélögum okkar. „Þeir era samt svo „líkir“ okkur, eru „OK“ eins og íslendingar segja. En um leið og þú hefur deklaa útlit, hár og augu, að maður tali nú ekki um þegar þú ferð að vera virkilega öðravísi, þá stigversnar ástandið. Þetta er fólkið sem kemur frá „hinum svæðunum“. Og jafnvel þó að það tali og skrifi íslensku þá gengur því ekki vel að fá vinnu við sitt hæfi. Það hefur ekki verið mikið atvinnuleysi undanfarin ár, þannig að ekki er því um að kenna. Ég er að tala um fólk með umtalsverða menntun.“ V anmáttur íslendinga og komplexar „Það sem mér þykir skelfilegast PRESSAN/JIM SMART Kynþáttafordómarnir eru undiralda sem fslendingar hafa komist upp með að trúa að sé ekki til. er að við íslendingar skulum ekki bera gæfú til að nota menntun ís- lendinga sem era af erlendu bergi brotnir. Ég held að þetta sé ein- hver vanmáttur, komplexar sem tengjast því að við höldum að við séum best. Við erum einfaldlega alls ekki best, til dæmis hvað varð- ar að veita bömum okkar skamm- lausa menntun. Ég verð ægilega heit þegar ég hugsa um þetta, ein- faldlega af því að ég á bam sem er útlendingur á íslandi og fær ekki íslenskukennslu við sitt hæfi. Mér er nær að halda að til þess sé ætlast að hún fæðist með gen sem gera henni kleift að læra mál- ið og tala lýtalaust, þótt það sé hennar þriðja mál. Mér skilst að það séu yfir 200 börn á Stór- Reykjavíkursvæðinu í hennar sporum. Þetta eru bæði flótta- mannabörn og börn sem hingað koma eftir áralanga dvöl erlendis. 5,3 milljónum hefúr verið veitt úr Rfkissjóði til þessara hluta, en það er eins og dropi í hafi. Fyrir þá fjármuni er hægt að hafa eina konu í hálfu starfi í tvo eða þrjá mánuði til að fara f skólana, sam- ræma og finna hvað er til ráða.“ Þó að Systu sé mikið niðri fyrir er stutt í hláturinn og brosið, sem er með því breiðara sem ég hef séð. Gleraugun fara vel við þetta bros. Það er Spánverji sem tekur hjá okkur pöntunina þar sem við sitjum úti í horni og dásömum kaffihúsið. Hann kemur að vörmu spori með pina colada-te og kaffi- bolla. Við ræðum um stefnu Rauða krossins í málefnum flóttamanna, af hverju- hér sé ekki „China Town“ eins og í flestum stórborg- um heims og hvernig tilfinning það væri að þurfa að skipta um nafti ef við settumst að í fjarlægu landi. Brosum út í annað þegar við geram okkur upp kínversk nöfti. Síðan tölum við um Evrópu. íslendingar yndislega for- dnmnfiitllr „Ég held að fslendingar séu al- veg dásamlega illa í staldc búnir að ganga inn í breytta og opnari Evr- ópu,“ segir Systa. „Það vantar svo mörg grundvallaratriði. Við erum svo yndislega fordómafúll á allt sem er öðravísi, sama hvort það er litur, menning, framkoma eða ég veit ekki hvað, og samt þessi tvískinnungur — „útlent er best“! Mér þykir skelfilegt að á Al- þingi fslendinga skuli uppruni fólks og litarháttur vera notaður sem hræðsluáróður gegn EES. Ég held að það sé hægt að finna miklu haldbetri rök, ef vantar rök gegn EES, en uppruna fólks. Þá sýna allar staðreyndir ffá Skand- inavíu og Evrópubandalagsríkj- unum að hræðsla við innflutning fólks í stórum hópum er ekki á rökum reist.“ Er Systa að hugsa um ræðu Hjörleifs Guttormsson- ar? Hún neitar hvorki né játar. „Það er ekki liturinn sem skipt- ir máli heldur allt annað. Þess vegna þykir mér það skelfilegt þegar fóík afvegaleiðist vegna lit- arháttar annars fólks. Litaður maður getur haft miklu meira til að bera en ég, svo maður tali ekki um manngildi. Ég held ég vildi ffekar að dóttir mín giffist heiðar- legum svertingja en íslpnskum drallusokki.“ „Vinurí' eða „boy“ Umræðurnar berast að fjöl- miðlum og þá sér í lagi nýlegri ffétt á annarri sjónvarpsstöðinni þar sem útlendingur var tekinn heldur hastarlega á beinið og hafa margir nefnt kynþáttafordóma í því sambandi. „Ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli,“ segir Systa, „og þetta er allt svolítið krubbulegt. Auð- mýkingm var algjör fyrir útlend- inginn. Fréttamaðurinn hefði al- veg eins getað sagt „boy“ eins og „vinur“, rétt eins og plantekra- herramir sögðu fyrirþrælastríð. Mér leið flla yfir því að vera ís- lendingur þegar ég horfði á ffétt- ina. Ég skammaðist mín fyrir að vera af sama kynþætti og þessi fféttamaður, sem braut ekki bara mannréttindi heldur flest þau at- riði stjórnarskrárinnar sem mér eru hjartfólgin, eins og það að enginn sé sekur fyrr en sekt hans er sönnuð fyrir rétti. Mér finnst ekkert gaman að vera tengd stétt manna sem fara ekki betur með siðareglur sínar en raun bar vitni. Ef einn fjölmiðlamaður getur gert svona, hver er þá vissan fyrir því að öll stéttin fái ekki óorð á sig, og ég part af slettunni líka?“ Undiralda kyndþúttafordóma Það er að nálgast hádegi og borðin í kringum okkur era óðum að fyllast. Það lætur hátt í kaffivél- inni fyrir innan afgreiðsluborðið og blandast skvaldri gestanna. Systa hækkar róminn. Við veltum fyrir okkur hvort fslendingar eigi í framtíðinni eftir að beita hnefan- um gegn útlendingum. Systa er sannfærð um að það sé aðeins spuming um tíma, nema við ger- um reglulegt átak í fræðslu og vinnum gegn fordómunum. „Byrjunin er jú að viðurkenna að þeir era til. í öðrum þjóðfélögum er algengt að fólk noti hnefann og beiji á þeim sem era öðravísi. fs- lendingar hafa hingað til notað orðin sem vopn fremur en sverð- ið, en auðvitað getur það breyst. Ég held við verðum að gera okkur grein fyrir því að það eru jaftimiklir kynþáttafordómar hér á landi og annars staðar í álfúnni. Þeir era bara ekki eins opinberir ennþá. Fordómarnir eru undir- alda sem íslendmgar hafa komist upp með að trúa að sé ekki tfl. f stjómarskránni er bannað að mis- muna fólki vegna þjóðemis, kyn- þáttar og trúarbragða. Það er því miður gert en á óskaplega penan hátt. Það er svo bölvað. Eúm góð- an veðurdag gerist það hjá okkur, eins og annars staðar, að ofbeldi rís úr undiröldunni.“ Við höldum áfram að ræða málefrii útlendinga; menningar- áföll, samskiptaerfiðleika þeirra við kerfið, makann, vinina og tengdó. Vandamálin virðast enda- laus, en Systa trúir að inn á milli séu jákvæðir hlutir sem við eigum að nýta okkur og þrífast á. „Við verðum að læra hvert af öðru, læra að nýta ólíka menningu og fá það besta hvert frá öðra.“ Systa er orðin sein. Robert Mellk er mættur tfl að minna hana á að hún sé orðin sein. Hún er greinflega samstæð ritstjórnin á Foreign Living, hugsa ég þegar ég horfi á eftir þeim út um dymar á Café List.____________________ Anna H. HamaT

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.