Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 HOMO ÓlafurGunnarsson rithöf- undur hefur velt fyrir sér vaxtarþróun íslendinga. Hann á rúmlega tvítugan son sem er hálfum haus hærri en hann og sjálfurer Ólafur hálfum haus hærri en faðir hans var. Þetta er stað- reynd sem blasir við í mörg- um fjölskyldum, án þess þó að menn gefi því frekari gaum. Nema Ólafur. Hann dregur stórlega í efa að vík- ingarnir hafi verið miklir á velli eins og sagan segir, jafnvel þótt þeir hafi borðað skarf og súlu og tuggið söl vætt í lýsi. Og lætur um leið í Ijós efasemdir um að í eina tíð hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, eins og lengi hefur verið klif- að á. Ólafur spyr hvort það geti verið að fornmönnun- um hafi virst kyrkingurinn á íslandi ærið hávaxinn og þá af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafi verið svo litlir? Tilgáta Ólafs er sú að ef til vill hafi Þorsteinn drómund- ur, sem hefndi Grettis sterka í Miklagarði, náð að verða 42 cm að hæð vegna þess að hann komst í appelsínur í Austurvegi með Væringj- um. Ólafur efast hins vegar um að Ingólfur okkar Arnar- son hafi verið hótinu hærri en fet er hann kom hingað fyrst, ef það þá. Og spyr því: Erfurða þóttfornmennirnir hafi litið kyrkinginn öðru auga en við, og talið landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru? Enda þótt Ólafur Gunars- son hafi greinilega gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn er engu að síður margt til í röksemdafærslu hans. Ljóst er að íslendingar eru að stækka, og ekki bara á einn veg. Það ber einkum að þakka góðærinu að loknu stríðinu, er hagur landsmanna tók verulega að vænkast og fæða varð betri og fjölbreyttari. [ stað- inn fyrir sviðakjamma og mör komu rúsínur og epli líkt og sending af himnum ofan. Margt frá gamla tím- anum staðfestir, svo ekki verður um villst, að það er að togna úr okkur. Til dæm- is eldhúsinnréttingar sem nútímamaðurinn þarf að bogra yfir og svo auðvitað borðstofuhúsgögn ömmu og langömmu, sem mörg minna einna helst á hús- búnað fyrirbörn. HÆRRI OG ÞYNGRI Karlareru nú að meðaltali um fjórtán sm hærri en í byrjun aldarinnar. Að sögn Gunnars Biering, yfirlæknis á vökudeild Landspítalans, er meðalhæð íslenskra karla nú tæplega 1,87 sm sam- kvæmt nýjustu könnunum. Meðalhæð kvenna er nú 1,67 sm og hafa þær hækk- að sem svarar 1 sm á áratug þessa öld. Því má bæta við að meðalþyngd karla er nú um 83 kíló og eru þeir því verulega yfir kjörþyngd en konur eru að meðaltali 67 kíló. Þess má geta að um 35 prósent íslenskra karla þjást af offitu. Frægt eraðmæðurí Bandaríkjunum gapa gjarn- an yfir stærð íslensks ung- viðis við fæðingu, enda ís- lensku börnin flest á stærð við sex mánaða gömul bandarísk börn. Það er reyndar engin furða þótt þær gapi, því hvergi í heim- inum nema í Færeyjum fæðast stærri börn en hér á landi. Munurinn á meðal- þyngd þeirra um aldamótin og nú er þó ekki ýkja mikill; meðalþyngd nýbura um 1900 var 3401 gramm en er nú 3486 grömm. STÓRIFÓTUR íslenski fóturinn er breið- ari en margra annarra þjóða, um það er engum blöðum að fletta. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fýrir hálfri öld ef kvenmaður hefði brúkað skóstærð númer 45. Það er reyndar ekki algengt hér, en þess þekkjast þó dæmi hin síðari ár. Gísli Ferdinandsson, skó- smiður í Lækjargötunni, hef- ur haft afskipti af fótabúnaði íslendinga í ein fimmmtíu ár og segir hann íslenska fætur greinilegafara stækkandi. Algengasta kvennúmerið hafi hækkað úr 38 í 39 og al- gengt sé að konur noti skó númer 40 til 42. Gísli segir breiddina vera eitt af sér- kennum íslenskra fóta. Ástæðan fyrir því sé sú að ís- lendingar hafi lengi framan af öldinni gengið í gúmmí- skóm, sem veittu fætinum ekki aðhald, og því hafi hann fengið að breikka óáreittur. „Mig undrar að ís- lendingar skuli ekki vera betri sundmenn, með þess- ar blöðkur sínar," sagði Gísli og hló. Til samanburðar má geta þess að hann hefur tekið að sér skóviðgerðir fyrir starfs- menn sendiráða í Reykjavík og segir hann þá ekki hafa styttri fót en íslendinga, heldur mun mjórri og þynnri. Margir fleiri hafa veitt sérkennilegri fótalög- un okkar íslendinga eftir- tekt, til dæmis þeirhjá Skátabúðinni. Verslunin sel- ur m.a. ítalska gönguskó og hefur sérstaklega þurft að panta breiðari gerðina af þeim skóm, enda pössum við ekki í það sem dugar öll- um öðrum þjóðum. BREIÐARI BUXNA- STRENGIR Herraverslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg varstofnuð 1918ogerenn þann dag í dag ómissandi þáttur í íslenskri verslunar-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.