Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 21 E R L E N T Hægriöfgamenn í Þýskalandi láta í Ijós andúð sína á útlendingum. Eitrið breiðist út um Evrópu Athygli heimsins hefur beinst að ofsóknum hægriöfgamanna á hendur útlendingum í Þýskalandi, enda of- beldisverk og morð orðin nær daglegt brauð þar í landi. Um alla Evrópu eru menn þó að vakna upp við vondan draum, þar sem útlendingahatur hefur verið að breiðast út með ískyggilegum hraða. Á árinu sem senn er á enda hafa ofbeldisverk gegn útlending- um náð algjöru hámarki í Þýska- landi og er svo komið að útlend- ingar og aðrir er tilheyra minni- hlutahópum lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Árásir nýnasista á graf- reiti, minnisvarða og bænastaði gyðinga hafa vakið upp sárar minningar frá heimsstyrjöldinni síðari, enda minna skemmdar- verkin illilega á ömurlegasta kafl- ann í sögu Þýskalands. Það er ekki að ástæðulausu sem gyðingar í Þýskalandi óttast æ meira skipu- lagðar ofsóknir á hendur sér og margir hafa fengið af þeim smjör- þefinn, með morðhótunum í nafnlausum bréfum og símhring- ingum. Minnugir voðaverka nas- ista í stríðinu íhuga margir gyð- ingar nú að flytja ffá Þýskalandi, enda löngu orðið ljóst að árásar- mönnunum er fúlasta alvara. FATLAÐIR MEÐAL FÓRN- ARLAMBA Um allan heim horfa menn með óhugnaði til Þýskalands og eru ofsóknirnar þar sífellt umfjöll- unarefni fjölmiðla. „Andúð Þjóð- verja í garð útlendinga er komin á svo alvarlegt stig að við það verð- ur ekki lengur unað,“ skrifaði ítalska blaðið La Stampa nýverið og hið ítalska La Republica hefur lýst Þýskalandi sem „landi við- bjóðslegra kynþáttafordóma“. Bandaríska blaðið New York Times er þeirrar skoðunar að „þvinga beri Þjóðverja til skyn- semi með aðflutningsbanni á þetta land óeirðanna þar sem allt virðist vera komið úr böndun- um“. Framtíðarsýn breska blaðs- ins The Times er allt annað en fögur. „Ef Þjóðverjar og ríkiss- stjórn þeirra læknast ekki af óút- skýranlegri deyfðinni varðandi mál innflytjenda er óumflýjanlegt að Þýskaland muni einangrast ffá öðrum löndum heims, líkt og Suður-Afríka á tímum kynþátta- stefhunnar." Hægriöfgamönnum í Þýska- landi hefur vaxið fiskur um hrygg á þessu ári og sumir eru svo svart- sýnir, að þeir óttast að ekki verði unnt að snúa við þeirri óheillaþró- un. Á þessu ári hafa lögregluyfir- völd í Þýskalandi skráð hátt í tvö þúsund ofbeldisverk gegn útlend- Brúður upplýsa kyn- ferðisafbrotamál Það er ekki aðeins á Islandi sem kyn- ferðisafbrot gagnvart bömum hafa ver- ið mikið til umræðu. Víða í Evrópu er sama upp á teningnum, meðal annars í Þýskalandi þar sem slíkum afbrotum fer stöðugt fjölgandi og hafa yfirvöld af því þungar áhyggjur. Kynferðisafbrot gagnvart börnum eru þess eðlis að oft er örðugt að sanna glæpinn, en sökum ungs aldurs fórnarlambanna getur reynst erfitt að spyrja nákvæmlega út í málavöxtu. Enda kunna börn ektó einu sinni réttu orðin til að lýsa voðaverkun- um. I Þýskalandi hafa menn fundið árang- ursríka aðferð til að hjálpa börnum, sem orðið hafa fórnar- lömb kynferðisaf- brotamanna, við að rifja upp atburðinn. Notaðar eru þartilgerðar brúður sem sýna annars vegar „pabbann" eða „frændann" nakinn og hins vegar barnið. Með hjálp brúðanna á barnið auðveldara með að rifja upp það sem gerðist, með því að sýna en ekki segja. Aðferðin hefur gefið góða raun og hjálpað til við að upplýsa ntörg kynferðisafbrotamál í Þýskalandi. ingum, þar af um 500 sprengju- árásir og íkveikjutilraunir. Árásir öfgahópa hafa kostað sautján inn- flytjendur lífið á árinu og alls hafa rúmlega 800 manns slasast í óeirðum. Ofbeldi hægriöfga- manna beinist ekki lengur ein- göngu gegn innflytjendum og gyðingum, heldur hafa kynhverfir og þó einkum andlega og líkam- lega fatlaðir bæst í hóp hinna of- sóttu. Eins og með nasista þriðja rík- isins, fýrirmynd margra öfgahóp- anna, beinist hömlulaust hatrið að þeim þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Atburðirnir í Þýska- landi síðustu mánuði eru vægast sagt óhugnanlegir. I Hannover réðust hægriöfgamenn að fatlaðri konu á gangi og hrifsuðu af henni hækjumar svo hún féll í götuna og slasaðist. Á sömu slóðum varð kona í hjólastól fórnarlamb „skalla“ sem hrintu henni úr stólnum og börðu á henni. I Halle réðust nýnasistar á fimm unga nemendur heymleysingjaskóla og misþyrmdu þeim á hroðalegan hátt. Af öðrum fórnarlömbum í hópi fatlaðra má nefna andlega skertan mann á flmmtugsaldri, sem mátti þola margra daga bar- smíðar. Nokkrir hægriöfgamenn biðu mannsins er hann kom út af kvikmyndahúsi, tóku hann til fanga og læstu inni í nærliggjandi hjólhýsi. Þar misþyrmdu þeir manninum með öllu hugsanlegu móti í fimm daga samfleytt, uns lögregla kom manninum til bjarg- ar, og var hann þá illa haldinn. ALDA OFBELDIS í EVRÓPU Þýskaland er stöðugt til um- fjöllunar í erlendum fjölmiðlum, en í ljósi þess hversu málið er al- varlegt og saga þýsku þjóðarinnar „óþægileg11 hefur athygli manna beinst að Þjóðveijum. Full ástæða er þó til að hafa áhyggjur af ástandinu í nágrannalöndunum, því alda ofbeldis hægriöfgamanna virðist vera gengin yfir Evrópu. I nánast öllum löndum álfunnar vaða öfgahópar uppi, meira að segja í hinum umburðarlyndu vel- ferðarþjóðfélögum Svíþjóð og Sviss. I Madrid réðust fjórir grímuklæddir menn inn á heimili fyrir innflytjendur ffá Dóminíska lýðveldinu og skutu á íbúa þess með hríðskotabyssum. I árásinni lét ung kona lífið og margir slös- uðust. I Svíþjóð hafa ofsóknir á hend- ur innflytjendum, einkum frön- um og Tyrkjum, kostað mannslíf. Nýverið unnu hægri öfgamenn tvisvar í sömu vikunni spellviki á f afreitum gyðinga í Stokkhólmi. bænum Mariestad varð kirkja staðarins illa úti í sprengingu, en með því vildu hatursmenn út- lendinga refsa sóknarprestinum fyrir að taka þátt í kröfugöngu gegn útlendingahatri. Á ftalíu er svipað upp á teningnum. Á hús- veggjum nálægt Colosseum- hringleikahúsinu í Róm gefur að h'ta slagorð nýnasista, vel þekkt ff á tímum heimsstyrjaldarinnar. Þá hafa mörg ítölsk bænahús gyðinga verið útkrotuð og skemmd af öfgahópum. Á Bretlandi hafa sex útlending- ar látið lífið á þessu ári eftir árásir „skalla“. Þeirra á meðal var afg- anskur unglingur sem lét lífið þeg- ar fimmtán breskir táningar réð- ust að honum með kúbeinum. f Hollandi varð brotlending ísra- elsku vöruflutningaþotunnar í innflytjendahverfi í miðri Amster- dam til þess að kynda undir öfga: sinnuðum Hollendingum. f kjöl- far slyssins fóru hægff iöfgamenn í flokkum um innflytjendahverfi borgarinnar og krotuðu niðrandi ummæli á húsveggi, eins og til dæmis: „Af hverju ekki að hrapa hér?“ UPPTÖKIN í ÞÝSKAI.ANDI f Frakklandi, líkt og í Þýska- landi, eru yfirvöld farin að bregð- ast við ofbeldi gegn útlendingum af aukinni hörku. í Lyon voru tveir lögreglumenn dæmdir í lífs- tíðarfangelsi eftir að hafa barið Norður-Afríkubúa til dauða og misþyrmt öðrum. Sömu refsingu hlutu tveir ungir öfgamenn í bæn- um Caen fyrir að myrða Mar- okkóbúa. f Áusturríki eru yfirvöld sömuleiðis hætt að sýna linkind í málum sem þessum, en þar eru graffeitir gyðinga ekki látnir í ffiði frekar en svo víða annars staðar í Evrópu. Margir eru sannfærðir um að ofbeldisaldan, sem nú gengur yfir Evrópu, eigi upptök sín í Þýska- landi. Dómsmálaráðherra Italíu, Claudio Martelli, hefur opinber- lega látið í ljós tilgátu sína um að allir öfgahópar í Evrópu lúti einni og sömu stjórn, sem hafi aðsetur í Þýskalandi. Ýmsir fleiri eru þeirr- ar skoðunar að eitrið sem nú breiðist með ógnarhraða út um alla Evrópu sé runnið undan sömu rifjum. Það sé engum nema Þjóðverjum að „þakka“ að leið- togar hægriöfgamanna á borð við Jean-Marie Le Pen í Frakklandi og Jörg Haider í Austurríki eigi ört vaxandi fylgi að fagna í heima- löndum sínum. Það séu því Þjóð- verjar sem hafi óheillaþróunina í Evrópu á samviskunni. Fyrirsætunni líkt við herðatré Þýska fyrirsætan Claudia Schif- fer, sem er ein eftirsóttasta sýning- arstúlka í heimi og hefur átt mik- illi velgengni að fagna síðustu ár, fékk það óþvegið frá breska dag- blaðinu Daily Express á dögun- um. I blaðinu var stúlkunni líkt við herðatré, en skýrt tekið fram að það hefði þó mun meiri kyn- töfra en hún. Fegurðardísinni ungu voru ekki vandaðar kveðj- urnar, heldur var hún sögð líkjast helst lifandi dúkku og væru einu sýnilegu hæfileikar hennar full- komnar tennur. Ástæðan fyrir þessari hörðu gagnrýni bresku pressunnar munu vera ummæii fyrirsætunnar í nýlegu sjónvarps- viðtali. Þar lýsti stúlkan því yfir að hún væri sönn „stjarna", vegna þess að hún hefði „persónuleika", sem væri svo sannarlega ekki hægt að segja um aðrar sýningar- stúlkur. Skopmyndir gegn alnæmi Franski skopmyndateiknarinn Tomi Ungerer, sem vel er þekktur í heimalandi sínu fýrir spaugilega afskræmingu á veruleikanum, hefur gengið til liðs við samtök er berjast gegn alnæmi í fæðingar- borg hans, Strassborg í Elsasshér- aði. Eins og öllum er kunnugt lítur kaþólska kirkjan á notkun getnað- arvarna eins og mannsmorð. Því var ekki öllum skemmt í Frakk- landi, þegar fijálsleg póstkort eftir Ungerer komu fyrir sjónir al- mennings á dögunum. Póstkortin minna á notkun getnaðarvarna á skoplegan hátt og er þeim ætlað að hvetja Frakka til að lifa hættu- lausara kynlífi. Ungerer, sem hannaði póstkortin endurgjalds- laust, hefur séð á bak mörgum vinum sem látist hafa úr alnæmi. Taldi hann það ekki eftir sér að gefa vinnu sína og leggja þeim Qölmörgu lið sem berjast gegn þessum mikla ógnvaldi. Ættargersemar á uppboð Ekki alls fyrir löngu var sagt frá því hér í blaðinu að þýska furst- ynjan Gloría af Thurn og Taxis væri í miklum íjárkröggum, enda að súpa seyðið af fádæma óhófleg- um lifnaði fjölskyldunnar í ára- íjöld. Tæpast er þó hægt að segja að konan sé á köldum klaka. Enda þótt lausafé sé af skornum skammti á Thurn og Taxis-ættin geysimiklar og verðmætar eignir; jarðir, hallir og síðast en ekki síst feiknfn öll af ættardýrgripum sem varðveist hafar í margar aldir. Þessum gersemum hyggst Gloría nú koma í verð, þýskum aristókrötum og listfræðingum til mikillar skelfingar. Ákveðið hefur verið að stór hluti Thurn og Taxis- ættarskartgripanna verði boðinn upp hjá Sotheby í Genf nú í des- ember. Forsvarsmenn þessa fræga uppboðsfýrirtækis segja að um sé að ræða þýðingar- mesta skartgripauppboð Sothebys frá því að djásn hertogaynjunnar af Wind- sor voru boðin upp í Genf 1987, en þau skiluðu hvorki meira né minna en þremur miljörðum króna. Meðal þess sem nú verður boðið upp er aldagömul geysi- dýrmæt kóróna úr gulli, þakin demöntum og perlum. Ein þeirra sem borið hafa höfuð- djásnið er keisaraynjan Eugénie og er til frægt mál- verk af henni þar sem hún skartar kórónunni góðu. Er skemmst frá því að segja að listffæðingar eru harmi slegn- ir vegna uppátækis fyrstynj- unnar Gloríu, en hún lætur ekkert hindra sig í áformum sín- um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.