Pressan - 21.01.1993, Page 26

Pressan - 21.01.1993, Page 26
26 FIMMTUDAGUR PKESSAN 21. JANÚAR 1993 B f Ó POPP VEITINGAHÚS BARIR POPP FIMMTUDAGUR • Sú Ellen er komin á koppinn hjá Gauk á Stöng fram á sunnu- dagskvöld. Hana skipa meðal annars Steinar gít- arleikari, Guðmundur söngvari, Ingvar hljómborðsleikari og Halli bassaleikari, sem Guðmundur Jónsson úr Sálinni mun renna hýru auga til. • Andrea & Kjartan, eða þau Andrea Gylfadóttir söngkona og Kjartan Valdimarsson píanóleik- ari, skipa góðan dúett sem verð- urá Blúsbarnum. • Hermann Ingi yngri er Ey- japeyi og hreint ágætur trúba- dor sem verður á Fógetanum. FOSTU DAGUR • Sú Ellen spilar annað kvöldið í röð á Gauk á Stöng og ekki það síðasta. • Trix er ísfirsk grúppa, enda Is- firðingar sem eiga sitt árlega kvöld á Hótel (slandi; Sólarkaffið. • Hljómsveit hússins heitir sveitin, skipuð þeim Ragga Bjarna og Evu Ásrúnu Alberts- dóttur, sem spilará Ölveri. SUNNUDAGUR • Af lifi og sál verður með míníkombakk á Gauknum í kvöld en hljómsveitin hefur ver- ið í pásu frá því í haust. Hún er nú breytt og ekki síst bætt. Söngkonan er hætt, hljóm- borðsleikarinn er mættur aftur og nýr saxófónleikari hefur bæst í hópinn. • Haraldur Reynisson trúba- dor lýkur helginni á Fógetanum. SVEITABÖLL • Sálin hans Jóns mfns heldur trylltan dansleik á Tveimur vin- um ( kvöld, enda fer hver að verða síðastur að sjá hljómsveit- ina í heilu lagi. • Bogomil helgi verður á Púls- inum í kvöld og á morgun, en þeir félagar ku nú vera með nýtt prógramm. Þeir eru þó alltaf samir við sig drengirnir, því sem fyrr elska þeir kvenfólk út af líf- • Dans-blúsband er hljóm- sveit Dans fiðluleikara Cassidy og félaga sem kveinar á Blús- bamum. • Rokkvalsinn er rafmagns- nikkuhljómsveit sem verður á Rauða Ijóninu. • Guðmundur Rúnar, hafn- firski snillingurinn á hjólinu, verðurá Fógetanum. LAUGARDAGUR • Sú Ellen verður sjálfsagt í sparihamnum í kvöld á Gaukn- um eftir að hafa hitað vel upp tvö síðustu kvöld. • Stjórnin losar um stjórnar- taumana og sýnir sitt rétta and- litáTveimurvinum. • Sveiflur & skíðaferðir verða á Berlín og byrjar gleðin klukkan 12 á hádegi. Þar verður kynntur drykkurinn Cointreau on lce en síðan er ferðinni heitið til skíða- brekku a la Berlín. Þegar komið er í bæinn er fólkinu gefinn kostur á að skipta á skíðaskóm og ballskóm. Klukkan 19 verður svo tekið vel á móti öllum með fordrykk og skíðapottrétti og mun gleðin standa fram á nótt. Miðaverð er 2.300. • Bogomil Font enn með sama prógrammið og í gær. Þeir halda áfram að skemmta á Púls- • Hljómar leika aftur saman eftir gott jólafrí. Shady Owens er aftur komin til landsins og ætlar einnig að taka nokkrar sveiflur með Kuba Libra, þ.e.a.s. Rúnari Júlíussyni og félögum. • Dans-band er blúsband sem verður aftur á Blúsbarnum. • Rokkvalsinn skemmtir enn og aftur á Rauða Ijóninu. • Guðmundur Rúnar hinn heimsfrægi verður einhverra hluta vegna á Fógetanum. FIMMTUDAGUR • Edinborg, Kefla- vík: Hreystimannafé- lagið frá Vestmanna- eyjum skemmtir. FOSTUDAGUR 0 Edinborg, Keflavík fær til liðs við sig hljómsveitina Sjö- und, einnig frá Vestmannaeyj- • Þotan, Keflavík verður með FS-ball og Nýdanska. • Inghóll, Selfossi: Arnold Bryan Cruz er diskótekari kvölds- ins. Helena og Nanna dansa. Öll- um er boðið upp á Sambvca og barþjónarnir taka Elvis-lag í karaoketækinu. • Við félagarnir, Vestmanna- eyjum fáum til liðs við okkur hljómsveitina Hálft í hvoru, sem skipuð er þeim Eyjólfi Kristjáns- syni, Gísla Helgasyni, Inga Gunn- ari Jóhannssyni og Örvari Aðal- steinssyni. • Sjallinn, Akureyri verður með Gal í Leó og pöbba- stemmningu um helgina og því er ókeypis inn. LAUGARDAGU R • Höfði, Vestmannaeyjum: Hálft í hvoru færir sig af Félög- unum yfirá Höfðann. • Inghóll, Selfossi: Sfðan skein sól skemmtir. Þeir sem mæta í teinóttu fá bók og plötu í verðlaun. Tequilaklukkutími verður fyrripart kvölds. Garðar Vilhjálmsson hinn sterki býður fólki upp á sjómann á þúsund- kall. Þeir sem ná að vinna kapp- ann fá frftt að drekka fyrir sig og vini sína allt kvöldið. • Edinborg, Keflavík verður enn og aftur með Sjöund frá Vestmannaeyjum. Það verður þvf sannkölluð Eyjastemmning í Keflavík um helgina. • Sjallinn, Akureyri: Gal f Leó og ókeypis inn. BARIR Sú var tíðin að drykkjumaður PRESSUNNAR þurfti í engu að kvíða lokun skemmtistaða, þar sem ávallt mátti reiða sig á vínstúkur næturklúbba eftir klukkan þrjú. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Nætur- klúbbarnir allir, sem blómstr- uðu síðastliðinn vetur, eru horfnir með öllu, sem er afar miður. Ekki svo að skilja að drykkjumaðurinn sakni næt- urklúbbanna sjálfra eitthvað sérstaklega. Flestir voru þeir svona mitt á milli þess að vera verbúðareldhús og búlla. Einn skar sig þó úr og var likari því, sem vænta má af nætur- klúbbi, enda var honum lokað með lögregluvaldi fyrir margt löngu. Enginn þarf þó að segja drykkjumanninum það að hann sé einn um áfengis- löngun eftir klukkan þrjú um helgar, eins og sést á því hversu erfiðlega dyravörðum gengur að reka liðið út á slag- inu. Yfirleitt er það að mjat- last út til að minnsta kosti hálffjögur. Eigendur löglegra skemmtistaða gera sér glögga grein fyrir eftirspurn markað- arins og sumir hafa gert sitt besta til að anna henni. Þann- ig eru nokkrir barir i Reykja- vík, sem í raun og sann eru opnir til fjögur-hálffimm hafi kúnnarnir á annað borð áhuga á frekara sumbli. Hins vegar gæta eigendurnir þess vendilega að loka inngöngu- dyrunum stundvíslega klukk- an þrjú og draga jafnvel fyrir glugga og deyfa Ijós, því ein- hversstaðar úti í myrkrinu sveimar eftirlitið um á Löd- unni. En hvenær linnir þessari vitleysu? Hvenær hætta hinir umhyggjusömu borgarar í barnfóstruleiknum að skipta sér af því hvar og hvenær ann- að fólk kýs að leita á náðir Bakkusar konungs? Innst í hjarta þessa liðs er hinn nag- andi ótti um að aðrir eigi skemmtilegri daga en það sjálft. Það er sérkennilegt að vita til þess að á sama tíma og um valdataumana — jafnt hjá ríki sem borg — halda sjálf- skipaðir málsvarar athafna- frelsis og frjálslyndis, skuli enginn sinna frelsi veitinga- nianna til þess að ráða versl- unartíma sínum sjálfir eða frelsi neytenda til þess að njóta nautna sinna. Drykkju- maður PRESSUNNAR skorar á kollega sína um land allt að mótmæla harðlega þessu of- ríki bindindisfasistanna með því að sitja sem allra lengst á börum eftir lokun, drekka sem allra mest áfengi utan lögboð- ins verslunartíma og reka út úr sér tunguna í hvert sinn sem þeir mæta Þorsteini Páls- syni dómsmálaráðherra á götu. Ólafur Jónsson er hugmyndafræðingurog klúbbstjóri hins nýstofnaða Bíóklúbbs. Skapa stemmningu í bíó Fimm hundruð manns, sextán ára og eldri, fá aðgang að nýstofn- uðum bíóklúbbi Sambíóanna sem kalla má for- forsýningarklúbb að erlendri fyrirmynd. „Klúbbfélag- arnir fá í raun að sjá meira en for- sýningar því forsýningarnar hafa verið í viku áður en myndin er frumsýnd. í þessum klúbbi sýn- um við myndirnar jafnvel tveimur eða þremur vikum fyrir forsýn- ingar,“ segir Ólafur Jónsson, klúbbstjóri og hugmyndafræðing- ur hins nýstofnaða Bíóklúbbs, en Ólafur hefur löngum verið mikill áhugamaður um kvikmyndir. „Sextán ára aldurstakmarkið kemur til af því að við viljum vera vissir um að allir klúbbfélagar geti fengið að sjá allar okkar myndir. Að auki komum við til með að velja stíft inn í klúbbinn því við viljum að myndimar spyrjist rétt út.“ Klúbbur þessi er ekki endan- lega kominn á koppinn en fýrsta forsýningin var engu að síður fyrir um viku á spennumyndinni Und- er Siege, sem verður sýnd fljótlega í Sambíóunum. Nýjustu kvik- mynd Madonnu, Body of Evi- dence, sem þurffi að klippa vem- lega til að taka af svokallaðan „klámstimpil“, og kvikmyndina Scent of a Woman, með A1 Pacino í aðalhlutverki, ber að öllum lík- indum næst fyrir augu klúbbfé- laga. Ætlunin er að sýna 8 til 12 stórmyndir í Bíóklúbbnum á hverju ári. Árgjaldið er átta hundruð krónur, sem er eingöngu þjón- ustugjald, því félagar þurfa að borga sig inn á hverja sýningu. Fyrir hverja forsýningu fá allir klúbbmeðlimir bréf með tilkynn- ingu um myndina og að auki sér- útgáfu af Bíóblaðinu, þar sem myndin er kynnt í máli og mynd- um. „Þetta tryggir að sýningin fer ekki framhjá neinum og menn verða dálítið upplýstir um mynd- ina, leikarana og jafnvel slúður af tökustöðum áður en þeir sjá hana. Meginmarkmiðið er að skapa fi'na stemmningu á sýningunum." Kvikmynd Louis Malle, Body ofEvidence, með þeim Madonnu og Willem Dafoe í aðalhlutverkum, verður að öllum líkindum nœsta stórmynd sem klúbb- félagarfá að berja augum. Úr henni þurfti að klippa töluvert svo húnfœri úr flokki NC-17, sem hefur á sér klámstimpil, í R-flokk, sem er fyrir 16 ára og eldri. Áreynslulaust afmœli „ Vemmilegt og vinalegt vœlukjóapopp hefur alltafverið fóstbrœðrunum hug- leikið. “ MAGNÚS OG JÓHANN AFMÆLISUPPTÖKUR MJ-UPPTÖKUR/STEINAR ★★ Það eru liðin tuttugu ár sfðan fyrsta plata þess- ara syngjandi félaga kom á markaðinn. Dúettinn starfaði mest á árunum 1971-1974 og naut þónokkurrar hylli. Árið 1974 bættu þeir á sig spilafélögum og stofnuðu Change sem átti að slá í gegn á alþjóðavísu. Þrátt fýrir að útvíði Change-gallinn sé hápunktur í sögu íslenskra hljómsveitagalla lét frægðin á Bretlandi standa á sér og Changeplöturnar voru rakkaðar niður í erlendum blöð- um. Magnús og Jóhann hafa starfað saman og hvor í sínu lagi síðan; Magnús gefið meira út og næstum því samið nýjan þjóð- söng, sem er nógu útbelgdur og fullur þjóðrembu til að þóknast kotþjóðinni. Jóhann hefur reynt ýmislegt fyrir sér; off lífgað upp á söngvakeppnir með nærveru sinni og speglagleraugunum og slegið í gegn með Helgu Möller í diskóbandi Gunna Þórðar Þú og ég auk margs annars. Vemmilegt og vinalegt vælu- kjóapopp hefur alltaf verið fóst- bræðrunum hugleildð. Þeir hafa náð noklcurs konar fullkomnun í þessari deild poppsins. Tónlistin er áreynslulaus, máttlaus og mjúk og, þegar þeim tekst best upp, mjög grípandi. Þannig er hið klassíska „Blue Jean Queen“ besta lag plötunnar, þótt það hafi komið út fýrir sextán árum á sól- óplötu Magnúsar Still Photo- graphs. Þetta er vel samin ballaða sem gengur fullkomlega upp. Það er dálítið skrýtið að kalla plötuna Afinælisupptökur því aðeins þrjú gömul lög eru á henni ef popp- fræðin bregst mér ekki; áður- nefndur gallabuxnadrottningar- söngur auk „Sail on“ og „Mary Jane“ eftir Jóhann. Önnur lög eru ný og voru upptökumar gerðar á Púlsinum, lifandi án áheyrenda. Nýju lögin em nokkuð misjöfn, frá góðu efni eins og lögunum „Ástin og lífið“ og „Jenný“ yfir í vont efni eins og „Vegalaus böm“ og „Amazon"; þar fer væmnin langt yfir strikið. SpÚiríið er ágætt, þótt einlitt sé á köflum. Hammondleikur Jóns Ólafssonar er spennandi að vanda, en það ber kannski of mikið á honum hér. Magnús og Jóhann eru sem áður skínandi í mjálminu, þessi tónlist mundi ekki virka án skræku og vel smurðu raddanna þeirra. Þær, áreynsluleysið og oft á tíðum góðar lagasmíðar gera þessa plötu að ágætum kosti fyrir svefninn í skammdeginu. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.