Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.JANÚAR 1993 E R L E N T NewRepublic Spínat, takk Fátt væri meiri vonbrigði en að nýr forseti gerði að sinni þá ónýtu pól- itík að vera öllum allt. Það orð hefur fest við Clinton forseta að hann sé sleipur pólitíkus. En sleipu má sýna á tvennan hátt. Með þvi' að láta fólk fá það sem það heimtar. Eða sannfæra það um að vilja það sem því er gefið. Það er seinni leiðin sem Clinton ætti að velja. Clinton og hans fólk vilja líklega bjóða einhvern sælgætis/spínat- pakka: samkomulag um að tveggja ára þenslustefnu fylgi mikill niður- skurður útgjalda. Þetta eru draumórar og væri í fjórða sinn á innan við áratug sem Bandaríkjamenn lofúðu hátíðlega að herða ólina eftir tvö ár. Þessu tekur enginn mark á. Á kjördag í nóvember talaði Glinton aftur eftir langt hlé um nauðsyn þess að taka á sig byrðar. Það var góðs viti. Hann ætti að nota sína pólit- ísku sleipu til að koma því niður um kokið á fólki. Nýr forseti Bandaríkjanna byrjar ekki vel Því miður virðast spár Repú- blikana um „Clinton ldækjaref' ætla að rætast. Þótt hann hafi ekki tekið við embætti fyrr en í gær eru þegar farin að hlaðast upp svikin og hálfsvikin kosningaloforð. Og það sem kannske er verra: í mannvali sínu í áhrifastöður lét Bill Clinton undan flestum þrýsti- hópum innan Demókrataflokks- ins og er að því leytinu farinn að praktísera gömlu pólitíkina sem hann sagði flokkinn þurfa að hafna. KJARKINN VANTAR Clinton var ekki tekinn við embætti þegar hann breytti lof- orði sínu um að lækka fjárlaga- hallann um helming á fjórum ár- um í „markmið", sem íendir þar með í harðri keppni við önnur pólitískt mun arðvænlegri mark- mið. Meðal þeirra eru mikil út- gjöld til heilbrigðis- og mennta- mála og ýmissar innri uppbygg- ingar hagkerfisins, sem flestir eru út af fyrir sig sammála um, en færri eru vissir um hvernig á að borga fýrir. Clinton hefur reyndar á síðustu vikum gefið undir fótinn hærri bensínskatti, sem líklega er sú fljótvirkasta af skynsamlegum aðgerðum sem hann getur gripið til. Sú hækkun færi þó að mestu til útgjalda sem hann er búinn að lofa og nýttist þar með ekki til lækkunar fjárlagahalla. Þegar til lengdar lætur er fjárlagahallinn þó stærsti óvinurinn; hann heldur uppi vöxtum, hamlar fjárfestingu og eykur greiðslubyrði vegna lána og heffir þar með útgjaldamögu- leika ríkissjóðs. Clinton virðist ekki ætla að hafa kjark til að takast á við hann frekar en George Bush. Stefnan varðandi flóttafólk frá Haiti hefur líka breyst. Clinton hafði ekki fýrr verið kjörinn en fólk hóf að rífa þökin af húshjöll- um sínum og byggja sér báta til Bandaríkjaferðar, enda gagnrýndi Clinton harðlega þá stefnu Bush að taka ekki við flóttafólki frá eyj- unni. Nú er annað hljóð í strokkn- um: ekki er tekið við flóttafólki („enn um sinn“), en gefin loðin svör um tilraunir til umbóta á Ha- iti. f þessu máli virðist Clinton ekki hafa verið reiðubúinn til verka sem kostuðu litlar fórnir, en hefðu sýnt mikla mannúð. OG FÓLKIÐ LÍKA Af 23 hæstsettu ráðgjöfum sín- um og embættismönnum tókst Clinton að finna tíu til ellefu sem sannanlega er besta fólkið sem völ er á. Hinir eru langt frá því að vera hæfastir, en „duga“ og uppfylla að auki kröfur hópa innan flokksins um „sitt fólk“ í stöður. Þetta er innan við fimmtíu prósent árang- ur hjá forsetaefni sem hafði tugi góðra umsækjenda um hvert starf. Þeir bestu: Robert B. Reich vinnumálaráðherra. Hefur óum- deilanlega skörpustu og útfærð- ustu hugmyndirnar um að gera bandarísk fyrirtæki samkeppnis- færari. Robert E. Rubin formað- ur Efnahagsráðs. Reyndur fjár- málaspekúlant og pólitískur raun- sæismaður. Leon Panetta fjár- laga- og hagsýslustjóri. Reyndur baráttumaður fyrir ábyrgri fjár- málastjórn og hefur gott samband við þingið. Les Aspin varnar- málaráðherra. Vill töluverðan niðurskurð hernaðarútgjalda, en um leið beita hervaldi víðar, til dæmis í Bosníu. R. James Wo- olsey forstjóri CIA. Eini nýíhalds- maðurinn sem hlaut embætti, „töffari", en talsmaður lýðræðis og þjóðfrelsis. Henry Cisneros húsnæðis- og borgarmálaráð- herra. Gerði San Antonio að al- vöruborg sem borgarstjóri, áræð- inn og hugmyndaríkur. Richard Riley menntamálaráðherra. Einn „nýju“ fylkisstjóranna að sunnan, umbótasinni í húð og hár. Carol M. Browner umhverfis-“ráð- herra“. Ekta umhverfisverndar- sinni frá Flórída, reynd og klók. Bruce Babbitt innanríkisráð- herra. Toppmaður, annar um- bótasinnaður fylkisstjóri með mikla reynslu, en hefði líklega nýst betur annars staðar. Thom- as McLarty starfsmannastjóri Hvíta hússins. Hefur það sem til þarf: fullan trúnað við yfirmann sinn og engan pólitískan auka- málstað. Laura D’Andrea Ty- son formaður efnahagsráðgjafa- nefhdar fær að fljóta með. Virtur hagfræðiprófessor sem naut kyns- ins við stöðuveitinguna. Hinir: Warren Christopher utanríkisráðherra. Gamalpólitík- us af vondri sort, málamiðlunar- maður og gagnslítill við stefnu- mótun fyrir nýja tíma. Anthony Lake öryggisráðgjafi. Góðvinur Christophers og af sama meiði. Madeleine Albright sendiherra hjá S.Þ. Enn einn gamaldemókrat- inn á la Carter/Mondale. Lloyd Bentsen fjármálaráðherra. Fékk starfið svo hann yrði ekki fyrir í þinginu. Hálfspilltur talsmaður olíuhagsmuna. Ronald Brown viðskiptaráðherra. Annar hálf- spilltur lögfræðingur, en pólitískt nytsamur. Mickey Kantor al- þjóðaviðskiptafulltrúi. Enn einn sem hefur ruglað saman eigin hagsmunum og almennings, en góðvinur forsetans. Zoé Baird dómsmálaráðherra. Reynslulítil og sýndi litla dómgreind með því að ráða ólöglega innflytjendur í vinnu og stinga undan sköttunum þeirra. Hún verður núna yfirmað- ur innflytjendamála. Donna Shalala heilbrigðis- og trygginga- ráðherra. Vel reyndur stjómandi, en veit ekkert um heilbrigðismál, sem munu skipta sköpum í inn- anlandsmálum. Federico Pena samgönguráðherra. Ágætur sem borgarstjóri í Denver, en hér full- trúi rómanskra Bandaríkja- manna. Jesse Brown ráðherra uppgjafahermanna. Gætir hags- muna þeirra, ekki skattgreiðenda. Hazel O’Leary orkumálaráð- herra. Reynslulítil, en kona og það réð líklega úrslitum þegar margir betri buðust. Mike Espy land- búnaðarráðherra. Góður pólitíkus og skarpur, en gætir hagsmuna landbúnaðarins. Mörgum þykir ósanngjarnt að dæma Bill Clinton áður en hann tekur við embætti og vfst er að næstu fjögur ár verða bæði erfið og spennandi. Hitt dylst fáum að ekkert forsetaefni í manna minn- um hefur vakið jafnmildar vonir og dregið jafhfljótt í land í málum sem miklu varða, efhahagslega og pólitískt. Það boðar ekki gott. Karl Th. Birgisson Keflið látið ganga íöðwr vikunnar *f m * Brelaprins Eitt sinn var hann allra yndi. Frægðarsól hans reis hæst þeg- ar hann kvæntist hinni alþýð- legu Díönu. En sá hjúskapur reyndist byggður á sandi; Karl Bretaprins hefur nefnilega allt- af elskað aðra konu, Camillu Parker Bowles. Æsifréttabiöð Bretlands hafa nú opinberað upptöku á 6 mínútna símtali þessara elskenda, símtali um forboðna ást, sem sagt er að kunni að kosta Karl krúnuna. Þau notuðu farsfma, sem býð- ur hættunni heim eins og allir vita. I símtalinu, sem átti sér reyndar stað 1989, úttala þau Karl og Camilla sig um gagn- kvæma þrá, löngun til að hitt- ast og hlæja saman. Reyndar má vera að símtalið framkalli allt eins samúð í garð Karls. Hann hefur verið útmálaður sem tilfinningalaus og kaldur, en í símtalinu tekst honum að segja brandara, fram kemur að hann semur eigin ræður og hann virðist geta elskað. Og ekki má gleyma því að Bretar eru ekki hrifnir af því hvernig Díönu hefur tekist að nota fjöl- miðla í baráttunni gegn Karli. í heimalandi Karls draga menn nú lærdóm af heljarslóðarorr- ustu hinna tignu hjóna og eru þrjár grundvallarreglur komn- ar á blað. 1. Ekki kvænast/giff- ast meðlimi konungsljölskyld- unnar. 2. Ekki vera meðlimur konungsfjölskyldunnar. 3. Losaðu þig við farsímann. Clinton fatast flugið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.