Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 „MIKSON SAGBIST HAFA DREPIB FJÖRUTÍU MANNS" Vitnisburður núlifandi eistneskrar konu, Anu Uusman, sem kynntist Evald Mikson í Aðalfangelsinu í Tallinn. Forstjóri Wiesenthal-stofnun- arinnar í Jerúsalem, Efraim Zu- roff, er enn að yfirfara mörg hundruð síðna skjöl í máli Evalds Miksons sem hann fékk óvænt aðgang að í síðustu viku. Þar er um að ræða frumgögn og vitnis- burð sem legið hefur í skjala- geymslu ríkissaksóknara í rúm- lega þrjátíu ár og er grundvöllur- inn að ásökunum Wiesenthal- stofnunarinnar á hendur Mikson. Vitað var að þessi skjöl væru til, enda til þeirra vísað í ýmiss konar öðrum heimildum um stríðsglæpi í Eistlandi. Hingað til hefur enginn utanað- komandi fengið aðgang að skjala- safni saksóknara og var fjölmiðl- um meðal annars meinaður að- gangur að því í sumar. Það kom því töluvert á óvart þegar innan- ríkisráðherra Eistlands, Lagle Pa- rek, leyfði Zuroff eftir nokkra um- hugsun að skoða skjölin og taka afrit af þeim. HEILSUÐU MIKSON SEM YFIRMANNI Á ferð sinni um Eistland hitti Zuroff einnig að máli konu, Anu Uusman, sem var fangi í Aðal- fangelsinu í Tallinn þá mánuði haustið 1941 sem Mikson var þar yfirmaður í eistnesku öryggislög- reglunni. Hún mundi vel eftir Mikson að störfum í fangelsinu og kvað hann hafa verið háttsettan mann í öryggislögreglunni. Frú Uusman sagði Zuroff sögu sína, sem er í stórum dráttum þessi: Frú Uusman er tveimur árum eldri en Mikson, fædd árið 1909. Árið 1941 bjó hún að Koidu-stræti 114 í Tallinn. Þjóðverjar hertóku Eistland sumarið 1941 og náðu til Tallinn í lok ágúst það ár. Þá var tiibúinn listi yfir þá Eistlendinga sem átti að handtaka, að sögn frú Uusman, og 28. ágúst, klukkan þrjú í effirmiðdaginn, kornu eist- neskir samstarfsmenn Þjóðverja til að handtaka hana. Hún kveðst muna nöfn þeirra sem handtóku hana og hafi einn verið lögreglu- maður sem bjó í sama húsi og hún. Frú Uusman var grunuð um að vera félagi í kommúnistaflokkn- um og starfa fyrir sovésku leyni- þjónustuna, NKVD, en hvort tveggja segir hún hafa verið ósatt. Hún vann við rafveituna í Tallinn. Hún var handtekin ásamt þriggja ára barni sínu og var höfð í haldi í 2-3 daga án nokkurs matarkyns. Þá komu vopnaðir menn að sækja hana, fóru með barn hennar heim, en sjálf var hún flutt í Aðal- fangelsið. Hún var ásamt öðrum konum látin þrífa í fangelsinu, sérstaklega athafnasvæði Gestapo, herbergi þar sem framburður fanga var skráður svo og matsalinn. Þar sá hún Mikson. Allir heilsuðu hon- um eins og yfirmanni að her- mannasið og þannig komst hún að því hver hann var. Hún heyrði sagt að Mikson væri harður mað- ur og fyrirgæfi aldrei neitt. Meint morð og barsmíðar fóru hins veg- ar fram þar sem aðrir fangar sáu ekki til. Frú Uusman sjcildist að Arnold Mere og Mikson væru áhrifamestir Eistlendinga í fang- elsinu. Sumir fangar fengu sérstaka meðferð í fangelsinu, sérstök her- bergi og betri aðbúnað. Þeir störf- uðu fyrir Gestapo og höfðu það verkefni að komast að því hverjir væru gyðingar. Einungis þeir sem störfuðu með Gestapo máttu snæða í matsalnum í fangelsinu. Þar heyrði frú Uusman Mikson stæra sig af því að hafa handtekið og drepið fjörutíu manns. Hann var þá á tali við félaga sína úr Om- akaitse-sveitunum, sem voru komnir til starfa í fangelsinu og höfðu aðstoðað Þjóðverja við morð á gyðingum og kommúnist- um um sumarið. í nóvember þetta sama haust var frú Uusman flutt í fangelsi í Lasnamae og í apríl 1942 í annað fangelsi í Harku. Þar heyrði hún af örlögum Ruth Rubin, sem Mik- son er sagður hafa nauðgað og myrt. Frú Uusman slapp úr haldi í lok stríðsins, enda ekki gyðingur sjálf, en býr nú í Nömme, úthverfi Tallinn. REIÐUBÚIN AÐ BERA VITNI f ævisögu Evalds Miksons, sem gefin var út hérlendis 1988, nefnir hann ofangreindan Arnold Mere Anu Uusman segir Mikson og Arnold Mere hafa verið valda- mesta Eistlendinga í Aðalfang- elsinu íTallinn. majór sem yfirmann deildar B í leyniþjónustu Þjóðverja, Sicher- heitdienst, og sérstakan velgjörð- armann sinn. Það var Mere, segir Mikson, sem fékk hann lausan úr fangelsi Þjóðverja og sá til þess að hann fékk umsvifalaust starf í leyniþjónustu þýska hersins. Að sögn Efraims Zuroffs kvaðst frú Uusman reiðubúin að bera vitni ef til rannsóknar eða réttar- halda kæmi í máli Miksons. Hann sagði að hún hefði virst viss í sinni sök í frásögn sinni og minni henn- ar virtist prýðilegt.____________ ' Karl Th. Birgisson Kirkjugarðar Reykjavíkur eru komnir sex fet undir jörðu, því í krafti geist- legs uppruna sjoppunnar og verndar bisk- ups hafa þeir beitt belli- brögðum ívið- skiptum, sem mönnum yrði stungið inn fyrir annars staðar í hinum siðmenntaða heimi. Á UPPLEIÐ... Stefánsson, sem Islandsbanki hef- ur ráðið til „sérstakra verkefna". Fram að þessu hafa menn yfir- leitt verið settir í „sér- stök verkefni" þegar til stendur að sparka þeim, en Ásmundur brýtur enn blað i at- vinnusögu fslands með því að byrja á þeim endanum. Með þessu áframhaldi verður hann seðlabankastjóri árið 1995. Á NIÐURLEIÐ... Jón Otti Ólafs- son er á uppleið, því allt í einu er þessi annars óþekkti körfu- boltadómari orðinn að þjóð- sagnapersónu, kominn á ætt- fræðisíðu DV og allt. Afrek Jóns Otta er að hafa ensttil þessað dæma 1.000 körfuboltaleiki án þess að deyja úr leiðindum. Niðurskurður til landbúnaðarmála lækkaði úr 250 miiljónum í 100 milljónir, sem er náttúru- lega eins og krækiber í helvíti þegar litið er til heildararðráns bænda af afgangi þjóðarinnar. Hundafár er tvímælalaust á eins og dæmin sanna. sama leiðir að hundar eru á niðurleið. EES-samkomulagið er ekki bara á niðurleið, heldur á hraðri leið út í veður og vind eftir að pípureykjandi og jóðl- andi Svissarar létu það rúlla niður Alpana. Víðómur Rtkis sjónvarpsins er á njðurleið því enginn nema 'neyra aðrii band' græjurti! arna. Hins vegarer orðið gott og virðist hafa náð festu eins og skot. orgunblaðið, sem rfti að birta illa dul- úna tveggja dálka afsökunarbeiðni, eftir að hafa birt mynd af manni, sem ekki var sekur um neitt annað en að vera í vondum félagsskap. Ósoneyðandi efni stíga upp frá frysti- húsum landsins og kann heimsbyggðin að setja kæliefna- viðskiptabann á fs- land af þeim sökum. Atvinnuleysi er enn á uppleið, sér- staklega á Akur- eyri, en þar nær at- vinnubótavinnan hjá bænum ekki einu sinni að snúa þróuninni við.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.