Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
POPP
FIMMTUDAGUR
Todmobile heldur ár-
^^•^Blega tónleika sína í ís-
lensku óperunni í kvöld.
• Mezzoforte eru aftur komnir
saman eftir óralangt hlé að dómi að-
dáenda, en þeir ætla í kvöld að spila
á Tveimur vinum eftir heimsókn til
Keflavíkur í gærkvöldi og til Noregs
um síðustu helgi. Hljómsveitin, sem
hefur starfað í heil fimmtán ár, hefur
enn sama kjarnann innanborðs, þá
Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson,
Jóhann Ásmundsson og Gunnlaug
Briem, en þeir hafa ýmist fengið til
liðs við sig saxófónleikara, söngvara
eða aukahljómborðsleikara. Nú er
það hinn kunni norski saxófónleikari
Káre Kalve sem er í för með Mezzo-
forte, en hann hefur starfað lengi
með norsku hljómsveitinni Lava.
• Rúnar Júlíusson & Larry Otis
halda útgáfutónleika á Púlsinum í
kvöld, en tónleikar þessir eru tileink-
aðir sextán ára afmæli útgáfubatter-
ísins Geimsteins. Sjálfur Bubbi hefur
hugsað sér að hitta hinn gamla fé-
laga sinn, Rúnar Júl, og þeir taka ef til
vill nokkur GCD-lög, hver veit?
• Djass, með þeim Hilmari Jenssyni,
Skúla Sverrissyni, Jim Black og Cris
Speed, verður á gleðistaðnum
Tveimur vinum í kvöld. Þeir félagarnir
eru allir útskrifaðir frá Berklee- tónlist-
arháskólanum í Boston utan Cris
Speed, sem útskrifaðist frá New Eng-
land Conservatory of Music í Boston.
Semsagt allt velmenntaðir tónlistar-
fíklar.
• Magnús Einarsson er einn hinna
íslensku Fána. Nú er hann hins vegar
aleinn síns liðs og hefur brugðið sér í
trúbadorbúninginn á Feita dvergn-
um.
• Fimm fræknir aðilar sem nýlega
gáfu út plötuna Á kránni — sem eins
og nafnið gefur til kynna er kráartón-
list — halda menningartónleika í
menningarmiðstöðinni Gerðubergi
klukkan níu í kvöld. Þetta eru Snæ-
fríður og stubbarnir, Papar, SÍN, Ten-
ingar og Guðmundur Rúnar, hinn
einni sanni.
• Hannes Jón & Einar Vilberg
verða á Blúsbarnum.
• Þúsund andlit eru enn á lífi og
leika landsbyggðarpopp á Gauknum.
FÖ STUDAGUR
• Snæfríður & stubbarnir leika
sína hinstu tóna á Fógetanum í kvöld
og annað kvöld því þeir eru að fara
að leggja upp laupana. Þeir eru víst
búnir að lofa gestum og gangarldi
geðrænum geðhrifum.
• Papar verða með söng, glens og
húllumhæ á Púlsinum í kvöld og
annað kvöld og jólastemmning á að
ríkja með jólaglöggi og fleiru tilheyr-
andi, væntanlega piparkökum.
• Sálin hans Jóns míns er enn að
kynna hin þungu högg. Þeir félag-
arnir hafa sem kunnugt er tekið upp
nýja strauma og stefnur og farið úr
poppi í popprokk. Þeir leika sitt
popprokk á Tveimur vinum í kvöld.
• Nýdönsk verður á Hótel íslandi
ásamt öllum þeim öðrum sem eru á
hljómplötusamningi hjá Skífunni.
Síðar um kvöldið halda þeir austur
fyrir fjall og leika á Hótel Selfossi fyrir
nemendur Fjölbrautaskóla Suður-
lands.
• Diddú & Egill Ólafsson koma
einnig fram á Hótel íslandi ásamt...
• Megasi. Síðan skein sól og Kát-
um piltum en allt í allt halda ellefu
hljómsveitir tónleika á Hótel íslandi
þetta kvöld.
• Jóna Einarsdóttir er eini kven-
harmónikkuleikarinn á íslandi. Hún
leikur kráartónlist á Djass f Ármúlan-
um.
• Hermann Ingi heldur upp á eins
árs afmæli Feita dvergsins til klukkan
tólf ásamt...
• Rokkabillybandi Reykjavíkur
sem heldur uppi látlausu fjöri af
sama tilefni.
• Dans-band er síður en svo sveit
sem fær mann til að hrista alla sína
skanka. Þetta er band Dans Cassidy,
sem hér er á ferð og leikur blús fyrir
alla sem vilja á Blúsbarnum.
• Gal í Leó galar á Gauknum í kvöld
og annað kvöld. Þessa stórsveit skipa
þeir Rabbi trommari, Sævar söngvari,
Jósef hljómborðsleikari, Örn gítarleik-
ari og Biggi bassaleikari.
IHlMlllMHI
• Nýdönsk tekur við af Sálinni á
Tveimur vinum í kvöld. Þeir hafa ver-
ið sannkölluð himnasending til
kvenna sem ilma.
• Kuba Libra ku vera suðrænn
kokkteill. Það má segja að hann
standi undir nafni í kvöl.d, því auk
Shady Owens, sem er í þá mund að
kveðja landann, Rúnars Júl og Larrys
Otis ætla þau Sigga Beinteins og
Grétar Örvars að bætast í hópinn á
Hótel íslandi aðeins í þetta eina sinn.
• Papar verða aftur með jólapopp
og tilheyrandi á Púlsinum.
• Þórarinn Gíslason kráarpíanisti
heldur uppi léttri stemmningu á
veitingastaðnum Djass í Ármúla.
• Snæfríður & stubbarnir koma
saman í allra hinsta sinn á Fógetan-
um.
• Hermann Ingi er enn að halda
upp á eins árs afmæli litla sæta Feita
dvergsins og það er einnig...
• Rokkabillyband Reykjavíkur,
sem er afar mikil stuðgrúppa. Sem
fyrr má dansa uppi á borðum Feita
dvergsins, enda bjóða þeir þar upp á
sérbyggð borð til þess arna.
• Dans-band með fiðluleikaranum
Dan Cassidy leikur enn og aftur bláa
tónlist á Blúsbarnum.
• Gal í Leó leika á La dolce vita í
kvöld, með öðrum orðum á Gaukn-
SUNNUDAGUR
• Tómas R. Einarsson & Agnar
Magnússon leika blús á Blúsbarn-
um í kvöld. Einnig gætu orðið ein-
hverjar óvæntar uppákomur eins og
síðasta sunnudag, þegar KK-band
tróð óvænt upp.
• Síðan skein sól er um þessar
mundir að gefa út blaðsnepil sem
inniheldur tvö splunkuný lög sem
þeir félagarnir tóku upp í Lundúnum
á dögunum. Þeir munu væntanlega
leika þau og fleiri til á Gauknum í
kvöld. Þeir verða þar einnig á mánu-
dagskvöld.
SVEITABÖLL
FOSTUDAGUR
• Þotan, Keflavík fær
Stjórnina í heimsókn
kvöld.
• Gjáin, Selfossi: Loðnar rottur
leika jólalögin í beinni útsendingu.
Með þeim í för eru gógódansmeyjar,
Ijósavinnuflokkur, búningahönnuður
og hljóðmeistarar.
• Edinborg, Keflavík fær þau Rún-
ar Júl, Shady Owens og Larry Otis á
heimaslóðir.
imM'EVMÆ-MÆÆlMJ
• Gjáin, Selfossi Loðnar rottur aft-
ur með gógódansmeyjarnar.
• Edinborg, Keflavík: Sniglaband-
ið og ný keflvísk hljómsveit, Undra-
tappar, leika fyrir dansi. Undratapp-
arnir eiga mikið spilað lag í Suður-
nesjaútvarpinu um þessar mundir.
BARIR
rL Yfirburðir höfuðborg-
larsvæðisins yfir lands-
Ibyggðinni voru
| drykkjumanni PRESS-
svo sem löngu kunnir, en
um síðastliðna helgi fékkst enn
ein staðfesting þess. Sá, sem
þetta ritar, átti erindi í höfuðstað
Norðurlands og ákvað svala
þorsta sínum og fróðleiksfýsn
með því að kanna barina á Akur-
eyri. Það er skemmst frá því að
segja, að þar nyrðra er einfald-
lega engin barmenning líkt og
gerist hér í siðmenningunni. Nú
leggja norðanmenn mikið upp úr
því að rækta menninguna, þeir
hafa lagt gamla Menntaskólann
undir leiklist, þar er myndlistar-
skóli, blaða- og bókaútgáfa
stendur í blóma og saa videre.
Barflóran er hins vegar furðufá-
breytt og lítt til þess fallin að
gleðja mannsins hjarta. Að vísu
má segja að Uppinn sé með
menningarlegum blæ, þegar
þess er gætt að það er Amts-
bókavörðurinn sjálfur, sem
skráður er eigandi sjoppunnar.
En lengra nær það ekki. 1929
getur ekki talist til bara, enda
einungis útþynnt og fámennari
útgáfa af Tunglinu eins og það
var fyrir tveimur árum. Drykkju-
maðurinn sneiddi að sjálfsögðu
hjá barnum á KEA af hugsjóna-
ástæðum, enda engin ástæða til
að styrkja höfuðandstæðinginn.
Þá lá býsna bein leið í Sjallann,
sem menn hafa verið að sveipa
einhverjum dýrðarljóma, svona
eins og Glaumbæ hér syðra.
Drykkjumaður PRESSUNNAR
fékk reyndar enga glýju í augun
af dýrðinni, en Sjallinn stóð svo
sem fyrir sínu. Bítlabandið Ný-
dönsk lék fyrir dansi oq tókst
hreint prýðilega upp. A börunum
var ágætt úrval áfengis og skorti
drykkjumanninn ekkert á þeim
vígstöðvum. Eini vandinn var sá
að þarna var bara venjulegt ball
á ferðinni, en barstemnningin
fannst ekki þar frekar en annars
staðar. Hitt verður að segjast
eins og er,að drykkjumaðurinn
hefur aldrei á ævinni séð aðra
eins glás af hvítum sokkum við
svört föt. Útrýmingarherferð
Valdísar Gunnarsdóttur gegn
hvítum sokkum virðist ekki hafa
náð norður. Akureyri er um
margt ágætur bær, en þar vantar
alla barmenningu, svo að meira
að segja Hafnarfjörður stendur
þessum höfuðstað Norðurlands
framar. Ef þetta er höfuðstaður-
inn gefur drykkjumaður PRESS-
UNNAR ekki mikið fyrir hjáleig-
Hér sést svart á hvítu hve mörg kaffihús er að finna á þeirri stuttu leið sem liggur frá Rauðarárstíg niður í Aðalstræti, og þá eru ekki meðtal-
in veitingahúsin sem að auki leggja nokkuð upp úr kaffi og bakkelsi.
%affifmsarmnning SCómstrar í kreppunni
Það er af sem áður var þegar
varla var hægt að bregða sér ann-
að í kaffi en á Mokka, Hressó eða
á Prikið; nú er hægt að telja 21
kaffihús á gönguleiðinni frá Rauð-
arárstíg niður í Aðalstræti, ef frá
eru taldir allir þeir matsölustaðir
sem bjóða einnig kaffi og meðlæti
yflr miðjan daginn og jafnvel
einnig á kvöldin.
Margan undrar hversu mörg
ný kaffihús hafa risið 1 miðbæn-
um undanfarna mánuði; á tímum
kreppu, þunglyndis og brostinna
alþjóðasamninga. En kannski er
það ekki svo galið, því hér gæti
kenningin um að þegar kreppir að
spari fólk krónuna en kasti aurn-
um verið að sannast. Með öðrum
orðum láti múgurinn stórar fjár-
festingar lönd og leið og leyfi sér
þess í stað lífsnautnir upp að vissu
marki, með því meðal annars að
bregða sér inn á kaffihús og yrkja
ljóð í stað þess að vinna myrkr-
anna á milli, enda enga yfirvinnu
að fá og í sumum tilfellum alls
enga vinnu.
Allra nýjustu kaffihúsin í
flórunni eru Sólon fslandus, Café
List, kaffistofan í Ráðhúsinu, Búð-
arkot í Lækjargötu og tvö ný kaffi-
hús á Rauðarárstíg; Kaffistofan og
Café Kim. önnur kaffihús á þessu
svæði eru Sveinn bakari, sem
einnig er á Rauðarárstígnum, Tíu
dropar, Café Splitt, Café au lait,
Nýja kökuhúsið, Ingólfsbrunnur,
kaffistofan í Hlaðvarpanum, Café
torg, Café 17, Listasafn Islands
(sem er að vísu svolítið úr leið) og
áðurnefnt Mokka, Hressó og Prik-
ið auk tveggja nýrra sem verða
opnuð innan skamms; en það er
kaffihús þar sem P&Ó var áður til
húsa, og Hótel Borg, þar sem
kaffiveitingar eiga áfram að vera í
stórum stíl þrátt fyrir eigenda-
skipti. Þá eru ekki inni á kortinu
veitingastaðir eins og Lækjar-
brekka og Hornið, sem auk mat-
argerðar leggja mikið upp úr kaffi
og bakkelsi. (Sem betur fer er
Bragi ekki einráður á markaðn-
um.)
sviðsett á ný
Sögu Elísu í söng- og leikverk-
inu My Fair Lady þekkja flestir;
sögu götustelpunnar sem fær
kennslu í réttri framkomu og
sæmilegri hegðun hjá málvís-
indamanninum Higgins svo hún
fái notið sín meðal hinna ríku og
verði sjálfri sér til sóma. „Það er
spurning hvort Elísa breytist til
hins betra eða verra," segir Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir, sem
fer með þetta burðarhlutverk í
leikritinu og segir það vera eitt
það skemmtilegasta sem hægt er
að hugsa sér, mikið sé sungið og
dansað. „Ein meginspurningin
felst í því hvort hún er skotin í
Higgins eða ekki. Nú erum við
þegar búin að æfa í þó nokkurn
gftgjSfflgg -y
Steinunn
Ólína Þor-
steinsdóttir
leikur Elísu í
My Fair Lady,
götustelpuna
sem fær
kennslu í
réttrifram- *
sæmilegri
tíma en höfum ekki komist að
því enn!“
Ragnar Jóhannesson þýddi
verkið upphaflega en Stefán
Baldursson yfirfór textann og
Þórarinn Eldjárn þýddi söngtext-
ana upp á nýtt. Það hefur að öll-
um líkindum verið töluverðum
vandkvæðum bundið að gera
það svo vél færi, þar sem íslenskt
mál er ekki stéttskipt að sama
skapi og það enska. „Það hefði
verið fráleitt að búa til nýtt
tungumál og því reyni ég, í sam-
vinnu við leikstjórann, að til-
einka mér latmælgi, ranga orða-
röð og orðtak unglinga. Málfarið
verður að vera eitthvað sem fólk
kannast við,“ segir Steinunn
Ólína.
Stífar æfingar standa nú yfir í
Þjóðleikhúsinu en frumsýnt er
annan íjólum.
SjQícju ó mnðut Qð ttúa?
Það er orðið óhemjuvinsælt í dömuboðum að fá spáglögga til að kíkja í tarot. Gamli kaffibollinn er þó
ekki alveg dottinn út ennþá (og ekki Heiðar snyrtir heldur), en sagt er að spá-
spilin sýni ýmislegt sem er með öllu fyrir ofan mannlegan skilning og þyk-
ir taka bollanum fram hvað trúverðugleika snertir. Eigendur tarot-spiía
umgangast þau með mikilli virðingu, geyma þau einatt í flauelsklút og
skapa jafhan ákveðna stemmningu þegar þau eru dregin ffam. Þá er
kveikt á reykelsi, ljósin deyfð og kerti tendruð. Að því loknu hefst
sjálf lesningin. Það eru ekki allir á einu máli um ágæti slíkra spá-
dóma og tilgang þeirra, en það geta fáir verið ósammála því að bæði
er gott og gaman að geta malað um sjálfan sig í klukkutíma.
Það eru til margar tegundir af tarot-spilum, nokkur
þúsund mismunandi útgáfur, misdjúp spil með ntis-
mikla táknræna merkingu. Þeir sem til þekkja
segja að vissar tegundir nái hylli og virki vel
meðan aðrar virki illa og næmir einstaklingar
eru ákaflega vandlátir á spil. Nánast hver sem
er getur lesið merkingu táknanna, en að vísu
verður viðkomandi að vera vopnaður hæfilegum
skammti afinnsæi.
Tarot-spil eru að skjóta gamla kaffibollanum ref fyrir
rass og er óhemju vinsælt að fá spáglögga í dömu-
boð.
I Hvað gera
popparar
um jólin?
I
Ingibjörg Stefánsdóttir
söngkona íPís ofKeik
j|j „Égfer til ömmu
; minnaráað-
Ifangadagskvöld
ogþar ætla ég að
borða hatnborg-
arhrygg. Maður
m borðar mikið og
H reynirað hafa
g það sem
| skemmtilegast,
en ef ég á að vera
hreinskilin þá hundleið-
ist méryfirleitt á jólunum. Það
vantar ineirajjör umjólin. “
j Richard Scobie
X-rated söngvari
„Ég verð injög vœminn
| um jólin; fer
heim til
j mömmu og
| borða jólasteik-
\ ina, sem er alltaf
satni hamborg-
arhryggurinn. Á
inilli ináltíðanna
sefég á sófanum
og les eða liorfi á
J sjónvarpið. Þarsem
| fjölskyldan er kaþólsk förum
I við í miðnœtunnessu íLandakots-
kirkju á aðfangadagskvöld. Við er-
1 um átta systkinin og veislurnar eftir
I því. Ég erafar góður og prúður um
1 jólin, enda er maðuryfirleitt upp-
| gefinn á þessum tima árs eftiralla
j tónleikana."
Elísa, söngkona og fiðlulcikari
í Kolrössu krókríðandi
„Ég ætla að liggja
í leti og borða
Macintosh yfir
aðalhátiðisdag-
ana og reyna að
byggja upp orku
fyrir œfingabúð-
irnarsem mað-
urfer í strax eftir
jól. Ég verð auð-
vitað íforeldrahús-
um ogfæ hangikjöt og laufa-
brauð, jólaöl ogfleira tilheyrandi á
aðfangadagskvöld.“
újnvt'i v'tfahíc Oh' ðOTb uU-
■A \ntit. ■
V M ,'lvr
. it \ VJtö ráj. vi
1T 111
D.vcn.'r.J'.v.it.Tt
Yi
kS.’ifiSItóMSaU'JU'iWWWAV.VAVíVA’íWiW