Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 7 F Y R S T & F R E M S T M E N N O Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Útfararstjórinn sem jarðaði Þjóðkirkjuna Þjóðkirkjan er í vondum mál- um. Verslunarráð hefur skammað hana. Verðlagsstofnun hefur skammað hana. Og kirkjumála- ráðuneytið hefur meira að segja skammað hana. Allt út af því að Kirkjugarðar Reykjavíkur, sem eru nokkurs konar dótturfyrirtæki Þjóðkirkjunnar, hafa sullað saman sköttum og þjónustugjöldum. Forráðamenn kirkjugarðanna hafa með öðrum orðum látið þá sem ekki eru dauðir borga jarðar- farirnar fyrir þá dauðu. Ástæðan fyrir því að Verslunar- ráð, verðlagsstofnun og kirkju- málaráðuneytið eru að skipta sér af þessu heitir Davíð og er Ós- valdsson. Trúr nafni sínu hefur hann valið sér það sem lífsstarf að fara í samkeppni við Þjóðkirkjuna um útfararþjónustu. Hann er Davíð og Þjóðkirkjan er Golíat. Og eins og við er að búast er hann hetian en Golíat vondi maðurinn. Þetta stríð Davíðs og Þjóðkirkj- unnar hefur verið háð á mörgum vígstöðvum. í síðustu Heims- mynd má til dæmis lesa viðtal við biskupinn yfir Islandi, Ólaf Skúla- son, þar sem hann kvartar yfir rógburði sem hafi sært hann. Hann segir að upptökin megi rekja til Davíðs og að hann hafi meira að segja kallað hann fyrir og beðið hann að hætta þessu. f nýj- asta Mannlífi má síðan lesa viðtal við Davíð þar sem hann kvartar undan rógburði. Hann segir sorg- legt til þess að vita að klerkar Þjóðkirkjunnar hafi meira að segja tekið þátt í þeim leik. Eins og sjá má af þessu er stríð- ið um hina dauðu síður en svo líflaust. I því bregða menn jafnt fyrir sig samkeppnislögum, ráðu- neytum, rógi og illmælum. Og fyrst Verslunarráð, verð- „Stríðið um hina dauðu er síðuren svo líflaust. Íþví bregða menn jafntfyrir sig samkeppnislögum, ráðuneytum, rógi og illmœlum. “ lagsráð og kirkjumálaráðuneyti hafa skipað sér í flokk með Davíð getur fátt bjargað Þjóðkirkjunni. Varla Drottinn allsherjar sjálfur. Hann er þekktur fyrir að vilja ekki skipta sér af sköttum og þjónustu- gjöldum. Og kannski er það lærdómur- inn sem Þjóðkirkjan ætti að draga af orrustunni við Davíð. Að hún ætti ekki að skipta sér of mikið af sköttum, þjónustugjöldum og Á L I T peningum almennt. Þjóðkirkjan hefur reynt að reka bókaútgáfu, jarðarfararþjónustu, skóla og guð má vita hvað og allt hefur það far-. ið fremur illa. Það sem Davíð meinar er að kirkjan skuli sjá um sálina en hann um skrokkinn. Og einhvern tímann fyrr á öldum þótti það ágætur boðskapur. Ts Mannréttindadagurinn er í dag MANNRÉTTINDADÓM- STÓLLINN fSLENSKUM FÓTUM TROÐINN f dag er Mannréttindadagurinn og eins og allir vita er allt mann- réttindi á íslandi; mannsæmandi laun, menntun óháð efnahag, áhyggjulaust ævikvöld og svo framvegis. Úti í löndum hafa menn meiri áhyggjur af pynting- um, fangelsun án dóms og laga og þvíumlíku, en það er önnur saga. Þessa dagana eru menn farnir að æpa „Mannréttindadómstóll Evrópu“ í öðru hverju dómsmáli. Meira að segja eru forhertustu fíkniefnabarónar forsöngvarar í kórnum. Mál Steins Ármanns Stefánssonar, Stóra-kókaínsmál- ið, fer kannski á Saga Class til Evr- ópu. Gott ef málningarfötu-hass- málið þeirra Stefáns Einarssonar og Hallgríms Mássonar gæti ekki verið við þröskuldinn. Það skiptir litlu þótt viðkomandi kunni að hafa flutt inn ógrynnin öll af fíkni- efnum; á þeim voru mannréttindi fótum troðin því þeir fengu ekki réttláta dómsmeðferð, „Fair Tri- al“. Og fleiri mál eru í uppsiglingu. Til að mynda forræðismál Sophiu Hansen svo eitthvað sé neíht. Mannréttindabarátta íslend- inga hófst með tveimur málum á áttunda áratugnum. Annars vegar kærði hundeigandi til Evrópu- dómstólsins í mannréttindamál- um hundabannið. Það þótti í hans augum mikilsverð mannréttindi að fá að hafa hund. Hins vegar var álagning stóreignaskatts kærð, á þeirri forsendu að slík skattlagn- ing væri mannréttindabrot. Hvor- ugt þessara mála komst í gegnum þá þéttu síu sem fólgin er í sér- stakri nefnd sem ákveður hvort Steinn Ármann: Kókaín hvað? Málið snýst um mannréttindi. mál eigi heima fyrir dómstólnum. Lögfræðingur nokkur, sem sótti mannréttindanámskeið í London, sagði að kenriarinn sinn hefði borið saman hin ólíku mál sem upp hefðu komið. Annars vegar væru stóru mannréttindamálin, pyntingar og svoleiðisnokk, og hins vegar væru það málin frá ís- landi; Jón Jónsson fær ekki að hafa hund. En svo komu stóru kanónurnar. ]ón Kristjánsson var tekinn fyrir minniháttar umferð- arlagabrot og var meira að segja sýknaður, en Eiríkur Tómasson lögmaður hans vildi ganga lengra. Þeir bentu á að sami aðilinn hefði handtekið Jón, yfirheyrt og rann- sakað, ákært og sett sig í dómara- stellingar. Eiríkur og Jón komu málinu alla leið. Á íslandi blánaði kerfið og bliknaði. I málinu sjálfú Stefán Einarsson: Hvaða hass? Málið snýst um mannréttindi. var síðan samið, en ísland varð að gjörasvovel að umturna öllu sínu réttarkerfi. Svo var það Þorgeir Þorgeirs- son rithöfúndur, sem leyfði sér þá ósvinnu að móðga lögguna. Hér á landi var hann að sjálfsögðu dæmdur fyrir slíkt atferli. En Þor- geir gafst ekki upp, komst í gegn- um síuna og vann mál sitt í Evr- ópu. Það eru mannréttindi að fá að úthúða löggunni. Nú bíða margir eftir máli leigu- bílstjórans sem vill ekki vera í Frama. Málið er kornið í gegnum síuna, en bíður meðtöku hjá dóm- stólnum. Hér á landi nötrar allt og skelfur í stéttarfélögunum, því málið snýst um hvort menn eigi að vera skyldugir til að vera í þeim. Heiður félaganna — og peningauppspretta — er í veði. Þorgeir Þorgeirsson: Mannrétt- indi að móðga lögguna. Sophia Hansen: Tyrkjaránið er mannréttindamál. Hundabannið var kært sem mannréttindabrot en Mannrétt- indanefndin hafnaði málinu. Hækkun meðlags og lækkun mæðralauna Jóhanna Kristjónsdótt- ir blaðamaður Ingibjörg Sól- rún Gísladótt- ir, þingkona Lára V. Júlíus- dóttir, lög- fræðingur ASI „Meðlag hefði átt að hækka í 18 þúsund svo nálgaðist að fram- færslubyrði foreldra yrði jöfnuð. Þetta er spor í rétta átt. Það er ekki stórmál þótt mæðralaunin með einu barni séu felld niður, þau voru hvort sem er skattlögð. Aftur á móti er lækkun með tveimur og þremur börnum of mikil af því meðlagið hækkar svo lítið. Barnabótamálið er svo ann- ar kapítuli og ekki par góður. Ennfremur finnst mér til hábor- innar skammar að hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá Félagi einstæðra foreidra um málið.“ „Ég er í sjálfu sér ekki andvíg þeirri meginhugmynd að ríkið hætti áð niðurgreiða meðlög með sérstökum mæðra- eða feðra- launum. Hins vegar er ég mjög andvíg því að þær 500 milljónir króna sem ríkið sparar með þess- um hætti séu ekki nýttar í þágu barna. Þessa peninga hefði að sjálfsögðu átt að nota til að hækka tekjutengdan barnabótaauka og létta þannig undir með tekjulágu barnafólki. Tekjulágir fjölskyldu- menn í hópi meðlagsgreiðenda hefðu notið góðs af slíkri hækkun tiljafhsviðaðra.“ „Velferð barnanna er fyrir inestu. Það, hversu lágar með- lagsgreiðslur hafa verið, var pólit- ísk ákvörðun stjórnmálamann- anna til að létta undir með feðr- um. Mér finnst allt í lagi að þeir taki þátt í framfærslunni en það hefur alltaf verið ljóst að hún er mun dýrari en sem nemur tvö- földu meðlagi. Þó tel ég rétt að geta þess að taka verður tillit til þeirra einstaklinga sem eiga mörg börn eða eru tekjulágir. Stjórn- vöid eiga að leita annarra leiða til að koma þeim til hjálpar. Þótt ég sé sátt við að meðlags- greiðslur hækki er það hið mesta öfugmæli að sú hækkun skuli ekki eiga að koma börnum ein- stæðra foreldra til góða, heldur sé þetta aðgerð sem eigi að spara ríkissjóði útgjöld og mæðra- og feðralaun skuli eiga að lækka á móti. Ég hefði talið að einstæðum foreldrum veitti svo sannarlega ekki af viðbótargreiðslum til framfærslu barna sinna. “ Guðni Níels Aðalsteinss., hagfr. ASÍ kostnað frá ríkinu yfir á einstak- lingana. Ég fagna þeirri breyt- ingu, því það er ekki í verkahring ríkisvaldsins að greiða fyrir upp- eldi barna fullfrískra manna. Eg er hins vegar ekki hlynntur því að tekjutengja mæðralaunin, sem þegar eru skattlögð. Að tengja sí- fellt fleiri bótaflokka tekjum, eins og gert er nú með barna- og vaxtabætur, er í rauninni ekkert annað en dulbúinn hátekjuskatt- ur. Skattkerfi eiga að vera einföld þannig að almenningur geti gert sér grein fyrir hvað stór hluti af tekjum hans rennur til ríkisins." Hér er ekki verið að gera annað en að færa

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.