Pressan - 21.01.1993, Side 10

Pressan - 21.01.1993, Side 10
10 FIMMTUDAGUR PMESSAN 21. JANÚAR 1993 Fórnarlambi „tálbeitunnar“, stúlku á tvítugsaldri, voru dæmdar 200 þúsund krónur í miskabætur vegna nauðgunar fyrir þremur árum. Árásarmaðurinn, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi, hefur komið sér undan að greiða bæturnar og hefur stúlkan ekki fengið einn eyri. Stúlkan, sem hér verður kölluð Steinunn, hafði aldrei litið árásar- manninn, Jóhann J. Ingólfsson, augum, þegar hann ruddist inn á heimili hennar og þvingaði hana til samræðis f byrjun árs 1990. Hún kærði manninn fyrir nauðg- un og í október sama ár var kveð- inn upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur, þar sem ákærði var dæmur í sex mánaða fangelsi og jafhframt gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Hæstaréttar að ósk ákærða, en einnig af hálfu ákæruvalds til þyngingar refsingu og var dómur kveðinn upp í maí 1991. Dómur Sakadóms um miskabætur var staðfestur og ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi, en frestað fullnustu þriggja mánaða af refs- ingunni og skyldi hún falla niður að þeim hluta að tveimur árum liðnum, héidi ákærði almennt skilorð. Árásarmaðurinn hefur margoft áður komið við sögu lögreglunar og ítrekað hlotið dóma fyrir þjófn- aði og umferðarlagabrot, auk af- skipta hans sem „tálbeitunnar" af kókaínmálinu síðasta sumar. Maðurinn hefur undanfarin ár rekið heildsölu í Reykjavík og virðist að sögn hafa nóg handa á milli. Þrátt fyrir það hefur hann borið fyrir sig eignaleysi, þegar lögfræðingar stúlkunnar hafa ítrekað reynt að innheimta bæt- urnar. í miskabótamálum er það fórnarlambsins að ganga eftir því að fá bætur greiddar, þar hefur hið opinbera hvergi hönd í bagga. Því er það alfarið vandamál fóm- arlambsins, ef árásarmaðurinn er af einhverjum ástæðum ekki borgunarmaður fyrir bótunum. FÓRINN í I'BÚÐINA ÁN ÞESS AÐÉGYRÐIÞESSVÖR Nauðgunin sem hér um ræðir átti sér stað á heimili Steinunnar snemma að morgni nýársdags 1990. Málsatvik eru þau að hún hafði staðið fyrir áramótafagnaði í íbúð sinni ásamt vinafólki sem bjó í sama húsi. í samtali við PRESS- UNA sagði Steinunn að sam- kvæminu hefði lokið milli klukk- an sex og sjö um morguninn og hefði hún lagst til svefns þegar síð- ustu gestirnir voru farnir. „Ég hafði ekki minnstu hugmynd um að tekið hefði verið úr lás á úti- dyrahurðinni og á hurðinni að íbúðinni svo gestirnir kæmust vandræðalaust inn í húsið. Þegar ég fór að sofa gekk ég því út ff á því að hurðin væri læst.“ Steinunn lagðist fyrir uppi í rúmi í öllum fötunum. Hún var nokkuð ölvuð þegar hún sofnaði og svaf því fast. Nokkru síðar um morguninn vaknaði hún við það að maður lá ofan á henni og hafði við hana samfarir. Sá hafði klætt hana úr öllum fötunum, utan skónum sem voru reimaðir upp á Sagöist glottandi ekki eiga neinar eignir Valborg Þ. Snævarr lögfræðingur fékk mál stúlkunnar í hendur fyrir rúmu ári. Itrekaðar tilraunir lögmanna til innheimtu miskabót- anna hafa reynst árangurslausar. Nýlega synjaði dómsmálaráðuneytið beiðni um gjafsóknarleyfí og er málið þar með komið í strand. Eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Jóhanni J. Ingólfssyni var hæstaréttarlög- manni þeim er fór með mál Steinunnar falið að innheimta skaðabæturnar. Hvorki gekk né rak í málinu og fór svo að lokum að stúlkan ákvað að færa það í hendur öðrum lögfræðingi, Val- borgu Þ. Snævarr. Frá því í nóv- ember 1991 hefur Valborg gert ítrekaðar tilraunir til að inn- heimta miskabætur umbjóðanda síns, en ekki haft erindi sem erf- iði. SAGÐIST VERA BÚINN AÐÞJÁSTNÓGÚTAF ÞESSUMÁLI Þegar Valborg tók við málinu var búið að hafa uppi á Jóhanni, sem var hvergi skráður til heimii- is. í samtali við PRESSUNA kvaðst Valborg í fyrstu hafa reynt að fá hann til að borga með góðu. „Ég hringdi í Jóhann í nóvember og bað hann vinsamlegast að ganga frá greiðslunni. Lofaði hann öllu fögru og eftir ótalmörg símtöl sagðist hann myndu mæta á skrifstofu mína á Þorláksmessu og greiða bæturnar. Það loforð sveik hann og þegar ég spurðist fyrir um hann eftir áramót hjá Hollenska verslunarfélaginu var mér sagt að hann væri í fríi er- lendis. „Fríinu" eyddi hann í Hegningarhúsinu á Skólavörðu- stíg, þar sem hann afplánaði þriggja mánaða dóm fyrir um- rædda nauðgun." Jóhann var leystur úr haldi í apríllok 1992 og hófst þá eltingaleikurinn á ný. Valborg hafði samband við manninn og krafðist bótanna fyr- ir hönd stúlkunnar. Svaraði hann því þá til að hann ætti enga pen- inga og hún ætti að láta hann í friði, enda væri hann búinn að þjást nægilega út af þessu máli. TÓK DÓMSMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ HÁLFT ÁRAÐSVARA Valborg kveðst þá hafa boðað Jóhann í tjárnám enda ljóst að hann ætlaði ekki að hlíta dómi Hæstaréttar. „Jóhann mætti ekki í fjárnámið frekar cn við var að bú- ast og fór ég þá í fylgd fulltrúa borgarfógeta á vinnustað hans, Hollenska verslunarfélagið. Þar lýsti Jóhann því yfir glottandi að hann ætti engar eignir og bætti því við að stúlkan mundi aldrei eiga næga peninga til að koma sér í þrot. Fjámámið varð því árang- urslaust. Næsta skref var að krefjast gjaldþrotaskipta á búi Jóhanns, en krafist er 150 þúsund króna tryggingargjalds fyrir skipta- kostnaði frá skiptabeiðanda. Það lá ljóst fyrir að stúlkan, sem er einstæð móðir og efnalítil, gæti ekki með nokkru móti lagt fram þessa fjárhæð. í maí sendi ég því inn fyrirspum til dómsmálaráðu- neytis, hvort mögulegt væri að óska eftir gjafsókn vegna fram- lagningar tryggingarfjárhæðar upp á 150 þúsund krónur til að koma fram gjaldþrotaskiptum á búi Jóhanns, en það væri eina lögmæta leiðin sem eftir væri að reyna. Tveimur mánuðum síðar fékk ég bréf þar sem óskað var eftir „fonnlegri umsókn, svo unnt væri að taka afstöðu til fyrir- spurnarinnar“. f ágúst sendi ég skriflega beiðni um gjafsókn. Þremur mánuðum síðar, í nóvember sl, fékk ég loks skriflega synjun frá dómsmála- ráðuneytinu, þar sem kom fram að gjafsóknarnefhd hefði mælt gegn því að gjafsókn yrði veitt, enda tæki lagaheimildin ekki til trygginarfjár vegna gjaldþrota- skipta. Það tók dómsmálaráðu- neytið hálft ár að svara og er sú afgreiðsla með algjörum óiíkind- um,“ segir Valborg. HÆSTIRÉTTUR ÞRÍKLOFINN Athygli vekur í máli ákæru- valdsins gegn Jóhanni að Hæsti- réttur var þrífklofinn og Stein- unni voru ekki dæmdir vextir af miskabótunum. Guðmundur Jónsson skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að refsing Jóhanns ætti að vera óskilorðsbundin. Hjörtur Torfason var þeirrar skoðunar að dæma hefði átt ákærða til að greiða vexti af bóta- fjárhæðinni frá dómsuppsögu- degi í héraði, þrátt fyrir afskipta- leysi sækjanda málsins um þann þátt kröfunnar. Auk þess taldi hann refsingu ákærða of lágt metna í hinum áftýjaða dómi. I sératkvæði Hjartar Torfason- ar kemur fram að miskabótakrafa Steinunnar hafi verið sett fram í bréfi frá lögmanni, eftir að hérðs- dómari hafði innt hana eftir því við yfirheyrslu hvort bóta yrði krafist. Þrátt fyrir ófullkomið orðalag á bréfi lögmanns verði að skilja kröfuna þannig, að ætlast væri til vaxta af umkröfðum höf- uðstól. Hefði héraðsdómari átt að spyrja stúlkuna nánar út í málið ef eitthvað hetði verið óljóst, þar sem lögmaðurinn fylgdi kröfunni ekki sjálfur eftir fyrir réttinum. VAXTA EKKIKRAFIST MEÐ NÆGILEGA SKÝRUM HÆTTI Valborg telur að þáverandi lögfræðingur Steinunnar hafi ekki krafist vaxta af bótafjárhæð- inni með nægilega skýrum hætti. „Að sjálfsögðu hefði skjólstæð- ingur minn átt fulian rétt á vöxt- unt frá dómsuppsögudegi Saka- dóms Reykjavíkur. Auk þess hefði það hugsanlega rekið á eftir Jóhanni að greiða henni miska- bæturnar. Mér virðist sem urn hálfvon- Valborg Þ. Snævarr, lögfræðingur stúlkunnar. iaust mál sé að ræða, enda ómögulegt nteð öllu að inn- heimta bæturnar. f málurn sem þessu er réttur fórnarlambsins fyrir borð borinn. Gjaldþrotaúr- skurður er eina lögmæta leiðin sent eftir er að reyna í þessu til- viki, en synjun ráðuneytisins um gjafsókn dró verulega úr líkunum á að af því geti orðið. Eins og sak- ir standa er ég eiginlega úrræða- laus. Ég mun þó vitanlega ekki gefast upp, frekar en stúlkan, sem vill allt til vinna að árásarmaður- inn taki út refsingu sína og verði gert að greiða það sem honunt ber.“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.