Pressan - 17.12.1992, Page 16

Pressan - 17.12.1992, Page 16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 B 16 „Stíll Kristínar hefur oft verið skilgreindur sem barnslegur. Hann er það eu um leið er hann aldrei einfeldn- ingslegur. “ Ástin verður hentistefna KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR SVARTIR BRÚÐARKJÓLAR MÁLOG MENNING 1992 ★ ★ OKristín Ómarsdóttir er ein snjallasta skáldkona okkar af yngri kynslóð skáldkvenna. í fyrra sendi hún frá sér bráðskemmtilega bók, Einu sinni sögur, og í ár kemur út fyrsta skáldsaga hennar, Svartir brúðar- kjólar. Sagan segir frá hjónunum Hjálmari og Sólveigu og börnum þeirra, Ingibjörgu, Signýju, Fjólu og Jóhanni. Amman Karlotta kemur einnig við sögu og á mörg gullkorn í bókinni eins og þessi: „Nú er ég orðin svo þreytt að ég hef enga ánægju af neinu lengur nema dónaskap... Stelpur mínar passiði ykkur á að fara ekki var- hluta af dónaskap í lífi ykkar“ og „... ég er meðmælt því að fólk yfirgefi hvert annað því fólk á ekki að gera það sem er auðvelt heldur það sem er erfitt". Allar persónurnar eru í leit að ást og finna hana en þá venjulega aðeins skamma stund, stundum hjá persónu af sama kyni. Ástin verður nokkuð í ætt við henti- stefnu, seglum er hagað eftir vindi og menn þjóna duttlungum sín- um og náttúrlega kynhvötinni. Það eru djarfar og ögrandi kynlífs- lýsingar í þessari sérstæðu bók. Samtöl í verkinu eru mörg og löng, á hversdagsmáli. Stundum finnst lesandanum að hann sé að fylgjast með leikurum á sviði fara með ruilur sínar. Frásagnarað- ferðin er einföld, blátt áfram, laus við allt nostur, sumum kann að virðast hún virka kuldalega. Stfll Kristínar hefur oft verið skilgreindur sem barnslegur. Hann er það en um leið er hann aldrei einfeldningslegur. Tilgerðar verður aldrei vart hjá skáldkon- unni. Bókin er 255 blaðsíður og hún er of löng. Þetta hefði orðið skín- andi verk hefði það verið stytt um þriðjung. Á svo mörgum blaðsíð- um sem raun er á er efnið teygt og togað og lesandinn þreytist á ein- faldri ffásagnaraðferð sem reynd- ar er ólík þeirri sem flestir höf- undar notast við, en verður til lengdar blæbrigðalaus og fullein- hæf. Lesandinn fer að þrá tilbreyt- ingu í stflinn. Svartir brúðarkjólar er að mínu mati ekki jafn gott verk og Einu sinni sögur en hefði auðveldlega getað orðið það hefði verkið verið þétt með með því að kippa út köflum. En skáldkonan má vel við una og lesendur sömuleiðis. Margt er afar vel gert í verkinu og það er þess virði að það sé lesið. Þetta verk breytir í engu þeirri skoðun minni að Kristín Ómars- dóttir sé ákaflega mikið efni og hugsanlega hæfileikamesta skáld- konan okkar af yngri kynslóð skáldkvenna. Lesendur ættu ekki að láta káp- una fæla sig frá en hún er hreint ótrúleg, svo ljót er hún. Kolbrún Bergþórsdóttir ALLT NEMA PÍKUPOPP Kolrassa krókríðandi er að mínum dómi sú hljómsveit sem hleypti ferskasta gustinum inn í heldur rykfallinn íslenskan tón- listarheim á árinu. Hljómsveitin sigraði með yfirburðum í hinum árlegu músíktilraunum og hefur bætt rosalega á sig á árinu hvað varðar spilamennsku, samæfingu og lagasmíðar. Með öflugri mark- aðssetningu mætti vel koma þeim áfram erlendis, svo ég tali nú eins og viðskiptafræðingur. Blaða- menn ensku músíkpressunnar sem voru á Eldborgarhátíðinni í sumar hrifust að minnsta kosti mest af Kolrössu og litu varla við öðrum böndum. Stelpurnar eru fjórar og allar sautján ára; Elísa M. Geirsdóttir fiðlar og syngur með heiðskírri' englarödd sem stundum snýst upp í Lindu Blair í „Særinga- manninum"; villingurinn hún Ester Ásgeirsdóttir, sem halda mætti að hefði fæðst með bassann í lúkunum; Sigrún Eiríksdóttir gít- arleikari — hugmyndarík og klár; og hin taktvísa Birgitta M. Vil- bergsdóttir. Þær voru allar mættar á kaffihúsið nema sú síðasttalda. „Við vorum stelpnagengi í Keflavík löngu áður en Kolrassa var stofnuð," segja stelpurnar. Þær tala allar í belg og biðu og löngu síðar á ég í vandræðum með að greina sundur raddirnar á segulbandinu. „Við vorum kallað- ar Zeppelin-gengið þvf við ffluð- um allar Led Zeppelin. Þetta var auðvitað áður en þeir komust í tísku. Við gerðum ekki margt merkilegt, hlustuðum á tónlist og héldum átorgíur hver heima hjá annarri; átum þar til við stóðum á blístri. Við vorum að drepast úr leiðindum, en við þekktum stráka í hljómsveitum og héngum oft yfir þeim. Þeir voru síðan hjálplegir með græjur og æfingahúsnæði þegar við stofnuðum hljómsveit. Fyrst hétum við „Menrí', en mjög snemma kom upp fyla í þvl bandi og við urðum óvinkonur í átta mánuði, töluðumst varla við. Á því tímabili opnuðust augu okkar fyrir breska „indí“-rolddnu og ýmsu öðru. I dag hlustum við á nánast hvað sem er nema kántrí og píkupopp. Kolrassa er blanda úr sjö milljón hljómsveitum." Hlustið þið á önnur kvenna- bönd? Stelpur kinka kolli. „Já, banda- ríska sveitin L7 er mjög góð og eitt frábært kvennaband kemur frá Japan, Shonen Knife, við elskum þær. Stærsti draumur okkar er að spila með þeim! Grýlurnar voru góðar á sínum tíma, en sem betur fer fyrir okkur eru engar kvenna- sveitir í gangi hérna í dag. Við værum ekki svona góðum bissness] ef það væri fullt ai þeim.“ Fáið þið aðra með■ höndlun afþvt þið erm kvenkyrts? „Líklega já, og það er| eðlilegt. Okkur finnst] ekkert rangt við það að stelpur spili rokk, alls| ekki, en þar sem við er- um eina kvennabandið| fáum við miklu fleirij tækifæri en strákabönd. Svo erum við líka að| spila tónlist sem fáir| aðrir spila.“ Hver var þessi Kol rassa sem þið nefnil ykkureftir? „Hún kemur úr þjóð- sögunum. Það var stelpal sem hét Helga sem var rænt af tröllum. Til að sleppa dulbjó hún sig sem tröllskessuna Kolrössu krókríðandi; velti sér upp úr tjöruj setti á sig fjaðrir og reið berbakt til byggða." Heimatilbúið stelpurokk KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI DRÁPA SMEKKLEYSA ★★★ Það var tónleikaupplifun ársins þegar ég sá iKolrössu í fyrsta sinn á sviði fyrir nokkrum mánuðum. Ég átti von á ýmsu miðað við um- talið, en ekki svona rosalega þéttu tónleikabandi. Mér leiðast tuggur, en þær gefa strákunum ekkert eft- ir nema síður sé. Það sem Kolrass- an hefur lfka fram yfir önnur ný bönd er að tónlist þeirra er heima- tilbúin — ekki aðkeypt úr nýjasta rokkpöntunarlistanum — heldur hefur stúlkunum tekist að skapa mjög svo sérstakan stfl sem hlýtur að teljast vel af sér vikið hjá svo ungu fólki. Hljómur Kolrössu er sérstakur og liggur einhvers staðar á milli Risaeðlunnar (kátínan og fiðlutónarnir), Þursaflokksins (þjóðlagablærinn), Red Hot Chili Peppers (fönktilhneigingar Ester- ar bassaleikara) og enskrar draumarokknýbylgju (brenglaðir gítartónar og danstrommutaktar). Tónlist Kolrössu er þó ekkert drullumall; þetta smellur allt sam- an hjá þeim í eðlilegan rokkkögg- ul. Það hefur tekist ágætlega til með upptökurnar, hljómurinn er að vísu fullslípaður; skemmtilegra hefði verið að nálgast meir tón- leikafflinginn með hrárri hljómi, en þetta sleppur fyrir hom. Lögin eru misgóð, „Myrkrið" og „Synir Kolrössu" eru lítið annað en upp- fyiling, en hin lögin fimm eru mjög góð. Áræðni, kraftur og þó- nokkur frumlegheit einkenna þessi lög, svo og gott vald á snið- ugum melódíum. Það er erfitt að forðast hallærislegheitin þegar reynt er að blanda saman þjóð- lagatónlist og rokki, en Kolröss- unum tekst það á skemmtilegan hátt. „Vögguvísan“ þeirra er ang- urvær og flott, og „Móðir mín í kví kví“ magnað lag. Kolrassa krókríðandi er ung hljómsveit og fýrsta platan þeirra því geysivel heppnuð. „Drápa“ fer íéttilega inn á minn lista yfir fimm athyglisverðustu og bestu plötur ársins. Ef sveitin fær að þróast áfram og stelpurnar missa ekki áhugann má ekki bara búast við góðri plötu næst heldur barasta meistarastykki! Gunnar Hjálmarsson rrm “TL-Wi.'M 1 Eintök Flytjandi Titill Útgefandi 1 5.591 Bubbi Von Steinar 2 3.945 KK Bein leib KK/Japis 3 3.619 Sálin hans )óns míns Þessi þungu högg Steinar 4 2.562 Ný dönsk Himnasending Skífan 5 2.543 )et Black )oe Jet Black Joe Steinar 6 2.270 Eric Clapton Unplugged Steinar 7 1.699 Ymsir Minningar 2 Skífan 8 1.697 Diddú Sópran Skífan 9 1.365 Megas Þrír blóbdropar Skífan 10 1.347 Stóru börnin Hókus pókus Steinar Vikusala Flytjandi Titill Útgefandi Vikur 1.466 KK Bein leib KK/Japis 6 $ 1.345 Bubbi Von Steinar 7 864 Ný dönsk Himnasending Skífan 5 $ 858 Sálin hans )óns míns Þessi þungu högg Steinar 6 660 )et Black )oe Jet Black Joe Steinar 8 660 Diddú Sópran Skífan 4 650 Ymsir Minningar 2 Skífan 5 A 585 Stóru börnin Hókus Pókus Steinar 7 476 Freddy Mercury Freddy Mercury Skífan 2 + 440 Eric Clapton Unplugged Steinar 13 i> 420 Ýmsir Grimm sjúkheit Steinar 4 * 398 Egill Ólafsson Blátt blátt - Skífan 4 Upplýsingar hér eru byggtxtr á sölutölum frá 12 verslunum, öllum verslunum Skifunnar, Steinars og lapis. Ætla má aö 40-5096 af áœtlaöri heildarsölu fari fram í þessum búöum. Heildarsalan tekur miö aí fjölda vikna í sölu, sölutölum úr fyrrnefndum verslunum og upplýsingum frá útgefendum eöa dreifingaraöilum. Tölurnar taka aöeins til diska, sem útgefnir hafa veriö íhaust. prissan/am

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.