Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992
27
Síðasti móhíkaninn er söguleg ævintýramynd, blönduð ást og spennu.
Daniel Day-Lewis ætl-
aði aldrei að leika á ný
Stórmyndin Síðasti móhíkan-
inn, sem tekin verður til sýningar
hér innan fárra daga, hefur hlotið
prýðilega dóma meðal erlendra
gagnrýnenda. Daniel Day-Lewis
fer með aðalhlutverk í myndinni
en eins og flesta rekur minni til
hlaut hann Óskarinn fyrir túlkun
sína á Christy Brown í myndinni
My Left Foot árið 1989. Þetta var
ekki fyrsti leiksigur hans en talið
var að verðlaunin yrðu til þess að
hann myndi birtast æ oftar á hvíta
tjaldinu. Það fór þó á annan veg
en menn ætluðu og hefur leikar-
inn nánast farið huldu höfði síð-
astliðin þrjú ár. Þeim tíma hefur
hann eytt í löng ferðalög um Evr-
ópu og einverustundir á írlandi.
Hann sýndi enga löngun til að
snúa sér að kvikmyndaleik að
nýju og af þeim sökum náði um-
boðsmaður hans vart sambandi
við hann, hvað þá vinir eða
venslamenn. Leikstjórinn Michael
Mann var því í töluverðum vanda
staddur þegar hann hugðist fá
Day-Lewis til að leika aðalhlut-
verkið í mynd sinni. Eftir margar
tilraunir náði Mann loks sam-
bandi við hann en töluverður tími
leið þó þar til Ieikarinn samþykkti
að taka hlutverkið að sér.
800 miðar
seldust upp á
klukkutíma!
Slíkur var áhuginn á tónleikum með
Kristjáni Jóhannssyni í Hallgrímskirkju,
sem haldnir eru til styrktar Barnaheill-
um, að 800 aðgöngumiðar seldust upp á
einni klukkustund. Mikið var að gera á
símanum þær sextíu mínútur sem tók
að koma miðunum út og töluvert hefur
verið að gera síðan, því enn er fólk að
hringja og freista þess að fá miða. Miða-
verð, sem var 3.000 krónur, settu fáir
fyrir sig og sumir undruðust að það
skyidi ekki vera haft hærra. Vegna ótrú-
legrar aðsóknar hafa margir gælt við þá
hugmynd að haldnir verði aukatónleikar, en staðfest hefur verið að úr
því verði ekki. Sinfóníuhljómsveit íslands sér um undirspil á tónleik-
unum en hinn ítalsk-ameríski „maestro" Rico Saccani kemur til með
að stjórna hljómsveitinni. Mótettukór Hallgrímskirkju sér um kór-
söng og Hörður Áskelsson leikur á orgelið.
Aðdáendur Kristjáns geta þó huggað sig við að herlegheitin verða
sýnd á jóladag á Stöð 2.
C7 {AýWUWs i
átMnuu l
„Mér líkar hún alveg æðislega. Hún er búin að gjörbreyta lífi mínu.
Það er svo mikill unaður að fá að spila á svona hljóðfæri að það er ólýs-
anlegt. Ég og hún rennum saman í eitt,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir, sem
nýkomin er úr heimsókn til kærasta síns í Bandaríkjunum, um nýju fiðl-
una sína. Hún ætlar að leika á fiðluna í fyrsta sinn á Islandi um helgina í
fslensku óperunni ásamt Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Tón-
leikar verða bæði á föstudagskvöld og sunnudag. Föstu-
dagstónleikarnir hefjast klukkan níu en sunnudagstón-
leikarnir klukkan eitt og eru þeir hugsaðir sem fjöl-
skyldutónleikar.
Ágóðinn af tónleikunum rennur til kaupa á
nýju fiðlunni, sem hún hefur þegar greitt helm-
inginn af. „Ég fer ofsalega vel með fiðluna
mína og hef keypt undir hana sérstakan
einangrunarkassa sem þolir bæði
mikinn hita og kulda.“
Lögin sem leikin verða á tónleik-
unum eru af nýrri geislaplötu þeirra
Sigrúnar og Selmu er nefnist „Ljúf-
lingslög". Þar er að finna lög eftir
Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson,
Sigfus Einarsson, Atla Heimi Sveins-
son og fleiri.
Sigrún Eðvaldsdóttir með nýju
fiðluna sem hún er enn að fjár-
magna og ætlar að leika á í fyrsta
sinn á Islandi í fslensku óperunni.
VIÐ
MÆLUM
MEt>
... að fólk lesi jólabækurnar
fyrirjól
til að geta fylgst með öðrum taka
þær upp á aðfangadag og segja: Ég
er búinn að lesa þessa, hún er ekk-
ert sérstök
AÐALNUMERIP
— en lítið í mynd
Kvikmyndin Karlakórinn Hekla,
sem frumsýnd verður síðar í mán-
uðinum, geymir margan sérstæðan
karakterinn. Garðar Cortes leikur
einn þeirra og er í raun aðalnúmerið
án þess þó að vera mikið í mynd.
Það kemur til af því að hlutverkið
hans er þeirrar náttúru að enda þótt
hann sjáist lítið er stöðugt verið að
tala um hann.
Persóna Garðars er af þýskum
ættum, flutti til íslands með föður
sínum ungur að árum. Þeir feðgar
enduðu í Hveragerði þar sem sá
stutti ólst upp, en hann reynist
söngvinn mjög og verður ein aðal-
driffjöðrin í karlakórnum í bænum.
Að hans tilstuðlan hyggst kórinn
síðar fara í söngferðalag til útlanda
en skömmu áður en lagt er af stað
berast tíðindi sem setja strik í
reikninginn. f framhaldi
af því fá kórfélagar verk-
efni sem tengist öðru en
söngnum.
Þótt sviðsvanur sé er
þetta fyrsta hlutverk
Garðars í kvikmynd.
Hann segist hafa kunnað
ágætlega við sig fyrir
. framan tökuvélina þótt
ekki sé saman að jafna
kvikmyndaleik og
óperuflutningi á sviði.
Þessa stundina hugs-
ar hann um lítið ann-
að en óperuna í Gautaborg, sem hann
stjórnar, og segir þar öll verkefni vera á full-
um dampi auk þess sem verið sé að undir-
búanýverk.
... öruggukynlifi
og flestöllu kynlífi sem er ekki
beint lífshættulegt
... jólahlaðborðum, jóla-
glöggspartíum
og öllu því sem getur slegið á
kvíðann yfir öllu sem er ógert fyrir
jólin
... fjögurra stjömu bókum og
plötum
en ekki þeim sem fá hauskúpu
(sjá bóka- og plötublað)
INNI
Að trúlofa sig. Það er ef fólk vill.
Að gifta sig. Ef fólk hefur áhuga á.
Að skilja. Ef fólk endilega vill. Að
leita eftir hjónabandsráðgjöf. Ef
fólk telur sig þurfa á því að halda.
Að slíta trúlofun. Ef fólk hefur
ekki trú á henni. Að mæta ekki í
eigin brúðkaup. Ef fólk hefur ekki
lyst á því. Að láta sig hverfa í stað
þess að standa í skilnaði. Ef fólk
telur sig ekki geta horfst í augu við
fýrrum maka. Að halda við hjóna-
bandsráðgjafann. Ef fólki finnst
hann þesslegur. Að mæta ekki í
annarra manna brúðkaup. Nei,
aldrei. Það er ókurteisi.
UTI
Að segjast ætla að gefa heima-
tilbúnar gjafir í jólagjöf. f fyrsta
lagi er þetta lygi sem allir sjá í
gegnum. í öðru lagi er hræsnis-
fullt að þykjast vera uppfullur af
„hinum rétta anda jólanna" en
vera eftir sem áður jafn geðveikur
í búðunum og allir hinir. f þriðja
lagi þá eyðileggurðu jólin fyrir
öðrum ef þú ætlar í raun og veru
að gefa einhverjum heimatilbúna
jólagjöf. Efþú trúirþví ekki skaltu
pakka inn einhverju af heimatil-
búna dótinu sem börnin þín hafa
gefið þér á umliðnum jólum og
gefa þeim það aftur. Fylgstu með
svipnum á þeim
þegar þau
opna
ana.
pakk-
t> Ú K E M S T
... ef þú
heldur
áfram að
brugga.
Verslaðu
Jvið ríkið —
annars nær
Breiðholts-
löggan í
þig.
E K K 1 1 G E G N
.. Jn þess að tivíla HríTarhorMö Pumtíma.
... án þess aðfinna lykilinn að hamingjunni.
... án þess ad
velta því fyrir þér m
aö flýja til útlanda ®
fyrir jólin.
... nema þú búir
þér til óskalista.
„Ekki kom mérþað d óvart að Svisslending-
ar skyldu segja nei við EES. Ég hefþekkt einn Svisslending
oghannsagði alltaf nei. Það var alvegsama hvort égfór vel
að honum eða varýtin. Alltafsama nei-ið. En hann var
myndarlegur, helvítið d honum."