Pressan - 06.05.1993, Side 2

Pressan - 06.05.1993, Side 2
FYRST & FREMST PÉTUR BLÖNDAL. Engin kreppa hjá honum. Græddi 18millj- ónir á einni viku. FRIÐRIK PÓR FRIÐRIKSSON. Á toppi landa- korts evrópskrar kvikmyndagerðar. MARGRA MANNA MAKI SLAPPAR AF í ÁSTRALÍU Guðmundur Hallvarðsson er Ijölhæfur maður. Hann er þingmaður og sem slíkur í heilbrigðis- og trygginganefhd og sjávarút- vegsnend þingsins, auk þess að vera í stjóm At- vinnuleysistryggingasjóðs og varamaður í stjórn Vestnorræna þingmannaráðsins. Hann er varaborgarfulltrúi og sem slíkur formaður hafharstjórnar, stjórnarmaður í byggingar- nefnd aldraðra, varastjórnarmaður í húsnæðis- nefnd og stjórnarmaður í Fiskimannasjóði Kjalarnesþings. Hann er formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur og til skamms tíma varafor- maður Sjómannasambands íslands. Hann er varaformaður Sjómannadagsráðs, situr í barnaheimilasjóði Sjómannadagsráðs, er stjórnarmaður í Lífeyrissjóði sjómanna, er for- stjóri Hrafhistu í Hafharfirði og situr í stjórn hjúkrunarheimilisins Skjóls. Sem stendur er hann hins vegar ferðalangur í Ástralíu. Þar er hann staddur í ffíi ásamt konu sinni og Hann- esi J. Valdimarssyni hafnarstjóra og frú. Fríið kom í kjölfar opinberrar heimsóknar þeirra fé- laga til að skoða ástralskar hafnir á kostnað Reykjavíkurhafnar. Á sama tíma missir hann af öllum látunum sem félagar hans standa nú í til að mótmæla ánauðugum kvótakaupum sjó- manna, fyrir utan að missa af lokaspretti þingsins. En miðað við öll þau hlutverk sem Guðmundur gegnir veitir honum auðvitað ekki af því að komast í ffí og það sem lengst ff á skarkalanum heima. Því má bæta við að á fundi farmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur um síðustu áramót var lögð fr am tillaga um að Guðmundur gæfi ekki kost á sér til áframhald- andi formennsku í félaginu í ljósi þess að hann hefði brotið lög félagsins. Tillögunni var vísað til stjórnar og trúnaðarmannaráðs. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Slappar af íÁstralíu á meðan Sjómannasam- bandið berstgegn kvótakaupum sjómanna. 2 PRESSAN Í ÞESSU BLAÐI 4 Kjötskurður að hætti fornmanna 6 Ekkert eftirlit í Menningarsjóði Hannes Hólmsteinn ríkisstarfsmaður Steingrimur: Lax, lax, lax 7 Andlegt ofbeldi sinnulausra feðra 10 Fyrirtæki græðaá skattatapi Löggan handtekurlögmenn Rukka það sem búið er að borga n Fleiri fyrrum sölumenn Framtíðar- ferða 12 & 13 Ömmi og Bensi i eina sæng? Kapítalið í Islandsbanka Hrafn um Denna Össurum Þorstein 14 Tiska 16 Samkvæmislífið 18 Hrafn um PRESSUNA 20 & 21 Hommar og lesbíurí USA Spilltiryfirstéttarmenn Bérégovoy hinn nýdauði 22 Cyberpunk? 23 Hvardrekkurþú? 24&25 Fólk sem yrkir i laumi 26 Vinýllinn blifur 27 Myndlist Sjón 28 Baldur Hermannsson enn og aftur 29 PRESSUIiðið í handbolta 31 CULA PRESSAN NYTT SOFTÍS- ÆVINTYRI I UPP- SIGLINGU?... Pétur Blöndal og aðrir eig- endur Tölvusamskipta brosa breitt þessa dagana. Tölvufor- ritið Skjá-fax sem fyrirtækið hefur sett á markaðinn, en það sendir símbréf á milli tölva og gerir hin eiginlegu Fax-tæki óþörf, virðist ætla að slá í gegn. Þegar hefur komið fram að fyr- irtækið hafi gert samkomulag við Microsoft þar sem forritið er sýnt á heljarstórri ráðstefnu sem það stendur fyrir í Banda- ríkjunum. Þá er fyrirtækið einn- ig með ýmsa samninga í burð- arliðnum, meðal annars við gosdrykkjarisann Pepsi Cola. Söluáætlanir Tölvusamskipta hafa gengið eftir undanfarna mánuði, en heildarsalan er yfir fjórar milljónir króna á mánuði og fer vaxandi. Þess má geta að framlegð í hugbúnaðarfyrir- tækjum er mjög há svo að dæmið lítur vel út hjá þeim Tölvusamskiptamönnum. Hins vegar verður að benda á að hvergi er meiri áhætta í hluta- bréfakaupum en í fýrirtækjum sem þessu, þar sem verðmætin eru eingöngu bundin í þekk- ingu starfsmanna. HLUTABRÉFA- GENGIÐ HÆKK- AR ORT________________ Gengi hlutabréfanna í Tölvu- samskiptum fer ört hækkandi. Á einni viku hefur það hækkað úr fjórum í sjö, sem er hreint ótrúlegt. Stærsti eigandi Tölvu- samskipta hf. er Þróunarfélag íslands með um það bil 23 pró- senta hlut en stærsti einstak- lingurinn í hópi hluthafa er fjár- málaspekúlantinn og stærð- ff æðidoktorinn Pétur Blöndal, sem á tæplega fimmtung í fyrir- tækinu. Verðmæti hlutabréfa Péturs eru á nafnvirði sex millj- ónir króna og á einni viku hafa þau því hækkað um heilar 18 milljónir, eða sem nemur einu góðu einbýlishúsi, og verður það að teljast nokkuð gott. Sjálf- ur býst Pétur við að þau hækki enn meira á næstu dögum og er þetta því huggun harmi gegn fyrir Pétur, þar sem hann hefiir tapað einhverjum upphæðum á gjaldþroti SH-verktaka. Aðrir stórir hluthafar í Tölvu- samskiptum eru Ásmundur Skarphéðinsson, höfundur sjálfs Skjá-fax-forritsins, og kona hans, en þau eiga um 11 prósent hlutafjár. Þeirra hlutur hefur því hækkað á einni viku um sem nemur tæpum 10 millj- ónum króna. Þá er Björn Rú- riksson, flugmaður, ljósmynd- ari, rithöfundur og viðskipta- fræðingur, einnig stór hluthafi, en hann á um 6 prósent hluta- fjár. Heildarfjöldi hluthafa í Tölvusamskiptum er tæplega 70. HALLGRIMUR THORSTEINS- SON: HÆTTUR, FARINN?_____________ Eftir fárra mánaða störf sem fréttastjóri Bylgjunnar hefur Hallgrímur Thorsteinsson látið af því starfi. Sjálfur segir hann alltaf hafa staðið til að vera sín í starfinu yrði endurskoðuð að nokkrum tíma liðnum og hann muni væntanlega eiga aft- urkvæmt á Bylgjuna fyrr en var- ir. Við heyrum hins vegar að brotthvarf hans hafi verið skyndilegt og óvænt og uppi hafi orðið fótur og fit þegar fréttastjórinn sást ekki lengur. Vitað er að Hallgrímur hefur áhuga á að starfa við dagskrár- gerð frekar en fréttastjórn, en um eftirmann hans á fréttastof- unni er allt óráðið enn. AÐSTOÐAR NÚ TOM HANKS Greint var frá því í PRESS- UNNI fyrir viku að Hallur Helgason, framleiðslustjóri Sódómu Reykjavíkur, nú starfs- maður Sigurjóns Sighvats- sonar í LA, væri aðstoðarmað- ur hjartaknúsarans Toms Cru- ise. Herma fregnir að samstarf- ið við Tom Cruise hafi verið með eindæmum gott; hann sé sérstaklega vinalegur og húmo- risti góður. Því samstarfi er um það bil að ljúka en næsta þætti leikstýrir ekki öllu ófrægari leik- ari, sem telst þó fremur til þeirra kómísku. Það er hrokk- inhærði leikarinn Tom Hanks sem leikstýrir næsta sjónvarps- þætti í sömu þáttaröð og nafni hans Cruise leikstýrði einum þætti í. í síðustu viku rétti svo Hallur Steven Soderberg hjálparhönd. Hann er þekktast- ur fyrir leikstjórn sína á kvik- myndinni Sex, lies and video- tapes sem hlaut gullpálmann í Cannes árið 1989. FRIÐRIK ÞÓR UNDIR MIKILLI PRESSU________________ Velgengni kvikmyndarinnar Barna náttúrunnar hefur gert það að verkum að höfundurinn, Friðrik Þór Friðriksson, er nú í hópi allra virtustu starfandi kvikmyndagerðarmanna Evr- ópu. Myndin, sem gengur fyrir fullu húsi í Þýskalandi um þess- ar mundir, hefur auðveldað Friðriki að útvega sér evrópska styrki og annað fjármagn til áframhaldandi kvikmyndagerð- ar. Hann hefur nú þegar hafið undirbúning nokkurra nýrra kvikmynda og mun sú fyrsta bera nafnið Bíódagar. Þar sem Friðrik er nú kominn á toppinn á landakorti hinnar ört vaxandi evrópsku kvikmyndagerðar bíða margir fræðingarnir spenntir eftir næstu afurð hans. Þar af leiðandi er Friðrik nú undir mikilli pressu, mun meiri en hann hefur áður kynnst, en eins og menn muna bjuggust fáir við að gengi Barna náttúr- unnar yrði jafngott og raun ber vimi. ÁSTA.R. VER SIGRUNU STEF- ANSDOTTUR Víst þykir að Hrafn Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, beri engan sérstakan hlýhug til Sigrúnar Stefáns- dóttur fréttamanns. í viðtali við Fimmtudagurinn 1.maí1993 PRESSUNA á dögunum sagðist hann hafa neitað fréttaviðtali við hana á þeim forsendum að hann teldi hana ekki geta fjallað hludaust um mál sitt þar sem hún hefði verið meðal klapp- liðsins á þingpöllum. Ásta R. Jóhannesdóttir mótmælti þessum ummælum Hrafns á út- varpsráðsfundi og sagði að hann hefði opinberlega lýst van- trausti á fféttamann Sjónvarps í umræddu viðtali vegna þess sem hún tæki sér fyrir hendur í fh'tíma sínum. lALLGRÍMUR TH0RSTEINSS0N. Gufaði upp. HA^LUR HELGASON. Hefurekki töluyfirallt fræga fólkið sem hann hittir. TOMCRUISE. Bæði Ijúfur og fyndinn. SlG- -..... AS “ " ..................... -............. RÚN STEFÁNSDÓTTIR. Klappaði i frítímanum. kvenfólkinu. \STA R. JÓHANNESDÓTTIR. Mótmælti Hrafniá útvarpsráðsfundi. HRAFN GUNNLAUGSSON. Fær ekki frið fyrir UMMÆLI VIKUNNAR „Ég var ekki með sjálfri mér, þetta kom mér svo á óvart. Ég skalf og nötraði þegar ég uppgötvaði að verið var að kalla upp nafn mitt. “ Svala Björk Arnardóttir fegurðardís Hvaðmcð brunarústa- vörður? „Þegar þjóðminjavörð- ur varðveitir þjóðminj- ar með þeim endemum að hægt er að taka þær í nefið, getur hann ekki haldið áfram að vera þjóðminjavörður.“ Helgi Hjörvar, áhuga- maður um varðveislu. Þá á bara Davíð eftir að hlæja „Bæði Heimir og Hrafn svöruðu fyrir sig á léttu nótunum og höfðu auð- sjáanlega gaman af.“ Sigurður Guðmundss hrekkjalómur. Vfirburðarök „Ég benti á að 10 dagar væru ekki langur tími miðað við 40 ár og var á það fallist.“ Kristinn Kristmundsson, fjölmiðlafíkill og skólameistari. íþrótta- lýsing ársins „Athyglisvertvar bað sjá að fléttað var saman lágbragði við hábragð, en fléttan hófst á því; — að sóttur var hælkrókur fyrir báða með vinstri, en breytt í utanfót- arhælkrók með hægri.“ Þorsteínn Einarsson forni Var brosið þá svona hávært? „Hún hvorki stappaði, æpti né orgaði.“ Vinnuvinir Sigrúnar Stefánsdóttur

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.