Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin wMwhWi'imm*WM*mW'WMlM Kirkjukór Akraness rj^Kjiheldur aðventutónleika. UpPWEinleikari á selló er Gunnar %Lu«iiiÉÍKvaran. Stjórnandi er Hauk- ur Guðlaugsson organisti. Safnaðar- heimilið Vinaminni kl. 20.30. FOSTUDAGUR • Sigrún Eð- valdsdóttir og Selma Guð- m u ndsdóttir leika á fiðlu og pí- anó verk af nýrri geislaplötu sinni. Verkin eru eftir flesta þekktustu sönglagahöfunda ís- lendinga, s.s. Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson og Sigfús Halldórsson. Allur ágóði af tónleikunum rennur til kaupa á nýrri fiðlu Sigrúnar. Tónleikarnir verða endurteknir á sunnudag. /s- lenska óperan kl. 21. ■M'MiliEJLraiiN • Yggdrasil, sænskur strengjakvar- tett, leikur verk eftir Jan Carlstedt, W. Stenhammer, Snorra Sigfús Birgisson og F. Schubert. Aðgangur ókeypis. Norrœna húsið kl. 16. • Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar heldur jólatónleika. Ókeypis að- gangur. Háskólabíó kl. 14. SUNNUDAGUR • Orgelvígsla - Vígslutónleikar nýja orgelsins í Hallgrímskirkju, sem er bæði afburða hljómfagurt og stór- glæsilegt. Orgelleikari er Hörður Ás- kelsson. Hallgrímskirkja kl. 17. Myndlist • Loftur Atli með sýningu á myndverkum sínum í neðri sölum Nýlistasafnsins, en hann sýndi síðast hér á landi 1987. Opiðkl. 14-18. • Hallgrimur Helgason sýnir portr- ettmyndir sínar í efri sölum Nýlista- safnsins. Opið kl. 14-18. • Peter Bishop, sem á heiðurinn af sköpun Jóa í Rafveituauglýsingunum, sýnir húmorískar teikningar í setustofu Nýlistasafnsins. Opið kl. 14-18. • Álafoss-listamennirnir hafa opn- að sýningu á verkum sínum á vinnu- stofum sínum í Álafosshúsinu í Mos- fellsbæ. Sýningin stendur yfir fram að • Teiknimyndasagan fær inni í þeirri virðulegu menningarstofnun Kjarvalsstöðum, nánar tiltekið teikni- myndasögur frá Frakklandi, en þar stendur þetta tjáningarform með hvað mestum blóma og segja sumir að það sé list. Á sýningunni eru verk eftir 16 höfunda, þeirra frægastur er Enki Bilal. Opið kl. 10-18. • Dómkórinn syngur jólasálma við athöfnina er kveikt verður á Oslóar- jólatrénu, gjöf Oslóarbúa til Reykvík- inga. Austurvöllur kl. 16. • Sigrún Eðvaldsdóttir & Selma Guðmundsdóttir endurtaka tónleika sína frá því á föstudag. tslenska óperan kl. 15. • Orgeltónleikar á Akureyri. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Á efnisskrá eru verk eftir J.S.Bach, O. Messiaen og M. Dureflé. Akureyrar- kirkja kl. 17. Leikhús FIMMTUDAGUR Hræðileg hamingja. Ég ^’^^jmæli með þessari sýningu ^^V^vegna leikritsins, skemmti- ^kMPlegs leikrýmis og listar leik- arans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson. Alþýðu- leikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. • Ríta gengur menntaveginn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leik- hússkemmtunina, segir Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Kæra Jelena. Ungu og efnilegu leikararnir í snjallasta leikritinu sem fært var upp á síðasta leikári. Síðasta sýning. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Hræðileg hamingja Sýning Al- þýðuleikhússins. Hafnarhúsið kl. 20.30. LAUGARDAGUR • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus Ymir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði, kl. 20. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða mikil átök og líka húmor, skrifaði Lárus Ýmir Ósk- arsson. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Smiður jólasveinanna. Möguleik- húsið sýnir einþáttung um Völund, gamla smiðinn sem smíðar öll leik- föngin fýrir jólasveinana. Á undan sýn- ingunni les Þórarinn Eldjárn óbirta jólasögu sína og úr Ijóðabókum þeim sem hann hefur samið fyrir börn. Gerðubergkl. 15. • Amahl og næturgestirnir. Ópera eftir Gian-Carlo Menotti í flutningi Óperusmiðjunnar. Verkið fjallar um fatlaðan dreng sem býr með fátækri móður sinni og dreymir um krafta- verk. Amahl og næturgestirnir hefur þá sérstöðu að vera fyrsta óperan sem samin er gagngert fyrir sjónvarp. Hér er um að ræða vandaða og hugljúfa fjölskylduskemmtun. Langholtskirkja kl. 17. • Hræðileg hamingja. Sýning Al- þýðuleikhússins. Hafnarhúsið kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Amahi og næturgestirnir Ópera eftir Gian-Carlo Menotti í flutningi Óperusmiðjunnar. Langholtskirkja kl. 17. • Dýrin í Hálsaskógi Hlutverkaskip- un var að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, skrifar Lárus Ýmir óskarsson. Þjóðleikhúsið kl. 14 og 17. • Jean-Jacques Lebel er franskur hugmyndalistamaður, uppreisnar- seggur og róttæklingur, sem hefur verið flokkaður með Fluxus-hreyfing- unni. Sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum. Opiðkl. 10-18. • Reykjavíkurhöfn er mótífið á sýn- ingu sem hangir uppi í Hafnarhúsinu. Þar eiga til dæmis verk Kjarval, Ás- grímur, Jón Stefánsson og Engilberts. Opið kl. 12-18, um helgar frá kl. 14-18. • Eyjóifur Einarsson hefur hengt upp vatnslitamyndir sínar í FÍM-saln- um. Opiðkl. 14-18. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Margar fallegar myndir af landslagi og sumar dulræn- ar, frá árum sjálfstæðisbaráttunnar í Finnlandi 1880. Sýningunni lýkur á sunnudag. Opiðkl. 12-18. • Japanskar tréristur er myndhefð sem af mörgum er talin eitt helsta framlag Japana til heimslistasögunn- ar. Meðal annars eru á sýningunni í Mokka verk eftir suma af stórsnilling- um japanskrar prentmyndahefðar. • Spessi og Steingrímur Eyfjörð sýna Ijósmyndir af mátunarklefum á veggjum Café Splitt. • Loftur Atli sýnir Ijósmyndir í Gallerí G 15. Opið á verslunartíma.. • Harpa Björnsdóttir opnar á föstudag sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls. Myndverk sýn- ingarinnar, sem stendur út árið, eru að hluta til trúarleg. Opið á verslunar- tíma. Sýningar • Finnsk glerlist Sýning- in spannar 70 ár í glerlist Finna og eiga allir helstu glerlistamenn þeirra muni á henni. Fjölbreytt og söguleg sýning í Norræna húsinu. í anddyri er sýning á Ijóðum, bókum og myndum fýrir börn eftir finnska höfunda. Opið kl. 14-19.. • Sigurgeir Sigurjónsson sýnir landslagsljósmyndir í Ráðhúsi Reykja- víkur. Hann hefur nýverið gefið út bók með Ijósmyndum sínum. • Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur opnað sýningu í tilefni 90 ára afmælis- ins í Hafnarborg, listamiðstöð Hafnar- fjarðar. Á sýningunni gefur að líta gamla muni sem varðveist hafa úr sögu sparisjóðsins, s.s. handskrifuð skjöl, peninga og vélar. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18.. Matthías Viðar talar um kukl og heiðinn sið í Nýló. (Pnlímt í Jlýlístngafnínu Aðstandendur Nýlistasaíhsins hafa fengið allskemratilega skammdegisflugu í hausinn sem vert er að taka eftir. Þar á bæ verða á mánaðarfresti í vet- ur haldnir fyrirlestrar af ýmsu tagi sem öllum eru opnir. Safn- ið er einkar vel til þess fallið að halda þar samkomur sem þessar, opið og með öllu óskil- greint. Annað kvöld, föstudagskvöld, verður kukl og heiðinn siður viðfangsefni fýrirlesarans og bókmenntafiræðingsins Matt- híasar Viðars Sæmundssonar, en hann hefur sem kunnugt gefið út bók um galdra og galdrastafi; nokkurs konar kennslurit í galdratækni. Á undan honum hafa þeir Hann- es Hólmsteinn Gissurarson og Hannes Lárusson flutt fýrir- lestra í safninu. Kokteillinn Cuba Libra; Rúnar Júlí- usson, Larry Otis og Shady Owens ásamt Grétari Örvarssyni og Siggu Beinteins. Rúnar Júlíusson ogShady Owens, sem nú skipa hljómsveitina Cuba Libra ásamt Larry Otis,fáþau Siggu Beinteins og Grétar Örvarsson til liðs við sig um helgina þegar sveitin spilar saman í síðasta sinn á Hótel íslandi, því Shady œtlar nú aftur að bregða sér til heimahaga sinna á Englandi. Afþessu tilefni verður boðið upp á þriggja rétta máltíð auk skemmtunar á aðeins 1.950 krónur. Færa Ijósið Nlfölhsinsí shammdeginu Ljósvikingar nefnist hópur rithöfunda og tón- iistarmanna sem hyggjast fíytja list sína á kaffi- húsum og kirkjum út jólamánuðinn. Lesið verð- ur upp úr Ijóðabókum og skáldsögum auk þess sem spilað verður á hljóðfærí. Aðal- hvatamaðurínn erSveinn Óskar Sigurðs- son en Arí Gisli Bragason hefur veríð hon- um tilaðstoðar:„Við ætlum að færa Ijós- ið til fólksins í skammdeginu og er þessu ætlað að vera samspil tónlistar og Ijóð- listar, sem við hyggjumst flytja sem víðast á Suðuríandi." Frum- fíutningur fór fram fyrir fullum salá Sólon ís- landus á fullveldisdag- inn og þótti takast með miklum ágætum. fródlegt Hinn áríegi Jólabjór Viking Brugg á Akureyri er kominn á markað. Þó að útlit flöskunnar sé annað en í fyrra er hér um að ræða sama innihaldið; hinn 5,4% malt-sykur-hum- al- antioxdant-jólabjór. Viking Bruggarar hafa tekið upp á því að fá listamenn til að hanna fyrir sig umbúðirnar. íár kom það ihlut Akur- eyringsins og fjöllistamannsins Arnar Inga að mála bol- myndsem nefnist„Nú sefur jörðin" og er afSúlum. Ef menn hafa lítið annað en drykkjuna fyrirstafni geta þeir að minnsta kosti fræðst afbakmiðum bjórfíasknanna, sem eru þrenns konar. Þar er sagt frá jólahaldi i kristni og heiðni, en sá fróðleikur er sóttur i smiðju Árna Björnsson- ar þjóðháttafræðings. Sumt of Ijótt til að sýna Jón Gústafsson var nokkuð áberandi þáttagerðarmaður í sjón- varpinu fýrir nokkrum árum en hvarf svo af sjónarsviðinu og vita fáir hvað drifið hefur á daga hans síðan. Ástæðan fýrir * skyndilegri brottför hans var sú að hann hélt utan til Manchester í nám og lauk þaðan BA-prófi í kvik- myndagerð. Að því loknu fór hann til LÁ þar sem hann nam leikstjórn. Hin og þessi verkefni rak líka á fjörur Jóns meðan á námi stóð og meðfram því vann hann meðal annars umhverfisþætti fyrir sjón- varp, fylgdi norskri hljómsveit í tón- listarferð um Rússland og gerði auglýsing- ar fýrir Norrænu ráðherranefndina. Nú síðast kvikmyndaði hann stutt ástardrama, sem gerist í Reykjavík á Jónsmessunótt, og gerði mynd fýrir Amnesty International, sem verður tekin til sýn- . ingar í sjónvarpinu I vikunni. „Þátturinn lýsir starfsem.i Amnesty, hér heima og erlendis, en samtökin eiga það fýlli- lega skilið að fá athygli,“ segir Jón. „Eg þurfti nokkurn tíma til að skoða allan óhugnaðinn sem kvikmyndað- ur hefur verið til að fá heildarmynd af verkefninu, myndir af misþyrm- ingum, pyndingum og aftökum. Úrþvi þurfti að velja, þar sem sumt átti ekki heima í þættinum, en mikið er til af ljótum mynd- um, til dæmis þær sem sýna aftökur í smáatriðum."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.