Pressan - 21.01.1993, Page 4

Pressan - 21.01.1993, Page 4
4 Hélt hann að sterainnflytjendur væru geymdir í Disneylandi? „Þegar maður er fangi á maður ekki að vera að kveina og ég tel mig ekki vera að því þótt ég segi ykk- ur frá staðreyndum. Veran héma í fangelsinu er mjög slæm.“ Pétur Júlíusson steraheildsali „Mál drogust óhóflega á langinn í gamla kerfinu" Hverfréttin af annarri birtist nú um ónýt fíkniefnamál, ónýt þar sem málsmeðferðin hefur dregist úr hófifram. Erþetta ekki óverjandi í nútímaréttarkerfi? „Eg held að þetta sýni fyrst og fremst hversu brýn nauðsyn var á að koma í framkvæmd þeim skipulagsbreytingum í dómskerf- inu sem tóku gildi síðastliðið sumar. Sem betur fer höfum við séð ánægjuleg dæmi eftir breyt- ingarnar um að ýmis alvarleg mál hafi verið tekin fösturn tökum og farið í gegnum kerfið á skömmum tíma. Þar vil ég nefna sérstakt ákvæði um flýtimeðferð mála. Þau dæmi sem þú nefnir eru einmitt úr gamla skipulaginu, en nú höf- um við nýja og allt aðra fram- kvæmd.“ Hringdu engar viðvörunar- bjöllur ( kerftnu þegar svona gerðist, engir eftirlitsaðilar sem fylgdust með — til að mynda í ráðuneyti þínu? „Alltént þá var kerfið ekki nógu virkt. Viðvörunarbjöllur, — þar höfum við annars vegar dóms- málaráðuneytið og hins vegar sakadómsembættið, sem eiga að fylgja eftir málum sem eru í rann- sókn eða kæru. Ég vil ekki dæma um effirlitsleysi hvað þetta varðar, tek aðeins undir að í gamla kerf- inu drógust mál óhóflega á lang- inn, þannig að óverjandi var.“ Hvað er verið að gera.jýrir ut- an kerfisbreytinguna, til að tryggja skjóta málsmeðferð dóms- mála? „Okkur sýnist þessi skipulags- breyting hafa skilað því sem stefrit var að. Þó auðvitað með þeim fyr- irvara að ekki er enn komin mikil reynsla á breytinguna. Ég held að nýja skipulagið hafi í öllum aðal- atriðum farið vel af stað, þótt vafa- laust megi finna einhverja byrjun- arörðugleika eða hnökra einhvers staðar.“ Sér dómsmálaráðherra ekki þegar fram á einhverjar frekari breytingar á dómskerfinu? „Það er mjög mikið verk og þarf mikla árvekni að stýra þessu kerfi. Það verður vitaskuld áffarn unnið að nauðsynlegum umbót- um, þótt ekki sé að vænta í náinni framtíð svo stórra breytinga sem við höfum nýverið gengið í gegn- um.“ Sum þessara mála, sem ónýst hafa vegna seinagangs, kunna að fara fyrir dómstól Evrópu. Yrði það okkur ekki mikið áfall, ofan í þau mál sem þegar hafa farið þangaðfrá okkur? „Eg tel ekki mikla hættu á að mörg mál fari þangað. Við höfiim þegar brugðist við þessu með rót- tækari hætti en nokkur önnur þjóð.“ Þannig að dómsmálaráðherra er nokkuð ánœgður með það sem náðsthefur? „Við höfum gengið í gegnum breytingar sem eru að skila ár- angri og áfram er unnið að lausn ýmissa vandamála. Ég get nefnt að mér finnst að meðferð einkamála taki of langan tíma og er réttar- farsnefnd með þetta í athugun. Það er spurning hvort það geti tal- ist ásættanlegt góðu réttarríki að málsmeðferð á tveimur dómsstig- um dragist úr hömlu. En það er unnið að lausnum og á það legg ég höfuðáherslu.“ VEIRUNNI STOLIÐ „Alltaf erum við jafnheppnir. Nú stendur til að halda hér lœknaráðstefnu með dr. Robert Gallo sem telur sig hafafyrstur fundið Aids-veiruna. Hins veg- ar segir í Newsweek 11. jan. sl. að doktorinn hafið verið kœrð- ur fyrir vísindamisferli og hafi hann komist yfir veiruna hjá Pasteurstofnuninni í París. Hann hefur ámálgað að hann muni áfrýja ásökununum. En hvert? Geta íslenskir lœknar lokað augunum fyrir þessum ásökunum?“ E.E.IDV. 5 'PftCll - á wáam? „Við vinnum þetta sem forvamarstarf gegn alkóhólisma og vímuefnaneyslu. Þetta er ekki bein fræðsla en sá sem dansar drekkur minna og þetta er því nýr kostur um það hvernig fólk getur skemmt sér.“ Freyja Sigurðardóttir dansfíkill. Það var eins gott að hann skipti ekki á henni og veiðiheimildum! „Bryndís er konungsgersemi. Það hafa margir öfundað mig af henni og ýmsir reynt að ræna mig henni.“ Jón Baldvin Hannibalsson samningamaður. „Þetta átti að vera einfalt og táknrænt en braust bara út í hörku.“ Sigvarður Ari Huldarsson EES-skæruliði. „Ég hefákveðið að skiptayfir í Val og loka þar með hringnum. Og nú er þessuflakki milli liða lokið hjá mér. Ég er ákveðinn að endaferilinn hjá Val. “ lifa íbuxunum þínum Camilla, það væri miklu PÉTUR GU&MUNDSSON RISI Staprnl Guðmundur uðjónsson, yfirlögreglu- þjónn í Reykj avík: „Lögreglan í Reykjavík hefur ávallt haldið uppi gæslu í íbúðar- hverfum borgarinnar og fer hún fram jafnt að nóttu sem degi. Eftirlitsmenn lögreglunnar aka því reglulega um öll hverfi borg- arinnar og kanna hvort allt sé með kyrrum kjörum. Undanfar- ið höfum við meira að segja ver- ið með sérstakt þjófaeftirlit, þar sem óeinkennisklæddir lög- reglumenn aka um íbúðarhverfi í ómerktum bifreiðum. Auðvit- að vildum við gjarnan geta gert meira, en mannafli lögreglunnar leyfir það ekki.“ ÓGNVÆNLEG FRAMTÍÐAR- SÝN „ Undanfarnar vikur og mánuði hefur rnikið verið rœtt í Hafnarfirði um skipulag mið- bœjarins og stórhýsi það sem áformað er að rísi þar... Ein- hverra hluta vegna er nú á teikningum og líkönum risa- bygging á milli Strandgötu og Fjarðargötu sem bœjarbúar al- mennt eru ekki aðeins óánœgð- ir með eða ósáttir við, heldur hrýs þeim hugur við því að hugsa tilframtíðarinnar í bœn- um sínum... Sú bygging sem nú er deilt um í bcenum mun móta bœinn okkar með svo af- gerandi hœtti að óviðunandi er að afstaða bœjarbúa til bygg- ingarinnar verði ekki könnuð og tekið tillit til vilja meirihluta bœjarbúa.“ Bjarni Þórðarson í Morgunblaðinu. „Það erskoðun mín að bœjarbúar séu almennt ánœgðir með bcejarskipulagið, “ segir Guðmundur Árni Stefánsson er hann ber í bœti- flákafyrir bœjar- stjórn Hafnar- jjarðar. Arthur Löve, sérfræðingur í veirufræði við Rannsóknar- stofu HÍ: „Mikið hefur verið skrifað um hin meintu vísind- amisferli Roberts Gallo. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um hvort fótur er fýrir ásökunum þessum. Erindið sem Gallo flytur á læknaþinginu sem haldið verður hér á landi í júní nk. fjallar ekki um alnæmisveiruna, heldur allt annað mál. Við sem önnumst skipulagningu læknaþingsins höfum því ekki séð minnstu ástæðu til að taka Gallo út af sakramentinu og hætta við að fá hann hingað til lands.“ BORGARBÚARVAN- RÆKTIR „Það er nú orðið svo algengt að lesa fréttir utn innbrot hér og þar í Reykjavík að maður kippir sér ekkert upp við slíka at- burði... Lögreglan er að vísu ekki of matmmörg og oft kvart- að um að hún sé bara á bílun- um við eftirlit en minna um gangandi eftirlit. Ég er hins veg- ar þeirrar skoðunar að lögregl- an eigi ekki síður að vernda borgarana og eigur þeirra um leið — vera á ferli í íbúðar- hverfunum. Mörgutn finnst mikilvœgara að lögreglan fari reglulega (eða kantiski tneð óreglulegu millibili) inn í íbúð- arhverfin á bílum sínum, jafnt að nóttu sem degi, og líti vel í kringum sig með tilliti til grutt- samlegra mannaferða. Það er mikil þörf á þessu eftirliti.“ . , ÁsgeirSigurðsson Guðmundur Ámi Stefáns- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Það miðbæjarskipulag sem nú er unnið effir var rækilega kynnt á borgarafundi fyrir tveimur ár- um og var auglýst eftir athuga- semdum Hafnarfjarðarbúa, ef einhverjar væru. Höfundur um- ræddrar greinar lætur líta svo út að hann sé málsvari íbúa Hafh- arfjarðar. Það er skoðun mín að bæjarbúar séu almennt ánægðir með bæjarskipulagið, fram- kvæmdir í miðbænum og þau ' hús sem þar eiga að rísa.“ FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 ÞORSTEINN PÁLSSON er dómsmálaráðherra Islands. Að undanförnu hefur hver hæstaréttardómurinn á fætur öðrum verið kveðinn upp þar sem fíkniefnainnflytjendur og -salar hafa sloppið með skrekkinn á þeirri forsendu að meðferð mála þeirra í dómskerfmu hafi tekið ótilhlýðilega langan tíma. Jafnvel svo að jaðri við mannréttindabrot. Við skipum Þorstein verjanda kerfisins. PRESSAN/JIM SMART I

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.