Pressan - 21.01.1993, Page 6

Pressan - 21.01.1993, Page 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. JANÚAR 1993 F Y R S T & F R E M S T M E N N o o z o 2 Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts Kemst þótt haltur sé Hver segir að haltur sé verri en hver annar til að leiða blindan? Þótt sá halti fari kannski ekki eins hratt yfir og sá sem hefur báða fætur jafhlanga þá sér hann engu að síður. Og þar sem hann fer sér hægt hefur hann þá þolinmæði sem þarf til að leiða þann blinda, sem er enginn spretthlaupari heldur. Sjáið bara þá Jóa Begg og Pétur Blöndal. Jói rekur Hagvirki. Það þykir ekki með stöndugri fyrirtækjum, jafnvel þótt hann hafi losnað við stærstu kaunin inn í gjaldþrot Fórnarlambsins. Á síðasta ári gekk hann með grasið í skónum inn á skrifstofur fslenskra aðal- verktaka. Honum fannst kjörið að sameina þessi tvö fyrirtælu; Aðal- verktaka og Hagvirki-Klett. Jói ætti nóg af verkkunnáttu utan vallarsvæðis. Aðalverktakar ættu nóga peninga. Þeir hjá Aðalverk- tökum höfðu ekki framsýni Jóa til að bíta á agnið. Þess vegna harðn- aði á dalnum hjá þeim á meðan Jói drattaðist gegnum árið, þótt haltur væri. Pétur átti Kaupþing en seldi það fyrir fúlgur fjár. Síðan hefur hann vaðið um íslenskt viðskipta- líf með söluverðið og veðjað á þá hesta sem honum þóttu óvitlaus- astir. Hann er almennt talinn hafa allt það sem aðra íslenska bisness- menn skortir: vit og peninga. Pét- ur á glæstan feril. Hann er ekki haltur. Hann er ekki einu sinni með kartnögl. En samt tókst Jóa en ekki Pétri að leiða SH-verktaka út úr vand- anum. Og Jóa tókst það ekki þrátt fyrir að hann væri haltur heldur einmitt vegna þess að hann var haltur. Pétur á nefnilega peninga en Jói ekki. Þess vegna fór Pétur að rífa kjaft við sparisjóðsmennina í Hafnarfirði. Eins og aðrir sem eiga aur taldi hann sig eiga eitthvað undir sér. Jói á hins vegar lftið nema skuldir í bönkum. Þess vegna rífur hann ekki kjaft við bankamenn — ekki einu sinni sparisjóðsmenn. Hann lætur þá vera og veit sem er að á meðan hann minnir ekki á sig þá vilja þeir sem minnst af honum vita. Jói veit að það er miklu betra að eiga skuldir í bönkum en innstæð- ur. Sá sem á sparifé á bara sparifé — jafnvel þótt hann eigi helling af því. Sá sem skuldar mikið á hins „Nú á Jói bœði skuldir Hagvirkis-Kletts og SH-verktaka og er að hugsa um að skjóta þeim saman ífyrirtæki til hagrœðingar. Pétur á hins vegar ekkert nema peningana sem hannfékkfyrir Kaupþing, en getur ekkertgert við þá annað en talið þá. “ vegar banka. Að minnsta kosti dettur bankanum ekki í hug að stugga við honum. Og nú á Jói bæði skuldir Hag- virkis-Kletts og SH-verktaka og er að hugsa um að skjóta þeim sam- an í fyrirtæki til hagræðingar. Pét- ur á hins vegar ekkert nema pen- ingana sem hann fékk fyrir Kaup- þing, en getur ekkert gert við þá annað en talið þá. Þótt Pétur sé ef til vill sprækari en Jói þá nýtist honum það ekki vel. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir ekki svo miklu máli hversu sprettharðir menn eru þegar þeir hlaupa ekkert nema erindisleysu. Þá er betra að vera haltur eins og Jói en komast samt þangað sem að er stefnt. As Tuttugu ár liðin frá gosinu í Eyjum Og aldrei sneru þeir Um helgina, nánar tiltekið 23. janúar, eru liðin tuttugu ár frá því jörðin opnaðist í Vestmannaeyj- um og mikið eldgos hófst. 1 upp- hafi goss voru íbúar eyjanna ná- kvæmlega 5.303. Þó að hraunið sé löngu kólnað og þegar farið að nota sorpbrennslustöðina til að hita upp heilu hverfin þar í bæ hafa ekki nærri allir sem bjuggu í Vestmannaeyjum fyrir hamfar- irnar skilað sér til baka. Núver- andi íbúafjöldi sýnir að enn vantar 436 manns, eða um 8%, til að sama fjölda sé náð. Ibúar Vest- mannaeyja eru nú 4.867. Þeir sem ekki hafa skilað sér til baka eru meðal annarra Vest- mannaeyjagoðinn Ámi Johnsen þingmaður, sem notar hvert tæki- færi til að hampa uppruna sínum. Hann hefur verið búsettur uppi á landi nánast frá því gosið hófst og að því er virðist ekkert á heimleið. Þá gerðist Páll Magnússon sjón- varpsstjóri einnig landgöngumað- ur, en það mun hafa farið framhjá fáum að hann er borinn og barn- fæddur í Eyjum. Faðir hans, Magnús H. Magnússon, fyrrum krataráðherra, var bæjarstjóri þegar upp úr gaus. Hann hefur aðeins Iítillega dvalið í Vest- mannaeyjum eftir hamfarirnar. Helgi Ólafsson skákmeistari er alltaf kenndur við Vestmannaeyj- ar þrátt fyrir að hann hafi ekki flutt þangað fyrr en á tólfta aldurs- ári. Hann heftir enn ekki snúið til baka, enda fékk faðir hans, Ólaf- ur Helgason, sem var bankastjóri Búnaðarbankans í Vestmannaeyj- um fyrir gos, bankastjórastöðu í bænum. Ásgeir Sigurvinsson fór út í atvinnumennskuna sama ár og gosið hófst.og átti ekki aftur- kvæmt til Islands fyrr en á síðasta ári. Það liggur nokkuð Ijóst fýrir að hann fer ekki á næstunni aftur til Vestmannaeyja. Bróðir hans, Andrés Sigurvinsson leikstjóri, lagði í Reykjavíkurleiðangur nokkru fýrir gos og hefur verið fastur á því svæði síðan. Bræðurn- ir Arnþór og Gísli Helgasynir hafa jafnan tjáð ást sína á Vest- mannaeyjum í gegnum tónlistina, en þrátt fýrir alla ástina hafa þeir aldrei snúið til baka. Fjarlægðin gerir fjöllin blá í huga bræðranna, líkt og hjá Áma Sigfussyni, bæj- arfulltrúa í Reykjavík, sem flutti upp á land nokkru fýrir gos en var með annan fótinn í Eyjum lengi á eftir. Hann tók meðal annars við Eyjapistlum Gísla Helgasonar í útvarpinu. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, sem gerði myndina Eldar í Eyjum, þykir tákngervingur alls þess sem Eyjalegt er. Hann hefur þrátt fýrir það verið búsettur í Reykjavík all- ar götur frá því gosið hófst. Það hefur einnig gert Sigurður Grét- ar Benónýsson, sem flestir kann- ast við undir Brósa-nafninu. Hann er sem kunnugt er hár- greiðslumeistari. Fróðir menn telja fasta setu hans í Reykjavík liggja í að hármarkaðurinn í Vest- mannaeyjum sé ekki nægilega stór til að svala metnaði hans. Einn frægasti Vestmanneyingur- inn er örugglega Bertha María Waagfjörð, sem var ekki nema tveggja ára þegar gosið hófst. For- eldrar hennar fluttu reyndar aftur til Eyja og bjuggu þar til ársins 1980 og þar með Bertha einnig. En nú líður henni vel í hæðum Be- verly Hills. Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona og fýrrum ungfrú Vest- mannaeyjar, fór einnig um tíma aftur til Eyja en situr nú sem fast- ast í leikhúslífinu í Reykjavík. Skólastjórinn Ármann Eyjólfs- son hefur heldur ekki snúið aftur á heimaslóðir, en heldur nú um stjóm Stýrimannaskólans. Dagur Vilhjálmsson loftskeytamaður hefur aðallega verið á Norður- og Suðurpólnum eftir gos, en hann er Vestmanneyingum að góðu kunnur. Bogi Andrésson, skóla- bróðir Helga Ólafssonar, fór lengra en flestir hinir og gerðist læknir í Bandaríkjunum. Einar Gylfi Jónsson er í bænum og nældi sér í stöðu forstjóra Ung- lingaheimilis ríkisins, sem sjálf- sagt verður ekki föl á næstunni. Þá má ekki gleyma Helga Her- mannssyni, forsprakka hljóm- sveitarinnar Loganna, sem á nafn sitt að rekja til gossins. Eftir gos hefúr hann verið búsettur á Hvol- svelli en spilar endrum og sinnum með öðrum „Loga“ á Rauða Ijón- inu. Á L I T Loftárásir fjölþjóðahers Sameinuðu þjóðanna á Irak Páll Gíslason, framkvæmda- stjóri Icecon: „Ég held að allir geti verið sam- mála um að fordæma stríðsað- gerðir, þótt ekki saki að reyna að skilja hvaða ástæður geti legið þar að baki. Sú þekking sem ég hef öðlast í gegnum viðskiptasam- bönd við aðila í Miðausturlönd- um segir mér að forráðamenn í frak hafi einfaldlega verið að kanna hvað þeir geti leyft sér og niðurstaða mótaðilanna hafi ver- ið sú að vopnaskak sé ef til vill eina tungumálið sem þeir skilja. Einnig má álykta að tímasetning þessara atburða tengist forseta- skiptum í Bandaríkjunum, þar sem nýr forseti verður að taka eindregna afstöðu í málinu, með eða á móti afstöðu fyrirrennara síns. Það eru hagsmunir fraka að seinni kosturinn sé valinn og þeir hljóta að undirbúa það. Að lok- um vil ég vitna til orða írana sem ég þekki vel, en hann sagði að SÞ væru samtök án eigin karakters og þau virtust hafa tilhneigingu til að fýlgja stefnu áhrifamesta aðil- ans innan samtakanna." Björn Bjarnason, formaður | utanríkismála- nefndar: hungurvofunni á brott. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé nauðsynlegt að halda Saddam Hussein og hervél hans í skefjum. Hann lætur sér greinilega ekki segjast nema hann sé beittur of- beldi.“ Jón Ormur Halldórsson I stjórnmála- fræðingur: „Saddam Hussein, einræðisherra í írak, á ekki að komast upp með að hafa ákvarðanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að engu. Loftárás- irnar sem bandamenn hafa gert á Bagdad og aðra staði í frak und- anfarna sólarhringa miða að því að knýja einræðisherrann til að beygja sig undir þessar ákvarðan- ir. Það er til marks um nýjar að- stæður í heimsmálum, að sam- staða skuli vera um svo harkaleg- ar aðgerðir í öryggisráði SÞ. Þær eru staðfesting á þeirri þróun, að afstaðan til fullveldis sé að breyt- ast. Annað dæmi um hið sama er heraflinn, sem var sendur inn í Sómalíu í nafni SÞ til að bægja ffamfýlgja ályktunum gegn árás- arstríði Serba. f þessari tvöfeldni í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Miðausturlöndum er að finna meginskýringar á vaxandi styrk íslamskra öfgasamtaka í löndum araba.“ Sveinn Rúnar Hauksson læknir, for- maður ísland- Palestína: „Loftárásimar eru ekki skiljanleg- ar nema út frá innanlandsstjórn- málum í Bandaríkjunum. Það liggur fyrir að meginskotmark Bandaríkjamanna við Bagdad skipti engu fyrir vopnaframleið- enáur íraka. f arabaheiminum er heldur nánast enginn stuðningur við árásimar. Saddam vildi þessar árásir, enda hafa þær styrkt stöðu hans og jafnffamt hafa þær und- irstrikað tvöfeldni SÞ undir stjórn Bandaríkjanna. Ekkert er aðhafst í daglegum brotum fsraels á nýj- um og gömlum ályktunum Or- yggisráðsins og ekki er vilji til að brjóta alþjóðalög og hunsa álykt- anir öryggisráðs SÞ hvað varðar ffamferði hennar gagnvart Palest- ínumönnum á sama tíma og ályktanir ráðsins eru notaðar til að réttlæta loftárásimar á írak? Þetta tvöfalda siðgæði grefur undan virðingu og trausti á SÞ og dregur þar með úr friðarlíkum.11 Jóhanna Kristjónsdóttir i blaðamaður: „Loftárásir Bandaríkjamanna á írak eru viðurstyggilegar. Bush Bandaríkjaforseti lét sprengja ír- ak í tætlur fyrir tveimur árum í stórfelldari loftárásum en saman- lagt í allri heimsstyrjöldinni síð- ari. Risaveldið leitar nú að og býr sér til átyllu til nýrra ioftárása á þetta þriðjaheimsríki sem Irak er. Dettur einhverjum í hug, að um- heiminum stafi slík hætta af rjúk- andi rústum þessa fýrrum hern- aðarríkis, að það réttíæti árásir af þessu tagi? Hvernig má svo vera að ísraelsstjórn líðist að þver- „Brot íraka em ekki í neinu sam- ræmi við þessar heiftarlegu árásir og sýnilegt að fólk með skilning á þessu máli telur þær forkastan- legar. Hvort þar ræður marg- feldni með hliðsjón af atburðum annars staðar, ffæg einfeldni eða skilningsskortur á alþjóðamálum veit ég ekki en er jafnskelfilegt fýrir það. Ég býst við að Bush sé kátur, — hann hefur stillt Clinton upp við vegg strax.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.