Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 21.01.1993, Blaðsíða 24
24 ___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.JANÚAR 1993_ LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK KLASSÍKIN FIMMTUDAGUR H# Sinfóníuhljóm- sveit islands flytur verkin Forleik og Sorg- arlag úr Galdra-Lofti eftir Jón Leifs; Jeux eftir Claude Debussy; Konsert fyrir píanó í G-dúr og og Daphnis og Cloe, svítu nr. 2 eftir Maurice Ravel. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Einleikari er brasil- (ski píanóleikarinn Cristina Ortiz. Hdskólabíó kl. 20.. SUNNUDAGUR • fslenska hljómsveitin held- ur kammertónleika. FÍH-salur- innkl. 17. LEIKHÚS • Hafið Það er skemmst UB frá því aö I segja að I áhorfandans bíða mikil átök og líka húmor, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Drög að svínasteik. Egg- leikhúsið sýnir einleikinn fræga eftir Frakkann Raymond Cousse i samvinnu við Þjóðleikhúsið. Við- ar Eggertsson fer með hlutverk svinsins. Leikstjóri er Ingunn Ás- dísardóttir. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstæði kl. 20.30. • Platanov. Sýningin á Plat- anov er þétt og vel leikin og skemmtileg, stendur í leikdómi Lárusar Ýmis. Aukasýning. Borg- arleikhúsið, litla svið kl. 20. mam • Blóðbræður Leikfélag Reykjavikur frumsýnir þennan vinsæla söngleik Willys Russel. Verkið segir frá misjöfnum örlög- um tvíbura sem eru skildir að við fæðingu en dragast hvor að öðr- um og verða vinir, uns ólík þjóð- félagsstaða þeirra skilur þá að. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Tvíburana leika þeir Felix Bergs- son og Magnús Jónsson. Borg- arleikhús kl. 20. , • My Fair Lady. Stefán Bald- I ursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns, segir Lárus Ýmir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveg- inn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhús- skemmtunina, skrifar Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið kl. 20.30. • Drög að svínasteik. Þjóð- leikhúsið, Smíðaverkstæði kl. 20.30. • Hræðileg hamingja. Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmtilegs leikrýmis og listar leikarans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrif- ar Lárus Ýmir. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. • Útlendingurinn. Gamanleik- ur eftir 'bandaríska leikskáldið Larry Shue sýndur norðan heiða. Þráinn Karlsson fer með hlutverk aðalpersónunnar, Charlies, sem þjáist af feimni og minnimáttar- kennd. Leikstjóri er Sunna Borg. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. LAUGARDAGUR • Bensínstöðin. Nemendaleik- húsið frumsýnir gamanleik hins virta franska leikritaskálds Gildas Bourdet. Leikritið gerist á af- skekktri bensínstöð í Frakklandi. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Nemendaleikhúsið skipa; Björk Jakobsdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Vigdis Gunnarsdóttir, Dofri Hermannsson, Hinrik Ólafs- son og Kristina Sundar Hansen. Lindarbœrkl. 20. • Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan er að þvi leyti sér- kennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, svo vitnað sér í leik- dóm Lárusar Ýmis Óskarssonar. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus Ýmir i leikdómi. Þjóðleik- húsið, Smíðaverkstœði kl. 20. • Hafið. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir. Síðasta sýning. Borgarleik- húsið kl. 20. • Platanov. Síðasta sýning. Borgarleikhúsið, iitla svið kl. 17. • Vanja frændi. Vanja geldur samflotsins við Platanov, að því er fram kemur í leikdómi Lárusar Ýmis. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Útlendingurinn. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýninguna að svo snjöll leikkona sem Sig- rún Edda Björnsdóttir getur leik- ið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í aldursmuninn, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleik- húsið kl. 14. • Blóðbræður. Borgarleikhúsið kl. 20. • Vanja frændi. Síðasta sýn- ing. Borgarleikhúsið, iitla svið kl. 20. • Dýrin í Hálsaskógi Þjóðleik- húsið kl. 14 og 17. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði kl. 20. • Aurasálin Halaleikhópurinn sýnir hinn fræga gamanleik Moliéres. Aðalhlutverk er í hönd- um Ómars Braga Walderhaug. Leikstjórar eru féðgarnir Guð- mundur Magnússon og Þor- steinn Guðmundsson. Félags- miðstöðin Ársel, Breiðholti kl. 15. Af sautján umsækjendum vyn framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði fengu tveir styrk. Hinir bíða þar til röðin kemur að þeim, því án styrks úr íslenska sjóðnum eru litlar líkur til að fjármagn finnist annars staðar. Með úthlutun úr Kvikmynda- sjóði fslands síðastliðinn föstudag var létt af kvikmyndagerðar- mönnum spennu sem jafnan byggist upp hjá þeim. Það varð ljóst hverjir þeirra fengju að gera myndir á næstunni — og hverjir ekki. í hópi umsækjenda voru nán- ast allir sem starfa af alvöru í fag- inu. Sautján sóttu um styrk til að framleiða myndir. Tveir fengu: Friðrik Þór Friðriksson og Hilm- ar Oddsson. Það hefúr oft staðið styr um út- hlutun sjóðsins en að þessu sinni virðist ríkja almenn ánægja, að öðru leyti en því að aðeins tvær myndir komust á koppinn. Þótt aðrir kvikmyndastjórar hafí feng- ið loforð um fjármagn erlendis ífá eru slík loforð bundin jákvæðri af- greiðslu Kvikmyndasjóðs íslands. Norrœni kvikmynda- og sjón- varpssjóðurinn og Eurimages, kvikmyndasjóður Evrópuráðsins, gera úthlutun úr kvikmyndasjóði heimalandsins að skilyrði þegar umsókn er lögð fram og nánast útilokað er að fá fjármagn frá einkaaðilum án styrks frá Kvik- myndasjóði. fslendingar eru aðilar að Med- ia, sem stuðlar að samvinnuverk- efnum milli landa og veitir ýmiss konar fyrirgreiðslu aðra til að greiða fyrir kvikmyndafram- leiðslu. Hjá Media er það krafa að minnst þrír aðilar standi að ffam- leiðslunni og skilyrði fyrir um- sókn er að íslenskt fjármagn liggi fyrir. f raun geta íslenskir kvik- myndagerðarmenn ekki fundið það fjármagn annars staðar en hjá Kvikmyndasjóði. Við störf sín hefur úthlutunar- nefnd Kvikmyndasjóðs fslands tekið mið af því hversu langt fjár- mögnun verkefnanna er komin; það er hvort umsækjendur hafa loforð um fjármagn. Sem, eins og sjá má af ofangreindu, er off bundið úthlutun úr sjóðnum. „Möguleikarnir til framleiðslu myndar eru litlir án styrksins, þótt sumum hafi tekist það, en svo reynist aftur erfitt að fá styrk úr kvikmyndasjóðnum hérlendis án þess að vera búinn að afla fjár er- lendis frá. Þetta er tengt hvað öðru,“ segir Lárus Ýmir Óskars- son, leikstjóri og fulltrúi FK í Kvikmyndasjóði. Stefnt er að því að taka minna tillit til þess í framtíðinni hversu langt fjármögnun verkefnanna er komin en láta gæði handrita vega þyngra. Því verður líklega hagað svo að mönnum verða gefin lof- orð um peninga til ákveðins tíma og með því loforði geta þeir aflað sér fjármagns erlendis. „Þannig flyst frumkvæðið heim og þarf þá ekki lengur að einbeita sér að því að skrifa handrit sem út- lendingum líkar, segir Lárus Ýmir. Næsta skref þeirra sem hlutu framlög að þessu sinni er væntanlega að leita eftir styrkjum hjá öðrum sjóðum, norrænum eða evrópskum. Þeir kvikmynda- gerðarmenn sem ekki fengu styrk verða hins vegar að bíða enn eitt ár áður en þeir geta ráðist í kvik- mynd í fullri lengd. Og þar sem aðeins tveir hafa árlega fengið styrk á undanförnum árum er hætt við að bið sumra, í það minnsta, geti orðið tvö, þrjú eða jafnvel enn fleiri ár. Við spurðum þá hvað þeir hygðust fyrin Hvað gera kvikmyndagerðarmenn sem fá ekki styrk? LÁRUS ÝMIR ÓSKARSSON „Þetta starf gengur út á að vera á þessu fiskeríi og er ágætt ef 20 prósent af tímanum fara í að gera það sem maður ætlaði, það er að leikstýra myndum. Hins vegar fer nánast enginn af stað án þess að hafa sjóðinn með sér. Ég sótti að þessu sinni ekki um fyrir bíómynd og varð því per- sónulega ekki fyrir vonbrigðum. Mér lukkast hins vegar að lifa af þessu starfi mínu og nú er ég að íeggja lokahönd á 45 mínútna langan þátt sem er ætlaður til sýn- ingar í norrænum sjónvarps- stöðvum. Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíð í Gautaborg á næstunni.“ ÞORSTEINN JÓNSSON „Leiðirnar til fjáröflunar eru takmarkaðar og Kvikmyndasjóð- urinn er eini aðilinn sem veitir fjármagn, utan einkaaðila, en að þeim er ekki hægt að ganga í dag. Styrkur úr sjóðnum er aftur skil- yrði fyrir styrkjum annars staðar frá. Ég er með mynd tilbúna til ffamleiðslu í sumar og ég hef þeg- ar fundið samframleiðendur í Noregi og Danmörku sem leggja fram 10 milljónir hvor, að því til- skildu að ég hafi eitthvert fjár- magn handbært. Ég hef leitað eftir 10-15 milljónum í Þýskalandi og það er í gangi þessa daga og útlitið er gott. Það þætti góð fjárfesting í öðrum greinum ef einungis lítið framlag þyrfti héðan og restin fengist að utan. Ég get hins vegar ekki farið af stað nema hafa fjár- magn héðan, en styrkur úr Kvik- myndasjóðnum er nokkurs konar opinber viðurkenning. Það má segja að Kvikmyndasjóðurinn sé þröskuldurinn, en afar nauðsyn- legt er að auka fjármagn til hans. Þetta er ný iðnaðargrein sem ætti að fá að dafna.“ ÓSKAR JÓNASSON „Tvær myndir hefðu getað orð- ið til án þess að fá styrk, Veggfóð- ur og Stuttur frakki. Kvikmynda- sjóður stöðvar ekki menn en gefur hins vegar startkapítal og auð- veldar mönnum líka að fá styrki erlendis. Sjóðir eru oft kúltúr- snobbsjóðir og í útíöndum þykja mín handrit til dæmis ekki merki- legur pappír menningarlega séð. íslenski sjóðurinn er sá eini sem hefur litið við þeim. f ár fékk ég 1 milljón til undir- búnings myndarinnar Snjóbolta, en hana hefur mig lengi langað til að ffamkvæma því hún snýst um það að fara aftan að hlutunum. Ég bytja á að hitta leikarana og vinn með þeim í einn eða tvo mánuði. Handritið skrifa ég í ffamhaldi af því. í augnablikinu er ekki til saga sem slík, en ramminn er til og ég reikna með því að byrja í sumar.“ Kristín JÓHANNESDÓTTIR „Möguleikar sem við höfum til að afla okkur fjármagns eru farnir að þrengjast og sjóðurinn er svo gott sem sá eini sem við höfum. Það þarf eigið fjármagn þegar sótt er um í erlenda sjóði og í sam- framleiðslu verður erlendur fjár- mögnunaraðili að sjá sér hag í því að styðja við íslenskt verkefni á einhvern hátt. Reynt hefur verið að framleiða íslenska mynd og komast af án stuðnings sjóðsins en það hefur alltaf endað með því að lögð er inn umsókn. Síðasta dæmið er Stuttur ffakki. Á döfinni hjá mér er að finna vinnu, því ég þarf að borða eins og aðrir og salt er ekki fengið í grautinn með því að fara á erlendar kvikmyndahá- tíðir. Ég er til í hvað sem er og hef tekið mér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina. Staðan er sú í ís- lenskri kvikmyndagerð að ráð verður að gera fýrir því að maður þurfi að starfa við eitthvað annað inn á milli, því miður.“ ÁGÚST GUÐMUNDSSON „Mitt verkefni kemst ekki í gang, það er ljóst, þó hef ég ekki endanlega rætt við þann erlenda aðila sem tilbúinn er að leggja í púkkið. Styrkurinn er farmiðinn sem til þarf, en fáist hann ekki er farmiðinn í aðra áttina; nokkurs konarreisupassi. Athyglisvert er að báðar mynd- irnar sem hlutu styrk að þessu sinni eru að verulegu leyti fjár- magnaðar erlendis og var greini- lega vel að umsóknum þeirra staðið. Af úthlutuninni má draga þá ályktun að nauðsynleg for- senda þess að hljóta styrk sé sú að á umsókn sé sýnt ffam á veruleg- an fjárstyrk erlendis ffá og ef það er rammi sem Kvikmyndasjóður setur sér er gott að fá að vita um þann ramma fyrirffam. Stuðning- ur heimalandsins er nauðsynlegur til að hljóta styrk úr öðrum sjóð- um, sem getur orðið verulegur, og í mínu tilfelli stoppar umsókn mín og væntaniegs meðffamleið- anda ffá Noregi í norræna sjóðn- um á því að við fáum engan styrk héðan.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.