Pressan - 01.10.1992, Side 29
PRESSAN
m . ■■
Á undanförnum mánuðum hefur tæknivinnsla PRESSUNNAR verið tölvuvædd.
Frá því blaðamenn slá inn texta sinn á ritstjórn PRESSUNNAR og allt þar til prentfílmurnar eru keyrðar út í Prentsmiðjunni Odda fer öll vinnsla blaðsins fram á tölvum.
Textanum er raðað inn á blaðsíður í tölvum, ljósmyndir eru settar á tölvutækt form og þannig inn á síðurnar á skjánum og blaðið er síðan sent í prentsmiðju á tölvudiskum.
Þessi tölvuvæðing eykur möguleika í hönnun blaðsins, býður upp á hraðari vinnslu og þar af leiðandi ferskara efni og dregur auk þess úr kostnaði við vinnsluna.
í dag er PRESSAN komin lengra í tölvuvæðingu en nokkurt annað blað eða tímarit á íslandi. í félagi við samstarfsaðila okkar munum við halda þeirri forystu.
m
@Fyrirsögn @ <D*1 *PO,Ö,0,0,0,0(g
")\
DP36*F"HelveExtCompressed">
@Fyrirsögn = Hverjum er illa vi<221>
hverja?
Meginmál @ <D*j*PO,8.5,0,9.5,0,0,G*(0,
") \
T-5P9*F"MinioMM_367 wt 510 wd 9 op">
@Meginmál = <234> sko<221>anak<154>nnun
sem Sk<135x234>S ger<221>i fyrir PRESS-
UNA var f<151>lk me<221>al annars spurt
a<221> <223>v<146> me<221> hva<221>a
<146><223>r<151>ttaf<142>lagi <223>a<221>
Blaðamenn skrifa greinar sínar á PC-tölvur af
ýmsum stærðum og gerðum og nota til þess
ritvinnsluforritið WordPerfect 5.0, sem er í
senn öflugt og þjált í meðförum. Þeir hafa einn-
ig aðgang að töívupóstkerfinu cc:mail til þess
að senda skilaboð innanhúss. Blaðamenn auð-
kenna fyrirsagnir, meginmál og aðra greinar-
hluta eftir því sem við á.
Með því að ýta á einn hnapp í WordPerfect
vista blaðamenn greinar sínar inn á sameigin-
legan gagnamiðil, sem samstundis prentar þær
út á prentara hjá prófarkalesara. Gagnamiðillinn
er af gerðinni Handok 386 og notar nethug-
búnaðinn Novell Netware 3.11, en sjálft netið
er EtherNet, sem er óhemju hraðvirkt og ör-
uggt.
Prófarkalesari leiðréttir greinar og sendir þær
því næst í orðskiptingu, en til þess er notað for-
ritið Saxa frá Hugmóti, sem Ingólfur Helgi
Tryggvason skrifaði. Þrátt fyrir strangar og flókn-
ar reglur íslenskrar orðskiptingar skiptir Saxa
um 99% orða rétt og tekur auk þess tillit til und-
antekninga.
Eftir orðskiptinguna tekur annað forrit við og
„þýðir" textann yfir á „tungumálið" XTags, sem
umbrotsforritið Quark XPress les og gerir því
kleift að brjóta textann um jafnóðum, það er að
segja texti, sem blaðamaður merkti sem fyrir-
sögn, birtist með viðeigandi letri á síðu, megin-
mál með sínu letri, myndatextar með sínu og
svo framvegis.
Ef þurfa þykir eru myndir leiðréttar í forritinu
PhotoShop 2.01 frá Adobe, en það er jafn-
framt notað mjög mikið við ýmiss konar mynd-
skreytingar, sem og við myndfalsanir þær, sem
birtast í Gulu Pressunni endrum og eins. Þessar
myndir eru vistaðar sem EPS (Encapsulated
PostScript) og eru seinna staðsettar innan um
texta í umbrotsforritinu Quark XPress.
Þegar útlitshönnuðum berast myndir frá
blaðamönnum eru þær skimaðar inn jafnharð-
an á Microtek ScanMaker 600ZS frá ACO,
sem getur skimað inn bæði svarthvítar myndir
og í lit. Skiminn er tengdur við Macintosh
Quadra 900 frá Apple-umboðinu, sem er
með 19“ Raster Ops-skjá, sem sýnir ríflega 16
milljónir lita í einu.
Að þessari vinnu lokinni hefst aðalvinnan,
sem felst í því að raða saman á síðu öllum þeim
þáttum, sem samtvinnast á henni: texta, Ijós-
myndum og gröfum. Þessi vinna fer öll fram í
Quark XPress, en segja má að það sé eina
umbrotsforritið, sem uppfyllir þær nákvæmu
kröfur, sem gerðar eru til umbrots dagblaða.
Skýringarmyndir og gröf ýmiss konar eru
gerð í forritinu Aldus FreeHand 3.1. Þessi
vinna, líkt og öll önnur vinna í hönnunardeild,
er unnin á Macintosh Quadra-vélar. Sum gröf
og erlendar fréttir einnig eru sótt með Light-
speed 2400-mótaldi um Gagnanet Pósts og
síma frá erlendum gagnabönkum, en PRESSAN
hefur rétt á efni frá fréttastofunni Knight-Ridder.
Þegar hverri síðu er lokið er prentuð út loka-
próförk á Linotype 600-leysiprentara frá ACO,
en hann prentar út á A3 síður í hárri upplausn.
Athugað er hvort myndir eru á réttum stöðum
og eins farið yfir stafsetningu og málfræði.
Þegar leiðréttingu er lokið eru síðan og þær
myndir, sem á henni eru, vistaðar á svonefndan
Syquest-disk frá Tölvustofunni. Hver slíkur
diskur rúmar 42Mb og komast að jafnaði 3-6
síður fyrir á hverjum þeirra, en það er misjafnt
eftir því hversu margar og stórar myndir eru á
hverri síðu. Þessi diskur er sendur til Prentsmiðj-
unnar Odda til útkeyrslu.
í Prentsmiðjunni Odda er hver síða kölluð
upp í Quark XPress og send á svonefnda
PostScript-brú frá Scitex. Þar er hún „þýdd"
yfir á það mál, sem Scitex-búnaður Odda skilur,
en það er fullkomnasta litgreiningar- og út-
keyrslusamstæða á íslandi.
Viðkvæmar litsíður eru kallaðar upp á Scitex-
skjá, þar sem unnt er að sjá nákvæmlega hvern-
ig hver síða lítur út í einstökum prentlitum, en í
litprentun er notast við litina blátt, rautt, gult og
svart. Á þessum skjá er hægt að gera lokaleið-
réttingar á lit og myndum ef þarf.
Loks er blaðið prentað og rennur út úr prent-
vélinni tilbúið til lestrar, en við tekur pökkun og
dreifing til áskrifenda, sölubarna og lausasölu-
staða.
' Þessar filmur eru síðan skeyttar saman og
auglýsingum skeytt inn á eftir þörfum. Þetta er í
fyrsta og eina skiptið, sem mannshöndin kemur
nærri. Þessar lokafilmur eru svo „plötuteknar"
sem kallað er, en þær plötur eru settar í sjálfa
prentvélina.
Loks er síðan „keyrð út" á Raystar-ljóssetn-
ingarvél, ein filma fyrir hvern prentlit.
Leikí enn vafi á því hvernig einstök síða muni
koma út í prentun er hún prentuð á Iris-
sprautuprentara, sem prentar á hvaða pappír
sem er. Þetta hefur þann kost að hægt er að
prenta út próförk á dagblaðapappír með litlum
tilkostnaði og þannig fara nærri um hvernig
síðan muni líta út í prentun.
►Tölvustofan ® JJdDI PRESSAN ÍApple-umboðið