Pressan


Pressan - 01.10.1992, Qupperneq 37

Pressan - 01.10.1992, Qupperneq 37
____FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 37 kennslustund í málvöndun og séu að æfa samræðufærni sína við næsta mann. Og ef lesandanum stendur ekki á sama um persón- urnar er það vegna þess eins að í hann er innbyggð skyldurækin samúð gagnvart mannverum sem verða að þola óblíð örlög. I þessu verki bregst það tvennt sem ekki má bregðast samtímis, stíll og persónusköpun. Verkið er því stórgallað. Hitt er svo annað að höfundur er kornungur og á vafalítið eftir að skrifa betri bækur en þessa. Ekki get ég haft af Fosnes hrós norskra gagnrýnenda og segi því það eitt að það er engum rithöf- undi hollt að vera hossað ótt og títt fyrir gallað verk og síst þeim sem er að taka fyrstu sporin á rit- höfundarbraut. Hins vegar þykir mér illt að geta ekki bent á neitt það í verkinu sem ég telji bera vott um umtalsverða hæfileika og tek mér því í munn orð bresku aðals- mannanna þegar þeir hirtu syni sína: „Mér fellur þetta þyngra en þér, drengur minn.“ Hannes Sigfusson þýðir verkið og þýðing hans virðist afar vönd- uð, en ég vil mótmæla hástöfum notkun á þeirri ljótu sögn „yfir- þyrmast“. Kolbrún Bergþórsdóttir / ritdómi um bók Pascals Qu- ignard „Allir heimsins morgnar“ urðu þau leiðu mistök að stjörnugjöfféll niður. Afhrifning- artóni greinarinnar mátti þó ráða að verkið hefði hlotið hœstu einkunn eða jjórar stjörnur og reynist það rétt vera. KB Gildran ígildru GILDRAN STEINAR ★★ Gildran yrði fyrsta hljómsveitin hér á landi sem fengi poppfálkaorð- una ef slík viðurkenning yrði tek- in upp. Hljómsveitin hefur staðið af sér mótlæti og tómlæti með jafnaðargeði og úthaldi sem jaðrar við þráa. Það eina sem hefur hald- ið Gildrunni saman er að því er virðist óþrjótandi spilagleði, ekki frægð né formúur, því Gildran hefur alltaf staðið í skugganum og aldrei slegið almennilega í gegn nema kannski núna með „Chic- as“; óþolandi lagi í suðrænni sveiflu sem er sú sveifla sem kem- ur mér a.m.k. alltaf í fúlt skap. Að þetta lag sé orðið vinsælasta lag sveitarinnar segir lítið um Gildr- una en þeim mun meira um von- lausan smekk útvarpsplötusnúða landsins. „Út“ er fimmta plata Gildrunn- Aðþetta lagsé orð- ið vinsœlasta lag sveitarinnar segir lítið um Gildruna en þeim mun meira um vonlausan smekk útvarps- plötusnúða lands- ins. GUNNAR HJÁLMARSSON ar og ekki stórt skref á þróunar- braut sveitarinnar. Þeir eru á dóli á gamalreyndum miðum en tæknivinnan og spilamennskan hafa aldrei verið betri. Góður liðs- auki er Sigurgeir Sigmundsson sem gefur Birgi frjálsar hendur og næði með kassagítarinn. „Chicas" er miðpunktur plöt- unnar, kirfilega holað niður um miðbikið. Á undan rúllar Gildran í fyrsta gír yfir fimm ffekar daufleg- ar ballöður. „Teymdu mig“, lag í jólalegri þjóðlagastemmu, er ágætt, svo og endurgerð lagsins „Villtur", sem áður kom út á plöt- unni Huldumönnum. Aðrar baliöður vekja þó ekki upp annað en syfju — sem er kannski allt í lagi ef maður er búinn með svefhpillurnar. Eftir suðræna sveifluhelvítið er eins og Gildrupiltar fái vítamín eða spark í rassinn. Þeir taka sig saman í andlitinu og fara í rokkið af þónokkrum eldmóði, sem hef- ur að vísu verið meiri á fyrri plöt- um. Það er eins og Bubbi Mort- hens endurholdgist í Birgi söngv- ara í „Nútímakonunni", og drykk- felldur andi Toms Waits svífur yf- ir vötnum í „Allir út“. „í skjóli nætur“ og „FFH“ eru einnig hinar ágætustu lagasmíðar en lögin á Út rísa þó ekki upp úr eldstó meðal- mennskunnar. Þar liggur Gildru- hundurinn einmitt grafinn; þeim hefur örsjaldan tekist að komast úr miðjumoðinu og nánast aldrei á Út. Lögin þeirra eru flest hug- myndalítið mall úr uppskriftabók rokksins, sæmilega seðjandi og næringarrík, en biðraðir myndast ekki beint við pottana. Textagerð- in er líka mallkennd og óþarflega mikið hangið í ríminu með þeim árangri að maður hefur oft ekki hugmynd um hverju er verið að reyna að koma á ffamfæri. Hvað með það; áskrifendur Samúeb og margir fleiri koma til með að eiga góðar stundir með Út. Gaman væri þó að Gildran kæmist einhvern tímann úr eigin gildru. Sú gildra heitir meðal- mennska. Gunnar Hjálmarsson Harðhausarokk Ministry Psalm 69 Sire ★★★ ^WWMinistry er tæknivæddur ^^Jdúett frá Chicago og tón- fc^dfllistin minnir á stjórnlaus- an valtara sem rúllar niður brekku, þung og hættuleg. Al Jo- urgensen er aðalgaurinn; hann hefur hamast við tólin í mörg ár, gefið út fullt af plötum og starfað með óteljandi hljómsveitum þótt Ministry hafi alltaf verið hans helsta sveit. A1 er voðalegur leður- töffari með speglasólgleraugu og hörkulegt útlit og innræti. Ekki maður sem maður vildi mæta í dimmu húsasundi. Tónlist hans er alltaf að þyngjast, „Psalm 69“ er myrk og ógnvekjandi og einna best heppnaða platan til þessa. Mikið er lagt upp úr drífandi vél- rænum trommutöktum, þunga- rokksáhrifm heyrast vel á grað- hestarokkslegum gítarriffunum og raddimar eru reiðar og greini- legt að A1 á margar óuppgerðar sakir við heiminn. Keyrslan heppnast í mörgum tilfellum vel. „NWO“, „Hero“ og titillagið „Psalm 69“ eru gegnheil hörkustykki sem bifreiðaverk- stæðiseigendur ættu að spila á verkstæðinu til að ná fullum af- köstum starfsmanna og lagið „Jes- us built my hotrod" hlýtur að telj- ast danslag hörkutólsins í ár. Þar leggur sýruhausinn Gibby Haynes úr Butthole Surfers þeim lið með fyndnu innleggi. Stundum fer þó allur djöfulgangurinn yfir strikið eins og í hinu átta mínútna „Scarecrow" sem minnir á lúðra Almannavarna og er álíka skemmtilegt. Ministry: Rokk fyrir vandláta harðhausa. Gunnar Hjálmarsson Mikið er lagt upp úr drífandi vélrœn- um trommutöktum, þungarokksáhrifin heyrast vel á grað- hestarokkslegum gítarriffunum og raddirnar eru reið- ar og greinilegt að Al á margar óupp- gerðar sakir við heiminn. GUNNAR HJÁLMARSSON 18.00 Fjörkálfar. 18.30 Litla eimreiðin. Bresk teiknimynd. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Auðlegð og ástríður. Áströlsk sápa. 19.25 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín. 20.00 Fréttir. 20.35 Skuggsjá. Ágúst Guðmundsson segirfrá kvikmyndun- um í bíóhúsum borgarinnar. 20.50 ★★ Eldhuginn. 21.40 Evrópuboltinn. Svipmyndir úr leikjum í Evrópumót- unum í fótbolta. 22.05 Kristallandið. Norskur þáttur, byggður á kvikmyndum og Ijósmyndum sem málarinn Edvard Munch tók og notaði sem efnivið í verk sín. 23.00 Fréttir og skákskýring Helga Ólafssonar. 18.00 Sómi kafteinn. 18.30 Barnadeildin. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Magni mús. 19.25 ★ Sækjast sér um líkir 20.00 Fréttir. 20.35 Kastljós. Það var frí í sumar, enda gerðist þá sennilega ekki neitt sem útheimti fréttaskýringar. En nú er fréttastofan búin að setja sig í stellingar og þá fara hlutirnirað gerast.. 21.05 ★★ Sveinn skytta. „Göngehövdingen" er danskur Hrói höttur. Flestir hljóta að vera sammála um að sá enski sé betri. Frekar klunnalegt. 21.35 ★★ Matlock. 22.35 ★★★ Risinn. The Giant. Amerísk, 1956. Stórmynd með mjög frægum leikurum. Meðal annars merkileg fyrir þær sakir að sá stirðbusalegi Rock Hudson reyn- ist betri leikari en James Dean, sem var ágætt kyn- tákn en mjög slæmur leikari. Elizabeth Taylor er íðil- fögur og karlmennin keppa um hylli hennar. Annars er þetta fín mynd, epísk og löng — næstum þrír og hálfur tími. 16.45 Nágrannar. 17.30 Með afa.E 19.00 Fréttir. 19.30 Michael Jackson. Bein útsending frá tónleikum stór- stjörnunnar í Búkarest í Rúmeníu, af öllum stöðum. Jackson dansar vel og lögin hans eru fín. 21.45 ★★★ Angist Amelíu. Something About Amelia. Am- erísk, 1984. Sjónvarpsmynd sem fjallar um sifjaspell og afleiðingar þeirra. 23.20 Sérsveitin. 16.45 Nágrannar. 17.30 Áskotskónum. 17.50 Litla hryllingsbúðin. 18.15 Eruð þið myrkfælin? Þáttaröð um barnahóp sem skemmtir sér við að segja draugasögur. 18.30 Eerie Indiana. E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. 20.30 H Kæri Jón. 21.00 ★ Stökkstræti 21. 21.50 ★★ Við erum engir englar. We’re No Angels. Amer- ísk, 1989. Hæfileikar Roberts de Niro njóta sín ekki mjög I þessari gamanmynd um tvo smábófa sem strjúka úr fangelsi og komast undan í dulargervi presta. 23.35 ★ Lufthansa-ránið. The 10 Million Dollar Gelaway. Amerísk, 1991. Segir ekki frá ungri konu sem vann 10 milljón dollara f lottói, heldurfrá bófum sem stálu þeirri upphæð úrvöruskemmu Lufthansa-flugfélags- insá Kennedy-flugvelli. 01.05 ★★ Flugnahöfðingínn. Lord of the Flies. Amerísk, 1990. Endurgerð breskrar myndar sem var byggð á frægri bók eftir Nóbelsverðlaunahafann William Golding. Hópur drengja hafnar á eyðieyju og innan skamms er villimannseðlið farið að segja til sín. E —TTIIIIMIifl— LAUGARDAGUR 16.30 Kastljós. Endursýnt frá föstudegi. Nýjung. E 17.00 íþróttaþátturinn. Logi Bergmann Eiðsson sérekki um þáttinn. 18.00 Múmínálfarnir. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 ★ Strandverðir. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Ágætir þættir, en farnir að þynnast. 21.25 Týndir i óbyggðum. Kanadísk, 1990. Engum sögum fer af þessari kanadísku sjónvarpsmynd sem fjallar um tvo unglingspilta sem villast f óbyggðum Kan- ada. Fólk horfir semsagt á eigin ábyrgð. 23.00 Hljómar. Frá 1967.1 þættinum syngja og leika Gunni Þórðar, Berti Jensen, Rúnar Júl og Elli Björns lög eins og Þú og ég, Sveitapiltsins draumur, Hringdu og Heyrðu mig góða, sem þá voru nýútkomin á þlötu. Sviðið er skreytt blómum og líka gítararnir. E 23.25 ★ Suðurríkjabombur. Dixie Dynamite. Amerísk, 1976. Tvær systur setja allt á annan endann í smábæ eftir að löggan skýtur föður þeirra, sem er stórtækur bruggari. Frekar'þykir þetta lítið spennandi eða frumleg mynd. SUNNUPAGUR 14.20 Kvikmyndastjórinn John Huston. Huston gerði stór- merkar myndir, til dæmis Möltufálkann, Afríkudrottn- inguna, Key Largo og Heiður Prizzis. Að auki var hann töffari, kvennamaður, drykkjufélagi Bogarts og gáfumaður. Það er skandall að svona þætti skuli val- inn slíkur sýningartími! 16.20 Lífið sjálft er besta víman. Þáttur um fíkniefnaneyslu. E 16.55 Mið-Evrópa. Fyrsti þáttur af þremur í frönskum myndaflokki þar sem er rakin saga þessa heimshluta frá aldamótum. Nú er fjallað um tímabilið til innrás- arinnar í Pólland 1939. Lofar góðu. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Sjoppan. Sænsk leikfangadýr fara á stjá. 18.40 Baugalína. Dönsk teiknimynd. E 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ævintýri frá ýmsum löndum. 19.30 H Vistaskipti. 20.00 Fréttir. 20.35 Hvíti víkingurinn. Fyrsti þáttur af fjórum. Sjónvarps- mynd Hrafns Gunnlaugssonar þar sem þess er freist- að að kristna ísland. Stytt útgáfa sem var sýnd í bíó fékk afleita dóma; nú er að sjá hvort stjónvarpsútgáf- an er betri. 21.45 ★ Vínarblóð. Ekki lofar hann góðu þessi myndaflokk- ur um valsakóngana Strauss. Fyrsti þátturinn var afar hallærislegur; þegar slagsmálin brutust út í brúð- kaupinu var komin ærin ástæða til að slökkva og kveikja ekki aftur. 22.00 Minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson. Áður sýnt í þrennu lagi, nú í heild. E 17.00 Undur veraldar. Ævintýramaðurinn ferðast um auðnir Ástralíu og skoðar náttúruundur. 18.00 Spánn í skugga sólar. Heimildaþánur í fjórum hlutum umSþán. E 17.00 Skýjakljúfar. Um listina að byggja skýjakljúf. E 18.00 Á mörkum hins byggilega heims. Um gæsir og hlé- barða á Indlandi. E 09.00 Með afa. 10.30 Lísa íUndralandi. 10.50 Súper Maríó-bræður. Samanber tölvuspilið. 11.15 Sögur úr Andabæ. Andrés önd með íslensku tali. Gengur það? 11.35 Merlin. Spámaður-og seiðkarl. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. E 13.25 Visasport. E 13.55 Rowan Atkinson. Klukkutímaþáttur með þessum snjalla gamanleikara, herra Bean. E 15.00 ★★ Þrjúbíó. Heima er best. Back Home. Bresk, 1990. Væmin sjónvarpsmynd um tólf ára stúlku sem kem- ur aftur heim til Englands eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum öll stríðsárin. Heima gengur allt út á skömmtunarmiða. 16.40 Gerð myndarinnar Unforgiven. Sem er vestri eftir og með Clint Eastwood og hefur fengið afbragðsgóða dóma. 17.00 Hótel Marlin Bay. Þar berjast menn í bökkum. 18.00 Popp og kók. 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan. 19.19 19.19. 20.00 ★ Falin myndavél. 20.00 ★★ Morðgáta. 21.20 ★★ Heillagripur. The Object ofBeauty. Amerísk, 1981. Allt í þessari mynd á að vera sniðugt og smart, plott- ið, umgjörðin, leikararnir. Gallinn er bara sá að allir eru svo uppteknir af smartheitunum að hugmyndin, sem er ekki svo slæm, fellur um sjálfa sig. 22.55 ★★ Á mörkum lífs og dauða. Flatliners. Amerísk, 1990. Tímabil dulrænu myndanna stóð stutt, varla nema svona ár. En þetta er ein afurð þess og verður varla talin til mikilla listaverka. 00.35 ★ Fáleikar með feðgum. Proud Men. Amerisk, 1987. Charlton Heston leikur karlmenni sem er fúlt út í son sinn, þrælfullorðinn mann, fyrir að hafa klikkað á tíma Víetnamstríðsins. Hann álítur soninn örgustu heybrók. E SUNNUDAGUR 09.00 Kormákur. 09.10 Regnboga-Birta. 09.20 Össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.30 Blaðasnáparnir. 12.00 ★★ Engin áhætta, enginn gróði. No Deposit, No Re- turn. Amerísk, 1976. Barnamynd frá Disney, í góðu meðallagi. Tveir krakkar láta eins og sér hafi verið rænt til að ná fundum móður sinnar. í einu hlutverk- inu er David Niven. E 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.50 Trompet-kóngarnir. E 17.00 Listamannaskálinn. Um Gabriel Garcia Marquez, Kól- umbíumann, Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, blaðamann og vin Kastrós. E 18.00 Lögmál listarinnar. 18.50 ★★★★ Kalli kanína og félagar. 19.19 19.19. 20.00 ★ Klassapíur. Þreytandi, leiðinlegar, Ijótar og vitlausar amerískar kerlingar í Flórída. 20.25 ★★ Lagakrókar. Eða L.A. Law. McKenzie og Brachman mættir á nýjan leik. 21.15 ★ Ævintýri Heiðu. Courage Mountain. Amerísk, 1989. Alveg óskiljanlegt framhald á ævintýrum Alpastúlk- unnar Heiðu. Óskiljanlegast er að myndin skuli yfir- leitt hafa verið gerð og það fyrir ekki nema þremur árum. Heiða lendir í fyrri heimsstyrjöldinni og fer að skjóta sig í karlmanni. Hann er leikinn af Charlie She- en, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. 22.50 ★★ Arsenio Hall. Meðal gesta hans eru leikkonan fagra Sean Young og Luke Perry, kyntáknið úr Vinum og vandamönnum. 23.35 ★★★★ Seinheppnir sölumenn. Tin Men. Amerísk, 1987. Stórvel heppnuð gamanmynd þar sem allir fara á kostum: Handritshöfundurinn og leikstjórinn Barry Levinson (Rainman, Avalon) og leikararnir Ri- chard Dreyfuss og Danny De Vito. Algjört möst. E Við mælum með • Stórmyndinni Giant í Sjónvarpinu á fimmtudag. James Dean var kyntákn en vondur leikari... • John Huston í Sjónvarpinu á sunnudag. Kvennabósanum og töffaranum hefur samt verið valinn hneykslanlegur sýningartími... • Hvíta víkingnum í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldið. Eru sjónvarpsþættirnir betri en bíómyndin? • Michael Jackson í beinni útsendingu frá Búkarest á Stöð tvö á fimmtudagskvöldið. Hann dansar vel. ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.