Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992
PRESSAN
Útgefandi
Ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Auglýsingastjóri
Dreifingarstjóri
Blað hf.
Gunnar Smárí Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Sigríður Sigurðardóttir
Haukur Magnússon
Rekið opinbera
starfsmenn
Svo virðist sem nýákveðnar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar dugi ekki til. Miðað við þær verður hallinn á fjárlögum
næsta árs um 8 milljarðar. Það getur ekki talist viðunandi.
Ríkisstjórnin eða Alþingi þarf því að grípa til niðurskurðar á
ríkisútgjöldum, tvisvar til þrisvar sinnum meiri en ráðherrar
ríkisstjórnarinnar gátu komið sér saman um á fundum sínum
um síðustu helgi.
í sjálfu sér þurfa þetta ekki að vera slæmar fréttir. Þegar litið
er yfir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar er auðséð að hún
hefur gefist upp við að taka alvarlega á stærstu útgjaldavanda-
málum ríkissjóðs; landbúnaðinum, heilbrigðiskerfinu, Lána-
sjóði íslenskra námsmanna og öðrum ríkissjóðum, að ekki sé
talað um sjálfan ríkisreksturinn.
Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann hafi tekið við
slæmu búi eftir óstjórn undanfarinna sex til átta ára. Á þess-
um tíma hafi stjórnmálamenn gefið út hvern útfylltan víxilinn
á fætur öðrum til að geðjast kjósendum. Það er því kominn
tími til að forsætisráðherra láti þessa víxla falla. Þótt einhver
menntamálaráðherra hafi gefið námsmönnum þá hugmynd
að skattborgarar eða komandi kynslóðir hefðu efni á að
styrkja þá ríkmannlega í gegnum lánasjóðinn þá er staðan
einfaldlega sú að skattborgararnir geta það ekki og íslenska
ríkið hefur einfaldlega ekki það lánstraust að það geti velt
framfærslu námsmanna yfir á komandi kynslóðir. Það sama
gildir um væntingar sem landbúnaðarráðherrar hafa komið
inn hjá bændum, heilbrigðisráðherrar hjá heilbrigðisstéttun-
um, félagsmálaráðherrar hjá húsbyggjendum og einstæðum
foreldrum og svo framvegis.
Ef forsætisráðherra skynjar óstjórn síðustu ára jafn vel og
hann lýsir er kominn tími til að hann beiti sér fyrir því að
skrúfað verði ofan af henni. Að ríkisstjórnin taki fremur mið
af stöðu ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs en stöðu þing-
manna í einstökum kjördæmum eða vinsældum þeirra hjá
hagsmunahópum.
Nú þegar allur almenningur hefur fundið áþreifanlega fyrir
kreppunni er hann líklegri til að styðja ríkisstjórnina til gagn-
gerrar uppstokkunar á því ríkisbatteríi sem stjórnmálamenn
hafa hlaðið upp til að auka sér vinsældir á undanförnum ár-
um. Svo tekið sé lítið dæmi af allri vitleysunni, þá kemur fram
í frétt PRESSUNNAR í dag að ríkissjóður hefur greitt sem
nemur 40 milljörðum króna í útflutningsbætur á undanförn-
um áratugum. 40 milljarðar til að greiða niður mat í vestur-
landabúa. Flestir gera sér grein fyrir að svona della og önnur
ámóta á stóran þátt í slæmri stöðu íslensks atvinnu- og efna-
hagslífs. Og nú þegar almenningur finnur fyrir afleiðingunum
er hann tilbúinn að styðja ríkisstjórnina til að afnema þessi og
viðmóta hlunnindi hagsmunahópanna.
En þrátt fyrir nauðsyn þessa er ef til vill eðlilegast fyrir ríkis-
stjórnina að líta sér nær. Til að spara 2 milljarða er nóg að reka
tæplega 1.700 ríkisstarfsmenn. Það er líklega ekki stærri blóð-
taka en svo að koma tjölda ríkisstarfsmanna niður í það sem
hann var fyrir um ári. Ef ráðherrarnir byrja á starfsmönnum
mötuneyta ríkisins, rannsóknastofnana atvinnuveganna og
þeim sem vinna í öðrum tilhæfulausum atvinnurekstri ríkis-
ins er von til þess að þeim takist að fylla upp í þessa tölu án
þess að þurfa að reka neinn sem ekki getur fengið sér vinnu
annars staðar. Starfsfólk í mötuneytunum ætti að geta fengið
vinnu á veitingahúsum og starfsmenn rannsóknastofiiananna
hjá SS eða BM Vallá.
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80
Faxnúmer
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborös:
Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari,
Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðmundur Einarsson,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick,
Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, RagnhildurVigfúsdóttir,
Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir,
Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason.
Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
V I K A N
HÆSTIRÉTTUR í steininn
Tilraunir ríkisstjórnarinnar til
að tryggja að Hæstiréttur fái ekki
Safnahúsið við Hverfisgötu taka á
sig skringilegar myndir. Sem
kunnugt er var gerð úttekt á hús-
næðisvanda Hæstaréttar og nið-
urstaða hennar varð sú að Safna-
húsið mundi henta best þegar
Landsbókasafnið flytti og vera
ódýrara en nýbygging. Þegar þetta
lá íyrir hljóp ríkisstjórnin upp til
handa og fóta og reiddi fram 130
milljónir af skattfé til að hægt væri
að hefja framkvæmdir við ný-
byggingu Hæstaréttar strax.
Ástæðan er sú að forsætisráðherra
vill Safnahúsið undir ráðuneyti
sitt og hinir ráðherranir vilja gera
það að móttökusölum, enda er
Rúgbrauðsgerðin eins og hvert
annað félagsheimili og alls ekki
nógu virðuleg. Þrátt fyrir milljón-
irnar er lítið að frétta af fram-
kvæmdum, enda vantar sárlega
lóð undir nýbygginguna. Nýjasta
hugmyndin er sú að setja Hæsta-
rétt í steininn; það er Hegningar-
húsið á Skólavörðustíg. Þar hafa
gist um tuttugu fangar og verið
svo þröngt um þá að legið hefur
við afskiptum Amnesty Interna-
tional. Ef Hæstiréttur verður sett-
ur í Hegningarhúsið mun hug-
myndin vera að byggja við húsið.
Allt Þórði að kenna
Þá liggur það ljóst fyrir. Mars-
súkkulaði er dýrara hér á landi en
á Indlandi. Og Levi’s-buxur líka.
Þetta eru nýjustu upplýsingarnar
sem verðsamanburður, þjóðar-
íþrótt Islendinga seinni misserin,
hefur getið af sér. Stofnun í Eng-
landi dró þetta upp með Mars-
súkkulaðið og Levi’s. Niðurstaða
hennar er sú að fjölþjóðleg fyrir-
tæki verðleggi framleiðslu sína
miðað við kaupgetu hvers rnark-
aðar fyrir sig. Og þótti henni það
vont. f sjálfu sér er ekki hægt að
kvarta yfir því. Það er einfaldlega
lögmál framboðs og eftirspurnar
sem liggur þar að baki. Það sem
enska stofnunin hefði átt að
kvarta yfir er að fsland skuli alltaf
flokkað með tekjuhærri löndum.
Það vita allir, sem reynt hafa að
lifa af á Islandi, að er ekki satt.
Þessi misskilningur er runninn
undan rótum Þjóðhagsstofnunar,
sem dælir upplýsingum um þjóð-
arhag til Alþjóðabankans sem aft-
ur gefur út kataióga um hag al-
mennings, ríkis og fyrirtækja í
ýmsum löndum. Ef Islendingar
eru ósáttir við að borga það sama
fyrir Mars og Levi’s og best stæðu
þjóðir heims eiga þeir að skamma
Þórð Friðjónsson en ekki kaup-
menn, heildsala eða fjölþjóðleg
fyrirtæki.
HVERS VEGNA
Eru evrópskir stjórnmálamenn
úr takt við almenning?
GUNNAR HELGI HÁLFDÁNARSON, DÓSENT (STJÓRNMÁLAFRÆÐIVIÐ HÍ, SVARAR
„Það hefur alltaf reynst erfiðara
að vekja áhuga fólks á stjórnmál-
um utanlands en innan. Evrópu-
málin eru fremur tæknileg og
mikið um leiðindasmáatriði sem
snerta ef til vill ekki daglegt líf
fólks. Það á því erfitt með að setja
sig inn í þær pólitísku formúlur
sem um ræðir og skortur á tengsl-
um stjórnmálamanna og almenn-
ings liggur því að hluta til í eðli
málsins sjálfs, hversu fjarlægt það
er. Stjórnendur Evrópubandalags-
ins (EB) hafa heldur ekki verið
nógu vakandi fyrir þeirri stað-
reynd að almenningur er ekki bú-
inn að meðtaka með öllu hvaða
þýðingu bandalagið hefur. Fólk
hefur til að mynda ekki áttað sig á
því að EB hefur yfirtekið mikið af
málum þjóðanna meðan hollusta
fólksins er ennþá við þjóðríkið og
heimahagana. EB hefur farið helst
til of geyst og er komið langt fram
úr almenningi.
Ef stjórnendur EB ætla ekki
með öllu að missa tengslin við al-
menning í framtíðinni tel ég að
það verði að fara sér hægar í þró-
un sinni og tileinka sér opnara
stjórnkerfi svo fjölmiðlar hafi
greiðari aðgang að stofnunum
þess og upplýsingastreymi um
hvað er að gerast innan þess verði
virkara. Margir stjórnenda EB
koma frá lokuðum embættis-
mannakerfum, þar sem embættis-
hefðirnar eru ríkar, og setur það
mark sitt á starfshættina.
Það ber einnig að nefna að í
sumum löndum Evrópu ríkir viss
einangrunarhyggja, einangrunar-
stefna. Þau eru ekki vön að semja
um sín mál við aðra og þeim
finnst óþægilegt að blandast inn í
valdastjórnmál stærri ríkja álf-
unnar af því þau hafa alltaf notið
þeirrar verndar sem einangrunin
veitir. Islendingar, Norðmenn og
Svisslendingar eru þeirra á meðal.
Þessi einangrunarhugsun er fram-
andi smáríkjunum Lúxemborg,
Belgíu og Hollandi sem velkst hafa
á nrilli stórvelda á borð við Frakk-
land og Þýskaland. Þau vilja þvert
á móti að stofnanir EB fái sem
mest vald svo stóru ríkin vaði ekki
yfir þau eina ferðina enn. Dan-
mörk fellur undir svipaða hefð og
þar hefur verið litið svo á, síðustu
tvær aldirnar eða svo, að það
borgi sig að blandast sem minnst í
illdeilur nágranna sinna. Efna-
hagslegir hagsmunir Dana líta
hins vegar öðruvísi út en okkar og
því áttu þeir auðveldara með að
tengja sig EB efnahagslega en
mörg önnur ríki, til dæmis með
tilliti til landbúnaðarins, og var
það ástæða þess að þeir sóttu um
aðild að bandalaginu. Þeir hafa
hins vegar aldrei samþykkt þá
pólitísku hugsun sem liggur til
grundvallar bandalaginu."
„Stjórnendur Evr-
ópubandalagsins
hafa heldur ekki
verið nógu vakandi
fyrir þeirri stað-
reynd að almenn-
ingur er ekki búinn
að meðtaka með
öllu hvaða þýðingu
bandalagið hefur.
Fólk hefur til að
mynda ekki áttað
sig á því að EB hef-
uryfirtekið mikið
afmálum þjóðanna
meðan hollusta
fólksins er ennþá
við þjóðríkið og
heimahagana. EB
hefurfarið helst til
ofgeyst og er komið
langtfram úr al-
menningi. “
FJÖLMIÐLAR
Texti ekki œtlaður til lestrar
Undanfarna mánuði hafa
stjórnendur DV verið að bæta
blaðið sitt. Næstaftasta opnan, I
dagsins önn, er til dæmis ágæt til-
raun til að setja efni ekki aðeins
skipulega fram heldur líka
skemmtilega.
(Það væri reyndar einkenni-
legt ef ég segði eitthvað annað því
þessari opnu hefur frá upphafi
svipað um margt til Lífsins eftir
vinnuna í PRESSUNNI; sam-
bland af einskisnýtum fróðleik,
fólki, tilraunum til aulafyndni og
hörðum upplýsingum.)
önnur jákvæð breyting á DV
er sú sem gerð var á leiðaraopn-
unni í síðustu viku. í stað þess að
birta þrjá kjallara og einn leiðara
hefur verið bætt við tveimur þátt-
um; Með og á móti og Skoðunum
annarra.
(Aftur verð ég að vara lesendur
við skoðunum mínum þar sem
þessar breytingar minna einnig á
PRESSUNA. Þetta er aðferð til
að vera ekki alveg háður kjallara-
höfundum um skoðanaskrif.
Sambærilegir dálkar í PRESS-
UNNI eru Álit, Hvers vegna og
Ummæli.)
Þetta tvennt sýnir að DV er
ekki alveg dautt úr öllum æðum
eins og Moggitm virðist vera.
Hann boðaði fyrir nokkrum vik-
um í Reykjavíkurbréfi gerbreytta
stefnu í menningarskrifttm, sagði
að tími pantaðra viðtala væri lið-
inn og kominn tími til að aðferð-
um blaðamennskunnar yrði beitt
á menninguna sem annað. Ég hef
hins vegar ekki séð þessar breyt-
ingar enn. Ef eitthvað er hafa
menningarskrifin orðið enn líf-
lausari en nokkru sinni fyrr á
undanförnum vikum.
En þar sem ég er að hæla DV
(að því er virðist til að skjalla
sjálfan mig innan sviga) vil ég
jafnframt kvarta undan blaðinu.
Hvers konar blaðamennska
var átta síðna aukablað um
geislaplötur og tónbönd síðast-
liðinn þriðjudag og annað um
bækur í gær? Þar var ekki nokk-
urt efni ffá ritstjórn heldur birt í
lönguvitleysu safn fréttatilkynn-
inga.
Það á náttúrulega ekki að láta
framleiðendur vöru búa til texta
handa lesendum blaða. Það eru
svik við lesendur. Alveg á sama
hátt og það á ekki að birta dag-
skrár sjónvarpsstöðvanria eins og
starfsfólk þeirra gengur frá þeim.
Meira að segja Mogginn lítur yfir
þær og bætir við speki frá Maltin
kvikmyndabókahöfundi. Það er
ef til vill hreinlegra hjá DV að
birta bara fréttatilkynningar frá
plötuútgefendum í sérblaði í stað
þess að blanda þeim saman við
annað efni. En hvort sem frétta-
tilkynningarnar eru birtar sér eða
innan um annað ber það vott um
að stjórnendur blaðanna líti ekki
á þetta sem texta til lestrar heldur
aðeins til uppfyllingar.
Mér er hins vegar til efs að allir
lesendur blaðanna geri greinar-
mun á þessum texta og þeim sem
blöðin telja sinn. Með því að birta
sjálfskynningar útgefenda og
annarra framleiðenda eða sölu-
manna vöru gera blöðin þær að
sínum. Og það er slæm blaða-
mennska — ef nokkur.__________
Gunnar Smári Egitsson