Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 01.10.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 ÍÞRÓTTIR Enskir aðdáendur Erics Cantona duttu í það og fundu ekki húsið sem hann fæddist í. Goðið Cantona Aðdáendur fótbolta- stjarna leggja oft mikið á sig og telja ekki eftir sér langar ferðir til að reyna að nálgast goðin. En ekki eru allar ferðir til fjár. Það fengu nokkrir ákafir aðdá- endur franska landsliðs- mannsins Erics Cantona, sem nú leikur með Leeds, að reyna. Nokkrir enskir Leeds-áhangendur, sem dá Cantona meira en flest annað, ætluðu að gera sér ferð til Stuttgart í síðustu viku til að sjá leik Eng- landsmeistaranna og Þýskalandsmeistara Stuttgart. Áður en til Stuttgart var haldið var meiningin að koma við í París og sjá húsið sem snillingurinn fæddist í. En það fór á annan veg. Eng- lendingar drukku sig blindfulla í París, fundu ekkihúsið sem Cantona fæddist í og misstu af leiknum. Þeir voru samt þokkalega ánægðir með ferðina þvi þeir töldu sig hafa verslað í sama mat- vörumarkaði og Cantona verslar iðulega i... Gervihnattasport JBJH'lM-lll 13.00 Keila Screensport. At- vinnumenn (keilu á ferð. 17.03 FjölbragSaglima Sky Sports. Skyldi það vera til- fellið að þetta sé allt fyrir- fram þaulskipulagt? 22.30 Fótbolti Sky Sports. Leikir héðan og þaðan og falleg mörk. ■RKFRÍgUÆWJiR 11.30 Borðtennis Eurosport. Það getur verið glettilega gaman að horfa á borðt- ennis eins og snillingarnir spila það. 16.00 Akstursfþróttir Euro- sport. Fjölbreytt syrpa af allra handa mótorsporti. 21.30 Vaxtarraekt Eurosport. Sumir hafa gaman af þessu. Vöðvafjöll pósa. TKiWK'WMiWMiMfVUH 11.30 Amerískur f ótbolti Scre- ensport. Ameriski fótbolt- inn vakti lukku þegar hann var sýndur á Stöð 2 um ár- ið. Reglurnar eru enda ekki eins flóknar og virðist við fyrstu sýn. 12.00 fþróttir á laugardegi Sky Sports. Fimm tlma þáttur, fótbolti fær mikið pláss. 17.00 Tennis Eurosport. Bein út- sending frá Basel I Sviss. 13.00 Fótbolti Sky Sports. Bein útsending frá leik I úrvals- deildinni ensku. 14.00 Parfs-Mosku-Bejing- rallfið Screensport. Þessi keppni virðist endalaus. 17.00 Golf Screensport. Frá Vol- vo-túrnum í Evrópu. Hverjum er illa við hverja? I skoðanakönnun sem SkáfS gerði fyrir PRESSUNA var fólk meðal annars spurt að því með hvaða íþróttafélagi það héldi og jafnframt hvaða íþróttafélagi því væri sérstaklega í nöp við. Niður- stöðurnar eru forvitnilegar. Þeim sem halda með Þór á Ak- ureyri er mest í nöp við KR-inga. Þetta kemur kannski einhverjum á óvart og fyrirffam hefðu margir búist við því að Þórsurum væri verst við nágranna sína í KA. Skýringin á þessari biturð út í KR- inga er sjálfsagt sú að Vesturbæ- ingarnir höfðu betur en Þórsarar í baráttunni um Evrópusæti í knattspyrnu nú nýskeð. KR-ingum er hins vegar verst við Frammara og þarf það engum að koma á óvart í sjálfu sér því KR-ingum hefur, þar til í sumar, gengið bölvanlega að vinna Fram- mara í knattspyrnu. Það kemur aftur dálítið á óvart að enginn stuðningsmaður KR nefndi Val sem það félag sem honum væri mest í nöp við. Valur og KR eru nágrannafélög og oft hefur virst heldur stirt á milli áhangenda lið- anna. Frammarar gjalda KR-ingum líku líkt og hatast helst við Vestur- bæjarliðið. VÍKINGAR EKKIENN FYRIR- GEFIÐFH Valsmönnum er hins vegar meinilla við Víkinga ef marka má könnunina. Skýringin er ekki auð- fundin en Valur og Víkingur eru nokkurn veginn hlið við hlið og sennilegast liggur skýringin þar. Víkingar telja FH-inga sína helstu óvini. Af hverju er ekki gott að segja. Sem líklega skýringu má þó benda á að Andri Marteins- son, leikmaður með FH í fótbolta, er uppalinn hjá Víkingum. Andri er mjög góður leikmaður og er í landsliðinu og sennilegast hafa Víkingar ekki fyrirgefið Hafnfirð- ingum fyrir að stela Andra frá þeim. Skagamönnum er verst við KA ffá Akureyri. Nærtækasta skýring- in er sú að KA-menn slógu ÍA út úr bikarnum í knattspyrnunni í sumar og unnu þá Iíka í deildinni. Stuðningsmönnum Breiðabliks er helst í nöp við Stjörnuna úr Garðabæ. Hér virðist nágranna- rígur á ferðinni en áhangendur Stjörnunnar voru ekki í vafa um að Breiðablik væri hið versta félag. Þessi lið tvö mætast í annarri deild fótboltans á næsta tímabili og væntanlega verður hart barist þar. Fylkismönnum er líka séríega uppsigað við Blika. Aðdáendur Árbæjarliðsins nefndu helst Breiðablik er þeir voru spurðir hvaða klúbbur færi mest í taug- arnar á þeim. Þannig er nú það. Þrátt fyrir að rígur sé milli liða höfum við verið blessunarlega laus við slagsmál og annars konar vandræði margvís- Með hvaða íþróttafélagi heldur þú? Víkineur Breiðablik Valur Stjarnan BBWWWWWjl KR mHBHBHHHHHHHBHBB FHMMHHHBHnH Þór, Akureyri! ÍBK ÍAI KR| Frami BreiðablikB FHg Stjarnanl KAfe Víkingur ÍR Selfoss ÍBK Hvaða íhróttafélagi er þér í nöp við? Vinsældir og óvinsældir eru sýndar sem hlutfall af vinsælasta eba óvinsælasta félaginu. PRESSAN/AM leg sem oft eru fylgifiskar rígsins erlendis. Kannski er rígurinn ekki eins djúpstæður hér og meira á léttu nótunum. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Vegna tafa í fótboltanum er Boltinn ekki nema helming tímans í leik Frændur okkar Dan- ir hafa hingað til ekki átt heimsfræga tennis- spilara og þeir hafa verið pínulítið svekktir yfir því, ekki síst þegar Svíar framleiða tennis- stjörnur á færibandi. En nú eygja Danir von um að þeim takist að eignast tenniskappa i fremstu röð. Hann heitir Kenneth Carlsen og er nítján ára. í febrúar síðastliðnum var hann númer 893 á heimslistanum en síð- an hefurhann tekið örum framförum og er nú númer 104á listan- um yfir bestu spilara heims og á hraðferð upp á við. Það er vanþakklátt starf að vera knattspyrnudómari. Það þekkja þeir sem reynt hafa. Alþjóðaknatt- spyrnusambandið (FIFA) vill hefja dómarastarfið til vegs og virðingar og samræma dómgæslu í heiminum. „Við þurfum að út- rýma því að í einu landi gildi aðrar reglur en í öðru,“ segir ítalinn og fyrrum dómarinn Paolo Casarin, aðalráðgjafi FIFA í dómgæslumál- um. Þeir hjá FIFA telja að reglurn- ar eigi að vera augljósar; brot sé brot og ekkert með það. Geð- þóttaákvarðanir dómara séu þarf- lausar. Eins á það að vera með notkun spjaldanna gulu og rauðu. Ákveðnar reglur eiga að gilda um hvenær skal grípa til þeirra, dóm- arinn á ekki að þurfa að vega það og meta í hvert sinn. Dómgæslan á að vera sú sama og túlkunin sú sama hvort sem leikur fer ffam á íslandi, í Englandi eða í Mexíkó. Takist þetta batnar alþjóðleg knattspyma til muna og allt ann- að yfirbragð verður á mótum eins og heims- og Evrópumeistara- mótum, segja þeir hjá FIFA. FIFA vill að dómurum verði gefinn kostur á að helga sig knatt- spymunni meira en nú er mögu- legt. Þeir fái meiri umbun og verði jafnvel hreinir atvinnudómarar. Og það á að yngja upp í dómara- stéttinni. Elsti dómarinn sem kemur til með að dæma í heims- meistarakeppninni í Bandaríkjun- um 1994 verður 45 ára, fimm ár- um yngri en þeir elstu í keppninni 1990. Casarin hefur skoðað og greint ítölsku fyrstu deildina síðustu tvö ár — dómarar í henni fá á milli þrjár og sjö milljónir króna hvert tímabil í uppbót vegna fjarvem ffá aðalvinnu — og einnig heims- meistarakeppnina árið 1990. Könnun hans sýnir að þrautþjálf- Dómgœslan léleg Við erum yfirleitt að spilafyrstaflokks handbolta með annarsflokks dómgœslu. Öfugt við Norðmenn ogDani, sem hafa lengi leikið annarsflokks handbolta með fyrstaflokks dómgœslu. Dómgæslan í handboltanum er mér alltaf hugleikin. Ég hef off gagnrýnt hana, því hún gæti ver- ið miklu betri, að mínu mati. Við erum yfirleitt að spila fyrsta flokks handbolta með ann- ars flokks dómgæslu. öfugt við Norðmenn og Dani, sem hafa lengi leikið annars flokks hand- bolta með fyrsta flokks dóm- gæslu. Af hverju? Nú fá dómarar greitt fyrir að dæma leiki og er það bæði sann- gjarnt og gott mál — en hvað kemur á móti? Hvernig er undir- búningi dómara háttað? Em þeir sjálffáða varðandi hann eða gilda einhverjar reglur þar um? Hafa þeir eitthvert aðhald? Hvað með eftirlitsdómara? Þeir mæta jú á leikina, en ef þeim mislíkar, hvað þá? Gera þeir eitthvað? Gerist það ekki alltof oft að dómarar em að dæma sinn fyrsta leik á vetrin- um í fyrstu leikjum fslandsmóts- ins? Það yrði handboltanum til framdráttar ef þessi mál væru skoðuð ff á gmnni. f framhaldi af þessu langar mig til að fjalla aðeins um dóm- gæsluna, eins og hún kom mér fyrir sjónir, í þeim þremur leikj- um fslandsmótsins sem ég hef séð. Haukar - ÍBV — dæmdur af Gunnari Viðarssyni og Sigur- geiri Sveinssyni: Dómgæsla afar slök. Dómararnir notuðu flaut- una til að koma sér út úr vand- ræðum. Þeir flautuðu á allt og virtust ekki þekkja leikinn nógu vel. Sóknarbrot voru þeim hulin ráðgáta — þeir dæmdu undan- tekningarlaust liðinu sem var með boltann í hag. Þeir voru heppnir að leikurinn var alltaf ójafn og aldrei myndaðist nein spenna. Ekki dómarar til að dæma stórleiki, að mínu mati. Víkingur - Þór — dæmdur af Gísla Jóhannessyni og Hafsteiw Ingibergssyni: Mér fannst þeir frekar hliðhollir Víkingum og gera óþarfa mistök, til dæmis voru rangir skrefadómar áber- andi í tvígang. Hafsteinn og Gísli eiga samt að geta orðið góðir dómarar með nægum verkefn- um. Þeir hefðu gott af því að skoða sjálfa sig á myndbandi til að losna við augljósar stingandi vitleysur, en inn á milli voru þeir góðir. ÍR - Víkingur — dæmdur af Gunnari Kjartanssyni og Úla Ólsen: Þarna var langbesta dóm- gæslan. Þeir Gunnar og Óli voru bestir í úrslitakeppninni í fyrra, að mínu mati, og taka nú vel upp þráðinn. Þeir iétu fara lítið fyrir sér — voru fljótir að dæma. Stað- co,ning var þó slæm í tvígang, til dæmis var ljótt brot eftir hraða- upphlaup Víkinga en dómaramir stóðu þá í sömu línu og sáu ekki brotið. Þeir létu einnig fara ffam- hjá sér þegar einn ÍR-ingurinn beitti hinu svokallaða júgóslav- neska bragði — það er hlutur sem verður að útrýma strax úr boltanum. Ég er viss um, að allir meðlim- ir útvarpsráðs eru með stúdents- próf. Þeir sýndu þó að þeir fylgj- ast ekki með og hafa ekkert vit á íþróttum með því að hafna Loga Bergmann Eiðssyni, einum af okkar bestu íþróttafréttamönn- um. Enn einu sinni setur þetta ráð niður. Útvarpsstjóri sýndi hreinan aumingjaskap með því að breyta ekki þessari fáránlegu niðurstöðu. Þetta er svona svipað og ef einn áhorfandi kæmi og segði þjálfara hvernig lið hans ætti að vera skipað í næsta leik — nema hvað útvarpsráð er greini- lega ekki einu sinni áhorfandi. Útvarpsstjóri hefur kannski hugsað: Dæmið ekki og þér mun- uðekkidæmdirverða. Höfundur er handknatlleiksþjáltari. aðir atvinnumennirnir í knatt- spyrnu hafa náð að koma þeim tíma sem boltinn er í leik niður í 59 mínútur. Hver leikur er 90 mínútur og boltinn því ekki í leik 31 mínútu, meðal annars — og kannski aðallega — vegna út- spekúleraðra aðferða aðtvinnu- mannanna við að tefja tímann. Og ekki nóg með það; 20 prósent af þessum 59 mínútum, tæplega tíu mínútur, er boltinn í höndum markmannanna. Úti á vellinum er knötturinn því ekki nema 49 mín- útur, sem er rétt rúmlega annar hálfleikurinn. Það er því ekki furða þótt forvígismenn knatt- spyrnunnar í heiminum telji sig þurfa að gera eitthvað. Markvarðarreglan svokallaða var liður í viðleitninni til að draga úr töfum, fleira þarf trúlega að gera og sjálfsagt batnar knatt- spyrnan nái FIFA að samhæfa störf dómara í heiminum. , ■ Menn eru endalaust aö velta fyrir sér nýju reglunum t fótbolta sem kveða á um að markmaður megi ekki taka boltann með höndum fái hann boltann frá samherja. Oamla markmanns- kempan Peter Shilton er einn þeirra sem pælt hafa i þessu. Hann veltir upp þeirri spurn- ingu hvort markmaður megi koma út úr vítateignum, taka þar við boltanum og leika hon- um inn i teig og taka hann upp með höndum. Það er að segja; samherji sendir boltann aftur, markmaðurinn hleypur út úr vítateignum og tekur við bolt- anum áöur en boltinn kemur inn i teiginn, markmaðurinn leikur þá boltanum inn i teiginn og tekur hann upp með hönd- um. Má þetta? spyr Shilton. Reglurnar segja líka að mark- maðurinn megi ekki handieika boltann þegar honum er leikið af samherja TIL BAKA. Sumir hafa snúið útúr þessu og spurt; en efboltanum er leikið fram? Leikmaður er með boltann upp við endamörk en markmaður er i vítateignum og stendur framar á vellinum en leikmað- urinn. Má þá senda á mark- manninn og hann taka boltann með höndum? Boltanum yrði þá leikið FRAM völlinn en ekki til baka. Það þarf varla að taka fram að þeir sem svona tala eru ekki par hrifnir afþessum regl- um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.